Þjóðviljinn - 13.11.1982, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 13.11.1982, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 13.-14. nóvember 1982 stjórnmál á sunnudegi Ólaffur Ragnar Grímsson skrifar Þráskák á þjóðþinginu Síðustu helgina í maí skrifaði ég grein í Þjóðviljann um úrslit sveitarstjórnarkosninga og horfur í landsmálum. Þar voru settir fram spádómar um þró- unina í Sjálfstæðisflokknum og lýst þeim skilyrðum, sem yrðu að vera fyrir hendi, ef ríkis- stjórn Gunnars Thoroddsen ætti að duga til umtalsverðra verka. Nærri hálft ár er liðið síðan þau orð voru rituð. At- burðarásin hefur sannað rétt- mæti þeirra á afgerandi hátt. í upphafi umfjöllunar um þráskákina sem nú er á þjóðþinginu er því rétt að minna á þá greiningu á líklegri þróun, sem sett var fram á þess- um stað í lok maí. Hún skerpir skilning á þeim raunveruleika sem nú blasir við allri þjóðinni. Spádómurinn: Brestir í liði Gunnars í grein minni í maí var ástandinu í Sjálfstæðisflokknum og brestun- um sem voru að birtast í stuðnings- liði Gunnars Thoroddsen m.a. lýst á þennan veg: „Það er hins vegar kaldhæðni örlaganna, að nú verður Gunnar að sætta sig við að kringum- stæðurnar eru hagstæðari fyrir Geir. Formaðurinn nýtur einangr- unarstraumsins og stuðnings frá ungum varaformanni og nýjum borgarstjóra. Á sigurbraut sam- einingarinnar er aðeins ein hindr- un: Ríkisstjórn Gunnars - og ein- ingarsinnarnir vilja auðvitað ryðja þessari hindrun úr vegi. Reynslan sýnir einnig að brestir eru komnir í stuðningslið Gunnars á Alþingi. Örlagagæfan virðist því hafa yfir- gefið forsætisráðherrann en lætur sól sína skína á formanninn - að minnsta kosti um sinn“. „Þessi þróun í Sjálfstæöisflokkn- um mun hafa afgerandi áhrif á framtíð ríkisstjórnarinnar. Reyndar sáust merki breytinga strax að nýloknu þingi. í allan vet- ur greiddi Albert Guðmundsson ávallt atkvæði með stjórnarand- stöðuarmi Geirs Hallgrímssonar í deilum við ríkisstjórnina. Gagn- stætt því, sem áður gerðist, var hann nú ætíð á móti Gunnari en með Geir, þegar kom að því að segja já eða nei. Eggert Haukdal birtist líka æ oftar í sveit stjórnar- andstöðuarmsins. Hann flutti mörg frumvörp og þingsályktanir með Geirsliðinu og ýmist sat hjá eða var á móti, þegar nokkur mikil- væg frumvörp ríkisstjórnarinnar voru til afgreiðslu. Ráðherrarnir þrír - Gunnar, Friðjón og Pálmi - voru þeir einu sem ávallt studdu ríkisstjórnina í atkvæðagreiðslum. Hinir óbreyttu þingmenn í Gunn- arsliðinu reyndust vera komnir ým- ist alfarið (Albert) eða hálfa leiðina (Eggert) yfir í herbúðir stjórnarandstöðu Geirs. Með slíka bresti í stuðningsliði lifir engin ríkisstjórn lengi. Gunnar Thorodd- sen verður því á ný að ná tökum á stuðningsmönnum sínum á Alþingi er ríkisstjórnin á að duga til um- talsverðra verka“. Gunnari mistókst Atburðarásin á síðustu mánuð- um hefur svo leitt í ljós að Gunnari Thoroddsen mistókst að ná nauð- synlegum tökum á stuðningsliði sínu. Þvert á móti gerðust þeir æ fráhverfari honum er lengra leið á. sumarið. í greininni í maí sagði ég að Al- bert Guðmundsson væri kominn yfir í herbúðir stjórnarandstöðunn- ar. í júlí gekk Albertsvo enn lengra og birtist í fararbroddi þeirra sem kröfðust þess að ríkisstjórn færi strax frá. Þingmaðurinn sem í janú- ar 1980 skóp Gunnari Thoroddsen tækifæri til að reyna stjórnarmynd- un með því að rita bréf til forseta íslands og lýsa því að hann myndi verja þá stjórn vantrausti, krafðist þess nú opinberlega í Morgunblað- inu að ríkisstjórn Gunnars Thor- oddsen færi frá völdun . Eggert Haukdal kaus síðan að fylgja og yfirgef.. Gunnar. Tæpum tveimur mánuðum eftir yfirlýsingu Alberts Guðmundssonar tilkynnti Eggert Haukdal þjóðinni að hann væri hættur að styðja ríkisstjórn- ina. Bætti því svo við næsta dag, að hann myndi greiða atkvæði gegn öllum greinum bráðabirgðalag- anna og þar með fella þau í heild sinni. Þingmennirnir tveir sem áttu