Þjóðviljinn - 13.11.1982, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 13.11.1982, Blaðsíða 17
Helgin 13.-14. nóvember 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 17 með aðfalli og útfalli. Af því dregur fjörðurinn nafn sitt. Fornt uppsátur og tóttir Fyrir innan Röstina er hið forna skipalægi á örmjóu sundi milli Suður-Búðareyjar og lands. Á síð- ustu jöld voru kaupförin bundin í streng sem þaninn var á milli. Ragnar Ásgeirsson segir frá því í Skruddu sinni að enn árið 1957 hafi verið voldugur járnhringur festur í klöpp við lægið og kannski er hann þar enn. Mér láðist að líta eftir honum og vissi ekki um hann til að spyrja Magnús. Og þarna við lægið er fornt uppsátur, mjög greinilegt. Beint uppi af því eru miklar tóttir sem Magnús bóndi segir að séu leifar verslunarhúsa frá 17. öld og fast við Höllubjarg er húsgrunnur. Þar stóðu verslun og íbúðarhús Ás- geirs Eyþórssonar, síðasta kaupmannsins í Straumfirði. Bóndinn í Straumfirði á árunum 1899-1938 var Guðjón Sigurðsson. Hann notaði Höllubjarg sem stekk og skammt fyrir innan hann eru Kvíar sem eru mjög heillegar enn- þá. Gott dæmi um gamalt bú- skaparlag. Enn innar er garður þvert yfir nesið sem afmarkaði verslunarstaðinn. Kaupstaður um langt skeið Eins og fyrr segir ráku Ham- borgarar verslun í Straumfirði en þegar einokunarverslunin danska hófst urðu Borgfirðingar og Mýra- menn að sækja verslun vestur á Snæfellsnes eða suður í Reykjavík. Þessu fylgdi vitanlega óhagræði og árið 1666 var kannað hversu innsigl- ingu og skipalegu á Straumfirði var háttað. Vað síðan ákveðið að þar skyldi takast upp verslun og kom fyrsta kaupskip Dana þangað 1669. En kaupstaður hélst þar ein- ungis í fá ár vegna þess að tvö Straumfjarðarskip fórust. Kirkju- garður skipanna tók sinn toll. | Eftir að verslun var gefin frjáls sigldu kaupskip gjarnan inn til Straumfjarðar með vörur sínar og þann 19. janúar 1863 var löggiltur verslunarstaður þar. Þetta var fjór- um árum áður en Borgarnes var gert að löggiltum verslunarstað en sá staður náði fljótlega undir sig allri verslun. Síðasti kaupmaður- inn í Straumfirði var Ásgeir Eyþórsson eins og áður sagði. Hann verslaði beggja megin við Straumfjarðarröstina, fyrst í Kór- anesi 1893-1896 og jrar er sonur hans, Ásgeir forseti Islánds, fædd- ur, en síðan í Straumfirði 1896- 1901. „Spekúlantar“ í Straumfirði Ragnar, annar sonur Ásgeirs Eyþórssonar, hefur lýst lífinu í Straumfirði með ágætum hætti í Skruddu, hvernig börnin fóru upp á Höllubjarg til að skyggnast eftir En markverðustú minjarnar um Höllu er brunnur mikill sem kennd- ur er við hana og er hann enn notaður. Hann er geysilega djúp- ur, höggvinn niður í bergið neðst, síðan hlaðinn upp og efst er hann gjörður úr tirnbri. Magnús dró upp hlemm í Höllugróf og sýndi mér ofan í þennan geim. Halla átti tvo sonu. Þegar þeir voru orðnir fulltíða menn týndust þeir báðir í Mjóasundi milli Þor- móðsskers og Mjóaskers. Er þá sagt að Halla hafi mælt svo um að aldrei skyldi verða fastur kaupstaður í Straumfirði og þykir það hafa sannast. Kirkjugarður skipanna fyrir Mýr- um lætur ekki að sér hæða og full- orðið fólk hefur verið hrætt urn börnin sín á klöppunum við Straumfjörð. Segir Ragnar Ás- geirsson frá því að þeint hafi verið bannað að fara fram á klappirnar því að nálægt þeim væri marmenn- ill eða hafmaður sem vildi tæla ung- linga til sín. Hafði hann heyrst hafa yfir þessa vísu þegar hann sá krakka nálægt flæðarmálinu: Komdu fram á klöpppina, kalla ég lil þín. Ljáðu