Þjóðviljinn - 13.11.1982, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 13.11.1982, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 13.-14. nóvember 1982 bókmenntír Saga af sigri Sigríður Osk ritar á tæki sem má stjórna með hljóðmerkjum. Trausti Ólafssun: A leið til annarra manna. Iðunn 1982. Undirtitill bókarinnar segir frá efni hennar: „hvernig fjölfötluö stúlka rauf tjáningarfjötra sína“. Þetta er satt og rétt - gallinn er bara sá að þessi formúla er stofn- anamál þungbært. En sem sagt: stúlkan Sigríöur Ósk var fötluð og mállaus og hún rauf þá fjötra sem bönnuöu henni að tjá sig. Sérhæft mál uppeldis- og sálar- fræða er dálítið fyrirferðarmikið í þessari bók; en samt ekki svo að til skaða verði. Þessi litla bók segir frá því, að ungur kennari er ráðinn á Kópa- vogshælið til að kenna börnum sem vangefin eru talin. Þar er fyrir stúlka á sautjánda ári, Sig- ríður Ósk, sem hefur ekki stjórn á hreyfingum sínum, getur ekki talað eða tj áð sig og er talin örvita eða því sem næst, þótt ekki séu menn á eitt sáttir um andlegt ásig- komulag hennar. En Trausti og annar kennari til, styrkjast smám saman í þeirri trú, að stúlkunni megi kenna ýmislegt og sú bjart- sýni rætist í miklu þolinmóðu starfi. Þessi litla bók geymir ósköp látlausa skýrslu um starf Trausta og þann árangur sem það gefur. Vitanlega er það freistandi að óska eftir ýtarlegri frásögn, þar sem nánar væri farið bæði inn á reynslu þess sem stendur í svo sérstæðu hjálparstarfi, sem og grundvallarvandamál sem tengj- ast vandkvæðum á því, að komast að því hvað dylst á bak við þá einangrun sem stúlkan fjölfatlaða er í. En allt um það: þetta er merkileg frásögn svo langt sem hún nær og vissulega á Trausti- Ólafsson gott lof skilið fyrir þrautseigju sína árangursríka. Mitt í hruni og falli allra skapaðra hugmynda, gilda og sanninda er það velkomin upplifun að lesa um einn sigur manneskjunnar, og nota bene, sigur sem ekki er á kostnað neinna manna annarra. ÁB. Andrés Indriðason. Maður dagsins. Skáldsaga AB 1982. Hvað gerist þegar Bárður, sak- laus sveitastrákur, einfeldningur sem vinnur í vöruhúsi, reynist allt í einu hafa stökkkraft feiknarlegan og fer að slá öll met í langstökki? Hann verður maður dagsins. Fyrir- tækið sem hann vinnur hjá vill nota- hann í auglýsingum, stjórnarand- st^ðan vill nota hann til að berja á andstæðingunum (þeir hafa látið framlag til íþróttamála skreppa saman á ársgrundvelli!), konur hugsa sér til hreyfings. En smám saman gránar gamanið og glæsi- legum ferli lýkur með sprengingu og slysi þótt vonandi eignist landið annan mann dagsins til að gera garðinn frægan á ólympíuleikum. Þetta er prýðishugmynd hjá Andrési Indriðasyni, og komast meginþættir hennar greiðlega til skila í tafarlausri og aðgengilegri frásögn. Ekki verður þó sú ádreþa eða það háð úr sögunni sem kann- ski er stflað upp á. Ástæðan er meðal annars tengd persónulýs- ingu Bárðar langstökkvara sjálfs. Hann er einskonar „Sjans“ (Being there) óskrifað blað, „aulabárður", makalaus sakleysingi. Slík persóna er erfiðari í meðförum en margir halda og höfundi verður öðru hvoru hált á svelli þeirrar listar, að láta hann tala og hugsa innan þess ramma sem settur er upp. Best tekst að lýsa sprengingunni, þegar Bárður er orðinn hvekktur. á til- standi og falsi