Þjóðviljinn - 04.12.1982, Blaðsíða 14
14 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 4. - S. desember 1982
bókmenntrir
Þorgils gjallandi
Út er komið fyrsta bindi ritsafns
Þorgils Gjallanda. Það er gert ráð
fyrir að þetta ritsafn verði alls þrjú
bindi og vonandi að tvö þau næstu
komi fljótlega á eftir þessu. Efni
þessa bindis er dýrasögur, greinar
og erindi; umsjónarmenn út-
gáfunnar eru þau Jóhanna
Hauksdóttir og Þórður Helgason.
Útgefandi er Skuggsjá.
Þórður Helgason hefur starfað
mikið og vel við ritverk Þorgils
Gjallanda. Verk þessa ágæta rit-
höfundar fengust ekki í bóka-
búðum fyrir nokkrum árum, þau
voru löngu ófáanleg og það var til
háborinnar skammar. Árið 1978
var svo gefið út úrval úr sögum
Þorgils, einstaklega vönduð og fal-
leg útgáfa sem Þórður bjó til prent-
unar, en gefin var út af
Rannsóknarstofnun í bókmennta-
fræði og Menningarsjóði. Með
þessu sagnaúrvaii birti Þórður
rúmlega sextíu blaðsíðna formála
um rithöfundinn Þorgils Gjall-
anda.
Fyrr á þessu ári sá Þórður svo um
skólaútgáfu á meginverki Þorgils
Gjallanda, skáldsögunni Upp við
fossa, sem er gefin út hjá Skuggsjá
eins og ritsafnið. Ég fæ ekki betur
séð en sú skólaútgáfa sé til hinnar
mestu fyrirmyndar. Formálinn er
af hæfilegri stærð og verkefnin
einkar vel við hæfi fjölbráutar-
skólanema. Orðskýringar virðast
einnig vera vandaðar. Síðast en
ekki síst er Þorgils vanræktur höf-
undur, fulltrúi tímabils og
bókmenntastefnu sem alltof lítill
gaumur hefur verið gefinn í
bókmenntakennslu hér á landi.
/ .. ;
Ritsafnið
í inngangi þessa ritsafns birtast
tveir lítið breyttir kaflar úr inn-
ganginum sem Þórður lét fylgja
úrvalinu árið 1978. Að öðru leyti er
hér um nýtt efni að ræða.
Inngangurinn er um það bil áttatíu
blaðsíðna langur og kennir þar
margra grasa. Það sem mér finnst
vera meginkostur þessa formála er
skemmtileg tengsl á milli sögu,
bókmenntasögu, rithöfundarferils
og túlkunar sjálfra verkanna. Góð
vinna Þórðar ræður auðvitað
mestu um það hve skilmerkilega
þetta efni kemst til lesenda, en það
má heldur ekki gleyma því að Þorg-
ils Gjallandi, rithofundurinn frá
Þorgils gjallandi
Litlu-Strönd, er kostulegt dæmi
um líf hugmyndanna í bók-
menntum. Hann er uppi á
breytingartímum sem hafa áhrif á
hann og hann aftur á þá. Hann not-
ar skáldskapinn til þess að segja
samferðarmönnum sínum að
heimurinn sé að breytast og þurfi
að breytast og uppistandið varð
sannast sagna heilmikið. í upphafi
inngangsins að ritsafninu segir
Þórður Helgason:
Kristján
Jóh.
Jónsson
skrifar
Það er gömul og ný saga að þeir sem
unna þjóð sinni svo mjög að þeir Ieggja
allí í sölurnar til að bœta hag hennar séu
kallaðir þjóðníðingar. Það fékk Jón
Stefánsson, sem kallaði sig Þorgils
Gjallanda, að reyna.
Þorgils Gjallandi
sem hét raunar Jón Stefánsson,
fæddist á miðri nítjándu öldinni,
árið 1851, og dó 1915. Hann tók
þátt í þeirri vakningu Þingeyinga
sem lesa má um í frábærri doktors-
ritgerð Gunnars Karlssonar: Frels-
isbarátta Suður-Þingeyinga og Jón
á Gautlöndum og rithöfundarferill
hans er afurð þessa tímabils, ef svo
mætti segja. Arið 1875, þegar Jón
Stefánsson er tuttugu og fjögurra
ára gamall, er formlega stofnað
Menntafélag Mývatnssveitar, en
það hafði þá starfað í orði og verki
frá haustinu áður. Félagið dalar
eitthvað skömmu síðar, en er
endurvakið árið 1881 og hefur þá
fengið nýtt hlutverk. Það verður að
samtökum um kaup á bók-
menntum frá Norðurlöndum. Þessi
angi af félagsstarfi Þingeyinga átti
náttúrlega eftir að verða sérlega
mikilvægur fyrir Þorgils. Hann fær
nýstárlegar bækur í hendurnar, og
þær eiga drjúgan þátt í því hve
frumlega hann skrifar sjálfur. Upp
við fossa er fyrsta „natúralíska“
skáldsagan sem skrifuð er á íslandi
og hún olli ótrúlega miklu fjaðra-
foki á sínum tíma, einsogáður er
að vikið.