á þér löppina, litla kindin mín. -GFr Gamlar kvíar fyrir norðan Höllubjarg skipum. Gufubáturinn „Reykja- vík“ hélt uppi áætlunarferðum frá Reykjavík til Akraness, Borgar- ness og Straumfjarðar á sumrin og á vorinxkomu skip lausakaupmanna (spekúlanta). Hann lýsir því svo þegar „íslandið" frá Langesverslun í Borgarnesi kom: „Þótti okkur það mikill við- burður, en lestin var þá útbúin sem sölubúð og ægði þar alls konar vörutegundum saman. Man ég enn þann margbreytta, samsetta ilm, sem lagði að vitum manns, þegar þangað var komið niður, og alltat vorum við börnin „trakteruð“ þar á eirthverju góðu eða fengum að kaupa eitthvað fyrir 5 eða 10 aura, eitthvað sem augað eða munnurinn girntist. Ekki lá „íslandið'1 á Straumfirði nema fáa daga. Þá var Iíka mannmargt á þessum af- skekkta stað. Konurnar komu aðeins einu sinni til að hitta „spek- úlantinn" en fyrir kom að einstöku basndur komu oftar, því að vínföng voru þar á boðstólum. Einn bóndinn sótti svo fast í kaupskipin að hann kom á hverjum degi meðan „spekúlantinn“ lá þar og var jafnan „vel drukkinn" þá daga. Er húsfreyju hans fór að finnast nóg um tók hún það ráð að fela öll föt hans, nema nærskyrtuna fyrir honum, þegar hann vaknaði einn morguninn, allseint, og hugði hún að þar með væri tekið fyrir fleiri ferðir í kaupstaðinn. Nokkru seinna sat hún við glugga og horfði út. Sér hún þá bónda sinn í tröðun- um, á skyrtunni einni, og hafði hann króað þar hest og var að ieggja handbeisli við hann. Brá húsfreyja snöggt við og þaut út og náði í aðra löppina á bónda, er hann var kominn á bak og togaði hann niður. Tók svo beislið út úr klárnum og sló duglega í hann með því, og varð ekki meira úr Straumfjarðarferðum bóndans í það sinn.“ Hlunnindi og sjósókn Þess skal hér getið að Straumfjörður er oft nefndur hinn syðri til aðgreiningar frá öðrum firði samnefndum vestur í Mikla- holtshreppi. Hann er 40 hundruð á fornu rnati. Þar var eggver, dún- tekja, lunda- og kofutekja, sel- veiði, sölvafjara, hrognkelsatekja og reki. Sem sagt góssenjörð. Á eynni og nálægum eyjum og nesjum eru víða tóttir af gömlum sjóbúðum svo að þar hefur verið út- ræði mikið. Svo er t.d. í Suður- Búðarey. Það er grasgefin ey með æðar- og kríuvarpi, sundurgrafin af lunda. 1 Vestur-Búðarey eru líka gamlar búðir. Straumfjörður sem áður var í alfaraleið er nú eyðilegur og mann- aferðir fátíðar. Magnús segir að hann hafi hætt búskap vegna erf- iðra samgangna á vetrum, raf- magnsleysis og vegna þess að kvik- fé sé hætt fyrir sjávarflóðum. Straumfjarðar-Halla , Og enn víkur sögunni að þjóðsagnapersónunni Straum- fjarðar-Höllu, sem þjóð- sagan gerir að systur þeirra Sæ- mundar fróða og Elínar í Elínar- höfða á Akranesi. Þau voru öll.fjöl- fróð og fóru með forneskju. Þær systur kölluðust á milli Höllubjargs og Elínarhöfða. Halla var auðug af fé og liinn mesti skörungur og þótti hún afbragð annarra kvenna á sinni tíð. I þjóðsögum Jóns Árnasonar eru ýmsar kynjasögur um hana. í túninu á Straumfirði er gamla bæjarstæðið og þar við gamall kirkjugarður. Fyrirsunnan hann er kuml Höllu. Við gamla bæinn var stór hestasteinn sem nú hefur verið fluttur í túnjaðarinn. Ofan í hann er klöppuð laut fyrir vatn og gat er í gegnum brún hans sem hægt var að binda hesta í. Þessi steinn heitir Höllusteinn. Miklar tóttir af verslunarhúsum einokunarmanna frá 17. öld. Magnús f Straumfirði við Höllubrunn sem er mikið mannvirki og kenndur við hina frægu Straumfjarðar-HöIIu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.