Þjóðviljinn - 04.12.1982, Blaðsíða 16
16 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 4. - 5. desember 1982
dægurmál (sígiid?)
umsjon
Sif
Jón Viðar
Andrea
Stjömur
ogannað fólk
Nú berast þær fréttir að Einar
Örn, söngvari Purrks Pillnikks,
og Þorvar, söngvari Jónee Jonee,
séu búnir að bræða með sér
hljómsveit sem hlotið hefur nafn-
ið Yisz. Þetta er átta manna
hljómsveit með „brassi“ og öllu
tilheyrandi. Verður fróðlegt að
heyra í þessari hljómsveit, en hún
mun koma fram fljótlega.
Jæja, snúum okkur þá að jól-
aplötuflóðinu. Psycedelic Furs -
Forever Now. Þetta er þriðja
plata hljómsveitarinnar og mark-
ar hún að vissu leyti stór tímamót
í ferli hljómsveitarinnar. Fyrir
rúmu ári voru tveir af meðlimum
hljómsveitarinnar reknir sökum
þess að þeir höfðu ekki neinn
áhuga á að semja tónlist.
Mannafækkunin leiðir til þess
að þessi plata er rokkaðri en fyrri
plötur hljómsveitarinnar, og til
að kóróna snilldina fengu þeir
gamla jálkinn Todd Rundgren til
að stjórna upptöku. Þetta er
besta plata Psychedelic Furs sem
út hefur komið og voru hinar þó
ekkert slor. Ef ég væri beðinn að
nefna tíu bestu hljómplötur árs-
ins yrði Forever Now þar á meðal.
Þetta er meiriháttar plata.
Bruce Springsteen - Nebraska.
Það eru ávallt stórtíðindi þegar
Bruce Springsteen lætur frá sér
heyra. A Nebraska sem er sóló-
plata leikur hann á kassagítar og
eru kassagítar og munnharpa
einu hljóðfærin sem hann notar á
plötunni.
Óneitanlega eru hér gamlar
hugmyndir á ferðinni en það
spillir ekkert fyrir, Springsteen
gerir þeim mjög góð skil. Flann
syngur vel á þessari plötu, en eins
og oft áður eru það textarnir sem
eru hvað eftirminnilegastir.
Smáþreytu er farið að gæta í
textasmíð Springsteen og klifar
hann mikið á því sama og á fyrri
plötum sfnum. Nebraska er góð
plata og skemmtilegt að fá plötu
af þessu tagi frá jafnmiklum
rokkara og Bruce Springsteen.
Madness - The Rise and Fall.
Madness hefur verið ein vinsæ-
lasta hljómsveitin á vesturhveli
jarðar hin síðari ár. Vinsældir
þeirra hafa verið með ólíkindum
og er það fyrst og fremst hin fjör-
uga tónlist sem laðar fólk að
þeim.
A þessari nýju plötu má greina
að kímnin og léttleikinn eru að
hverfa af hljómsveitinni og það er
eins og hún sé að reyna að
brjótast undan Madness-
stimplinum. Hljómsveitinni tekst
það að vissu leyti en ég held að
næsta plata skeri úr um hvað
verði ofan á hjá Madness. JVS
Maraþontón-
leikar hefjast
í dag!
Maraþontónleikar Satt og
Tónabæjar, þar sem hugmyndin
er að spila samfleytt í 14 sólar-
hringa og slá gildandi heimsmet í
þessari grein, hefjast með leik
Þeysara í Tónabæ kl. 14.00 í dag,
laugardag.
Eldra heimsmetið í maraþon-
spilamennsku tónlistarmanna er
samtals 13 sólarhringar og 9 klst.
og var sett í V-Þýskalandi.
Reiknað er með að nær allar ís-
lenskar hljómsveitir taki þátt í
tónleikahaldinu og verður hver
hljómsveit að spila í minnst 6
klukkustundir í einu. -Ig.
Tilraunir ífullum gangi
Á þriðja Músiktilraunakvöld-
inu varð hljómsveitin Centaur í 1.
sæti og Dron (Danshljómsveit
Reykjavíkur og nágrennis) í 2.
sæti, en við skulum líta á annað
kvöldið.
Annað kvöld Músíktilraúna
’82 var fyrir rúmri viku. Þótt
fyrsta kvöldið væri ánægjulegt
var þetta annað kvöld margfalt
skemmtilegra og betra. Alls
komu fram fimm hljómsveitir pg
Start var gestur kvöldsins. Ég
kom það seint að Start var búin
að leika og Te fyrir tvo nýbyrjuð.
