Þjóðviljinn - 13.11.1982, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 13.11.1982, Blaðsíða 18
Opið ALLAN STÆRSTA BIFREIÐASTÖÐ BORGA^X Kúbanska byltingin er ósigrandi og bylt- ingarhreyfingin í Rómönsku Ameríku mun halda áfram að eflast, hvað svo sem Bandaríkjastjórn hugsar eða gerir... Valladares- herferðin var ekki tilkomin af ást á mannréttindum, heldur hatri á kúbönsku byltingunni... andstæðingum okkar innan lands því við erum smáir og búum í ná- býli við voldugan óvin. Það er hins vegar regla að fangar fái náðun ef þeir sýna góða hegðun, og þannig hafa margir verið náðaðir á Kúbu. Þar eru fáir sem hafa setið inni jafn lengi og Valladares, en það er vegna þess að hann vildi notfæra sér fangavistina í pólitískum til- gangi með því að leika einhvers konar hetju eða píslarvott og með því að gefa út yfirlýsingar til óvina okkar. — Hvernig stóð á því að Regis De- brey, sem eitt sinn sat í fangelsi herforingjanna í Bólivíu og studdi kúbönsku byltinguna, beitti sér fyrir þessu máli? - Við látum ekki alþjóðlegar á- róðursherferðir gegn Kúbu hafa á- hrif á okkur, en við hlustum gjarnan á vini okkar. Regis Debrey er vinur kúbönsku byltingarinnar og hann vildi að hætt yrði að nota þetta mál gegn okkur. Ástæðan fyrir Valladares-herferðinni var ekki ást á mannréttindum, heldur sú, að við höfum með byltingunni leyst vandamál sem enn eru óleyst í öðrum ríkjum S-Ameríku, og það þola heimsvaldasinnar ekki. Á meðan þessi áróðursherferð lagði undir sig forsíður heimsblaðanna var verið að útrýma indíánum í Gu- atemala, þúsundir fanga eru pynt- aðir og látnir hverfa í löndum Rómönsku Ameríku þar sem ógn- arstjórnum er haldið uppi af Bandaríkjunum. Það er dæmigert að allt þetta hverfi í skuggann fyrir þessu eina máli. Við höfum þá trú, að þjóðir heimsins láti ekki blek- kjast af svo augljósum áróðri. - Nýlega birti tímaritið Newswe- ek grein, þar sem afhjúpuð voru áform Reagans um hernaðaríh- lutun í Nicaragua. - Er slík íhlutun yfirvofandi? - Já, greinin í Newsweek gerir .ekki annað en að staðfesta það sem við höfum haldið fram. Reagan virðisthalda hann lifi ívillta vestr- inuoggeti leikiðséreinsogBuff- alo Bill, en heimurinn er breyttur og ævintýramennska hans er mikil ógnun við heimsfriðinn. Eina lausnin í Mið- Ameríku er samning- aleiðin. Ástæðan fyrir ókyrrðinni þar er sú eymd sem fólkinu er búin, og það er ekki sök Kúbu. Hinn snauði fjöldi í S-Ameríku hefur fullan rétt til að berjast fyrir rétti sínum til mannsæmandi lífs. Á sama hátt og kúbanska byltingin er ósigrandi, hvort sem Bandaríkjun- um þykir það ljúft eða leitt, þá mun byltingarhreyfingin í Suður- Ameríku halda áfram að vaxa og eflast. Það sem við þurfum nú er friður en ekki stríð. Friður til þess að leysa vandamálin með samkom- ulagi að hætti siðmenntaðra manna. 18 SiÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 13.-14. nóvember 1982 Rœtt við Fernando Florez Ibarra, nýskipaðan sendiherra Kúbu á íslandi Fernando Florez Ibarra afhenti Vigdísi Finnbogadóttur forseta Is- lands trúnaðarbréf sitt sem sendi- herra Kúbu á íslandi hinn 11. nó- vember s.l.. Fernando Florez hefur aðsetur í Stokkhólmi, en þangað er hann ný- kominn eftir að hafa áður gegnt sendiherrastörfum fyrir land sitt í Júgóslavíu, Póllandi og Ecuador. Þjóðviljinn ræddi dagstund við Florez á „grillinu“ á Hótel Sögu, þaðan sem sjá mátti vetrarsólina baða Skerjafjörðinn