Þjóðviljinn - 13.11.1982, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 13.11.1982, Blaðsíða 14
14 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helj>in 13.-14. nóvember 1982 myndlist að íslendingar skuli ekki hafa með- tekið þessa tilraunastarfsemi Finns, vart stignir upp úr laufa- brauðsrómantíkinni. Sú staðreynd að skömmu eftir heimkomuna, sneri Finnur sér að næsta raunsæis- og frásagnakennd- um sjómannamyndum og lagði fyrr i stíl á hilluna, gefur tilefni til að ætla að íslensk afdalahyggja hafi þröngvað honum inn á venju- bundnari stigu. Mér er þó til efs að jafn staðfastur og viljasterkur mál- ari sem Finnur hafi alfarið látið knýja sig til þessara breytinga. Þegar fyrir heimkomu Finns, var hinn alþjóðlegi módernismi á undanhaldi í flestum löndum Evr- ópu. Gamli kennarinn, Olaf Rude sagði brátt skilið við kúbisma sinn og hóf að mála hefðbundnari verk. ítalski fútúrisminn undir forystu Filippo Marinettis tók snemma að sleikja sig upp við fasismann og forveri súrrealismans, Giorgio de Chirico vék frá dulvitundarkenndri list sinni á vit forn-rómverskrar sætsúpu, þar sem skylmingaþrælar hringleikahúsanna og hvítir fákar þekja hvern strigabút. Smám saman dró úr tilraunastarfsemi rússnesku listamannanna og Herwarth Walden, séður með augum Kokoschka skömmu fyrir lok 3. áratugarins var þjóðfélagsraunsæið gert að opin- berri liststefnu, þeirri einu sem leyfð var í Sovétríkjunum. í Þýskalandi vék expressiónism- inn fyrir nýrri hlutlægri list sem ruddi brautina fyrir hugmynda- fræði nasismans. Arið 1926 kom út bókin „Rasse und Stil“, eftir Hans Gunther, og 1928 kom út önnur bók, eftir arkitektinn Paul Schultze-Naumburg og hét hún „Kunst und Rasse“. Öll nútímalist var runnin undan rifjum gyðinga og austurlenskra hérvillinga, til að brjóta niður fegurðarskyn hins norræna manns. Bauhaus-skólinn var mestur þyrnir í augum Schultze-Naumburg, enda varð hann brátt skólastjóri Listahá- skólans í Weimar, settum til höfuðs Bauhaus. í Frakklandi sjálfu voru menn í kreppu og fylktu sér undir merki ný-klassískrar stefnu, jafn- vel sjálfur Pablo Picasso. Þeir sem halda að Finnur Jóns- son hafi verið einn um að snúa baki við vissum módernisma, geta fullt eins spurt sig hvort „Salka Valka“ sé undanhald Halldórs Laxness frá „Unglingnum í skóginum". Finnur var ávallt trúr sannfæringu sinni og má sjá það glöggt í myndum þeim sem hann syndi á vorsýningu Myndlistarfélagsins, 1962. Um sjötugt breytir hann út af hinum raunsæislega stíl og nálgast aftur nýja tegund expressiónískrar list- ar, s.s. í myndinni „Fyrir austan sól“. Það er erfitt að benda á jafn gott dæmi um „viljann til sigurs" í anda expressiónismans og ævistarf Finns Jónssonar er. Þótt kall tímans hafi haft áhrif á listferil hans í því um- róti sem síðar hrakti sjálfan Herw- arth Walden austur til Moskvu, þar sem hann lést 1941, og flesta ev- rópska listamenn á vergang vestur um haf, hefur Finnur ávallt borið í sér það frjókorn sem gerði hann að fyrsta múrbrjóti í íslenskri nútíma- list. Með þessum orðum óska ég hon- um til hamingju með langt og ris- mikið ævistarf. Brimlending, 1966. Baráttan við hafíð er Finni hugleikið viðfangsefni. Fyrsti múrbrjóturinn í íslenskri myndlist sýningu í Bárunni á 40 myndum. Þetta var í árslok 1921. Þótt með- mæli Rude með Finni sýndu trú meistarans á lærisveini sínum, hlaut sýningin dræmar undirtektir meðal þeirra sem töldust postular íslenskrar menningar á þeim árum. Finnur hélt aftur utan og nú til Þýskalands, staðráðinn í að kynna sér betur hræ ingar þær í heimslist- inni sem borist höfðu til Kaupmannahafnar. Berlín og Dresden voru í byrjun 3. áratugar- ins, miðstöðvar hinna margvísleg- ustu strauma í listum. Aðalhvat- amaðurinn að þeim merkilega hrærigraut sem í Þýskalandi hlaut garðinn þar sem hann er lægstur, heldur dembir sé beint í framsækn- ustu