Þjóðviljinn - 13.11.1982, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 13.11.1982, Blaðsíða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 13.-14. nóvember 1982 DIOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis. Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson. Umsjónarmaöur Sunnudagsblaðs: Guöjón Friöriksson. Auglýsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir. Afgreiöslustjóri: Baldur Jónasson. Blaðamenn:,Álfheiður Ingadóttir, HelgiÓlafsson, LúðvíkGeirsson, Magnús H7 Gíslason, Ólafur Gíslason, Óskar Guömundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Þórunn Siguröardóttir, Valþór Hlööversson. íþróttafréttaritari: Viöir Sigurðsson. Útlit og hönnun: Andrea Jónsdóttir, Guðjón Sveinbjörnsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Elísson. Handrita- og prófarkalestur: Elias Mar, Gísli Sigurösson, Guömundur Andri Thorsson. Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Sigríöur H. Sigurbjörnsdóttir. Skrifstofa: Guörún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson. Afgreiðsla: Bára Siguröardóttir, Kristín Pétursdóttir. Símavarsla: Sigríöur Kristjánsdóttir, Sæunn Óladóttir. Húsmóðir: Bergljót Guöjónsdóttir. Bílstjóri: Sigrún Bárðardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmundsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síöumúla6 Reykjavik, sími 8 13 33 Umbrot og setning: Prent. Prentun: Blaöaprent h.f. ritstjornargrein úr aimanakinu Traust eða vantraust • Tvö mál voru lögð fram á Alþingi nú í vikunni, og bæði líkleg til að setja svip á stjórnmálaumræður í landinu næstu daga. •Annað þessara mála er frumvarp ríkisstjórnarinnar til staðfestingar á bráðabirgðalögunum um efnahagsmál frá 21. ágúst í sumar. Hitt er tillaga þingmanna Alþýðu- flokksins um vantraust á ríkisstjórnina. • Ástæða er til að fagna því, að bæði þessi mál hafa verið lögð fram. • Alþýðubandalagið lagði sem kunnugt er til, að bráða- birgðalögin yrðu lögð fram til umfjöllunar og afgreiðslu á alþingi strax á fyrstu vikum þingsins, og sjálfsagt er að menn fái nú tækifæri til að ræða efni þeirra á Alþingi fyrir næstu mánaðamót, en þá kemur að óbreyttu til fram- kvæmda það ákvæði laganna er varðar skerðingu verð- bóta á laun. • Það er líka hollt fyrir alla aðila að fá úr því skorið á Alþingi, hvort ríkisstjórnin njóti þar trausts sem þing- ræðisleg meirihlutastjórn eða ekki. • Verði vantrauststillaga þingmanna Alþýðuflokksins samþykkt, sem fáir reikna nú með, þá mun stjórnin að sjálfsögðu víkja úr sæti, og kemur þá væntanlega í ljós, hvernigþeim Kjartani Jóhannssyni og Geir Hallgrímssyni tækist til við að mynda aðra ríkisstjórn. Þeir hafa reynt það fyrr á þessu kjörtímabili við lítinn árangur. • Verði vantrausttillagan hins vegar felld, þá hefur ríkis- stjórninni þar með verið vottað traust Alþingis, og það staðfest, að hún sé meirihlutastjórn. Það sakar svo sem ekki, að hafa slíka nýja staðfestingu í höndum, þegar að afgreiðslu bráðabirgðalaganna kemur. • Verði ríkisstjórninni vottað traust meirihluta þingsins, en síðan komi í ljós, að stjómarandstæðingar, sem í minnihluta eru, noti stöðvunarvald sitt í neðri deild þing- sins til að hindra framgang bráðabirgðalaganna og ann- arra mála, þá sýnist satt að segja flest mæla með því, að ríkisstjórnin skjóti máfum til þess dómara sem æðstur er, að þing verði rofið og mál lögð undir dóm þjóðarinnar í kosningum. • Þeir sem nota sér stöðvunarvald mimúhluta á Alþingi til þess að hella olíu á þann eld sem hi r logar vegna óviðráðanlegra áfalla í þjóðarbúskapnum, þeir menn taka á sig þyngri ábyrgð en auðveldlega verði risið undir. Pá er best að þjóðin dæmi. • En við skulum vona, að á Alþingi geti tekist lágmarks- samkomulag svo ekki þurfi að koma til þingrofs og kosn- inga um hávetur. • Viðræður ráðherranefndarínnar við formann Al- þýðuflokksins