Þjóðviljinn - 13.11.1982, Blaðsíða 31

Þjóðviljinn - 13.11.1982, Blaðsíða 31
Hclgin 13.-14. nóvember 1982 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 31 Ráðstefnu um vinnuvernd lauk í gær: Yiír 20 erindi ilutt Ráðstefnu Vinnueftirlitsins um vinnuverndarmál var fram haldið i gærmorgun og lauk síðdegis í gær. Var m.a. rætt um gildi fræðslu- og upplýsingastarfs á sviði vinnu- verndar og um þjóðfélagslegt gildi hennar. Þá fluttu gestir frá sam- tökum launafólks og atvinnurek- enda í Danmörku ávörp og einnig komu fram sjónarmið aðila vinnu- markaðarins hér á landi svo og full- trúa þingflokkanna. Vigfús Geirdal ræddi í sínu er- indi um gildi fræðslustarfs á sviði vinnuverndar. Hann minnti á að fræðslu- og upplýsingastarf væri gífurlega viðamikið verkefni serri næði til þjóðarinnar allrar. Hann sagði að Vinnueftirlit ríkisins ætti ekki og gæti ekki sinnt þessu verk- efni eitt og sér, samtök aðila vinnu- markaðarins þyrftu að leggja sitt af ntörkum og að það þyrfti að virkja hið almenna skólakerfi í þessu skyni. Vigfús kvað stárfsmenn Vinnueftirlitsins hafa flutt hundr- uð erinda um vinnuvernd á þeim tveimur árum sem Vinnueftirlitið hefur starfað. Þá minntist Vigfús á námskeið fyrir öryggistrúnaðar- menn sem er einn mikilvægasti hlekkurinn í fræðslustarfsemi Vinnueftirlitsins. Jörgen Elikofer fulltrúi danska Alþýðusambandsins flutti erindi á ráðstefnunni í gær. Hann kvað gott og heilbrigt vinnuumhverfi hafa verið eitt af helstu baráttumálum danskrar verkalýðshreyfingar frá Frá ráðstefnu um vinnuvernd. Guðjón Jónsson stjórnarmaður í Vinnueft- irlitinu og fundarstjóri, Eyjólfur Sæmundsson forstjóri Vinnueftirlitsins og í ræðustól er Þorvarður Brynjólfsson stjórnarformaður Vinnueftirlits ríkisins. Ljósm. eik. upphafi. Fyrir rúmum áratug síðan hafði verkalýðshreyfingin gert sér- stakt átak í vinnuverndarmálunum og í dag byggju Islánd og Danmörk við fullkomnustu vinnuverndarlög- gjöf í heimi. En það væri svo að lög, þó góð væru, dygðu skammt ef verkalýðshreyfingin sjálf væri ekki sífellt á verði og sæi um að tryggja verkafólki mannsæmandi vinnu- aðstöðu. Baráttan gegn vinnuslysum í Svíþjóð 1955-1980: Dauðaslysum á vinnustað fækkaði um 70% Mikill árangur hefur náðst í Sví- þjóð í baráttunni gegn vinnuslysum á síðustu áratugum. Árið 1955 lét- ust 425 starfsmenn af afleiðingum vinnuslysa en árið 1980 létust hins vegar aðeins 124 starfsmenn af völdum slysa á vinnustað. Þeim hafði því fækkað um 70%. Þetta kom fram í erindi sem Eyjólfur Sæmundsson forstjóri Vinnueftir- lits ríkisins hélt á ráðstefnunni um Fjöldi iátinna af völdum vinnuslysa í Svíþjóð 1955-1980. urinn málsins mætti ekki gleymast sem baráttan fyrir aukinni vinnu þegarfjallaðværiumþann kostnað vernd leiddi af sér. -v. SOVÉSKIR DAGAR 1982: Tónleikar og danssýning Lokatónleikar listafólksins frá Miö-Asíu, óperusöng- konunnar Ojat Sabzalíevu, píanóleikarans Valamat- Zade og Söng- og dansflokks rúbobleikara Ríkisfíl- harmóníunnar í Tadsjikistan, veröa í Gamla bíói sunn- udaginn 14. nóv. kl. 20.30. Aðgöngumiðar á kr. 100.- seldir á listiönaðarsýning- unni í Asmundarsal viö Freyjugötu föstudag kl. 16-19 og laugardag og sunnudag kl. 14-19, og við inn- ganginn ef eitthvað verður þá óselt. Missið ekki af einstæðum tónleikum og litríkri danssyningu. MÍR. Akraneskaupstaður Aðalbókari Laust er til umsóknar starf aðalbókara á bæj- arskrifstofu Akraneskaupstaðar. Um er að ræða mjög umfangsmikið og fjöl- breytt bókhald. Auk venjubundinna bók- haldsstarfa er aðalbókara m.a. ætlað að sinna upplýsingagjöf, innra kostnaðareftirliti og stefnumótun á sviði bókhalds. Við leitum að manni með mikla starfsreynslu og góða menntun á sviði reikningshalds. Upplýsingar um starfið veita bæjarstjóri og bæjarritari. Umsóknum skal skila á bæjarskrifstofu Akra- neskaupstaðar fyrir 25. nóvember 1982. Bæjarstjóri vinnuvernd í gær. Eyjólfur fjallaði um þjóðhags- legt gildi vinnuverndar og benti á að ráðstafanir sem gætu komið í veg fyrir vinnuslys og atvinnusjúk- dóma ýmiss konar væru alltaf góð fjárfesting, bæði fyrir viðkomandi fyrirtæki og þjóðfélagið í heild. Auk þess sem slíkt yki oft fram- leiðni og þar með beinar tekjur væri árangurinn færri vinnuslys, en þau væru þjóðfélaginu dýr, færri sjúkdómar og líkamsslit, minna eignatjón í fyrirtækjum og betra samband launafólks og atvinnu- rekandans. Fram kom í erindi Eyjólfs Sæm- undssonar að truflanir á rekstri fyrirtækja og eignatjónið yllu mun meira tjóni en næmi öllum rekst- urskostnaði Vinnueftirlits ríkisins. Eyjólfur minnti á það í lokin að hin háleitu markmið vinnuverndar væru auðvitað að vernda líf og heilsu starfsmanna og að sá merg- Leiðrétting í Þjóðviljanum í gær var rang- lega sagt að erfingjar Einars Birnis hefðu selt borginni land við sunn- anverðan Grafarvog. Hér er um að ræða erfingja Björns Birnis í Graf- arholti, þau Einar Birnir, Björn Birnir og Guðrúnu Birnir. Er beðist afsökunar á þessu mishermi. ^ :oio:o: -s Mjólkuxdagar’82 í husi Osta og smjörsölunnar, Bitruhálsi 2 Ifynning verður á nýjustu framleiðsluvörum mjólkursamlaganna og boðnar bragðprufur. Einnig verða neytendakönnun og atkvæðagreiðsla. Markaóur Fjölbreytt úrval af ís- og ostanýjungum á kynningarverði. Hátíðaboió Kynnt verða þrjú hátíðaborð auk partíborðs. Bæklingar með munu liggja frammi. Hlutavelta verður í gangi allan tímann og verða vinningar m.a. ýmsar mjólkurafurðir. r Okeypis aðgangur Opið laugardag og sunnudag frá kl. 13 - 20. Mjólkurdagsnefnd

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.