Te fyrir tvo skipa fjórir ungir
Kópavogsbúar, tveir söngvarar,
einn trommuleikari og einn bass-
aleikari. Þessi uppstilling verður
að teljast fátíð og gaman til þess
að vita að menn séu reiðubúnir
að brjóta upp hiö hefðbundna
form. Þeir minntu mig dálítið á
Jonee Jonee en það er ekki neitt
sem menn þurfa að skammast sín
fyrir.
Á eftir Tei fyrir tvo kom Stra-
dos frá Stykkishólmi. Þetta er
fimm manna hljómsveit og var
tónlist hennar einföld og
skemmtileg. Þau voru með góðar
raddir og hefði mátt heyrast
meira í söngkonunni. Mér fannst
þau skemmtilegasta hljómsveit
kvöldsins og var ánægður með að
þau skyldu komast áfram.
Lótus frá Selfossi lék á eftir
Strados og fjölmenntu aðdáend-
ur sveitarinnar og létu mikið að
sér kveða um kvöldið. Þau tvö
frumsömdu lög sem Lótus flutti
voru létt poppuð og í dæmig-
erðum sveitaballastíl. Það var
fyrir misskilning að hljómsveitin
flutti aðeins tvö frumsamin lög og
er það nokkuð ljóst að hún hefði
verið örugg áfram, ef þau hefðu
verið fleiri.
íslandssjokkið var sú hljóm-
sveit sem kom einna mest á óvart.
Hljómsveitina skipa fjögur ung-
menni, tvær Ieika á kassagítara,
einn á kontrabassa og einn á
þverflautu, virkilega flinkir
hljóðfæraleikarar með mjög að-
laðandi tónlist. Það var synd að
þau skyldu ekki komast áfram.
Meinvillingarnir voru seinasta
og sísta atriði kvöldsins. Þau léku
hálfgerða bárujárnstónlist með
hávaða og látum. Söngkonan er
óneitanlega skemmtileg fígúra og
ég held að það hafi verið hún sem
tryggði hljómsveitinni sæti í lok-
akeppninni.
Skipulagið á þessum tón-
leikum var margfalt betra en á
þeim fyrri, búið að komast fyrir
alla galla og óreiðu fyrsta kvölds-
ins. Aheyrendur voru heldur fjöl-
mennari en í fyrsta skiptið og er
það vel en ekki var húsfyllir. Fólk
ætti að hafa hugfast að ekki kost-
ar nema 50 krónur inn. Þetta er
alveg hlægilegt verð fyrir jafn
skemmtilegar og ánægjulegar
kvöldstundir. Því er skorað á alla
S.l. fimmtudag voru hljóm-
leikar með Egó á Borginni. Þar
að auki var ljóðalestur ýmist með
eða án trommuundirleiks Magga
í Egó, sem sýndi svo ekki verður
um villst að hann er einn af okkar
bestu trommurum.
Ljóð lásu Anton Helgi Jóns-
son, Mikki Pollock (bæði eigin og
eftir Rimbaud) og svo einn til,
sem undirrituð kann ekki að
nafngreina. Ekki heyrði hún
heldur upplesturinn, en heyrði á
gestum að þeim hefði vel líkað.
að mæta og taka þátt í þessum
frábæru tilraunum.
Fjórða tilraunakvöldið verður
9. des. Þá verður gesturinn Tappi
tíkarrass, kynnir Ásgeir Tómas-
son en til atkvæða spila: E.K.
Bjarnason-band, Englabossar,
Gift, Hin rósfingraða morgun-
gyðja, Mogo homo, Nefrennsli,
og Sharem.
Sunnudag 19. des. er lokadag-
ur Músiktilrauna ’82, en þá um
daginn frá 2-6 verða aukatón-
leikar vegna mikillar aðsóknar,
en kl. 20 þá um kvöldið leika til
úrslita þær hljómsveitir sem urðu
í 1. og 2. sæti á undangengnum
Músiktilraunahljómleikum.
JVS
Þó hefði mátt skipuleggja dag-
skrána betur, og frést hefur að
verið var að hringja í skáld seint
samdægurs til að fá þau að lesa
þarna ljóð sín.
