Þjóðviljinn - 04.12.1982, Blaðsíða 22

Þjóðviljinn - 04.12.1982, Blaðsíða 22
22 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 4. - S. desember 1982 ALÞVÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið á Vestfjörðums Forval 3.—9. desember Kjördæmisráð Alþýðubandalagsins á Vestfjörðum hefur ákveðið forval í því skyni að velja menn á framboðslista flokksins í Vestfjarðakjördæmi í komandi alþingiskosningum. Forvalið fer fram í tveimur umferðum. f fyrri umferð velja menn sex menn án röðunar til þess að taka þátt í síðari umferð forvalsins. í síðari umferð verður síðan raðað í þrjú efstu sæti listans. Stjórn kjördæmisráðsins hefur ákveðið að fyrri umferð forvalsins fari fram dagana 3. til 9. desember n.k. Rétt til þátttöku eiga allir félagsmenn í Alþýðubandalagsfélögum á Vestfjörðum, svo og stuðningsmenn flokks- ins í þeim byggðarlögum þar sem félög eru ekki starfandi. Þeir sem taka vilja þátt í forvalinu geta snúið sér til eftirtalinna aðila og fengið þar nánari upplýsingar: Indriði Aðalsteinsson, Skjaldfönn, Nauteyrarhreppi N.-ÍS Astþór Agústsson, Múla Nauteyrarhreppi, N.-ÍS Ari Sigurjónsson, Þúfum Reykjafjarðarhreppi, N.-ÍS Ingibjörg Björnsdóttir, Súðavík Þuríður Pétursdóttir, Túngötu 17, ísafirði Kristinn H. Gunnarsson, Vitastíg 21, Bolungarvík Sveinbjörn Jónsson, kennari Súgandafirði Magnús Ingólfsson, Vífilsmýrum Önundarfirði Davíð H. Kristjánsson, Aðalstræti 39, Þingeyri Halldór G. Jónsson, Lönguhlíð 22 Bíldudal Lúðvíg Th. Helgason, Miðtúni 4, Tálknafirði Bolli Olafsson, Sigtúni 4, Patreksfirði Gfsella Halldórsdóttir, Hríshóli, Reykhólasveit Sigmundur Sigurðsson, Steinadal, Fellshreppi, Strandasýslu Jón Olafsson, kennari, Hólmavík Jóhanna Thorarensen, Gjögri, Árneshreppi, Strandasýslu. Þeir Alþýðubandalagsmenn á Vestfjörðum, sem dýelja í Reykjavík eða grennd geta einnig snúið sér til skrifstofu Alþýðubancalagsins að Grettis- götu 3, Reykjavík, og tekið þar þátt í forvalinu. Alþýðubandalagið á Akureyri Fundur verður haldinn í bæjarmálaráði n.k. mánudag kl. 20.30 í Lárusar- húsi. Stjórnin Alþýðubandalagið í Reykjavík Félagsvist Félagsvist verður haldin þriðjudaginn 7. desember n.k. kl. 20.00 í Sóknarsalnum Freyjugötu 27. (Gengið inn frá Njarðargötu) í kaffihléinu kemur Helgi Seljan alþingis- maður í heimsókn og segir þingtíðindi. - Mætum öll. Helgi Seljan Alþýðubandalagið á Akureyri - Opið hús Opið hús verður í Lárusarhúsi n.k. laugardag 4. desember kl. 15. Dag- skrá: Svipmyndir frá Akureyri árið 1912. - Kaffiveitingar. - Félagar mætið vel og stundvíslega. - Stjórnin. Alþýðubandalag Selfoss og nágrennis - Félagsfundur Alþýðubandalag Selfoss og nágrennis heldur félagsfund að Kirkjuvegi 7 miðvikudaginn 8. des. kl 20.30. Dagskrá: 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Sagt frá kjördæmisráðsfundi. 