Þjóðviljinn - 13.11.1982, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 13.11.1982, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 13.-14. nóvember 1982 athugascmdir Kvikmynda- lögreglan ■: , Jönas frá Hriflu Það þyrfti að athuga Jónas frá Hriflu og allt sem hann lét gera eða vildi láfa gera. „Jónas-frá Hriflu var hollvinur snauðra...." Svo kvað Megas. Það á eftir að sannast rækilega á næstu árum og áratugum: Jónas Jónsson frá Hriflu er áreiðanlega sá stjórn- málamaður íslenskur á þessari öld hvers umsvif eiga eftir að verða hvað mestur hvalreki sagn- fræðingum framtíðarinnar. (Hvort sem þeir fræðingar verða nú frekaVmaurar eða rottur þeg- ar fram líða stundir, en það er nú annað mál). Þegar hvalurinn sá verður skorinn og krufinn til mergjar munu þar finnast sporin Jónasar í flestum líffærum, svo víða sér at- hafna hans staði í þjóðlífinu. Enn þann dag í dag. Tók fólk til dæmis eftir öllum fimmtugsafmælunum sem hafa verið að dynja á okkur á undangengnum misserum? Alls- kyns stofnanir, skólar og hin aðskiljanlegustu fyrirbæri, allt var það orðið fimmtugt hvað um annað þvert. Dragið fimmtíu frá nýlegum tíðindum úr almanakinu og hvað kemur út? Til dæmis 1930, 1931 og fleira. Og hver ríkti þá? Það sem ekki varð Ekki er bryddað upp á þessu hér vegna þess að sá sem hér gerir athugasemdir sé einhver sérstak- ur jónasarfræðingur. Engan veg- inn, þetta verða einhverjir aðrir að taka að sér. Sagnfræðiáhugi minn er algjörlega bundinn við það sem er algjört bannorð í allri sagnfræði: Það sem á fagmáli kal- last „kontrafaktískar hypótesur“, þ.e. tilgátur og vangaveitur byggðar á atburðum sem ekki gerðust, en hefðu getað gerst. Og umfram allt: hefðu alveg endi- lega átt að gerast. ' Einhverntíma sá ég þennan leik bannfærðan undir nafninu pólítík í þáskildagatíð. Lykil- orðið er EF, eitt fegursta orð sem tunga vor á. f sögu Jónasar frá Hriflu má sjálfsagt finna margar slíkar perl- ur. Ég ætla hér að staldra aðeins við eina slíka. Kvikmyndun drykkjuláta í nóvember 1946 flutti Jónas frá Hriflu tillögu á Alþingi um kvikmyndun drykkjuláta. Var þar lagt til að lögreglan í Reykja- vík skyldi gerð út með kvikmynd- unargræjur sem nota skyldi til að „taka myndaþætti um framkomu fólks á skemmtisamkomum, þar sem aðgangur er seldur og á heimilum einstakra manna þar sem lögreglan verður að skakka leikinn vegna ölvunar heimilis- manna.“ Meiningin var svo sú að við- komandi delinkventar fengju kvaðningu eða öllu heldur boð um að mæta á frumsýningu myndanna í bíósal lögreglunnar. Þar yrðu þeir Ieiddir í þann sann- leika um sjálfa sig sem óminnis- hegrinn kynni að hafa hagrætt eitthvað lítillega fyrir þeim fram að því. Rökrétt framhald hlyti svo að verða sár iðran og ævilangt bindindi. Myndirnar hlytu sinn veglega sess í kvikmyndasafni lögreglunnar aðalleikendum til stöðugrar áminningar og þjóðfræðingum framtíðarinnar ómetanleg heimild um drykkju- siði og breytingar á þeim f ald- anna rás. Jónas frá Hriflu Brotin lyftistöng Ekki er mér kunnúgt um það hvernig umræður fóru fram um þessa tillögu, né hvernig atkvæði féllu, nema ég veit það 4ð tillagan var felld, illu heilli. Kvikmynda- deild lögreglunnar var aldrei stofnuð. Þessum áhrifamikla fjölmiðli, kvikmyndinni, var hafnað sem handhægu barefli í baráttunni við áfengisbölið. Þar fór lögreglukylfan með sigur af hólmi. Auðvitað sjá allir að áfengis- bölið væri fyrir löngu úr sögunni ef vaskar sveitir kvikmyndalög- reglunnar væru á ferli um borgina að næturlagi um helgar. En það er þó ekki fyrst og fremst þetta sem er svo grátlegt að horfa upp á, áfengisbölið hefur margar hliðar, spyrjið þið ríkissjóð. Nei það sem