halda áfram nú eftir helgina, þrátt fyrir vantrauststillöguna, og þar mun fljótlega koma í ljós, hvort um samkomulag geti orðið að ræða. • Ekki fer heldur milli mála, að einstakir þingmenn í hópi stjórnarandstæðinga tvístíga í afstöðu til bráða- birgðalaganna, svo sem fram hefur komið í ummælum þeirra í fjölmiðlum að undanförnu. • Ýmsir hafa látið sér detta í hug, að máski mætti vænta einhverra breytingartillagna frá þingmönnum stjórnar- andstöðunnar við bráðabirgðalögin, og af ríkisstjórnar- innar hálfu hefur því aldrei verið slegið föstu að þar megi engum stafkrók breyta. - Sannleikurinn er hins vegar sá, að enn sem komið er hafa stjórnarandstæðingar ekki viðrað eina einustu breytingartillögu, og flestir þeirra látið duga yfirlýsingar um andstöðu við úrræði ríkisstjórn- arinnar. • En hvað ætla menn þá að leggja til í staðinn? Þar dugar ekki að vísa eingöngu til þessa eða hins, sem ekki skilar sér fyrr en í fjarlægð framtíð. Það er spurt um úrræði hér og nú. En þá missir stjórnarandstaðan málið. Frá henni hafa engar tiliögur sést. • í þeim umræðum sem framundan eru um bráðabirgða- lög ríkisstjórnarinnar og vantrauststillögu Alþýðuflokks- ins, þá verður ekki eingöngu spurt um úrræði ríkisstjórn- arinnar, heldur einnig um tillögur stjórnarandstöðunnar. • Hvar eru þær? - k. Dvergþjóðfélag í stÓTveldisleik Sagt er að lágvaxnir menn eigi sér enga ósk heitari en verða há- vaxnir, fátækir að vera ríkir, lag- lausir að geta sungið og svona mætti áfram telja. Sum sé draumarnir snúast einatt um það sem varla eða ekki getur ræst. Mér dettur þetta í hug oft á tíðum þegar íslenska dvergþjóðfélagið, sem aðeins telur um 230 þúsund manns er að látast vera ríkt stórveldi og hagar sér sem slíkt, jafnvel undir forystu ábyrgra manna, sem valdir hafa verið til forystu á hinum ýmsu sviðum þjóðlífsins. Það £r í sjálfu sér ekkert við því að segja, þótt almenningur eigi með sér fáránlega drauma, loftkastala, en þegar á að fara að reyna að framkvæma þá, með fulltingi forystumanna, þá tekur fyrst steininn úr. Hugsjón er eitt- raunveruleiki annað Að undanförnu hefur verið í gangi opinber umræða um mál sem er af þessum toga spunnið, um- ræðan um „frjálsan" útvarpsrekst-■ ur. Að mínum dómi er það mál allt kennslubókardæmi um fáránleika. íslendingar, 230 þúsund manns, er álíka hópur og býr í myndarlegum sveitakaupstað í miljónaþjóðfélög- unum. Þessi 230 jíúsund manna hópur rekur hér á landi myndar- lega útvarpsstöð og sjónvarpsstöð, getur nú þegar náð sjónvarpssend- ingum frá erlendum gervihnöttum og með einföldu loftneti náð nær hvaða útvarpsstöð sem er í heimin- um. Þessi sami hópur er nú að tala um að koma upp útvarpsstöðvum um allt land, „frjálsum" útvarps- stöðvum. Kannski verða þær 20, kannski fleiri, ef hið nýja frumvarp að útvarpslögum nær fram að ganga. Dettur nokkrum manni í hug, að 230 þúsund manna sveitaþorp í Evrópu myndi láta sér til hugar koma ef það ætti myndarlega út- varpsstöð að koma sér síðan upp 20 til 40 hverfastöðvum - sem hefði hlustun upp á 5-10 þúsund manns? Um þetta ræða menn nú í alvöru hér á landi. í vikunni komu saman fjórir menn í sjónvarpssal undir stjórn þess fimmta og ræddu þetta í fullri alvöru, sem sjálfsagt nauðsynjamál. Enginn þeirra kom með rök fyrir nauðsyn þessa og einn þeirra hafði ekkert fram að færa til stuðnings málinu nema frelsi og aftur frelsi til allra hluta, hversu fáránlegir og óþarfir sem þeir eru. Eitt er hugsjón og annað raunveruleiki. Sá hinn sami fór í vörubílaleik og sagði útvarpsstöð kosta sama og einn vörubíll. Þegar Sigurdór Sigurdórsso skrifar honum var bent á að þótt tæki til slíkrar sté ' . l.oStuðu ekki meira en sem svaraði vörubílsverði, þá væri líklegt að bara STEF-gjöld slíkrar stöðvar yrðu á 3ju miljón á ári, fyrir utan allan annan rekstur; þá var hrópað frelsi og meira frelsi. Að sníða sér stakk