Þjóðviljinn - 04.12.1982, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 04.12.1982, Blaðsíða 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 4. - 5. desember 1982 af bæjarhellunni Kostum drepur kvenna karla ofríki (Atlamál 73) Sitthvað er rotið í ríki Noregs f hádegisútvarpinu á sunnudaginn barst utan úr heimi ný frétt um kúgun og réttleysi kvenna, og nú frá Noregi. Þar hafði karl- maður nokkur verið dæmdur fyrir þá iðju að aka tveim sambýliskonum sínum á hverju vinnukvöldi þeirra niður í miðborg Oslóar. Þar beið hann svo í bílnum, meðan þær stunduðu vinnu sína, sem var í því fólg- in að láta hina og þessa kalla gera hitt við sig fyrir borgun. Síðan ók hann þeim aftur heim og þau skiptu afrakstrinum á milli sín. Maðurinn hafði verið giftur annarri kon- unni, en bjó nú með hinni. Þær höfðu báðar haft sín not af honum og hann af þeim, og ekkert kom fram, sem benti til annars en allt hefði verið í sátt og samlyndi. Hann lagði til fbúðina og bílinn, en þær öfluðu rekstrarfjár fyrir heimilið. Konurnar ásökuðu manninn ekki fyrir neitt, heldur höfðu síðvökulir lögreglukarl- pungar tekið eftir samneyti þeirra og farið að grufla í málinu með þeim afleiðingum, að það kom fyrir dómstóla. Það var me'ð öðrum orðum ríkisvald karlræðisins, sem tók fram fyrir hendurnar á konunum ög hefti athafnafrelsi þeirra. Kvenfyrirlitning dómstólanna, sem auðvitað voru skipaðir körlum, var slík, að þær máttu ómögulega teljast ábyrgar gerða sinna, heldur skyldi karlinn einn hljóta þann heiður að hafa séð ráð fyrir þeim og þola dóm. Tilfinninganæmi Þetta er eitt dæmið enn, sem færir mér heim sanninn um réttmæti þeirrar staðhæf- ingar, að karlveldið og karlmenn yfirleitt skilji ekki tilfinningar kvenna og séu reyndar allsekki tilfinningaverur. Þetta hef- ur oft borið á góma í seinni tíð, einkum í sambandi við ofbeldi á heimilum. Lengi vel streittist ég innra með mér af þrjóskulegri karlrembu á móti þessari full- yrðingu. Mér fannst hún einna helst minna á það, þegar þrælakaupmenn héldu því fram, að svertingjar væru tilfinningalausir og því þyrfti ekki að hafa áhyggjur af með- ferð þeirra eða aðbúnaði á þrælaflutning- askipunum. Ellegar þegar veiðimenn stað- hæfa, að ánamaðkurinn finni ekki til, með- an verið er að þræða hann upp á öngulinn. Og reyndar er ekki vitað til, að ormarnir hafi nokkru sinni mótmælt þessu. Enda myndu hinir góðhjörtuðu veiðigarpar ugg- laust sýna fram á, að slíkt væri ekki annað en merki um einskæra ormarembu. Og smám saman hefur mér orðið ljóst, að ég óð í villu og svíma. Við erum ekki tilfinn- ingaverur. Það er bara ímyndun, ef við<&áe^ höldum það. Það sem við köllúm tilfinning- ar er ekki annað en reiðigirni og ofbeldis- hneigð. Konur hafa hinsvegar göfugar kenndir og eru tilfinningaverur. Súrmjólk í hádeginu Einna skýrust dæmi nú á dögum um mis- mun á tilfinninganæmi kynjanna koma fram í kærum til Jafnréttisráðs. Nýlega voru víst kærð þangað barnaversin ljúfu, „Súr- mjólk í hádeginu og Cheerios á kvöldin", og þá einkum fyrir þessar ljóðlínur: Eg er bara 5 ára og kenna á því fæ. Kl. 7 á morgnana er mér dröslað niður í bæ. Enginn tekur eftir því þótt heyrist lítið vein, því mamma er að vinna og er orðin alltof sein. Svo inn á dagskólann mér dröslað er í (lýti mig sárverkjar í handleggina eftir mömmu tog. En þar drottnar dagmamma með ótal andlitslýti það er eins og hún hafi fengið 100.000 flog. Þetta kæra konur, af því þær eru tilfinn- ingaverur. Þegar ég svo af karlmannlegri skynsemi horfi tilfinningalaus á textann í heild, sé ég eitt lykilerindi, sem staðsett er af listrænni nákvæmni í miðju ljóðinu, svo- hljóðandi: Það er misjafnt, hvernig menn notfæra sér völdin, . en eitt er víst, að pabbi minn ræður öllu hér. Þarna kom það. Auðvitað veldur karl- maðurinn öllu bölvi. Og væri ég tilfinninga- vera, myndi ég sjálfsagt