Egó fannst mér hressir og
standa vel fyrir sínu, annars segja
gárungarnir að slíkt megi maður
nú orðið í mesta lagi hugsa...,
annars sé maður ekki nógu ný-
bylgjaður... Egó hjá Steinum og
plötur þeirra seljist og allt...fer-
lega lásí, en svona er lífið...
Á GÆTT Á BOR GINNI
Að taka ofan
Vonbrigði sendu nýlega frá sér
sína fyrstu plötu. Platan hefur að
geyma lögin „Sjálfsmorð",
„Eitthvað annað“, „Börnin þín“,
og „Skítseyði". Ég er mjög hrif-
inn af þessari plötu og til að for-
vitnast um plötuna og hagi hljóm-
sveitarinnar fékk ég þá drengi til
skrafs og ráðagerða. Það sem fer
hér á eftir er hluti af þessu ágæta
spjalli. En vonandi gefst tími
fljótlega til að gera hljóm-
sveitinni betri sk.il.
Við fyrsta hanagal
Fyrir þá sem ekki þekkja til er
kannski rétt að geta þess, að
hljómsveitin er eins árs í þeirri
mynd sem hún starfar í dag.
Ekki vildu þeir tjá sig mikið um
lögin, en sögðu að þau væru
aðeins of mikið poppuð og þeir
löngu búnir að fá leiða á þeim.
Einu lögin með viti væru „Skíts-
eyði“ og „Eitthvað annað.“
- Hvenær var þessi plata
hljóðrituð og hvaða stúdíó er
þetta Hanagal?
- Platan var hljóðrituð nú í
haust og Hanagal er segulbands-
tæki sem Kjartan komst höndum
yfir.
- Við tókum upp nokkur lög í
sumar úti á Álftanesi í æfinga-
plássi Þeysaranna en þau voru
hálf léleg þannig að það datt ein-
hvern veginn uppfyrir.
- Er von á nýrri plötu með ykk-
ur fljótlega?
- Við höfum ekki haft neitt
æfingapláss nú í mánuð en fáum
eitt núna um miðjan mánuðinn.
Þá er ætlunin að fara að semja og
æfa upp á kraft og ef eitthvað gott
kemur út úr því er aldrei að vita
nema það verði hljóðritað og gef-
ið út á kassettu.
- Það stendur Iíka fyrir dyrum
að fara til Englands um páskana
og hljóðrita plötu í Crass-
stúdíóinu og jafnvel halda
nokkra hljómleika í leiðinni.
- En eins og endranær eru það
peningamálin sem standa okkur
mest fyrir þrifum en vonandi
komumst við út.
- Nýlega kom út í Englandi
samansafnsplata, og „Guðfræði“
er þar meðal laga, hvernig stóð á
þessu?
— Við vissum ekkert fyrr en
við sáum plötuna, það var ekkert
samband haft við okkur.
- Þetta er svo sem allt í lagi, en
betra hefði verið ef þeir hefðu
haft samband við okkur áður en
þeir gáfu plötuna út.
Próast í
vitlausa átt
- Hvernig gengur ykkur að
semja lög og texta?
- Það er misjafnt, stundum er
heilmikið vandamál að semja og
stundum kemur þetta undir eins.
En meðan við höfum ekki æfing-
ahúsnæði getum við ekkert gert.
- Við erum hættir að koma
fram í bili og ætlum ekkert að
spila fyrr en við erum búnir að
æfa upp nýtt prógram.
- Það er ekkert gaman að leika
gamalt og illa æft prógram.
- En hvernig er með textana?
- Jói sér nú aðallega um þá,
einnig hefur Didda samið texta
fyrir okkur.
- Um hvað snúast textar
ykkar?
- Þeir snúast um eitt og annað
og ekki ástæða til að láta of mikið
uppi um það.
- Einn gamall hippi réðst á
okkur um daginn og skammaði
okkur og hélt að við værum að
ráðast á hann í laginu „Skít-
seyði“.
- Þú mátt koma því að að ný-
lega birtist viðtal við okkur í
skólablaði M.H., þar sem við
erum látnir segja ýmislegt sem
við könnumst ekkert við.
- Svona að lokum, í hvaða átt
munuð þið þróast?
- í vitlausa átt miðað við alla
aðra, við verðum vonandi grófari
og kraftmeiri en það er aldrei að
vita hvað hefur gerst þegar upp er
staðið.
JVS