eftir vexti Sá sem er svangur, kaupir ekki 20 matarskammta, heldur kaupir hann vel útilátinn og vandaðan skammt. Við, þessi 230 þúsund manna hópur sem byggir ísland, eigum ekki annars úrkosta en að vinna saman sem einn maður að öllum málum, ef rekstur þessa litla þjóðfélags á ekki að fara úr bönd- um. Þess vegna er allt tal um frelsi til að setja upp 20 útvarpsstöðvar um landið út í hött. Þess í stað eigum við öll að leggjast á eitt um að efla þá stöð sem fyrir er, Ríkis- útvarpið, og stefna þá frekar að því að sent verði út á tveimur eða þremur rásum, svo útvarpsefnið verði fjölbreyttara. Um sjónvarpið þarf ekki að ræða, þar sem aðeins .2-3 ár eru í það að við getum náð aragrúasendinga frá; gervihnöttum, sem senda munu og gera raunar nú þegar, beint til almennings. Það er hægt að ganga út í öfgar með frelsi eins og annað og þegar farið er að fíflast með frelsið þá er lítið gagn orðið að þessu hugtaki. Þekkir einhver heimili með til að mynd 5 manna fjölskyldu, þar sem hver fjölskyldumaður á sitt sjón- varp.sinn ísskáp, sína frystikistu, sína eldavél, sitt baðherbergi o.s.frv.? Auðvitaö ekki, fólk lætur eitt af hverju nægja, í undantekn- ingartilfellum tvö af hverju, þar sem öfgahugsun þeirra sem vilja kom upp 20 til 30 útvarpsstöðvum á íslandi ræður rfkjum. Á fleiri sviðum En það er ekki bara á því sviði að koma upp 20 til 30 útvarps stöðvum, sem þessir stórveldis- draumar dvergríkisins brjótast fram. Segja má að minnimáttar- kennd þess smáa brjótist fram á flestum sviðum þjóðlífsins, jafnt hjá einstaklingum sem því opin- bera. Tökum sem dæmi bankakerf- ið í landinu. Þegar bankastarfs- menn fóru í verkfall síðast, vargef- ið upp að í stéttarfélagi þeirra væru rúmlega 2.300 félagar. Þetta þýðir einn bankamann á hverja 100 íbúa á fslandi. Ef sama hlutfall væri í Englandi, svo dæmi sé tekið, þá væri það heldur myndarlegur hóp- ur sem þar starfaði að bankamál- um. Hvaða tílgangi þjónar þessi vitleysa? Hvaða tilgangi þjónar það líka að vera með bankaútibú með 100 metra millibili niður allan Laugaveg í Reykjavík? Hvaða tilgangi þjónar það að byggja bankaútibú og kannski tvö á hverj- um stað, á Hellissandi, Ólafsvík, Grundarfirði og Stykkishólmi? Á Patreksfirði býr eitt þúsund manns, þar er bankaútibú og spar- isjóður og til stendur að reisa þar nú þriðja útibúið. Til hvers? Nú er varla til svo lítið fyrirtæki að það sé ekki tölvuvætt frá hinu smæsta til hins stærsta. Og í sjálfu sér er ekkert við því að segja, nema hvað venjulegt smáfyrirtæki í fs- landi, en þannig eru þau nú flest, verður að kaupa tölvubúnað sem duga myndi 20 til 30 slíkum fyrir- tækjum. Og enda þótt hvert um sig barmi sér, að hinum alkunna sið íslenskra fyrirtækja, ríkið er að' drepa þau öll, þá hvarflar ekki að þeim að spara með þeim hætti að 20 til 30 fyrirtæki slái sér saman og reki tölvufyrirtæki, sem sinnt getur þeim öllum. Eitt skýrt dæmi um þessa hringa- vitleystu kom í ljós þegar ákveðið var að leysa Blaðaprent h.f. upp og hvert blaðanna, sem að því stóð, fór út í það að kaupa sér setningar- tæki, í stað þess að endurnýja tækin í Blaðaprenti h.f. sem orðin voru ónýt. En þetta eins og svo margt annað var gert í skjóli þess að á íslandi er frelsi til að framkvæma hvaða vitleysu sem er, hvað sem hún kostar einstaklinga, fyrirtæki og þá um leið þjóðarfjölskylduna alla. Sama er að segja um leigubifr- eiðastjóra sem geta keypt dýrustu tegundir bifreiða, sem svo ekki bera sig og þá er bara að hækka taxtann. Við flytjum inn 100 teg- undir af bifreiðum í staðinn fyrir 10, sem kostar hundruð miljóna í gjaldeyri, sem fer til þess að kaupa varahluti í allar þessar tegundir og liggja verður með mánuðum saman. Svona er hægt að telja upp endalaust. En frelsi til að fram- kvæma vitleysuna er það sem blífur á íslandi. -S.dór

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.