er enn sárara er að hugsa út í hvílík lyftistöng þessi kvikmyndadeild lögreglunnar hefði getað orðið fyrir íslenska kvikmyndagerð. Alltfram streymir Við hlupum öll eins og trylltir kálfar út í íslenska kvikmynda- vorið. En brátt var eins og verið væri að spila Arstíðirnar eftir Vi- valdi á 78 snúninga hraða. La Primavera með ískri og óhlj óðum og sargi, en svo áður en inokku/fékk rönd við reist var komið hrímkalt haust. Margt kemur auðvitað til sem valdið hefur þessum veðra- brigðum. Ekki síst skilningsleysi yfirvalda á því að fjár er þörf. Menntamálaráðherrar eru alltaf mjög skilningsríkir, en fjármála- ráðherrar aldrei. Jafnvel þó sama maður gegni þessum embættum með stuttu millibili þá detta á- hugamál eins og þetta alltaf upp- fyrir þegar maðurinn færir sig á milli stólanna. Þórarinn_________________ Eldjárn skrifar Peningaleysið er auðvitað til- finnanlegt, en það verður þó að segjast að það er ekki það eina sem veldur. Þófésé tilreiðunægir það oft ekki til, það vantar svo sárlega hefð í Iandinu sjálfu. Það verður allt svo fálmkennt og svo mikið fúsk. „Islands forbandelse er dilettantismen“ sagði frægur prófessor. En EF..... En EF hér hefði verið starfandi kvikmyndadeild hjá lögreglunni allar götur síðan 1946 væri útlitið allt annað og betra nú. Vaskar sveitir framsækinna drengja með kvikmyndavélar í hönd, alltaf mættará staðinn þar sem baráttan er brýnust og hörðust. Það er augljóst mál að þarna hefði risið upp mjög harður kjarni áhuga- samra atvinnumanna í kvik- myndagerð. Lögreglan hefði orðið uppeldisstöð fyrir unga menn með listrænan metnað á kvikmyndasviðinu. Eftir því sem drykkjulæti hefðu farið þverr- andi fyrir áhrif kvikmyndalög- reglunnar hefði svo gefist meira tóm til að sinna listrænni verkefn- um. Margbreytilegar heimilda- myndir í fyrstu um mannlíf og þjóðlíf, síðan sakamálamyndir í samvinnu við rannsóknarlögregl- una og þaðan síðan beina leið yfir í metnaðarfyllri verkefni. Þarna hefði myndast sá gamli mergur sem kvikmyndagerð vorra tíma vantar svo sárlega til að standa á. Nú á vídeóöld er tillaga Jónas- ar frá Hriflu jafnvel orðin enn brýnni og snjallari en áður. Er því ekki kominn tími til að einhver góður þingmaður endurflytji til- lögu Jónasar. Flytji tillögu um kvikmyndun og myndböndun drykkjuláta. Hvorki menntamála- né fjármálaráðu- neytinu hefur tekist að gera neitt verulegt fyrir íslenska kvik- myndagerð. Því ekki að prófa dómsmálaráðuneytið næst? r ■ tst jjór nargrei n Friðarhreyfing og túnið heima Fyrir einu og hálfu ári eða svo höfðu Þjóðviljinn og Alþýðu- bandalagið frumkvæði að því að koma á framfæri við íslendinga þeirri miklu umræðu um friðar- mál sem hafin var á meginlandi Evrópu og annarsstaðar á Norð- urlöndum. Samtök herstöðva- andstæðinga lágu heldur ekki á liði sínu og tóku upp tengsl við hinar nýju friðarhreyfingar. Undirtektir • voru vægast sagt dræmar til að byrja með. Enda þótt forystumenn Alþýðuflokks- ins hefðu um nokkurra missera skeið tekið þátt í umræðum með norrænum jafnaðarmönnum um kjarnorkuvopnalaust svæði á Norðurlöndum, hafði þeim láðst að segja frá því á íslandi. Þeir tóku að saka Alþýðubandalagið um að stela málinu frá þeim. Úr ýmsum hægri hornum heyrðist sú skoðun að herstöðvaandstæðing- ar á íslandi kæmu óorði á friðarmálin. Og úr vinstri áttinni mátti heyra nöldur um að Al- þýðubandalagið ætlaði að einoka og eigna sér friðinn. Ríkisfjöl- miðlar og önnur dagblöð en Þjóðviljinn létu sér fátt um finn- ast og sögðu ekki margt af um- svifum friðarhreyfinga erlendis. Fjölbreytni og frum- kvœði: í Þjóðviljanum var því haldið fram, að slíkur sprengikraftur væri í friðarumræðunni og hún