kæra og kalla þetta karlhatursáróður. Ef hjá honum pabba Svo fer ég af sömu tilfinningalausu karl- pungaskynseminni að hugsa um annað barnaljóð, sem ég lærði í æsku og byrjar svona: Ef hjá honum pabba einn fimmeyring ég fengi. Síðan koma þessi vers: Fyrst kaupi ég mér brúðu, sem leggur aftur augun, armbandsúrið gott og af fallegustu gerð. Og af því hvað hún mamma er orðin þreytl á taugum, þá œtla ég að kaupa bíl í hverja sendiferð. Hjólhest og járnbraut ég œtla að gefa Geira, gríðarstóra flugvél ég kaupi fyrir Finn. Svo kaupi ég mér döðlur og súkkulaði og fleira, *og síðan skal ég gefa pabba allan afganginn. Það hlýtur hver maður að sjá, að jafnvel fyrir daga óðaverðbólgu hefur enginn af- gangur getað verið eftir af fimmeyringnum, þegar búið var að kaupa öll hin ósköpin. Þarna er lævíslega verið að koma því inn hjá börnum, að pabbinn skuli hafður útundan. Hann á bara að skaffa. Þetta myndu karl- menn líka kæra, ef þeir væru tilfinninga- verur. Ekki höfum vér kvenna skap Annars hafa karlmenn ævinlega mis- skilið sjálfa sig. Fyrir nokkrum árum birti Helga Kress merka ritgerð í afmælisriti Jak- obs Benediktssonar, þar sem hún sýndi rækilega fram á kvenfyrirlitningu Njálu- höfundar. Ritsmíðin dró nafri aÍF þessum orðum Skarphéðins við Bergþóru móður sína: „Ekki höfum vér kvenna skap, að vér reiðumst við öllu. Gaman þykir kerlingunni að, móður vorri, að erta oss“. Ég vil nú auka því við ávirðingar Njálu- höfundar, að hann hefur sýnilega vaðið í þeirri villu, að karlmenn væru tilfinninga- verur. Hann segir nefnilega áfram á þessa leið um Skarphéðinn, „en þó spratt honum sveiti í enni og komu rauðir flekkar í kinnar honum, en því var ekki vant“. Þarna gefur höfundur semsé ótvírætt í skyn, að Skarphéðni sárni við móður sína eins og hann sé tilfinningavera, í staðinn fyrir að láta hann misþyrma henni, einsog sannur karlmaður hlýtur þó að gera, þegar hann reiðist. Arni i Botni r ■ tstjór nar grei n Láglaunabœtur og lífeyrir aldraðra Nú hefur verið ákveðið í öllum meginatriðum, hvernig hagað verði greiðslu þeirra láglauna- bóta, sem ákveðið var af ríkis- stjórninni að greiða skyldi úr ríkissjóði nú í desember og á næsta ári. Samtals verður varið til greiðslu þessara láglaunabóta 180 miljónum króna, og koma um 55 miljónir af þeirri upphæð væntanlega til útborgunar fyrir áramót. Kr. 3.400,- í þrennu lagi Gert er ráð fyrir, að láglauna- bæturnar nái til rösklega 50.000 einstaklinga og að jafnaði komi samtals um 3.400,- krónur í hlut hvers og eins. Fyrsta greiðslan nú í desember verður væntanlega 800’ til 1500 krónur á hvern viðtakanda eða um 1100,- krónur að jafnaði. Sá hluti láglaunabót- anna, sem ekki kemur til greiðslu fyrir áramót verður síðan greiddur út á næsta ári, væntan- lega í tvennu lagi. Láglaunabæturnar verða greiddar tekjulægsta fólkinu í landinu, og verður í þeim efnum litið á útsvarsskyldar tekjur á síð- asta ári. Þeir í hópi lágtekjufólks, sem hafa fyrir fjölskyldu að sjá, fá að öðru jöfnu hærri bætur en hinir, en eigi menn einhverjar töluverðar eignir, þá dregur slíkt aftur á móti úr rétti manna til lág- launabóta. 3-4% af árstekjum Segja má að hér sé ekki um stórar upphæðir að ræða, en þó munu bæturnar í heild nema 3- 4% af þessa árs tekjum fólksins sem bótanna nýtur. Vert er að hafa í huga, að sam- kvæmt mati Alþýðusambands Is- lands má búast við, að kaupmátt- ur kauptaxta landverkafólks rýrni um 6 til 6.5% á næsta ári, ef hvorki koma til nýir samningar um grunnkaupshækkanir né frek- ari verðbótaskerðingar. Hjá lág- launafólkinu koma þama á móti þær bætur, sem hér var rætt um að ofan og einnig hjá meginþorra almenns launafólks lenging or- lofs um 4 til 5 daga, en það sam- svarar rösklega 2% í kaupi. Enn er í þessum efnum á það að líta, að án efnahagsaðgerða ríkis- stjórnarinnar frá því í ágúst hefði verðbólgan