stærstan hlut í myndun ríkisstjórn- ar Gunnars Thoroddsen voru því komnir í óvinaherbúðirnar miðjar. Það voru Eggert og Albert sem skópu þá stóru stund'í lífi Gunnars Thoroddsen þegar dr. Kristján Eldjárn gaf honum leyfi til stjórn- armyndunar. Pálmi og Friðjón komu ekki fyrr en síðar. Heimskreppan þrengir markaðs- möguleika erlendis og aflabrestur rýrir framleiðslu hér heima. Viðskiptahalli og verðbólga knýja á um róttækar aðgerðir sem njóta þurfa stuðnings öruggs þingmeiri- hluta. Það var - og er - því brýn nauðsyn að þráskákin á þjóðþing- inu verði rofin og styrk stjórn leiði þjóðina á mestu erfiðleikatímum sem komið hafa í efnahagsmálum Evrópu og Vesturlanda í hálfa öld. Það voru tvær leiðir til að rjúfa þessa þráskák. Fyrri leiðin fólst í því að sækja nýjan meirihluta fyrir þessa ríkis- stjórn með því að efna til þingkosn- inga fyrir áramót. Það er leið sem forsætisráðherrar velja iðulega þegar þeir glata þingmeirihluta. Þessa leið valdi t.d. Ólafur Jóhann- esson vorið 1974 þegar Karvel Pálmason og Björn Jónsson hættu að styðja Vinstri stjórnina. Alþýðubandalagið lagði til að þessi leið yrði farin nú. Bráða- birgðalögin yrðu sett að nýju um leið og þing yrði rofið. Þau myndu því algjörlega halda gildi sínu um leið og þjóðinni gæfist kostur á að segja til um hvort hún vildi að ríkis- stjórn Gunnars Thoroddsen hlyti aukinn þingmeirihluta. Þegar viðræðurnar við stjórnar- andstöðuna hófust í fundarher- bergi ríkisstjórnarinnar hafði Tím- inn eftir mér þau viðvörunarorð að velja yrði þessum viðræðum form sem hindraði að deilurnar í Sjálf- stæðisflokknum fengju tækifæri til að spilla árangri. Þessi viðvörun hefur því miður reynst á rökum reist. Fjandskapur Gunnars og Geirs, sem spillt hefur ástandinu í Sjálfstæðisflokknum í rúman ára- tug, eyðilagði þessar viðræður á fá- einum dögum. Geir heimtaði að Gunnar segði af sér en auðvitað harðneitaði Gunnar því. Geir vildi ákveða tímasetningu kosninga, en auðvitað gat Gunnar ekki hugsað sér að semja við Geir um kosning- ar, enda aldrei haft álit á samninga- hæfni Geirs! Geir vildi vita um þau frumvörp sem ríkisstjórnin teldi nauðsynlegt að Alþingi afgreiddi til að tryggja brýnustu aðgerðir í efnahagsmálum. Þá lagði Gunnar fram lista yfir 102 mál! Sá listi varð samstundis skemmtilestur í þing- húsinu. Þegar fundarstjóri viðræðnanna lagði fram listann langa taldi Geir best fyrir Sjálfstæðismenn í stjórn- arandstöðu að fara snarlega en Kjartan Jóhannsson sat eftir og skemmti sér við að spyrja um efnis- ríkisstjórnina í kosningum og formlegar viðræður við stjórnar- andstöðuna hafa ekki skilað raun- verulegum árangri, þá er þraskákin ein eftir. Stjórnarandstaðan getur fellt öll þau frumvörp sem hún kýs að fella. Ríkisstjórnin kemur ekki í gegn tekjuöflunarfrumvörpum sem eru nauðsynleg vegna fjárlaganna. Frumvarp um lánsfjáráætlun, sem er lykilatriði í stjórn efnahagsmála á næstu misserum, sérstaklega þar sem vaxandi viðskiptahalli er brýn- asta viðfangsefnið, mun stranda í Neðri deild. Öll umbótamál eru háð náð stjórnarandstöðunnar. Vaxtamálið í upphafi þessa mán- aðar var bara fyrsta sýnishorn þeirrar atburðarásar sem gæti orð- ið allsráðandi á næstu mánuðum. Innan þingsins er ríkisstjómin mátt- vana í Neðri deild. Utan þingsins taka aðrir ákvarðanir eða þá vandamálin bíða úrlausnar og ger- ast erfiðari viðfangs með hverjum mánuði sem líður. Þjóðin býr við mestu efnahags- þrengingar í áraraðir vegna áhrifa heimskreppunnar, hruns á loðnustofni og minnkandi þorsk- yeiða. Þróun á alþjóðlegum fjár- magnsmörkuðum þrengir svigrúm okkar til muna. Á slíkum tímum f júlí og ágúst höfðu fulltrúar Gunnars Thoroddsen reynt að tryggja fylgi eða að minnsta kosti hlutleysi Eggerts Haukdal gagn- vart lykilatriðum í efnahagslöggjöf ríkisstjórnarinnar. í september var ljóst að þessar tilraunir voru árang- urslausar. Ríkisstjórnin hafði misst meirihluta sinn í Neðri deild. Enginn