Þjóðviljinn - 13.11.1982, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 13.11.1982, Blaðsíða 20
20 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN dægurmál (sígiid?) Sif Jón Viðar Andrea Músíktilraunir ’82 Það er heldur betur tekið að færast 'líf í tónleikahald bæjar- búa. SATT og Tónabær efna til mikils tónleikahalds sem gengur undir nafninu Músíktilraunir ’82. Á þessum samkomum, sem verða fjóra næstu fimmtudaga, munu koma fram fjórar hljóm- sveitir, þrjár óþekktar og ein þekkt. Einu skilyrðin sem hljóm- sveitirnar verða að uppfylla er að þær leiki frumsamda tónlist. Tónleikarnir byrja klukkan 20.00 stundvíslega og munu þá gestir kvöldsins hefja leik. Með- an þeir eru að leika verður at- kvæðaseðlum dreift, því að fólki gefst tækifæri til að kjósa hljóm- sveit kvöldsins og besta lag henn- ar. Tværaf þessum þrem óþekktu hljómsveitum munu komast á lokahátíð sem verður haldin sunnudaginn 12. des. og mun standa yfir frá klukkan 16.00- 24.00 Þær þrjár hljómsveitir sem þar þykja skara fram úr að mati viðstaddra hljóta í verðlaun 20 tíma hver í stúdíói og afrakstur- inn af því ætlar SATT að gefa út á hljómplötu þannig að til nokkurs er að vinna. Á fimmtudaginn kemur verður BARA-flokkurinn gestur kvöld- sins en ekki var búið að ganga endanlega frá dagskránni þegar þetta var barið á ritvélina en von- andi verður hægt að birta hana í blaðinu á fimmtudaginn kemur. Þetta framtak Tónabæjar og SATT er mjög lofsvert því að þarna fá ekki aðeins ungar og ó- reyndar hljómsveitir að spreyta sig, heldur fá ungir tónlistar- áhugamenn tækifæri til þess að komast á tónleika. Fólk er eindregið kvatt til að koma stundvíslega, því að þeir fá ekki atkvæðaseðil, sem ekki heyra í öllum hljómsveitunum þrem sem koma fram eftir að jgestir kvöldsins hafa 'lokið leik sínum. Þetta þýðir að fólk verður að vera komið í síðasta lagi 'kl.21.00 Atkvæðaseðlarnir gilda líka sem happdrættismiðar og verða í lok Músíktilraunarinnar dregnir út 50 miðar. Vinningur er hljómplata með afrakstri Músíktilraunarinnar. Kynnir verður Stefán Jón Haf- stein. Áhersla er lögð á að hljóm- sveitum úti á landsbyggðinni er boðin þátttaka og á einhvern hátt munu aðstandendur Músíktil- rauna ’82 beita sér fyrir lækkun ferðakostnaðar vegna þátttöku ásamt að útvega hljóðfæri og verða til aðstoðar á annan hátt. Þátttöku geta hljómsveitir til- kynnt bréflega eða símleiðis á venjulegum skrifstofutíma til: SATT, Hamraborg 1, Kópavogi s. 43380, Tónabær, félagsmið- stöð, Skaftahlíð 24, s 35935, Gallerí Lækjartorg, Hafnarstræti 22, s 15310. Að endingu: MÆTUM ÖLL og leggjum okkar af mörkum, .sýnum stuðning við gott framtak. Baraflokkurinn er í„bœnum” og heldur hljómleika sem hér segir: 15.11 kl. 20.30 í Mennta- skólanum v/Hamrahlíð, 17.11 kl. 20.30 á Akranesi, 18.11 stundvís- legakl. 20.00 á Sattkvöldi íTóna- bæ (Músíktilraun ’82) og föstu- daginn 19.11 kl. 21.11 í Félags- stofnun stúdenta við Hringbraut. A kvoiqi i Klúbbnum. Ljósm. Jón Hólm. Draumur um atvinnumennsku Mikið hefur drifið á daga Tappa Tíkarrass uppá síðkastið: Ferðalag til Noregs, ný útkomin hljómplata og síðast en ekki síst tónleikahald víðsvegar um landið. Tappinn vakti fyrst verulega at- hygli í Rokk í Reykjavík, síðan hef- ur hljómsveitin lagt á brattann og er í dag ein af okkar bestu hljóm- sveitum. Hljómsveitin nýtur mikiilar hylli sem tónleikahljóm- sveit og eru fáar hljómsveitir sem feta í fótspor hennar á því sviði. Mér lánaðist að