3. Önnur mál. Bæjarmálaráðsfundur Alþýðubandalag Selfoss og nágrennis heldur bæjarmálaráðsfund þriðju- daginn 7. des. nk. kl. 20.30. - Stj)irnin. Alþýðubandalag Héraðsmanna - Árshátíð Af óviðráðanlegum orsökum er áður boðaðri árshátíð, sem vera átti 4. desember næstkomandi frestað um sinn. - Undirbúningsnefndin. Alþýðubandalagsfélag Neshrepps utan Ennis Kvöldvaka í Félagsheimilinu Röst laugardaginn 4. desember (í kvöld!) hefst kl. 21.00, Guðmundur Sæmundsson kynnir bók sína Ó, hve dýrlcgt er að drottna og lesin verða ljóð um verkafólk í bókmenntum. Kaffi- veitingar. - Menningarmálanefnd Árni Jóna Sigurður Bókmenntakynning í Keflavík Alþýðubandalagið í Keflavík heldur bókmenntakynningu í Iðnsveinafé- lagshúsinu við Tjarnargötu þriðjudaginn 7. desember nk.: Árni Berg- mann les úr bók sinni Geirfuglarnir og ræðir um þann veruleika sem hún er sprottin úr. Sigurður Hjartarson og Jóna Sigurðardóttir lesa úr bók sinni Undir Mexíkómána, sýna litskyggnur frá dvöl sinni í Mexico á liðnu ári og spjalla um mannlíf þar syðra. - Allir Suðurnesjamenn velkomnir! Félagar, takið með ykkur gesti! Kaffiveitingar. - Nefndin. U mhverfismálaráð- stefnan hefst kl. 9: lorðsum- ræða í dag í gær hófst á vegum Alþýðu- bandalagsins ráðstefna um um- hverfismál, skipulag og náttúru- vernd í Norræna húsinu. Ráðstefn- unni verður fram haldið í dag kl. 9 í Norræna húsinu með því, að fjallað verður um náttúruvernd og áhug- amannafélög, friðun lands, ferða- mennsku og náttúruvernd, veiði- mennsku og útivist, umhverfi í þéttbýli, stjórn skipulagsmála og aðalskipulag í framkvæmd. Fram- sögumenn eru Jón Gauti Jónsson, Sigrún Helgadóttir, Tryggvi Jak- obsson, Finnur Torfi Hjörleifsson, Auður Sveinsdóttir, Zophanías Pálsson og Hilmar Ingólfsson Kl. 13 í dag verður pallborðsum- ræða undir stjórn Guðrúnar Hall- grímsdóttur. Þátttakendur í henni eru Eyþór Einarsson, Finnbogi Jónsson, Haukur Hafstað, Ólafur Karvel Pálsson, Sigurður Blöndal, Svavar Gestsson og Zophanías Pálsson_____________ Fimmtugs- afmæli Fimmtug er sunnúdaginn 5. des- ember Fanney Guðmundsdóttir, Hraunhvammi 3, Hafnarfirði Brynjólfur Framhald af bls. 11. ingu, ef mikið liggur við. Þetta hafa Bandaríkin gert hvað eftir annað. Samanber hótanir Trumans og Kúbudeiluna. Slíkar ógnanir yrðu gagnslitlar, ef þeir afsöluðu sér réttinum til að nota kjarnorkuvopn að fyrra bragði. Og þá skilst hvers- vegna þeir vilja ekki fylgja dæmi Sovétríkjanna í því efni. Þeir trúa því sjálfsagt að hótanirnar dugi. En hótanir eru gagnslausar, ef enginn trúir að þeim verði framfylgt. Þar í liggur hin mikla hætta. Þetta er hin mikli vítahringur. Gerum ráð fyrir að vísindamenn komist að þessari niðurstöðu. Ger- um einnig ráð fyrir, að þeir hati Sovétríkin, séu tengdir heimalandi sínu og lífsháttum þess, t.d. Banda- ríkjunum, sterkum tilfinninga- böndum. Við þetta bætist, að lík- legt er, að þeir yrðu að gefa upp alla von urn fé og frama, en í stað þess mundu