þingmaður Sjálfstæðis- flokksins var lengur reiðubúinn til að styðja forsætisráðherradóm Gunnars Thoroddsen. Á alþingi voru það eingöngu þingmenn Framsóknarflokksins og Alþýðu- bandalagsins sem auk ráðherranna mynduðu stuðningslið ríkisstjórn- arinnar. Það var ljóst í þingbyrjun að stjórnarandstaðan hafði hlotið stöðvunarvald í Neðri deild. Það var staðreynd hvort sem mönnum líkaði betur eða ver. Sumum líkaði hún greinilega svo illa að þeir þótt- ust ekki sjá hana. Tvœr leiðir Þegar Albert og Eggert höfðu yfirgefið Gunnar var komin upp þráskák á þjóðþinginu. Slíkt ástand getur verið hag landsins og heill almennings hættulegt til lengdar. Sérstaklega þegar miklir erfiðleikar blasa við á nær öiluni sviðum atvinnulífsins. Það hefði mátt ætla að Gunnar Thoroddsen væri reiðubúinn að sækja traustan þingmeirihluta handa stjórn sinni. Því miður hafn- aði hann þessari leið. Gunnar vildi ekki leita eftir stuðningi þjóðarinn- ar við eigin stjórn. Innan Framsóknarflokksins var hins vegar verulegur stuðningur við þessa leið. Forysta Framsókn- arflokksins sá að slík aðferð hefði getað skilað öruggum þingmeiri- hluta strax í byrjun desember og þar með skapað stjórnmálalegar forsendur /yrir víðtækum aðgerð- um í efnahagsmálum. Seinni leiðin fólst í raunhæfum samningum við stjórnarand- stöðuna. Formaður Framsóknar- flokksins benti á hana um leið og forsætisráðherrann neitaði að sækja til þjóðarinnar nýjan meiri- hluta handa stjórn sinni. Alþýðu- bandalagið lýsti strax yfir stuðningi við tillögu formanns Framsóknar- flokksins og eftir nokkrar umræður samsinnti Gunnar Thoroddsen að fara í slíkar viðræður. Hann var þó andvígur því að ræða kosningar fyrir áramót en féllst eftir nokkra daga á sameiginlega ósk Fram- sóknarflokksins og Alþýðubanda- lagsins að ræða tímasetningu kosn- inga á fyrri hluta næsta árs. atriði ýmissa frumvarpa sem núm- eruð voru frá 1 og upp í 102. Það var víst oft fátt um svör enda mörg þessara frumvarpa enn ósamin. Kratarnir töldu að þeir gætu veikt ríkisstjórnina með því að leggja í sífellu fyrir ráðherrana spurningar sem erfitt væri að svara. En þá birtist skyndilega klofningur í röðun kratanna sjálfra. Magnús H. Magnússon sagði Morgunblað- inu að sig langaði til að sitja hjá í atkvæðagreiðslu um sum ákvæðí bráðabirgðalaganna, Árni Gunn- arsson krafðist hins vegar að ríkis- stjórnin yrði felld með vantrausti og Vilmundur Gylfason reyndist vinna kappsamlega að sérframboði í flestum kjördæmum. En viti menn, - á fimmtudag féllst Alþýðuflokkurinn á kröfu Árna og fyrsta vantrauststillagan á ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen var síðdegis lögð til forseta Alþing- is. Kjartan hafði í kveðjunum gengið feti framar en Geir. Þráskákin lamar þingrœðið - Efna- hagsvandinn bíður úrlausnar Þegar því hefur verið hafnað að leita eftir auknum meirihluta fyrir getur þráskák á þjóðþinginu, sem varir mánuðum eða jafnvel misser- um saman, reynst ógnun við efna- hagslegt sjálfstæði íslendinga. Sífelld bráðabirgða- lög! - Freisting í skjóli gamalla lagakróka? Þegar meirihlutinn hefur brostið í annarri deild þingsins, kann sú hugsun að hvarfla að þeim, sem þekkja öðrunv betur gamla laga- króka í stjómarskránni að formlega sé hægt að sitja áfram og stjórna með sífelldri setningu bráðabirgða- laga sem jafnvel aldrei kæmu til atkvæða á Alþingi! Og vissulega er sá möguleiki formlega fyrir hendi, þótt hann hafi hingað til verið tal- inn brot á grundvallarreglum nú- tíma þingræðis og lýðræðis. Bráðabirgðalagaákvæðin í stjórnarskránni eru þannig orðuð að ríkisstjórnin gæti stjórnað allt árið - jafnvel ár eftir ár - með sí- felldri setningu bráðabirgðalaga. Ef meirihluti væri ekki fyrir van- trausti í sameinuðu þingi þá myndi slík beiting bráðabirgðalagaá- kvæðis hafa í för með sér að Al- þingi væri í reynd ýtt til hliðar. í stjórnárskránni er einungis

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.