Stíleinkenni
á verkum Þorgils hafa trúlega
verið það sem samferðarmenn
hans áttu erfiðast með að kyngja.
Ein af meginkröfum „Natúrlista"
og Raunsæismanna í skáldskap var
sú, að höfundurinn léti sem minnst
á sér kræla í verkinu, léti persón-
urnar lýsa sér sjálfar með orðum og
athöfnum, en varaði sig á frásögn-
um og yfirlitum þar sem sögu-
maður talar. Þegar Þorgils kemur
með þessar aðferðir inn í okkar
„epísku“ sagnahefð, dregur það
auðvitað dilk á eftir sér, ekki síst í
málfari. Því minna sem höfundur-
inn má segja beint, þeim mun
meira af skoðunum sínum lætur
hann birtast óbeint. Hann þarf þá
að grípa til þess að láta lýsingar á
mönnum og náttúru vera táknræn-
ar fyrir persónuleika eða ástand,
svo að nokkuð sé nefnt, í stað þess
að segja einfaldlega hver persónu-
. leikinn eða ástandið er og hann má
ekki heldur gera athugasemdir við
samræður persónanna, heldur
verður að sýna það sem hann ann-
ars hefði sagt. Um þetta segir
Þórður meðal annars:
Enginn vafi leikur á því að notkun
setningabrota og styttinga í talmálsstíl
eykst nokkuð í seinni verkum Þorgils og
beitir hann þeim með vaxandi hnit-
miðun. Nœr hann með þessari tœkni að
sýna - í stað þess að segja frá - hraða,
undirstrika tilfinningahila og eftir-
vœntingu. Er þetta snar þáttur
viðleitninnar að láta stílinn mála, verða
mismunandi eftir efni.
Þórður fylgir þessu eftir með
dæmi úr Gamalt og nýtt eftir Þor-
gils Gjallanda:
- Svo snaraðist Þórarinn út úr stof-
unni; í næstu svipan glumdi í freðnu
túninu, þar sem Frosti þaut með Þórar-
inn vfir það; eldglæringarnar blossuðu
suður melgötuna.
Stílgreining Þórðar er óvenjulegt
og ánægjulegt dæmi um vinnu-
brögð íslensks bókmennta-
fræðings. Það hefur alltof lítið ver-
ið gert af því hér á landi að ræða um
þennan þátt bókmenntanna, -
sjálfa handiðnina sem allt stendur
eða fellur með. Á einum stað þótti
mér Þórður þó ganga of langt, en
þar fjallar hann um breytta orðar-'
öð og segir það áhrifamikla (let-
urbr. mín) tækni er Þorgils slítur
viðurlagið frá setningunni með
punkti. Þetta finnst mér ansi fast að
orði kveðið. Annars er það fátt
sem mér þykir ástæða til að fetta
fingur útí eftir að hafa lesið þessar
útgáfur á verkum Þorgils Gjall-
anda. Prófarkalestur er ekki nógu
góður, og kápan á ritsafninu er
ljót. Hún er gerð á auglýsingastofu
Lárusar Blöndal. Bandið á bókinni
er hins vegar bráðfallegt, svo að við’
getum hent kápunni í ruslafötuna
án eftirsjár.
Allt það sem mestu. máli skiptir
er hins vegar í fínu lagi, og í lokin
langar mig til að nefna það sem
varð eiginlega til að ég skrifaði
þessa grein. I þessum bókum sem
hér hafa verið ræddar er að finna
einstaklega gott og handhægt efni
til bókmenntakennslu í skólum.
Það er vonandi að bókmennta-
kennarar hafi rænu á að notfæra sér
það.
FLÓSABOK ÚR KVOSINNS
Flosi Ólafsson.
I kvosinni.
Iðunn 1982.
Sá traustvekiandi skemmtun-
armaður, Flosi Olafsson, hefur sett
saman bók sem hann kennir við
Miðbæjarkvosina, þar sem hann
hefur alið manninn lengst af. Það
getur sjálfsagt vafist fyrir bóka-
vörðum að finna henni stað í flokk-
unarkerfi: hún geymir endurminn-
ingar, vangaveltur, meðvitaðar
bullvísur ágætar, lygasögur og
margskonar skemmtunarskothríð
á fyrirbæri sem höfundi finnst
skopleg eða afkáraleg nema hvort-
tveggja sé.
