Þjóðviljinn - 13.11.1982, Blaðsíða 25

Þjóðviljinn - 13.11.1982, Blaðsíða 25
bridge Helgin 13.-14. nóvember 1982 ÞJÓÐVILJINN — SiÐA 25 BRIDGE- SYRPA Með þessum þætti verður hleypt af stokkum í bridgeþætti Þjóðvilj- ans svonefndri „Bridgesyrpu.“ Tilgangur dálkahöfundar er sá að auka fjölbreytni í bridgeskrifum dagblaðanna. Við yfirlestur þeirra, verður manni ljóst hve þurr og ein- föld flest þessi skrif eru, því miður. Félögin senda manni jú tilkynning- ar sem flestar fara beina leið áfram án íhlutunar og er ekkert nema gott um það að segja, svo langt sem það nær. En meira þarf til að halda vöku yfir þessu. Af því tilefni virðist umsjónarmanni tími til kominn til að reyna eitthvað nýtt og skorar á fólk sem býr yfir éin- hverri vitneskju eða fróðleik (allt þegið) að hafa samband við þátt- inn eða beint í síma: 16538. Þurfa keppnisgjöld hjá Bridge- deild Reykjavíkur að vera svo há sem raun ber vitni? Að greiða kr. 500 pr. par í undanrás (3 skipti) og svipaða upp- hæð fyrir þátttöku í úrslitum, finnst þónokkrum dálagleg upphæð. Er nauðsynlegt að teygja svo gjöldin þegar Sumarbridge á vegum Reykjavíkurdeildarinnar skilar ávallt mjög góðum hagnaði til stjórnar. Menn verða að gera sér ljóst, að opinber mót eru aðeins haldin til að halda þau, en ekki að vera fjáröflunarleið fyrir févana hóp. Þegar undirritaður var í forsvari fyrir Bridgedeild Reykjavíkur 2 ár í röð, var stefnan sú að láta mótin standa undir sér (lágmarksgjald) enda var þátttaka aldrei meiri en einmitt þá (hátt í 70 pör í undanrás). Og þá eins og nú voru tekjur af Sumarbridge látnar standa undir útgjöldum af öðru tagi (endurnýj- un tækja o.fl.). Menn skyldu hug- leiða, að of há gjöld fæla fleiri frá en ella. 1 stjórn Bridgesambandsins þetta árið sitja: Kristófer Magnússon Hafnar- firði, forseti. Aðrireru: Aðalsteinn Jörgensen, Jón Baldursson, Esther Jakobsdóttir, Guðbrandur Sigur- bergsson, Guðjón Guðmundsson og Jakob R. Mölier. StarfsmaðurB.Í., er: Guðmund- ur Sv. Hermannsson. Fullbókað mun vera í Opna Hó- tel Akaranes mótið, sem haldið verður helgina 27.-28. nóv. n.k. Heyrst hefur að næsta Olympíu- mót í bridge, verði haldið í Astralíu 1986. Hefur einhver áhuga? Einnig að á næsta ári verður haldið í Svíþjóð heimsmeistara- keppni sveita, hin svonefnda Ber- muda Bowl. Meira síðar. í janúar á næsta ári verður Stór- mót Flugleiða og Bridgefélags Reykjavíkur haldið. Er þetta orðinn'árviss atburður, sem vonandi mun festa sér sess í mótahaldi hér á landi. í sambandi við þetta mót tóku Jakob R. Möller og Guðmundur S. Hermannsson að sér að kynna það í Biarritz, með Umsjón Ólafur Lárusson dreifingu bæklings þar að lútandi. Einnig mun Jakob hafa komið að máli við Peter Weichel (þann sem sigraði í fyrra í tvímenningskeppn- inni) og boðið honurn að koma aftur í janúar n.k. Peter hristi sig allur og gretti og sagðist aldrei koma aftur til ís- lands. Það væri alltof ands...kalt. Einnig mun Jakob hafa komið að máli við Svarc frá Frakklandi og boðið honum að koma. Svarc gat því miður ekki gefið svar þá stund- ina, en ætlaði að hafa samband i tæka tíð. , Þátturinn hefurjerið beðinn um að auglýsa eftir silfurstigum úr Reykjavíkurmótum. Hafi einhver þau undir höndum, sem betur væru geyntd hjá öðrum (þeim sem eiga þau...) er sá og hinn sami vinsam- legast beðinn um að koma þeim rétta boðleið hið allra fyrsta. Lítið hefur heyrst af bridgestarf- semi í Garðabæ hin seinni ár. Gam- an væri að heyra í einhverjum um þau mál. Hér í eina tíð var félagið ansi líflegt og þó nokkuð fjölmennt og skyldi maður ætla að áhugi væri fyrir hendi að starfandi væri félag innanbæjar. Eða hvað? . Vejt einhver hvað er stærsta brid- gefélagið á íslandi? Og hefur verið það hin síðustu ár? Rétt. Bridgedeild Breiðfirðinga. Þeir spila yfirleitt á 20-24 borðum lágmark. Guðmundur Kr. Sigurðsson keppnisstjóri varð áttræður fyrir skemmstu. Þó seint sé, óskar þátt- urinn honum velfarnaðar á kom andi tímum. Hafið þið heyrt fílabrand- arann í bridge? Ef ekki, spyrjið þá kanadísku keppendur'na. Þeir vita allt um fíla nú. Þetta hófst með því að Nagy (einn sá frægasti af-þeim þarna í Kanada) keypti sér fílafjölskyldu. Úr svörtu beini, 5-6 saman. Selj- andinn var dökkur Afríkubúi, sem