í kringum sig og gerir uppreisn með sínum hætti. Annað er, að höfundur lætur þá sem ætla að græða á Bárði stökkv- ara ganga mjög gróft til verks, svo gróft að lesandinn finnur hjá sér nokkra þörf til að andmæla. Ekki kannski þegar spraðurbassi einn úr skemmtikraftastétt dregur Bárð garminn fullan og ringlaðan fram á svið til að láta hann verða að at- hlægií fáránlegum kengúrudansi. En þegar verslunaieigandinn, sem Bárður vinnur hjá lætur hann stökkva inni í búðinni í augíýsinga- skyni, eða þegar íþróttaforkólfur teicur á móti heimsmethafa frá Helsinki með ræðu þar sem hvatt er til að kjósa tiltekinn flokk - þá er lamið með of þungum sleggjum, það er eitthvað sem passar ekki, og möguleikarnir á því að gera eitthvað eftirminnilegt úr misbrúk- un á sportmanninum saklausa rjúka út í veður og vind. Þar eftir eru persónurnar dregn- ar mjög einföldum dráttum og eru strax allar þar sem þær eru séðar. Mest hold og blóð er utan á Sigur- bergi þjálfara Bárðar, sem gleymir aldrei að koma sjálfum sér að hve- nær sem methafans er getið og vill helst skapa sér einskonar síbernsku í afrekum skjólstæðinga sinna. -ÁB Af alþýðuhreyfingum ogmerkum mönnum... Sverrir Kristjánsson. Ritsafn. Annað bindi. Mál og menning 1982. Fremst í þessu bindi ritsafnsins er haldið áfram með meginefni ■ þess fyrsta: þar eru greinar sem varða sjálfstæðismál fslands á nítjándu öld og Jón Sigurðsson-en einatt getur manni fundist að Sverrir Kristjánsson hafi ekki haft næmari skilning á öðrum tíma sög- unnar. Hér eru smærri hlutir en í fyrsta bindi, en fróðlegir vitanlega - eða hve margir hafa lesið sér til um það, að danskir embættismenn veltu því fyrir sér hvort Danir gætu ekki snúið sig út úr Slésvíkurmál- um árið 1864 með því að afhenda Þjóðverjum eyjar sínar í Vestur- heimi og svo Island? Aldrei fór slík ráðagerð í hámæli, en þarna er alt- ént komin ein stoð undir það samtal sem þeir eiga í íslands- klukkunni Arnas og Úffelen Hamborgari. Að öðru leyti geymir þetta bindi greinar sem verða merkissaga í sögu íslenskrar verkalýðshreyfing- ar, samvinnuhreyfingar og sósíal- ískrar hreyfingar.Skyldar þeim eru greinar em fjalla um einstaka for- ystumenn þessara hreyfinga, til dæmis er þarna löng grein og merkileg um Einar Olgeirsson fimmtugan. í þessum greinum get- Árni Bergmann skrifar ur lesandinn oft og mörgum sinn- um rifjað það upp sér til ánægju, hver listamaður Sverrir var í því, að blása hressandi gusti sögulegrar yfirsýnar og hnyttins skilnings í efni, sem flestir aðrir hefðu gert úr flatneskjulegar hátíðamessur. Marxísk viðhorf hafa ekki farið öðrum skrifandi mönnum íslensk- um betur en Sverri eins og hver má sjá, sem les yfir úttektir Sverris á nýsköpunarverki sósíalista, árangri og takmörkunum íslenskr- ar samvinnuhreyfingar eða þá lýs- ingu hans á áhrifum kreppunnar á samtíðarmenn í síðustu ræðunni sem hann flutti - það var yfir ís- lenskum stúdentum í Osló fyrsta desember 1975. Það er í tveim persónulegum Sverrir Kristjánsson greinum, að rithöfundurinn Sverrir Kristjánsson skemmtir sér best í þessu bindi. Önnur er skrifuð í minningu Karítasar Skarphéðins- dóttur og geymir leiftrandi skemmtilega lýsingu á atkvæða- veiðum Sverris, Ólafs Thors, Þór- arins Þórarinssonar og Guðmund- ar í. í Gullbringu - og Kjós, rétt eftir stríð. Hin er