Þjóðviljinn - 13.11.1982, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 13.11.1982, Blaðsíða 7
Helgin 13.-14. nóvember 1982 ÞJóÐVILJINN — SÍÐA 7 Olíunýtnimœlar í fiskiskipum: Allt að 40 % olíu- sparnaður Frábœrt tæki, segir Runólfur Hallfreðsson skipstjóri Olíunýtnimælar hafa verið að ryðja sér til rúms að undanförnu, og ber skipstjórum flskiskipa og annarra, saman um að með þeim megi spara alltað 40% í olíueyðslu, ef þeir eru rétt not- aðir. Éinn af þeim skipstjórum. sem hefur notað svona mæla, er Runólfur Hallfreðsson, skipstjóri á togaranum Bjarna Ólafssyni frá Akranesi. Hann segir í viðtali við „Bæjarblaðið" á Akranesi fyrir skommu að um sé að ræða frábært tæki, þar sem olíunýtnimælirinn er. Hann fullyrðir einnig að mælamir séu nauðsynlegir í hvert fiskiskip, eins og olíuverð er orðið núna, og segir þarna komið tæki framtíðar- innar. Þess má einnig geta, að Fiskifé- lag íslands, sjávarútvegsráðuneyt- ið og orkusparnaðarnefnd iðnaðar- ins munu í samvinnu við FFSÍ og LÍÚ gangast fyrir ráðstefnu 23. nóv. nk. um orkunotkun og ork- usparnað í fiskveiðum. Flutt verða 15 stutt erindi um hvað hægt er að gera til orkusparnaðar t' fiskveiðun- um þar sem allt að fjórði til fimmti hver fiskur sem veiðist fer í olíukaup á móti tíunda hverjum 1973. Varla fer hjá því, að rætt verði um hið ágæta tæki sem olíunýtni- mælirinn er. - S.dór. INGVAR HELGASON Sími 33560 SÝNINGARSALURINN /RAUÐAGERÐI Einnig sýna SKARTGRIPiR framleiðslu sína „Sunny— hátíð“ í Sýningarsalnum við Rauðagerði laugardag og sunnudag ki. 2-5 Sýnum toppSnn 1983 Datsun Sunnystation, sjálfskiptur Datsun SunnySedan, sjálfskiptur verða frumsýndirþessa helgi, gerbreyttirog stórglæsilegir, með allskonar aukabúnaði. Ennfremur Datsun Cherry 1500sjálfskiptan ásamtSubaru station 1800 4WD, með háu og lágu drifi. Bílarsem fáirgeta keppt við íríkuiegum búnaði og verði. Tískusýning sunnudag kl. 3 Sýningasamtökin „Módel 79“ sýna lúxusfatnað frá Pelsinum Kirkjuhvoli Og auðvitað verður heitt á könnunni Verið velkomin Miðstöð bókaviðskipta Stórt bókasafn nýkomið. Við erum þessa dagana að taka fram allstórt og vandað bókasafn, einkum í íslenzkri hér- aðasögu, ættfræði og eldri Ijóðabækur. Nefnum m.a.: Vestur-Skaftfellskar æviskrár 1-4, Skaftfellskar þjóð- sögur og sagnir Guðmundar Hoffells, Menn og menntir eftir Pál Eggert 1-4, Sturlunga 1-2, Flateyjarbók, bæði frumútgáfan Christiania 1860-1868 (handunnið skinnband) og Útgáfan 1946 í fjórum bindum í skinnbandi, Skaðaveður 1-4 bindi, Þjóðsögur Jóns Árnasonar 1-2 í lúksusskinn- bandi, Tímaritið Vaka 1-3 (handunnið, upphleypt skinn- band), Tölvísi eftir Björn Gunnlaugsson stjörnufræðing, Jarðskjálftar á íslandi og Landskjálftar á Suðurlandi eftir Þorvald Thoroddsen, Bóndinn á heiðinni, Fornaldar- sögur Norðurlanda 1-3, Merkir íslendingar báðir flokk- ar, ib., Gengið á reka eftir Kristján Eldjárn, Manntalið 1703, íslenzkir samtíðarmenn 1-2, Æviskrár samtíðarmanna (nýja útgáfan), Byggð og saga eftir próf. Ólaf Lárusson, Alþingishátíðin og Lýðveldishátíðin, Lexicon Poeticum í lúksusbandi, Bólstaðir og búendur í Stokkseyrarhreppi eftir dr. Guðna Jónsson, Þorlákshöfn 1-2 eftir Sigurð Þor- steinsson, Landnamabok (með kortunum), Hallgrímur Pétursson 1-2 eftir Magnús Jónsson og Ævisaga sama eftir Vigfús Guðmundsson, Veröld sem var eftir Stefan Zweig, Lífiðog ég 1-4 eftir Eggert Stefánsson, Kvæðabæk- ur eftir Jóhannes Kr. Jóhannesson trésmíðameistara, ís- lenzk nútímalýrik í útg. Kristins E. Andréssonar og Snorra Hjartarsonar, Arnesingabok, Breytingar á framburði og stafsetningu eftir dr. Björn Guðfinnsson, Undir tindum eftir Böðvar á Laugarvatni, Forntida Gárdar i Island, undir- stöðurit í íslenzkri fornleifafræði, Völuspá (útgáfa Nordals), Rit um jarðelda á íslandi eftir Markús Loftsson, Leikrita- safn Menningarsjóðs 1 -20 bindi, Vort daglega brauð eftir Vilhjálm frá Skáholti, Kvæði eftir Snorra Hjartarson (frum- útg. meö kápu), Á Gnitaheiði eftir sama, allar bækur Helga Hálfdanarsonar, Ijóðaþýðingar Magnúsar Ásgeirs- sonar (frumútgáfurnar), Glugginn snýr í norður eftir Stef- án Hörð, Svartálfadans eftir sama, Staðarbræður og Skarðssystur, ættarskrá, Ljóðmæli Páls Ólafssonar 1-2 (aldamótaútgáfan), Andvökur eftir Stephan G. Stephans- son 1-6 og Ljóðasafn Matthíasar Jochumssonar 1-5 (Östlundsútgáfan), Einn á ferð og oftast ríðandi, Ævisaga Adolfs Hitlers, Kristindómur og kommúnismi eftir sr. Benjamín Kristjánsson, Glitra daggir, grærfold eftir Margit Söderholm, Matreiðslubók eftir Fjólu Stefánsdóttur og Matreiðslubók fyrir sveitaheimili eftir Þóru Grönfeldt og ótal, ótal aðrar gagnmerkar bækur í öllum greinum fagur- fræða og vísinda. Kaupum og seljum allar íslenzkar bækur, heil söfn og ein- stakar bækur, eldri íslenzk póstkort, gamlan tréskurð og smærri húsmuni og verkfæri, gömul íslenzk hljóðfæri. Gefum reglulega út bóksöluskrár og sendum þær ókeypis til allra sem óska utan Reykjavíkursvæðisins. Nýlega er komin 18. skráin. Vinsamlega hringið, skrifið - eða lítið inn. - Gamlar bækur og nýjar - BÓKAVARÐAN Hverfisgötu 52, Reykjavík, sími 29720 IÚTBOÐ Tijboð óskast i skíðalyftu (stólalyftu) fyrir Bláfjöll v/Bláfjallanefndar Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri að Fríkirkju- vegi 3. Tilboð verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 16. des- ember n.k. kl. 11 f.h. innkaupastofnun reykjavíkurborgar Fnkirkjuvegi 3 — Sími 25800

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.