Þjóðviljinn - 04.12.1982, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 04.12.1982, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 4. - 5. desember 1982 ROCKWOOL innblásin steinull einföld og góð lausn. Aðferðin er einföld. Við borum lítið gat og þú verður varla var við að við blásum Rockwool steinull í tóm holrúm og einangrum veggi, gólf og þök. Með gömlu aðferðinni getur það tekið allt að 4 vikur að einangra meðalstórt einbýlishús. Það þarf að rífa niður klæðningar, sníða mottur milli bita og klæða svo allt að nýju, hvað kostar það? Innblásin Rockwool einangrun er fjárfesting, sem borgar sig upp á skömmum tíma. Hún er margfalt ódýrari aðferð. Þú stórlækkar hitunarkostnað og færð hlýrra og betra hús. Þú eykur verðmæti fasteignarinnar. Við einangru'm fljótt og vel, þú þarft ekki að flytja úr húsinu á meðan. Við einangrum eitt hús á dag. Þú færð steinull, sem er vatnsfráhrindandi og mun eldþolnari en önnur einangrun. Innblásin Rockwool steinull er besta hljóðeinangrun sem þú færð í veggi, gólf og þök, því við ráðum þéttleikanum. Hafðu samband. Við veitum þjónustu um allt land. HUSA^— EINANGRUN Klapparstíg 27 Rvík s:91/22866 Er húsið þitt kalt? Við einangrum og lokum kuldann úti. Happdrætti Þjóðviljans Dregið á mánudaginn helgina Brynjólfur Bjarnason: Vísindi og kreppa í sambandi við það umræðuefni, sem dagurinn er helgaður, kemur mér fyrst í hug þessi spurning: Eiga vísindin að láta sig krepp- una nokkru skipta? Það eru uppi ýmsar kenningar um hlutverk vísindanna. Ein er sú og harla útbreidd, að hlutverk vís- indanna sé einvörðungu að afla þekkingar. Einmitt þess v.egna eigi þau að gæta fyllsta hlutleysis, og þau eigi ekki að leggja dóm á verð- mæti. Hver og einn geti lagt sinn dóm á gildi hlutanna. Vísindin geti ekki skorið úr, hvað sé rétt í þeim efnum. Þá vaknar strax spurningin: Ef sértekið er frá öllum gildum, hvað ræður þá vali vísindanna á verkefnunum? Gæti vísindamað- urinn þá ekki alveg eins valið sér það verkefni að telja sandkorn á sjávarströnd eins og að rannsaka krabbameinsvalda eða uppgötva sýkladrepandi lyf og lögmál þau, sem sólkerfin og atómin lúta? . Hvernig er þetta í rauninni? Yfirgnæfandi meirihluti vísinda- manna er í þjónustu einhvers, sem greiðir þeim laun og sér þeim fyrir þeim tækjabúnaði, er þeir þurfa til rannsókna sinna. Slíkur tækjabún- aður kostar oft morð fjár. Og til hvers eru þeir ráðnir, til hvers er lagt í allan þennan kostnað, svo að þeir geti stundað rannsóknir sínar? Skyldi það vera til þess að þeir geti svalað einhverri ótilgreindri for- vitni? Það þarf ekki annað en spyrja. Svarið blasir við. Ríkið heldur uppi vísindastarfsemi í hagnýtum tilgangi, af því að þjóðfélagið þarf á því að halda. Þekkingaröflun er einn mikilvæg- asti þátturinn í sjálfu fram- leiðslustarfinu. Og stórfyrirtæki um allan heim hafa heilan herskara af vísindamönnum íþjónustu sinni. Skyldu þau gera það af hugsjóna- legum áhuga fyrir aukinni þekk- ingu á tilverunni? Vissulega má benda á, að ríkið heldur uppi mikl- um grunnrannsóknum - hreinum vísindum - án tillits til hagnýts gildis þeirra, að því er séð verður. Það gera stóru auðhringarnir Iíka. En það er vegna þess, að menn hafa fyrir löngu séð, hagnýtt gildi grunnrannsókna, að þær leggja grunninn að hinum hagnýtu vísind- um og tækni. Öll hagnýt vísindi nútímaþjóðfélags byggja á þessum grunni, læknisfræðin, hagfræðin, verkfræðin, uppeldisfræðin o.s.frv. Hlutverk og afstaða vísindamannsins Þegar við