Þjóðviljinn - 04.12.1982, Blaðsíða 6
i
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 4. - 5. desember 1982
DIOOVIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýðs-
hreyfingar og þjóðfrelsis.
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljaps.
Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann.
Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson.
’Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guöjón Friöriksson.
Auglýsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir.
Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson.
Blaðamenn:,Álfheiöur Ingadóttir,, Helgi Ólafsson, LúövikGeirsson, Magnús
H. Gíslason, Ólafur Gíslason, Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson,
Þórunn Siguröardóttir, Valþór Hlöðversson.
l'þróttafréttaritari: Víöir Sigurðsson.
Útlit og hönnun: Andrea Jónsdóttir, Guöjón Sveinbjörnsson.
Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Elísson.
Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Gísli Sigurðsson, Guðmundur Andri
Thorsson.
Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Sigríöur H. Sigurbjörnsdóttir.
Skrifstofa: Guörún Guðvarðardóttir, Jóhannes Haröarson.
Afgreiðsla: Bára Siguröardóttir, Kristín Pétursdóttir.
Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Sæunn Óladóttir.
Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir.
Bílstjóri: Sigrún Báröardóttir.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmundsson.
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir.
Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síöumula 6 Reykjavík, simi 8 13 33
Umbrot og setning: Prent.
Prentun: Blaðaprent h.f.
r i*st jórnargrei n
úr almanakfnu
Prófkjöra-
slagsmál
• Viðbrögð þeirra sem áttu aðild að prófkjörinu hjá Sjálf-
stæðisflokknum á Norðurlandi vestra eru nokkuð fróðleg
eins og sjá má í viðtalasyrpu um það mál í Morgunblaðinu í
gær. Eyjólfur Konráð Jónsson, sem fékk mjög laka útkomu í
annað sæti listans, segir að prófkjörið hafi ekki „allsstaðar“
farið heiðarlega fram og að besti maðurinn hafi lent í neðsta
sætinu - á hann þar við Jón Ásbergsson. Sá hinn sami Jón
Ásbergsson heldur því svo blákalt fram, að á fjórða hundrað
stuðningsmenn Framsóknarflokksins og Alþýðubandalags-
ins hafi tryggt Pálma Jónssyni landbúnaðarráðherra glæsi-
lega útkomu í þessari orustu. Leiðarahöfundur blaðsins tel-
ur líklegt að það séu maðkar í mysunni. Og formaður próf-
kjörsnefndar Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu, séra Gunn-
ar Gíslason, segir blátt áfram, að pófkjör séu til að skemmta
skrattanum.
• Petta kemur næst á eftir því, að leiðarahöfundar Morgun-
blaðsins höfðu lýst miklum efasemdum um „þessa aðferð til
að raða á framboðslista“ og var þá átt við prófkjörið í
Reykjavík. Þeirri umfjöllun fylgdu að vísu ekki ásakanir um
að annarra flokka stuðningmenn hafi ráðið þar úrslitum,
enda prófkjörið nokkuð lokað - en þeim mun sárar var það
harmað að í kosningum sé „enginn annars bróðir í leik.“
• Sú prófkjörsvíma sem rann á allmarga fyrir nokkru virðist
vera farin að renna af mönnum. Alþýðuflokkurinn hefur
enga ástæðu til að fagna sínu prófkjöri í Reykjavík. Þar tóku
um fjórðungi færri kjósendur þátt en í heldur aumlegu próf-
kjöri fyrir borgarstjórnarkosningar. Var þó miklu meira í
húfi nú - meðal annars staða þess manns sem einna líklegast-
ur er til foringja í flokknum, Jóns Baldvins Hannibalssonar.