stefnt í 100% undir Iok næsta árs, en nú er gert ráð fyrir, að verðbólgustigið fari hæst í liðlega 60% en verði á ný komið niður undir 50% á síðari hluta næsta árs, þótt ekki korni til frek- ari efnahagsaðgerðir. Það hvort verðbólgustigið er t.d. 80% eða 50% hefur líka eitt út af fyrir sig bein áhrif á kaup- mátt launa, og það svo að ekki munar minna en 2% launafólki í hag, sé verðbólgunni haldið við 50% í stað 80% verðbólgu. Þetta skýrist einfaldlega af því, að verðbætur á laun eru alltaf greiddar eftir á, og menn þurfa því að bera verðhækkanirnar bótalaust í allt að þrjá mánuði. Á þeirri bið tapa menn þeim mun meiru því meiri sem verðbólgan er. Allt þetta þurfa menn m.a. að hafa í huga þegar vegin eru og metin heildaráhrifin af efnahags- aðgerðum ríkisstjórnarinnar, bráðabirgðalögunum og öðru sem þeim fylgdi. En hvað sem þessu líður þá hlýtur verðbótaskerðingin þann 1. des. auðvitað að skerða lífs- kjör allra þeirra sem hafa í kring- um miðlungstekjur eða þaðan af hærri. Ástæðurnar, sem þar liggja að baki þekkir öll þjóðin. Tekjutrygging hœkkar um 12,4+4,4% Um hlut þeirra elli- og örorku- lífeyrisþcga, sem njóta fullrar tekjutryggingar er hins vegar aðra sögu að segja. Þótt laun hafi aðeins hækkað um 7,72% nú þann 1. des., þá hefur vcrið á- kveðið af stjórnvöldum að tekju- tryggingin skuli hækka um 12,4% frá 1. des. og aftur um 4,38% þann 1. janúar. Mpð þessu móti er tryggt, að aldrað fólk og öryrkjar, njóti að fullu samsvar- andi bóta og felast í láglaunabót- unum og lenging orlofs hjá vinn- andi lágtekjufólki. Nú í desem- bermánuði mun ellilífeyrir hjóna með tekjutryggingu nema 9.098,- krónum, og ellilífeyrir einstakl- ings með tekjutryggingu og heim- ilisuppbót hjá einstaklingi 6.106,- krónum. Við þetta bætist svo sú hækkun tekjutryggingar 1. janú- ar upp á 4,38%, sem áður var nefnd. Þótt þessar upphæðir séu ekki háar, þá fer ekki milii rnála, að kaupmáttur þeirra lágmarks- tekna, sem almannatrygginga- kerfið stendur skil á, hefur mjög sjaldan veri jafn mikill og nú. Og við skulum ekki gleyma því, að fyrir aðeins röskum áratug, í lok 15 ára ráðsmennsku Alþýðu- flokksins yfir því ráðuneyti sem fer með þessi mál, þá var kaupmáttur þessara lágmarks- tekna aldraðra og öryrkja fullum helmingi minni en nú. Lífeyrir nú hœsta hlutfall af launum Óhætt mun að fullyrða, að séu lífeyrisgreiðslur almannatrygg- inganna bornar saman við um- samda kauptaxta, þá hafi lág- marksgreiðslur almannatrygg- ihganna aldrei verið hærra hlut- falí af laununi heldur cn nú er. Þann 1. sept. s.l. stóðu þessi mál þannig, að einhleypingur Elnar Karl Haraldsson skrifar með kr. 3.098,- í greiðslur frá Umsjónarnefnd eftirlauna (20 + 3 stig þar) og síðan lágmarks- greiðslur almannatrygginganna með heimilisuppbót og tekju- tryggingu hafði í heildartekjur 98% af dagvinnutekjum sam- kvæmt 7. taxta A hjá Verka- mannasambandi íslands eftir 4 ára starf. Hjá öldruðum hjónum voru samsvarandi lífeyristekjur þá 140,8% af þessum sama taxta. - A þeim þremur mánuðum sem síðan eru liðnir hafa greiðslur al- mannatrygginganna svo hækkað meira en kaupið eins og rakið var hér á undan. Kjara- jöfnunarsjóður Að lokum skal hér minnt á til- lögu Alþýðubandalagsins, sem samþykkt var á flokksráðsfundi þess í síðasta mánuði, um sér- stakan Kjarajöfnunarsjóð, sem hafi 500 miljónir króna til ráðstöfunar strax á árinu 1984. Tillaga Alþýðubandalagsins er sú, að tekna í slíkan sjóð verði aflað með gjöldum af innflutn- ingi, með sparnaði í ríkisrekstri og með skipulegu átaki gegn skattsvikum. Þegar þjóðarbúið verður fyrir miklum áföllum af völdum heimskreppu og minnkandi afla, þá er ekki hægt að verja lífskjör allra. En lífskjör hinna lakast settu ber að verja í lengstu lög. Sú er stefna Alþýðubandalagsins, og það sýna verkin. -k.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.