lítum til þessara þjóðfélagslegu staðreynda, þá er auðsætt, að vísindamenn eru þjón- ar stofnana, sem þurfa á þekkingu þeirra og rannsóknum að halda. Og þá vaknar spurningin um hlut- verk og afstöðu vísindamannsins í þessu þjónsstarfi. Á hann að hafa hina hlutlausu og verðmætafrjálsu afstöðu til starfs síns? Vera óháður öllu gildismati og þá framar öllu hverskonar stjórnmálaskoðunum? Er hlutverk hans það eitt að afla þeirrar þekkingar og stunda þær rannsóknir, sem af honum er kraf- ist, afhenda niðurstöðurnar vinnu- veitenda sínum og láta hann um það, hvernig þær eru notaðar? Þetta er algeng útgáfa af kenning- unni um hin hlutlausu og verð- mætafrjálsu vísindi Það er atvinnu- rekandans eða ríkisins að gefa hlutunum gildi og ákveða hvernig þeir skuli hagnýttir. Ef kreppu ber að höndum, getur hagfræðingurinn geíir stjórnmálamönnum góð ráð um það, hvernig þeir geti sigrast á henni með þeim hætti, sem þeir óska. Hann getur sagt til um, hvaða áhrif ákveðnar ráðstafanir hafi, eða líkurnar fyrir því. En hamingjan forði honum frá því í nafni hinna hlutlausu, ginnheilögu vísinda, að láta sig nokkru skipta hvaða leið stjórnmálamaðurinn velur. Ef hann kýs að velja ein- hvern kost, sem leiðir til atvinnu- leysis tugmiljóna manna og hung- urdauða annarra tugmiljóna, þá hann um það. Vísindamaðurinn hefur gert skyldu sína sem vísinda- maður, ef hann segir eins rétt og kostur er til um það, hverjar afleið- ingarnar verða. Hann hefur haft sínar persónulegu skoðanir og gildismat - mikil ósköp, ekki vant- ar skoðanafrelsið - en ef hann fer að hampa þeim, þá talar hann ekki lengur sem vísindamaður. Rœöa á fundi stúdenta 1. des. 1982 Þótt borgir standi í báli Sama gildir um raunvísinda- manninn Ef til vill hefur hann gert stóra vísindalega uppgötvun, sem getur verið hvorttveggja í senn, ný mikilvæg vitneskja um heiminn, sem við búum í, og jafnframt for- senda þess, að unnt sé að búa til ógnartæki, sem gæti lagt jörðina í auðn og eytt öllu lífi hennar. Sam- kvæmt fyrrnefndri kenningu um hlutverk vísindanna ber honum að afhenda misvitrum stjórnmála- mönnum þessa vitneskju, jafnvel þótt þeir væru vísir til að hleypa af stað styrjöld einmitt vegna þess, að þeir hafa slíkt ógnarvopn í bak- höndinni og gætubeitt því, ef allt um þryti. Að til eru valdamiklir stjórnmálamenn, sem hugsa svona höfum við dæmin um á okkar dögum. En vísindamaðurinn hefur gert skyldu sína samkvæmt siða- reglunni ef hann hefur gert sam- viskusamlega grein fyrir vitneskju sinni og til hvers megi nota hana. Hann getur mótmælt sem einstak- lingur, en það kemur ekki hinum gildislausu vísindum hans við. Gildismatið og valið er í höndum stjórnmálamannsins. Til þess er hann kjörinn með atkvæðum fólks, sem drukkið hefur í sig lífsskoðanir sínar áf daglegum lestri blaða, sem gefin eru út af vellríkri yfirstétt eða þá að hann er settur í embætti af hershöfðingjum í þjónustu þessar- ar sömu stéttar. Ég nefni hér með vilja hryllileg- ustu afleiðingar- slíkrar siðfræði, sem þó gætu orðið blákaldur veru- leiki áður en varir eins og nú horfir. Hitt hefur lengi verið staðreynd, sem fæstir vísindamenn hafa gert sér grein fyrir, að í þjóðskipulagi okkar selja þeir einatt þekkingu sína eins og vöru í hendur manna, sem valdið hafa og fylgja siðaregl- unni, sem Steinn Steinarr orðaði þannig í fáum meitluðum hend- ingum: Pótt borgir standi í báli og beitt sé eitri og stáli, það skiptir mestu máli að madur grœði á því. Þeirra er gildismatið, sem kenn- ingin