• Alþýðubandalagið hefur síst allra flokka verið hrifið af
prófkjörafyrirkomulaginu, sem hefur verið boðað sem ein-
hver allsherjarlausn á valddreifingarmálum, sem opin leið til
aukinna áhrifa almennings á stjórnmál og þar fram eftir
götum. Flestir ókostir prófkjöranna hafa staðfestst mjög
rækilega og nú síðast í liðinni viku. Þau skilja eftir sig
svöðusár og rjúkandi rústir innan flokks sem lendir illa í
þeim: orkan fer í að auglýsa upp einstaklinga en rakka aðra
niður og lítil orka verður aflögu í stefnumótun og glímu við
andstæðinga. Sá möguleiki er líka alltaf fyrir hendi, að and-
stæðingar grípi með skipulögðum hætti inn í prófkjör til að,
velja sér andstæðinga sem þeim eru af einhverjum ástæðum
hentugir. í þriðja lagi er það ljóst af auglýsingastarfsemi
þingmannsefna Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, að próf-
kjörsslagurinn verður í reynd ekki möguleiki á að dreifa
valdi, heldur bindur hann möguleika á árangri við þá sem
hafa mikið fé á bak við sig, við þá sem geta keypt sér miklar
auglýsingar, eða þá haldið stórar fjölskylduhátíðir eða látið
heil íþróttafélög aka á kjörstað eins og kvað hafa gerst í
öðrum flokkum. Þá kemur það líka í ljós, sem bent var á í
leiðara Morgunblaðsins á dögunum, að prófkjör hafa ekki
reynst sérlega góð tæki til endurnýjunar - til dæmis eru þau
bersýnilega ekki leið til að fjölga þingkonum Sjálfstæðis-
manna, eins þótt þátttakendur í prófkjörinu muni að helm-
ingi eða þar um bil hafa verið konur.
• Alþýðubandalagið hefur smíðað sér nokkuð þungar reglur
um forval, sem andstæðingar hafa gert lítið úr og haft hátt
um að allt væri það upp á einræðishneigðir og innilokunarár-
áttur. Forvalsreglurnar eru satt best að segja ekki fullmótað-
ar og þörf er að endurskoða þær og laga að aðstæðum á
hverjum tíma. En svo mikið er víst, að til þessa að minnsta
kosti hafa þær ekki „skemmt skrattanum“ í þeim mæli sem
marglofuð opin prófkjör hafa gert hér og þar um hinar
pólitísku sveitir landsins.
áb
Þakkir eftir
dúk
og disk
Pað var ekki vonum fyrr að okk-
ar ástsæli söngvari, Stefán íslandi,
var valinn meðlimur „Akademí-
unnar“ eða heitir hann það ekki
heiðurslaunaflokkurinn? Það mun
vera Alþingi, sem ákveður það,
hverjir skuii eignast þarna þegn-
rétt. Fyrir hefur komið að þeirri
ágætu samkomu hafi þótt mislagð-
ar hendur um þá ákvörðun. Ég
held, að ef þjóðin hefði fengið
þarna ráðið, þá hefði hún fyrr kjör-
ið Stefán íslandi til þessa þings.
Stefán íslandi átti 75 ára afmæli
nú í haust. Um það var furðu hljótt
í blöðum. Ég held, að eitt blað
aðeins hafi minnst þess og þá með
þeim hætti, að birta kafla úr bók-
inni: „Áfram veginn“.
Pað er í sjálfu sér ekki ætlun mín
að bæta úr þessu nú eftir dúk og
•disk, enda á þetta ekki að vera af-
mælisgrein. Áðeins verða, í litlum
mæli þó, rifjaðar upp fyrstu minn-
ingar mínar um mann, sem með
söng sínum hefur veitt mér margar
og ógleymanlegar ánægjustundir.
Þegar ég var að alast upp norður
í Eyhildarholti í Hegranesi starfaði
þar í sveitinni öflugt ungmennafé-
lag. Stefán, sem þá var heimilis-
fastur í Hegranesinu, mun hafa
verið í ungmennafélaginu. EitL
sinn fann ungmennafélagið upp á
því að efna til dansleiks í Eyhilaar-
holti og skyldi álfadans m.a vera
þar til skemmtunar. Þetta var
auðvitað að vetrarlagi. Sunnan við
'bæinn í Eyhildarholti er allstór
Stefán Islandi.
Er ég rek sjálfum mér gamlar
minningar, verður mér ósjaldan
hugsað til hans Stebba, sem þá var
ekki orðin stórsöngvarinn Stefán
.. íslandi, en söng þó undurfagurri og
silfurtærri röddu. Hann var
snemma fenginn til að syngja á
samkomum í sveitinni. Éin slík
skemmtisamkoma er mér minnis-
stæð öðrum fremur. Hún var hald-
in í kofaræksni hjá Læk í Viðvíkur-
sveit, og átti kofinn víst að heita
funda- og samkomuhús. Stebbi
hafði verið beðinn að syngja og ég
að leika undir. Þetta var í skamm-
deginu. Við áttum yfir Eylendið að
sækja. Hlákumyrkur var á, vatns-
elgur mikill á Éylendinu og flug-
hálka, en við höfðum postulahest-
ana eina að fararskjótum.