lokka ungling- ana í stutt spjall og fer afraksturinn hér á eftir. Þær voru allar handónýtar. - Hernig stóð á ferð ykkar til Noregs? - Þetta barst í tal í júlí, æskulýðsráð hafði þá samband við okkur og sagði að til stæði að halda samnorr- æna ráðstefnu undir yfirskriftinni „Rokk gegn vímu“ og spurði hvort við værum til í að fara sem fulltrúar íslands á rokkhátíð sem halda átti samhliða ráðstefnunni. Ekki stóð á okkur, og í ágúst var allt komið á hreint. Æskulýðsráð borgaði ferðir og gistingu en við urðum að leggja til skotsilfur sjálf. - Hvers vegna urðuð þið fyrir valinu? - Það verður að spyrja fulltrúa æskulýðsráðs að því, ein ástæðan sem þeir nefndu var að við vær- um svo persónuleg. - Lékuð þið víðar en á þessari hátíð? - Það tókst að troða okkur inn á Club 7, lékum við þar í hliðarsal, Bláa salnum, og komum fram á eftir jassrokk hljómsveit og not- uðum hljóðfæri þeirra. - Nú komu fram á þessari hátíð fjöldinn allur af hljómsveitum frá Norðurlöndum, hvernig leist ykkur á hinar? - Hreint út sagt þá voru þær allar handónýtar, það var smá glæta í Svíunum, en hinar voru hörmung! Þessar hljómsveitir 10-15 árum á eftir tímanum. - Stendur til að dreifa plötu ykk- ar erlendis? - Það er óvíst en eftir þeim við- tökum sem við fengum væri óvit- laust að reyna það. - Eruð þið nokkuð á leið í hljóm- leikaför til útlanda? - Það er verið að vinna að því að fá okkur til Noregs og ef það geng- ur þá förum við því það er virkilega gaman að spila í No'regi. Má ekki spila of mikið. - Nú hafið þið verið ötul við að koma fram á tónleikum uppá síðkastið ætlið þið að halda þessari keyrslu áfram? - Nei, við höfum verið of dugleg við að koma fram og þess vegna erum við orðin þreytt á flestum þeim lögum sem við leikum. - Við höfum ekkert getað æft því hljóðfærin komast aldrei niður í æfingapláss og það erjú frumskil- yrði þess að hægt sé að semja ný lög. í framtíðinni ætlum við að reyna að spila minna og endurnýja þá prógrammið með hæfilegu milli- bili. Við lékum á dansleik í Vest- mannaeyjum í sumar og eftir þá ferð strengdum við þess heit að leika ekki oftar á slíkum samkom- um. Það er ömurlegt að spila fyrir dauða drukkið lið, sem klappar fyrir hverju sem er. Ekki bætti uppá móralinn sjóveiki á leiðinni til lands. - Hvað æfið þið oft í viku? - Þegar við getum æft þá æfum við svona tvisvar til fjórum sinnum í viku. Næsta plata verður að vera betri. - Eruð þið ánægð með plötuna? - Sæmilega ánægð, við hefðum þurft meiri tíma í stúdíói. Einnig var það slæmt að Tony Cook upp- tökustjóri gat ekki komið á æfingar fyrir upptöku svo fyrsti tíminn í stú- díóinu fór í kynningar. Það er mjög mikilvægt að upptökustjóri hafi gefið sér tíma til að heyra í hljóm- sveit áður en hún fer inn í stúdíó. Annars var samstarfið við Tony mjög gott og þurfum við ekki að kvarta yfir neinu frá hans hendi. - Er von á nýrri plötu? - Ekki í 'bráð, við eigum ekki nægilega mikið af góðum lögum til að setja á plötu og okkur liggur ekkert á. Þessi frumraun okkar fékk góða dóma og móttökur og því verður næsta plata að vera betri. Kannski verður það hljómleikaplata. Það væri virkilega gaman að taka upp eina slíka því við erum fyrst og fremst „live“ hljómsveit. Það er tvennt ólíkt að leika á hljómleikum eða vera lok- aður inn í upptökuklefa þar sem þú sérð ekki neinn. Það er ekki sama ánægjan sem fylgir því. Væri gaman að gerast atvinnu- tónlistarmenn? - Nú eru miklir snúningar í kringum eina hljómsveit, hver