segir að vísindin eigi að afsala sér, og þeirra er mátturinn og dýrðin. Endurskoða þarf siðalærdóm vísindanna Aldrei fyrr í veraldarsögunni hafa vísindin búið yfir jafnmiklu valdi og á okkar tímum. Samt er vísindamaðurinn aðeins þjónn. Hann er eins og hjól í vél hins firna- mikla, samhæfða kerfis, sem þjóðfélag nútímans er. Það er furðulegt að horfa upp á, að á sama tíma og maðurinn hefur öðlast slíkt feiknarvald með tilstyrk vísind- anna, skuli hlutur vísindamannsins í þessu valdi verða æ minni. Hann .verður sífellt háðari því valdi, sem hann hefur sjálfur skapað. Hversu lengi ætla vísindamennirnir að una slíku þjónshlutverki? Er ekki kom- inn tími til að rísa upp? Þegar sjálf ógnin blasir við, skelfilegri en nokkur maður hefur látið sig dreyma um í martraðardraumum sínum og ímyndunum, feiknlegri og hryllilegri en nokkur ragnarök, heimsendir eða efsti dómur. Höf- um við ekki nógu lengi flotið sof- andi að feigðarósi, vísindamenn- irnir, sem gerst ættu að vita, ekki síður en aðrir? Þessu hefur Þor- steinn Valdimarsson skáld lýst á ógleymanlegan hátt í versi sínu: Villtur um veg og ráð vísar þar hver frá sér, allt þar til ógnin bráð yfir hann dynja fer. Það væri hollt fyrir hvern mann og ekki síst vísindamennina að hafa þetta yfir sem orð kvöldsins og morgunsins líka á hverjum degi, ásamt heitstrengingu um að verja deginum eftir bestu getu til þess að hjálpa mannkyninu til að rata úr þessari villu, sem leiðir beint í dauðann. Minnast þess hverja stund, að hver sá, sem ekki notar alla sína þekkingu, gáfur og starfs- orku til þess að bjarga lífi okkar allra, tekur á sig meiri ábyrgð, en hann fær undir risið, og honum verður erfiður dauðinn. Þetta get- ur hver og einn gert á sínum vett- vangi og því mikilvægara, sem starf hans er, þeim mun meiri er ábyrgð hans. En til þess að vísindamenn geri sér fulla grein fyrir skyldum sínum, verður að endurskoða codex ethic- us vísindanna, siðalærdóm þeirra. Hafna hlutleysinu og gildisleysinu. Ég geri ráð fyrir að flestir vísinda- menn viðurkenni eina grundvall- arreglu: Að hafa jafnan það, sem sannara reynist. Hún er sígild og hún er fyrsta boðorðið. Og raunar er með henni viðurkennt ákveðið gildi: Sannleiksgildið. En hvernig gengur að halda slíka reglu í okkar þjóðfélagi og hvaða skilyrði eru til þess? Gildismatið í fyrsta lagi eru menntastofnanir hlaðnar af fyrirfram skoðunum, hefðbundnum viðhorfum og stað- hæfingum, sem móta nemendurna oftast fyrir lífstíð. Og það getur verið erfitt að ná prófi fyrir nem- endur, sem draga þær í efa. Þetta gildir alveg sérstaklega um þjóðfél- agsvísindi og skyld svið. Svo þegar vísindamaðurinn er kominn í starf, þá ber honum fyrst og fremst að vinna að verkefnum, sem honum eru falin af húsbóndanum atvinnu- rekanda eða ríki. Þegar kreppu ber að höndum, þá er mikil þörf fyrir þekkingu hans og kunnáttu til að leysa brýn verkefni. Auðvitað brennur sú spurning mest á vörum allra, hvernig eigi að leysa krepp- una, ekki frá þröngu sjónarmiði einstakra fyrirtækja eða þjóðríkja heldur frá sjónarmiði heimsbyggðarinnar. Hvernig á að koma í veg fyrir það mannlega böl, sem kreppan veldur, atvinnu- leysið, skortinn, hungrið og stríðshættuna, sem margfaldast af völdum hennar? Til þess að geta leyst úr þeirri spurningu verður vís- indamaðurinn að geta skýrt orsakir kreppunnar. Og það er þrautin þyngri. Hér reynir á þolrif fyrstu siðareglunnar, að hafa iafnan það.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.