Þjóðviljinn - 13.11.1982, Blaðsíða 32

Þjóðviljinn - 13.11.1982, Blaðsíða 32
DJOÐVIUINN Helgin 13.-14. nóvember 1982 Aðalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9—20 mánudag til föstudags. Utan þess tíma er hægt að ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins í þessum Aðalsími Kvöldsími Helgarsími símum: Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9—12 er hægt að ná í afgreiðslu blaðsins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 afgreiðslu 81663 Viðtal við Allan Brockway, starfsmann Heimskirkju- ráðsins í Genf Geta kristnir menn rætt við gyðinga, eða íslamsfólk eða hindúa um sameiginleg hugðarefni? Það hefði þótt saga til næsta bæjar ekki alls fyrir löngu. Eða hvað eiga kristnir menn að tala um við marxista, eða þá stórkapíta- lista? Þetta eru viðfangsefni sérstakrar deildar í appírati Heimsk'irkj- ráðsins í Genf.og unr þessi efni átti Þjóðviljinn viðtalá dögunum við Allan Brockway, bandarísk- an meþódista, sem starfar í deild þessari, sem heitir Samræður við fólk sem tilheyrir lifandi trúar- brögðum og hugmyndafræði. Og það á að reyna að halda slík- um samræðum uppi í þeim anda, að menn beri virðingu fyrir marg- breytilegra heimsins, forðist fordóma og að ofmetnast af eigin sérstöðu. Pað er margur marxisminn Fyrst var Allan Brockway spurður um það hvernig samræð- ur heimskirkjuráðsmanna og marxista gengju. Satt að segja höfum við meira hugsað um viðræður við fólk af öðrum trúarbrögðum en um það sem kallað er „hugmyndafræði". Þessi mál voru nokkuð á dagskrá á sjöunda áratugnum þegar til meðferðar voru efni eins og „kirkja I og samfélag," en síðan hefur ekki margt gerst. Að vísu var í1 Um hvað ræða kristnir menn við marxista, gyðinga og hindúa? desember leið haldinn fundur um 50 kirkjunnar manna úr öllum heimshornum um það „hug- myndafræðilega samhengi" sem hver og einn lifir í. Engar niður- stöður voru settar saman, en gagnlegum upplýsingum var safnað. Vitanlega kemur það á daginn að reynsla manna er mjög misjöfn - það er til dæmis mikill munur á þeim byltingarsinnaða suðuramríkumarxisma sem full- trúi frá Kúbu skýrði frá og svo því sem fréttist frá Ungverjalandi. Svo er ljóst að það er sitthvað að ræða við marxista frá löndum sem kommúnistaflokkar ráða og við marxista á Vesturlöndum. Ég hefi verið á ráðstefnu í Washing- ton með bandarískum marxist- um, flestum háskólamönnum. Það var fróðlegt, en menn voru einhvernveginn svo langt uppi í fræðilegum skýjum á þeim fundi að þeir komust aldrei nálægt veruleikanum. Jákvœð ögrun - Kaþólski guðfræðingurinn Kúng og Tutu biskup í Suður-. Afríku segja á þá leið, að marx- isminn hafi að því leyti verið já- kvæð ögrun við kirkjurnar, að hann hafi minnt þær á félagslegar skyldur þeirra. - Ég held þetta sé réttmæt at- hugun, sagði Brockway. Ég verð oft var við það að kristnir menn, einkum úr þróunarlöndum, nota marxískar aðferðir og skilgrein- ingar á samfélagsástandi, stéttaá- tökum ofl. En þeir vilja ekki að þar fyrir heiti þeir marxistar - þeir vilja geta fært sér í nyt úr þeim heimspekiskóla það sem þeim að gagni kemur - rétt eins og þeir geta stuðst við aðra strauma og stefnur. Við hjá Heimskirkjuráðinu fáum reyndar að heyra það stundum að við séum hallir undir kommúnista. Ein ástæðan fyrir slíkum ásökunum er sú, að rúss- neska rétttrúnaðarkirkjan á aðild að ráðinu. Okkur finnst það leiður siður að uppnefna fólk - það leysir engan vanda að kastast á skammaryrðum um komma og kapítalista. Það sem við erum að gera er að leita að aðferðum til að menn geti sest niður og rætt saman um hvaðeina. Hver er hvað? *En svo við víkjum aftur að marxistum: samræður við þá eru ekki hátt á blaði núna, og ég held að ástæðan sé blátt áfram sú að við vitum ekki almennilega hvernig að slíkum samræðum skuli standa. Þegar Hindúar til dæmis og kristnir menn mætast þá vita þeir vel, hver er hvað. En málin gerast flóknari þegar reynt er að tala við þá sem eru skil- greindir eftir hugmyndafræði. Segjum til dæmis að við vildum tala sérstaklega við kapítalista og næðum í forstjóra General Mot- ors sem dæmigerðan fulltrúa þeirra. Hann gæti byrjað á því að segja: Jæja, ég er nú í öldunga- ráði Presbyterakirkjunnar - hvor- um megin borðsins á ég að sitja? Og það getur eins verið erfitt að finna marxista sem eru „hreinræktaðir" sem slíkir - það er t.d. alls ekki víst að marxistinn sé guðleysingi, eins og oft er gert ráð fyrir. Við þurfum sannarlega að koma okkur upp nýrri aðferð til að ræða um það félagslega sam- hengi sem fólk býr við. Önnur trúarbrögð Þú segir