Þjóðviljinn - 13.11.1982, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 13.11.1982, Blaðsíða 9
Helgin 13.-14. nóvember 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 Happdrætti Þjóðviljans 1982:__ Glæsilegir vinningar í boði Happdrætti Þjóðviljans er nú að fara af stað og eru glæsilegir vinn- ingar í boði. Miðar hafa verið send- ir til áskrifenda og er fólk hvatt til að bregðast skjótt við og gera upp sem allra fyrst til umboðsmanna á Grettisgötu 3 (einnig er hægt að gera upp í afgreiðslu Þjóðviljans á Síðumúla 6). Það er Jóna Sigur- jónsdóttir sem annast happdrættið að þessu sinni, og við tókum hana tali. Djassvakning iðin við kolann: - Hvað er í vinning, Jóna? - Stærsti vinningurinn er Daihatsu Charade bíll sem kostar 128 þús- und. Þau mistök urðu hins vegar með næststærsta vinninginn að vegna mistaka var hann ekki prent- aður á happdrættismiðana, og bið ég þess vegna fólk að taka vel eftir nú. Næststærsti vinningurinn eru húsgögn eftir eigin vali frá TM fyrir 25 þúsund krónur. Þriðji stærsti vinningurinn eru svo Nordmende hljómflutningstæki fyrir 19.170 krónurfrá Radíóbúðinni. Vinning- ar 4-7 eru ferðir að eigin vali fyrir 15 þúsund krónur hver. Tvær eru á vegum Samvinnuferða-Landsýnar, en tvær á vegum Urvals. - Og hvað kostar svo miðinn og hvenær er dregið? - Miðinn kostar 75 krónur og dregið verður 1. desember n.k. Vonandi verður hægt að birta vinn- inga fljótlega eftir það. - Er þetta happdrætti mikilvægt fyrir Þjóðviljann? - Það er eitt af undirstöðunum fyrir útgáfu blaðsins svo að hægt sé að halda henni áfram frá ári til árs. Þjóðviljinn stendur nú á tíma- mótum vegna þess að Blaðaprent, þar sem blaðið hefur verið sett og prentað undanfarin ár, hefur liðast í sundur og hefur það óhjákvæmi- lega í för með sér verulegan kostn- aðarauka við útgáfu blaðsins, og því er átaks þörf. - GFr. Jóna Sigurjónsdóttir: Átaks er þörf. Djasstríóið „Air” í íslensku óperunni Áhugafólk um djasstónlist til- kynnir komu bandarísku djass- hljómsveitarinnar AIR til landsins, en hún mun halda tónleika á þriðjudag 16. nóvember n.k. í ís- Ienska óperuhúsinu (Gamla bíói) kl. 9. Koma AIR til landsins telst til stærri viðburða í tónlistarlífinu hér á landi, því að hljómsveitin er ein af bestu djasssveitum vorra daga og nægir að nefna þessu til stuðhings, að AIR átti hljómplötu ársins 1980 í Downbeat að mati gagnrýnenda. AIR skipa þeir Henry Thread- gill, sem leikur á allar tegundir sax- ófóna, flautna og hjólkoppafón (þ.e. ásláttarveggur er saman- stendur af hjólkoppum og cymböl- um); Fred Hopkins leikur á bassa og Steve McCall á trommur. Upp- haf hljómsveitarinnar má rekja allt aftur til 1971 þegar þremenning- arnir komu saman í Chicago til að flytja ragtime tónlist Scott Joplins, en sú tónlist hefur lengi verið á dag- skrá þeirra. Vendipunktur fyrir hljóm- sveitina var þegar þeir fluttu til New York 1975 og byrjuðu að koma fram reglulega og hljóðrita hljómplötur. Síðan þá hefur AIR hlotið margvíslegar viðurkenning- ar og er óhætt að segja að af frjáls- jazz hljómsveitum (að Art En- semble of Chicago undanskildri) nýtur AIR hvað mestra'vinsælda og virðingar gagnrýnenda. Hljóm- plötur þeirra félaga teljast til sí- gildra verka, t.d. Air Lore platan þar sem þeir leika nær eingöngu verk eftir Scott Joplin og Jelly Roll Morton í eigin útsetningu. Þeir Threadgill, Hopkins og McCall teljast til bestu spilara á sín hljóðfæri og telst rytma dúettinn Hopkins-McCall einn sá besti og hafa þeir leikið inn á plötur með m.a. David Murray og Arthur Blythe. Threadgill hefur leikið m.a. með Leo Smith,- Roscoe Mitc- hell, Anthony Braxton og Muhal Richard Abrams og sem sérlegur gestur nýbylgju funkaranna Mater- ial, Defunkt og James Chance. Fél- agarnir í AIR eru allir stofnendur og virkir félagar í AACM (Associ- I ation for the Advancement of Cre- ative Musicians) sem stofnað var 1965 í Chicago. Fullyrða má að AIR er ein fremsta djasshljómsveit vorra daga. Hljómsveit sem aldrei fer troðnar slóðir í tónlistarsköpun eðaútse tningum. Forsala á þenn- tn tónlistarviðburð stendur nú yfir í Fálkanum, Laugavegi 24, og Gramminu, Hverfisgötu 50, og er miðaverð 150 kr. Kanaríeyjafarþegar okkar þurfa ekki að hafa áhyggjur af þungum töskum, úttroðnum af regnkápum, kuldaúlpum og öðrum hlífðarfatnaði, því við fljúgum beint í sólina á Kanarí. Það er allt klárt á Kanarí. Það er búið að snurfusa her- bergin, bóna dansgólfin, pússa glösin og semja við veðurguðina. íslendingarnir á Kanarí hafa látið mjög vel af gististöðunum okkar og í ár höfum við enn bætt við 3 glæsilegum stöðum. íbúar Kanaríeyja kunna að taka á móti gestum og vita hvað þarf til þess að gera vetrarfríið að samfelldri sumarhátíð: Endalausar sólarstrendur, skemmtistaðir, golf- og tennis- vellir, matstaðir, diskótek, næturklúbbar, kappaksturs- braut og síðast en ekki síst, þægilegt viðmót. sffiS» fb4ab- saft' Fararstjórarnir okkar á Kanarí- eyjum, þær Auður og María þekkja eyjuna eins og lófann á sér enda hafa þær að baki margra ára reynslu af störfum þar niður frá. Svo vita allir um skrifstofuna okkar á besta stað á Broncémar. Brottfarir í vetur verða: 24/11 örfá sæti laus, 15/12 uppselt, 5/1 laus sæti, 26/1 laus sæti, 16/2 uppselt, 9/3 örfá sæti laus, 30/3 Páskaferð.laus sæti og 20/4 laus sæti. Allar ferðirnar eru 3ja vikna langar - á Kanarí. Verð frá 14.760 krónum. Sjáumst í sólinni. Sértilboð fyrir unga og aldna í janúarferðimar! 60 ára og eldri frá 3.000 króna afslátt í ferðimar 5. og 26. janúar og börn á aldrinum 2-6 ára fá 12.000 króna afslátt í sömu ferðir. URVAL ÚTSÝM Samvinnuferðir-Landsýn FLUGLEIDIR sólina á Kanarí

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.