stefnu þessara ára, súpremat- ismann sem i unninn var undan rifj- um rttssneska módernistaskólans, ineð Kasimir Malevitsj í broddi fylkingar. Ef tekið er mið af kúbískum kompósisjónum Finns, sem hann sýndi hjá Rosenberg í Nathans- Ólsens-húsinu veturinn 1925, myndum á borð við „Teningnum kastað“, á list hans lítt skylt við expressiónisma þann sem Walden sýndi á haustsýningunum í Berlín. Hún er miklu nær tilraunum E1 Lissitzkys og annarra rússneskra Þrjár sólir, 1967. Tengsl Finns við expressjónismann rofnuðu aldrei. Halldór B Runólfsson skrifar Hinn 15. nóvember næstkomandi, veröur Finnur Jónsson listmálari níræöur. Hann er fæddur aö Strýtu í Hamarsfirði, bróðir Ríkharös Jónssonar myndhöggvara. Áriö1919laukhann sveinsprófi í gullsmíði í Reykjavík, en hélt aö því loknu til Kaupmannahafnar. Þarhóf hann myndlistarnám hjá Olaf Rude, í einkaskóla sem þessi ágæti málari hélt. Rude stóð í þessum tíma á hátindi ferils síns, einn „Hinna 13“, hóps málara sem gert hóföu garðinn frægan í „Den Frie“ á fyrsta tug aldarinnar. Ásamt William Scharff og Wilhelm Lundström var hann brautryðjandi kúbismans í Danmörku. Frammi' fyrir hinum púrísku verkum Rude, en svo nefnist hinn einfaldi og flatarkenndi kúbismi málarans, hefur Finnur eflaust gert sér grein fyrir krafti hinnar nýju alþjóðlegu listar. Þar með hófst sérstæður kafli í list þessa unga manns og þar með eitthvert sér- stæðasta tímabil í sögu íslenskrar nútímalistar. Eftir tveggja ára nám hjá Rude, kom Finnur til Reykjavíkur og hélt samheitið expressiónismi, var Herwarth Walden. Árið 1910 háfði hann stofnað tímaritið „Der Sturm", Storminn, og átti það rit eftir að verða öflugasta listtímarit Þjóðverja, næsta áratuginn. Tveimur árum síðar opnaði Wald- en gallerí með sama safni. Þessi merkilegi listfrömuður og fagurkeri kynnti fyrir löndum sín- um list jafn ólíkra þjóða og Frakka, Rússa, ítala, Svía og íslendinga, en Finnur sýndi einmitt verk sín í þessu galleríi. Auk hins þýska ex- pressiónisma, félaganna úr „Die Briicke", Brúnni, og „Der Blaue Reiter", Bláa knapanum, mátti sjá í sýningarsal Waldens verk eftir kút istann og litaspekúlantinn Robert Delaunay, en þar með komust Þjóðverjar í kynni við franska abstrakt-list. Walden hafði einnig mikinn áhuga á þeim ítölsku lista- mönnum sem sýndu undir heitinu Fútúristar. Þá „uppgötvaði" hann austurríska málarann Oskar Kok- oschka og kynnti hann í Þýska- landi. Rússnesk list var honum sér- lega hugleikin, og auk Kandinskys, sýndi hann verk eftir Chagall og hafði það mikil áhrif á þýska list í byrjun fyrri heimsstyrjaldarinnar. Einnig áttu hugmyndir tveggja rússneskra liststrauma, konstrúktív iismans ogsúprematismans, greið- an aðgang að sölt'm Waldens. Að lokum má geta þess að Walden var potturinn og pannan bak við útgáfu á þýskri grafíklist en expressiónísk- ar tréristur urðu eins konar skjald- armerki þeirrar stefnu og áttu stór- an þátt í útbreiðslu hennar. í Þýskalandi gekk Finnur í skóla Sturm-hreyfingarinnar „Der Weg, neue Schule fur Kunst" og stund- aði þar nám til ársins 1925. Hann var m.ö.o. kominn í innsta hring heimslistarinnar, þar sem expressi- ónismann, kúbisminn og dadalistin kraumuðu í sama katlinum. Ný list var að fæðast, knúin áfram af nýrri framtíðarsýn. Finnur ræðst ekki á Finnur Jónsson. listamanna sem skutu upp kollin- um, um og eftir byltinguna 1917. Raunar er hún nátengd formathug- unum Bauhaus-skólans, þar sem saman fór arkitektónísk mynd- bygging og rúmfræðileg athugun lita og forma. Það er því engin furða þótt Finn- ur hafi nýlega verið heiðraður í Þýskalandi og Frakklandi sem merkilegur boðberi módernismans á 3. áratugnum, þegar verk hans voru uppgötvuð á ný eftir 50 ára dvala. Hitt er því síður undarlegt Óður til mánans, ein af þeim myndum sem Finnur sýndi 1925. /

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.