spannaði svo fjölbreytt svið, að innan ramma hennar væri rúm fyrir alla sem að vildu komast. Og smám saman hefur þetta verið að sannast. Áhugahópar, einstak- lingar og samtök hafa látið í sér heyra, flokkar og fjölmiðlar opn- að eyru sín og augu, og allir vilja nú Lilju kveða. Vikan sem er að líða ber öll merki þessarar þróunar. Hún hefst með því að Álþýðuflokkur- inn hefur upp raust sína og er nú heldur betur friðarlegur á mann- inn, og rétt svo að hann kemst yfir að votta NATÓ hollustu sína í öllum friðarkafla stjórnmálaá- lyktunar flokksþingsins. í miðri viku efnir kvennaframboð til sjónvarpskvölds með friðarvið- tölum og tilkynnt er um stofnun starfshóps sem ætlar að skera upp herör gegn stríðsleikföngum. Óg það eru ekki ómerkari aðilar en Menningar- og friðarsamtök ís- lenskra kvenna, Félag íslenskra sérkennara, Fóstrufélag íslands, Kennarasamband íslands, Félag þroskaþjálfa og íslenska þjóðkirkjan sem að þessum starfshópi standa. Friðar- og af- vopnunarmálxverða til umræðu á ráðstefnu sem haldin er nú um helgina á Hótel Loftleiðum. Til I túninu heima er að mörgu að hyggja fyrir íslenska friðarhreyfingu. hennar er stofnað af hópi áhuga- fólks, sem bendir á að um þessar mundir sé íslensk friðarhreyfing að taka á sig mynd og baráttan fyrir friði og afvopnun hafi öðlast nýjar víddir með því að náms- menn, kvennahreyfingar, kirkj- an og ýmis stjórnmálasamtök hafi tekið að beina sjónum sínum og kröftum að henni. Samhliða ráðstefnunni eru nú um helgina sýndar í Regnboganum fjórar kvikmyndir, sem fjalla um ýmsar hliðar kjarnorkuvígbúnaðar. Og um helgina gengst Alþýðubanda- lagið í Kópavogi fyrir opnu húsi í Þinghóli, þar sem kynnt verður nýstofnuð friðarhreyfing kvenna. Vikan sem er að líða sýnir að friðarumræðan hér á landi er á æskilegri braut. Hún er vísbend- ing um fjöibreytni, frumkvæði úr ýmsum áttum, hugmyndaauðgi og áhuga. Hér eins og víða ann- arsstaðar taka einstaklingar sig saman og mynda starfshópa um einstök svið friðarmálanna og ganga inn í umræðu og starf undir sínum eigin formerkjum og á sínum eigin forsendum. Sá sem á annað borð byrjar að hugleiða forsendur friðar- og afvopnunar kemst í fróðléiksnámu sem í raun snertir flestar hliðar mannlegra samskipta, og þörfin fyrir að fræða aðra kviknar fljótt. Skipulag og markmið Þeir sem endilega vilja binda Einar Karl Haraldsson skrifar íslenska friðarhreyfingu í form- legar viðjar skipulagðra fulltrúa- samtaka ættu að hugsa sinn gang. Það er vísasti vegurinn til þess að kæfa fjölbreyttan gróður. Hætt er við að í slíkúm samtökum passi hver fulltrúi sitt út frá sjónar- miðum móðursamtaka sinna. Miklu fremur ber að líta til er- lendrar reynslu þar sem hin fjöl- breytilegustu samtök sameinast um tilteknar aðgerðir þegar eitthvað liggur við. Og vilji menn mynda breiðfylkingar stórar sýn- ist fordæmi „Nej till atomvápen“ á Norðurlöndum, þar sem áhuga- hópar sameinast undir afmörk- uðum kjörorðum, vera helst til eftirbreytni. En eigi að finna friðarum- ræðunni eitthvað til foráttu eins og hún stendur á íslandi í dag, verður það helst að margir hyg- lasf nú til þess að sneiða hjá tún- inu heima. Kvikmyndin frá Ás- tralíu sem sýnd er í Regnbogan- um og fengið hefur að láni nafn á minningabók Laxness er einmitt ántinning um að það er ekki síður í túninu heima sem heyja verður friðarbaráttuna en á hinum víða velli alþjóðastjórnmálanna. Svo fjarsýn getur íslensk friðar- hreyfing ekki verio að hún loki augum fyrir tengslum íslands við kjarnorkuvopnak,erfið og heldur ekki það nærsýn að hún sjái ekk- ert annað en ísland úr NATÓ, herinn burt. U -ekh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.