svo víða sjást þegar skyggja fer með varning undir hendi. Nagy borgaði okurverð fyrir, sem síðar leiddi til þess að aumingja maður- inn fékk ægilega bakþanka út af öllu þessu (þetta skeði allt á fimmta eða sjötta glasi) og reyndi með öll- um tiltækum ráðum að losna við klabbið. Enginn vildi kaupa. Að endingu gaf hann megnið af þessu og svo vill til að sá minnsti í fjöl- skyldunni er staddur á íslandi í vörslu Hermanns Lárussonar sem sat þarna á sumbli með liðinu hressa frá Kanada. Eitthvað rámar þáttinn í að hald- ið hafi verið keppnisstjóranám- skeið á vegum Bridgesambands ís- lands á dögunum. Fróðlegt væri að heyra um það- efni, enda brýnt mál á ferðinni. í bridgeþætti Þjóðviljans fyrir 6 árum og með millibili síðan, hefur verið klifað á þessu verkefni og bent á nauðsyn þess að hæfit menn gefi sig að keppnisstjórnun,jafn- hliða keppnisspilamennsku eða án. Höfuðatriðið er, að uppsetning , móta og stjórnun verður aldrei betri en sá sem stýrir þeim.Menn eins og Agnar Guðmundur Kr. og Vilhjálmur eru ekki á hverju bridgestrái, þó nokkrir af yngri kynslóðinni hafi haldið merkinu á lofti, hin síðustu ár. Hraðsveitakeppni T.B.K. Staðan eftir 1. umferð í HraðsveitakeppniT.B.K. er þessi: Gestur Jónsson 638 Ólafur Björnsson 583 Gunnlaugur Óskarsson 564 Atli Héðinsson 542 Ólafía Jónsd. 532 Næsta umferð verður spiluð fimmtudaginn 11. nóvember í Dómus Medica kl. 19:30. Frá Bridgedeild Barðstrendinga Mánudaginn 8. nóvember lauk aðaltvímenningskeppni félagsins (5 kvöld, 20 pör). Sigurvegarar urðu Ragnar Björnsson og Þórar- inn Arnason. Staða 8 efstu para endaði þannig: ,• 1. Ragnar-Þórarinn 637 2. Ragnar-Helgi 608 3. Þorsteinn-Sveinbjörn 601 4. Sigurður-Halldór 594 5. Ölafur-Agnar 577 6. Hannes-Jónína 572 7. Óli V.-Þórir 570 8. Viðar G.-Pétur 553 Mánudaginn 15. nóvember n.k. hefst 5 kvölda Hraðsveitakeppni. Þátttaka tilkynnist til Helga Ein- arssonar, sími: 71980 fyrir laugar- dagskvöldið 13. nóvember. Frá Bridgeklúbbi Akraness Nú er lokið fimm kvölda hausttvímenning klúbbsins. Alls spiluðu 20 pör og var spilaður Bar- ómeter. Eftirtalin pör náðu yfir 100 stiga skor: Eiríkur Jónsson stl® Alfreð Viktorsson 3 k. Jón Alfreðss. 2 k. 226 Þórir Leifsson Oliver Kristóferss. 165 Hörður Jóhannesson Kjartan Guðmundss. 150 Guðjón Guðmundsson Ólafur G. Ólafss. 148 Guðni Jónsson Vigfús Sigurðss. 113 Björn Viktorsson Þorgeir Jósefss. Næsta keppni klúbbsins verður hraðsveitakeppni. Spilaðir verða 16 spila leikir, tveir á hverju kvöldi. Spilastaður verður sam- kvæmt venju Röst og hefst keppnin Itl. 20 fimmtudaginn 11. nóv. Spil- arar eru beðnir að mæta tímanlega. Bridgespilurum er bent á það að nú er Opna Hótels Akranes mótið orðið fullsetið og kominn biðlisti. Erlendur Björgvinsson Sveinn Sveinss. Óli Andreasson Sigrún Pétursd. Gísli Tryggvason Guðlaugur Nilsen Baldur Ásgeirsson Magnús Halldórss. Stígur Herlufsen Vilhjálmur Einarss. Frá Bridgedeild Skagfirðinga Lokið er keppni í „Barometer" með glæsilegum sigri Guðmundar Þórðarsonar og Leifs Jóhannes- sonar. Hlutu þeir félagar 240 stig eftir að hafa leitt keppnina öll kvöldin. Bjarni Pétursson Ragnar Björnss. Hæstu skor síðasta kvöldið fengu: Óli Andreason - Sigrún Péturs- dóttir Guðmundur Þórðarson - Leifur Jóhannesson Erlendur Björgvinsson - Sveinn Sveinsson. Þriðjudaginn ló.rióv. byrjar hraðsveitakeppni 8-10 spilaleikir. Keppnisstjóri er Kristján Blöndal og tekur hann á móti skráningu í síma 40605. Spilað er í Drangey, Síðumúla 35. Rafdeild JL-hússins auglýsir: Nýkomið Vinnustandlampar 10 gerðir Bastljos Loftljós og borðlampar i barna- herbergi margar gerðir Loftljós úr smíðajárni. Fyrirliggjandi Hollan Electro ryksugur 1000, 1100 og 1200 watta. Verð frá 3.078 kr. Þýsk utiljos og eldhúsljós Þýskir kastarar og standlampar Kúluborðlampar margar gerðir Aukið úrval rafbúnaðar. Eigum gott úrval af perum. C rulega hagstæð'r greiðsluskilmalar a flestum voruflokkum Allt | niður i 20“'o utborgun og lanstimi allt að 9 manuðum. Ath. að Rafdeild er á 2. hæð í J. L. húsinu. Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 Rafdeild Sími 10600 GLÆSILEG ÁSKRIFENDAGETRAUN TÍMANS! Sharp myndband og sjónvarp

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.