afmælisgrein um Jónas frá Hriflu sjötugan. Þar fer saman skarpleg úttekt á pólitísku hlutverki þessa umdeilda manns og einstaklega haglega útfærð stíl- skemmtun í þjóðlegum stíl, sem tvinnar saman búskaparhvunn- dagsleika og stjórnmálaveruleik: „Á sjötugsafmæli Jónasar Jóns- sonar er óvíst hvort Alþýðuflokk- urinn minnist fremur hins misk- unnarlausa tamningamanns, sem hleypti honum út í ófæruna og skildi hann eftir meiddan og fótfú- inn á hj arninu, eða yndisstundanna á stallinum þegar jatan ilmaði af grænni töðu....“ Þetta var nokkuð grimm grein, undir lokin var talað af skáldlegu miskunnarleysi um hina pólitísku útför Jónasar, sem þegar hefði far- ið fram í kyrrþey. En svo bætti Sverrir við þessum orðum: „En í sögu íslands mun aldrei verða hljótt um þennan mann, hvernig sem allt veltist". Og dugðu þau orð tilþess að þeir voru góðir málvinir upp frá því, afmælisbarnið og sagn- fræðingurinn. Því fór svo að það var Sverrir Kristjánsson sem heyrði Jónas frá Hriflu segja þetta hér, þegar tal þeirra barst að end- urkomu de Gaulles til mannafor- ráða og stofnun fimmta lýðveldis- ins í Frakklandi: - Já, de Gaulle, HANN gat þetta... ÁB Er kratar réðu í Hafnarfirði Stefán. Júlíusson: Átök og einstaklingar. Björk, 1982. Þessi skáldsaga er framhald af „Stríðandi öfl“ sem höfundur gaf út fyrir tveim árum. Eins og þá var um ritað, er hér um lykilskáldsögu svonefnda að ræða. Það mátti jafn- ‘vel tiltölulega ókunnugum mönnum ljóst vera, að sögusviðið er Hafnarfjörður og helsta við- fangsefnið er saga pólitískra átaka í þvi' plássi. Framhaldið, sem nú kemur út, er í raun enn síður dulbúið sem skáldverk en fyrra bindið. Nú kemst enginn hjá því að hafa í huga svotil á hverri síðu það sem hann kann að hafa heyrt um fram- boðsraunir í Firðinum, um þann ágæta alþýðuforingja Kjartan Olafsson sem vék fyrir Emil Jóns- syni í bæjarmálaforystu og á leið í þingsali. Það verður reyndar eitt höfuðviðfangsefni Stefáns Júlíus- sonar að bera fram skýringu sína á því, hvernig svo fór sem fór - allt til þess að Stefán Jóhann Stefánsson og hans menn koma í veg fyrir að Kjartani Ólafssyni sé falið að mynda vinstristjórn þegar nýsköp- unarstjórnin féll 1946. Fyrirmyndirnar eru mjög ágengar í þessu bindi: til dæmis að taka er Hafnarfjarðarskáldið Örn Arnarson (Magnús Stefánsson) kallaður Valur Valsson (Markús Steindórsson). Og það fer ekki hjá þvf, að lesandinn spyr sig öðru hvoru: til hvers er að vera að þess- um feluleik - því ekki að skrifa sögu hins hafnfirska kratisma ódul- búna, ganga hreint til verks? Að vísu er önnur saga rakin við hlið þeirrar sem nú var nefnd, sagan af sögumanninum sem þekkir helstu stríðandi garpa „bæjarins“ allvel, en er utan við átök þeirra að mestu. En sú saga hefur svo sem ekkert sjálfstætt gildi - og vegna þess að sögumaðureroftaren ekki íjarver- andi á námsferli sínum, verður fyrirferð hans til þess fyrst og fremst að setja Hafnarfjarðará- tökin í vissa fjarlægð, gera þau ágripskenndari, búa til endursögn í stað þess að sýnt sé það sen. gerist. Eins og allt er í pottinn búið sýn- ist manni nærtækast að þeir fialli um slíka bók, sem hafa af eigin reynslu einhverjar athuganir fram að bera á Hafnarfjarðarsögu þess- ari í skáldsöguformi. Stefán Júlíusson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.