Sjálfur vísar höfundur rösklega
frá sér hátíðleika í umfjöllun um
bókina. Hann segir á einum stað að
hún sé orðin til með svipuðum
hætti og góbelínteppin ömmu sinn-
ar: „Efniviður og föng mislitir
hnyklar, sem safnast hafa saman,
en uppfyllingin einlitur lopi, sem
teygður er eftir þörfum..í for-
mála segir hann svo að í kili bóka-
rinnar sé sá kjörviður „sem nefnd-
ur hefur verið satíra, en satíra er
það þegar menn skrifa eitt en
meina annað ennþá sniðugra."
Það er því ekki gott að vita hvar
maður á að byrja að reyna að koma
gagnrýnishöndum yfir Flosa
þennan.
En það er rétt, að bókin er gerð
úr „mislitum hnyklum". Flíkin hef-
ur ekki verið þrædd saman með
þeirri yfirvegun sem eins og bræðir
alla efnisparta saman í eitthvað al-
veg nýtt. Þeir halda áfram einstakl-
ingseðli sínu í full ríkum mæli.
Elskulegar mannlýsingar (afi og
amma) eru í bók þessari. Stöku
sinnum bregðurfyrirreiðilestri. En
oftast er lögð stund á gamanmál
með misjafnlega sterkum áherslum
á ærsl og ádrepu. Gamanið er mis-
jafnt - stundum eins og spólar það
og kemst ekki áfram, eins og til
dæmis í kaflanum um bílana og
kerfisstríð út af þeim. Og stundum
finnst lesandanum sem Flosi láti
allskonar fræðinga fara full mikið í
taugarnar á sér - félagsfræðinga,
sálfræðinga, bókmenntafræðinga
og aðra menningarmafíósa.
En samt er það svo, að sumum
bestu fjörsprettunum nær Flosi
einmitt í bráðskemmtilegri skot-
hríð á ýmisleg fræði og ekki síst
bókmenntafræði. Hvort sem hann
er að leggja út af þeim fjölda
kvenna í skáldverkum, eða þá
þeim félagsbókmenntafræðum
sem sjá háska búinn börnum í
hverjum hól. Flosi svarar með því
að benda á rasismann og kvenna-
kúgunina í Litlu gulu hænunni og
augljósa fyrirlitningu Njálu-
höfundar á vinnandi stéttum.
Flosi er líkur þeim fola sem á
eldsnögga spretti en er ekki vel þol-
inn. En þegar hann er í essinu sínu
getur hann kveikt í hláturtundrinu
svo allt leikur á reiðiskjálfi. Bestur
þykir mér hann í skopstælingum
sínum á ýmsum banalítetum, sem
vaða uppi á almannafæri og í þeirri
vísnagerð sem hann hefur lýst svo í
svari til Oddnýjar Guðmunds-
dóttur:
Oddný þú ert full-
illa skiljandi
Allaf þegar ég yrki bull
er þaó viljandi.
Ein af „hertum“ myndum Odds Ólafssonar úr bókinni.
í einni slíkri gefur hann bændum
meinhollt ráð:
Sérhver bóndi muna má
að mikilvœg er taðan
Áríðandi er að slá
áður en fyllist hlaðan.
Og eru þó ótalin yndisleg spak-
mæli, sem Flosi hefur smíðað - er
þar t.d. að finna svofellda hag-
visku:
Sjaldan fellur gengið langt frá
krónunni.
Drjúgur kafli bókarinnar er um
samskipti Flosa við Þjóðviljann, en
þar hefur hann viðrað margar
ágætar hugmyndir sínar í tíu ár, og
vonandi ekki hálfnaður enn. Hann
segir þar, að ritstjórarnir hafi
„aldrei haft minnstu tilburði ti! að
hafa áhrif á það hvað ég Iéti frá mér
A fara“ - enda þótt hann hafi vikum
samán haft á hornum sér margt það
sem Allaböllum fannst heilagt eða
svo gott sem. Honum finnst líklegt,
að þetta stafi af klókindum: hafi rit-
stjórar leyft „Flosa að gaspra“ til
að fá á sig frjálslyndisorð.
Ekki er nú víst að þetta sé rétt-
söguleg skýring.
Flosi segir í formála: „Þessi bók
er hetjusaga úr sálarstríði manns,
sem er að reyna að sætta sig við að
vera einsog hann er, en ekki eins og
hann á að vera.“
Kannski að fleiri séu sama
sinnis?
Oddur Ólafsson hefur gert ljóm-
andi myndir við Flosabók úr Kvos-
inni.
ÁB