í ' fölgulu geislaflóði. - Efnahagskreppan í heiminum og hið lága hráefnisverð hefur gert baráttuna gegn vanþróun erfiðari á Kúbu eins og í öðrum löndum þriðja heimsins, sagði Fernando Florez Ibarra, nýskipaður sendi- herra á Kúbu í viðtali við Þjóðvilj- ann. Við höfum orðið að draga úr hraða uppbyggingarinnar í iðnaði, en þetta hefur ekki bitnað á dag- legu lífi fólksins óg við búum engu að síður við traustan efnahag inn á við. - Það er fyrst og fremst hið lága sykurverð, erfiðleikar á alþjóð- legum fjármagnsmarkaði og viðskiptabann Bandaríkjanna sein gera okkur erfitt fyrir, sagði Flor- ez. Núverandi efnahagskreppa bitn- ar harðast á þróunarlóndunum, sem selja hráefni á lágu verði en kaupa iðnvarning og vélar á upp- sprengdu verði frá iðnríkjunum. Iðnríkin vilja viðhalda þessu kerfi, en þau hafa ekki sömu úr- ræði og áður. Fyrri efnahagskreppur leiddu til tveggja heimsstyrjalda sem sköpuðu nýjan markað fyrir auðhringana, en nú eftir að Sovét- ríkin hafa eignast kjarnorkuvopn verður kreppan ekki leyst með stríði, því það jafngildir sjálf- smorði. - Hvaða leið sér Kúba út úr cfna- hagskreppunni? - Þegar félagi Fidel ávarpaði þing Sameinuðu þjóðanna í nafni samtaka óháðra ríkja 1979 sagði hann að eina lausnin út úr efnahag- skreppunni væri sú að losa þjóðir þriðja heimsins úr viðjum vanþró- Við lifum ekki á tímum Buffalo Bill unarinnar þannig að þau geti orðið sá markaður, sem iðnríkin þurfa á að halda. Hann sagði að líta yrði raunsætt á málin. Sumir álíta að vopnaframleiðsla sé leið út úr efna- hagskreppunni eins og fjáraustur Reagans í vígbúnað ber vitni um, en þetta er skammvinn lausn sem ekki dugar. - Það verður að hætta vígbún- aðarkapphlaupinu og taka upp samvinnu allra ríkja, snauðra og fátækra, þar sem vandamálin eru rædd með samningum að hætti siðmenntaðra manna. - Hver er helsta hindrunin fyrir að svo megi verða? - Bandaríkin hafa sett fram þá hugmynd, að þau geti sigrað í kjarnorkustríði. Það er geðveik hugmynd. Þau segja að Sovétríkin séu betur vígbúin í Evrópu en Nato, og því þurfi að fjölga eld- flaugum þar.Hvers vegna notfæra Sovétríkin sér ekki þessa yfirburði nú á meðan þeir eru fyrir hendi? Auðvitað vegna þess að þetta er allt saman blekking, þar sem heildarvopnaforði Bandríkjanna er ekki tekinn með í dæmið. Band- ríkin hafa aldrei upplifað stríð í eigin landi. Bandarískir auðhringir högnuðust á síðari heimsstyrjöld- inni, og þeir virðast halda að þeir geti endurtekið sama leikinn. Það er mikilvægt fyrir Evrópu að verja sig gegn ævintýramennsku Reagans. Baráttan fyrir friði er mikilvægasta verkefnið hér í Evr- ópu og í heiminum. Hún er einnig mikilvægasta baráttumál kúbön- sku stjórnarinnar. - L’ndanfariö hefur kúbanska stjórnin verið ásökuð í fjölmiðlum hér á Vesturlöndum fyrir að virða ekki mannréttindi og fyrir að hafa haldið skáldinu Armando Valla- dares í haldi að ósekju. Hver er skýring þín á því máli? - Armando Valladares er ekki skáld eins og hann hefur sjálfur lýst yfir. Hann er heldur ekki í hjólastól eins og haldið hefur verið fram. Hann er hins vegar gagnbyltingar- sinni sem var í lögreglu Batista á meðan stjórn hans var hvað blóðugust. Hann tók þátt í hryðju- verkum eftir byltinguna og fyrir það var hann dæmdur. - Hvers vegna var honum haldið inni í 20 ár? - Við neyðumst til að taka hart á Ljósm. eik - ólg.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.