sér um þá hlið mála hjá ykkur? - Við stöndum í öllu sjálf, Jakob sér um auramálin en við hin „ród- um“ þá í staðinn. Steríómenn hafa verið okkur mjög hjálplegir og leggja til tæki á hljómleikum okkar. - Duga tekjur af tónleikum til að fjármagna hljóðfærakaup? - Engan veginn, það eru ekki margar krónur sem koma í kassann fyrir tónleikahald og engin fyrir plötugerð. Þess vegna er nauðsyn- legt að eiga samstarf við aðila sem leigja út tæki. Okkur dreymir um aö gerast atvinnutónlistarmenn því það er mög krefjandi að þjóna tveim herrum, vinna venjulegan vinnudag frá níu til fimm og æfa svo á kvöldin. Það er ósköp lítið sem kemur út úr slíku. Ef við hættum aftur á móti að vinna þá getum við ekki lifað þannig að þetta er bölv- aður vítahringur sem erfitt er að losa sig út úr en vonandi tekst það einhvern tímann. - Eru einhverjar breytingar á döfinni hjá ykkur? - Það kemur allt í Ijós með tíð og tíma en Björk fer að spila á hljóm- borð þannig að tónlist okkar breytist að sjálfsögðu eitthvað við það. En við látum ekkert uppi um framtíðina það kemur allt í ljós. Mezzoforte 4. Mezzoforte heldur uppá fimni ára afmæli sitt um þessar rnundir og að sjálfsögðu er mikið um dýrðir hjá þeim sveinum: hljóm- leikaferð um Reykjavík og ná- grenni, ný hljómplata og sú ekki af lakari sortinni. Mikið vatn hcfur runnið til sjávar á þessum fimm árum frá því að hljómsveitin var stofnuð en.allan þennan tíma hefur hún verið útvörður djassrokks hér á landi. Ekki alls fyrir löngu átti fyrsta og eina mannabreytingin sér stað í hljómsveitinni; Björn Thorarensen hljómborðsleikari hætti, sneri sér að skólanámi og í hans stað kom Kristinn Svavars- son saxófónleikari. Eins og alþjóð er kunnugt hef- ur hljómsveitin fengið mikið lof í Englandi og henni er spáð mikl- um frama þar. Ég er ekki frá því að brautargengi hljómsveitarinn- ar í ríki Engla eigi sinn þátt í því og meiri léttleiki sé yfir tón- smíðum þeirra félaga nú. Það heíur oft verið sagt unt djássrokkhljómsveitir að þær leiti fyrst og síðast eftir tæknilegri fullkomnun og láti tilfinningar lönd og leið. En það verður ekki sagt um þessa plötu, hún er ísenn lifandi og kröftug. Hljóðfæraleikur er eins og við var að búast alveg pottþéttur og ekki hægt að taka einn fram yfir annan í því sambandi. En það er ekki aðeins hljóðfæraleikurinn sem er hnökralaus, öll vinnu- brögð við gerð þessarar plötu eru mjög góð. Ég leyfi mér að full- yrða það að þetta er einhver vandaðasta og best unna plat’a sem hér hefur komið út og það besta sem komið hefur frá Mezz- oforte. Ég verð að játa að Mezzoforte 4 hefur tekist að höggva skarð í þá fordóma sem ég hef brynjað mig með gegn djassrokki og eru það bestu meðmæli frá minni hendi. JVS Mezzoforte 1982: Kristinn Svavarsson (saxófónn), Gunnlaugur Briem (trommur), Eyþór Gunnarsson (hljómborð), Jóhann Asmundsson (bassi), Friðrik Karlsson (gítar). að stórt er hugsað við gerð þess- arar plötu og ekkert til sparað. Ekki hefur tónlist Mezzoforte breyst mikið frá seinustu hljóni- plötu, þó má greina smávægi- legar breytingar. Vissulega hljóta mannabreytingar að draga ein- hvem slóða á eftir sér. Koma Krist- ins í hljómsveitina veldur ekki neinum straumhvörfum en óneit- anlega virkar tónlist hljóm- sveitarinnar mun fjörlegri eftir komu hans en áður. En það eru ekki aðeins mannaskiptin sem valda því að Mezzoforte er aðgengilegri en fyrr, það er eins

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.