að þið fáist meira við viðræður við fólk af öðrum trúar- brögðum. Nú er ekki langt síðan fjandskapur og tortryggni ein- kenndi samskipti trúarbragða - ef nokkur voru. Mikil ósköp - og við eigum langa leið ófarna enn í þeim efn- um, svaraði Brockway. En við reynum semsagt að finna jákvæð verðmæti og forðast hið neikvæða. Öðru fremur reynum við að koma því svo fyrir, að menn talist við af gagnkvæmri virðingu og að hver og einn fái að skilgreina sig sjálfur, vitna urn sína trú með eigin orðum, ef svo mætti segja. Rangfœrslur um gyðinga Ég hefi t.d. mest fengist við viðræður við gyðinga. í þeim efn- um höfum við fengist mikið við það, hvað er sagt í skólabókum um gyðingdóm, reynt að vinna gegn grónum andgyðinglegum fordómum sem sitja í kennslu- gögnum og túlkun Nýja testa- mentisins. Þar kemur það okkur að haldi, að síðastliðna áratugi hafá menn orðið sér úti um nýja vitn- eskju um gyðingdóminn eins og hann var á dögum Krists og að það sem eftir honum er haft er mjög skylt því sem aðrir gyðingar fóru með á þeim tíma. Það er t.d. röng mynd, sem menn sækja, ekki síst í yngsta guðspjallið, Jó- hannesarguðspjall, af Faríseum, sem verða í hugum manna hræsn- isfullir óvinir Krists. Jesú notar svipaðar röksemdafærslur og Farísear; kannski var hann Farís- ei sjálfur í deilum við félaga sína. Það er líka alrangt sem oft er gert, að túlka gyðingdóminn sem stranga hollustu við lagabókstaf, sem litlu varði í raun. Með rabbíum Svo ég minnist á persónulega reynslu mína af þessuin samræð- um, þá var ég ekki alls fyrir löngu á Allan Brockway: þegar annar grundvöllur brestur geta menn reynt að tala saman um réttlátt samfélag. (Ljósm. gel.) fundi með rabbíum í Mið- Vesturríkjum Bandaríkjanna. Þeir sögðu á þessa leið: Þetta er allt gott og blessað, vissulega eigum við margt sameiginlegt og getum sett niður ýmsan misskiln- ing. En þið verðið að muna tvennt, ef þið viljið tala við okkur í alvöru: Ökkar vandi er að lifa af. Og þá mætum við í fyrsta lagi viðleitni kristinna manna til að snúa okkar unga fólki - það eru t.d. í ykkar bandarísku skólum kristnir hópar sem beita unga gyðinga miklum þrýstingi til að fá þá til trúskipta - það getur komið fram í því, að þeir séu útilokaðir frá ýmsu félagslífi ef þeir halda fast við gyðingdóm. I öðru lagi hafa þeir áhyggjur af ísrael, ör- yggi þess. Þessir rabbíar hafa hugann mjög við velferð Palest- ínumanna (margir kristnir menn mundu undrast það, ef þeir reyndu eins og ég) og einnig við leiðir til að þjóðernishyggja Pal- estínumanna geti fundið sér far- veg og skilað sínu fólki árangri. En, segja þeir, við höfum á hyggjur af framtíð ísraels; ef að israel fellur þá þýðir það að gyðingaþjóðinni verður útrýmt í annað sinn á öldinni. En svo kemur stríðið í Líbanon og gerir allt enn erfiðara - bæði fyrir kristna menn og gyðinga... Hindúar - Nú eiga eingyðistrúar- brögðin, gyðingdómur, kristni og íslam, margar rætur sameigin- legar. En hvernig gengur að tala t.d. við Hindúa? - Það er vissulega allt annað. Einn kollegi minn stóð í því ekki alls fyrir löngu að skipuleggja ráðstefnu kristinna manna og Hindúa á Sri Lanka. Þar var ekki margt talað um trúarleg efni, enda erfitt. Heldur um þá hluti sem alla menn varðar, hvaðan sem þeir koma, um réttlátari þjóðfélög. f þessum viðræðum eru sér- kennilegir erfiðleikar á ferð. Ekki aðeins vegna þess að hindúismi og búddismi eru ekki skipulögð með sama hætti og eingyðistrúar- brögðin. Það er t.d. ekki neitt til sem heitir alheimsráð Hindúa. í annan stað getur hindúisminn samkvæmt eðli sínu gleypt allt og gert part af sér, kristnina líka. Og því verður kristnum mönnum um og ó, - einkum þar sem þeir eru lítill minnihluti. Vœntanlegt þing Brockway var hingað kominn í þriggja manna hópi frá Heims- kirkjuráðinu vegna undirbúnings þings þess í Vancouver í Kanada á næsta ári. Þetta þing verður haldið um þemað „Kristur - líf heimsins", sagði séra Brockway. Við ætlum að bjóða mörgum af öðrum trú- arbrögðum til Vancouver, en þeir eiga kannski erfitt með að gangast inná þetta þema, það er eins og við kristnir menn séurn að segja, að enginn geti lifað án Krists og þeir gætu svarað: já takk, en við komumst bærilega af! I febrúar verður svo haldinn fundur með ýmsum væntanlegum gestum þingsins til að skoða hvað þetta þema þýðir - og ég vona það þar með sé fengið eitt merki- legasta tækifærið sem við höfum hingjað til haft, til að fólk af margvíslegum trúarhefðum tjái sig um það, hvað það sé að lifa lífinu svo vel sé... ÁB.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.