þeir uppskera róg og illvild, jafnvel ofsóknir, ef þeir birtu niðurstöðu sína. Þá reynir á, hvort þeir hafa manndóm og hug- rekki til að fylgja fyrsta boðorðinu, að hafa það sem sannara reynist. Hvort þeir standa undir tignar- heitinu vísindamaður. Það gæti ráðið úrslitum um örlög heimsins, hvort þeirgera það eðaekki. Þvíað vald vísindamannanna er mikið, ef þeir standa santan. Og ef friðarbarátta á að bera ár- angur, þá verður að haga henni í samræmi við þessar staðreyndir. Það verður að ráðast að rótum meinsins, þar sem þær eru í raun og veru. Vísindin hafa átt mikinn þátt í að skapa hið tæknivædda framleiðslu- bákn nútímans og hið margslungna þjóðfélagskerfi, sem við búum við, og er afleiðing þess. Það er hvort- tveggja í senn, þaulskipulagt og sundurvirkt. Við erum nú í klóm þessa skrýmslis, sem er okkar eigið sköpunarverk. Þeim mun meira valdi sem við náum yfir nátt- úrunni, því meira verður vald skrýmslisins yfir okkur. Skepnan rís gegn skapara sínum og nú ógnar hún okkur öllum með tortímingu. Ef vísindamennirnir leggja sig ekki alla fram og leggja allt í sölurnar til þess að ráða niðurlögum þessa sjálfskapta skrýmslis, þá hafa þeir brugðist skyldu sinni við mannkyn- ið á hættustund. Hver mundi spyrja um það, hvort förunautur hans er sjálf- stæðismaður eða kommúnisti, ef þeir lentu í sameiginlegum sjávar- háska? Hversvegna skyldum við þá spyrja slíkra spurninga, þegar við lendum í sameiginlegum lífsháska á geimfarinu jörð? Opið til í dag Munið afmælis afsláttinn JIS /A A ▲ A A A ÍUHSES2 .. _.. _j uuUTj jt|i% ^ _ U Jón Loftsson hf. U nrl Hringbraut 121 Sími 10600 HÚSGAGNADEILD SÍMI 28601 Borgarspítalinn LAUSAR STÖÐUR sótt- Afleysingastaöa hjúkrunarfræöings a hreinsunardeild. Vinnutími 4 klst. virka daga. Stööur hjúkrunarfræðinga á ýmsum deildum spítalans. Um er að ræða 8 klst. eða 4 klst. vaktir. Stöður sjúkraliða á lyflækninga-, handlækn- inga- og endurhæfingadeildum. Upplýsingar eru veittar á skrifstofu hjúkrun- arforstjóra sími 81200. LAGERMAÐUR Óskum eftir að ráða lipran mann til framtíðar- starfa í birgðastöð spítalans sem fyrst. Upp- lýsingar um starfið veitir Brynjólfur Jónsson í síma 81200 - 368 milli kl. 10-12. Reykjavík, 3. des. 1982 Borgarspítalinn Innilegt hjartans þakklæti til allra þeirra, sem auðsýndu okk- ur samúð og vinarhug við minningarathafnir mannsins míns, föður okkar, sonar og bróður Hafþórs Helgasonar kaupfélagsstjóra ísafirði. Guð blessi ykkur öll. Guðný Kristjánsdóttir Alexander Hafþórsson Erling Friðrik Hafþórsson Vésteinn Hafþórsson Sigurbjörg Jonsdóttir og systkini hins látna. Þökkum auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa Sigurbergs Hjaltasonar Kaplaskjólsvegi 31 Ingveldur Guðmundsdóttir Valur Sigurbergsson Hólmfríður Guðjónsdóttir Örn Sigurbergsson Kristín Jónsdóttir og barnabörn

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.