Einhvernveginn komumst við þó
yfir að Lækjarhúsi um það leyti,
sem „ballið" var að byrj a - og held-
ur illa til reika. Vorum við þegar
drifnir upp á loft og inn í „veitinga-
salinn" sem þar var - og naumast
manngengur undir mæni hvað þá
undir súð. Þar uppi, innan um
blessaðar blómarósir, er sáu um
kaffiveitingar, vorum við látnir
fara úr einhverju að neðanverðu,
ég man nú ekki hve miklu, en renn-
andi vorum við upp í mitti. Þarna
húktum við svo um stund eins og
Söngurinn í Norðurstofunni
tjörn, sem að sjálfsögðu var ísilögð
á þessum árstíma. Gat var höggvið
gegnum ísinn og í því komið fyrir
heljar miklum rekaviðarstaur. Á
topp hans var fest olíufat, troðfullt
af hrísi og öðru eldsneyti. Þótti mér
þetta mikið mannvirki.
Kvöldið eftir að þessi undirbún-
ingur fór fram hófst svo ballið og
álfadansinn. Veðrið var hið ákjós-
anlegasta, logn heiðskírt og nokk-
urt frost. Álfarnir komu hoppandi í
fylkingu sunnan úr klöppunum.
Állir voru þeir með margvíslega
málaðar grímur fyrir andlitinu og
báru hina skrautlegustu búninga.
Fyrir liðinu fór fánaberi. Síðan
hófst söngur og dans kringum
brennuna: „Máninn hátt á himni
skín“, „Nú er glatt í hverjum hól“
og einhverjir fleiri álfasöngvar.
Þarna var töluvert af góðu söng-
fólki en þó bar rödd merkisberans
(forsöngvarans), langt af. Það fór
ekki einu sinni fram hjá mér, 5 ára
patta. Há og tindrandi björt sveif
hún upp í heiðríkjuna. Hún hlaut
að hrífa hvert einasta eyra og í
hlustum mínum hefur hún jafnan
hljómað síðan. Þetta var Stefán fs-
landi.
En ég átti oftar eftir að heyra
Stefán syngja þann tíma, sem hann
dvaldi í Hegranesinu. Pabbi átti
orgel og lék á það löngum stundum
þegar tóm gafst til. Um helgar kom
Stefán iðulega fram í Eyhildarholt
til þess að taka lagið, en pabbi spil-
aði undir. Sjálfur sat ég á gólfinu
úti í horni, Iét ekkert á mér kræla
en hlýddi hugfanginn á þessa töfr-
atóna. Þá varð Norðurstofan að
mikilli sönghöll.
Líklega hefur pabbi leikið undir
fyrir Stefán þegar hann söng í
fyrsta sinn opinberlega. Það var á
kvenfélagsballi úti á Læk í Viðvík-
ursveit, í funda- og samkomuhúsi,
sem var ekki stærra en svo, að það
minnti mig alltaf á 50 punda syk-
urkassa, sem alþekktir voru í mínu
ungdæmi. Um það segir pabbi svo í
Glóðafeyki, félagsblaði Kaupfé-
lags Skagfirðinga, fyrir nokkrum
árum:
Magnús
H. Gíslason
skrifar
„Þegar Jón Þorsteinsson tók
lagið í hlaðvarpanum í Stóru-Gröf
á blækyrrum vormorgni fyrir um
það bil 90 árum, heyrðist ómurinn
af söng hans í 5 hreppa, að því er
Magnús prófessor Jónsson hermir
einhversstaðar. Við erum söng-
glaðir menn - Skagfirðingar. Sem
betur fer - því að hljómlist og söng-
líf er einn fegurstur þáttur og mik-
ilsverðastur allrs menningarlífs.
Hér hafa vaxið úr grasi óvenju
margir og góðir söngvarar og
sumir, sem ávallt munu verða tald-
ir í allra fremstu röð íslenskra söng-
manna fyrr og síðar - jafnvel þótt
víðar sé til jafnað.
illa gerðir hlutir. En brátt tók þá
Eyjólfur að hressast, eins og þar
stendur. Við drukkum kaffi, ef til
vill með einhverri brennivínslögg
út í - ég man það nú ekki svo gerla,
en finnst núna að það hljóti að hafa
verið eða hefði a.m.k. átt svo að
vera - og skelltum okkur svo niður
í danssalinn.
Nú kom þar, að Stefán skyldi
syngja. Úti í horni stóð orgelskrifli
og eitthvað af nótnadrasli á. Ég
settist við garganið, opnaði nótna-
bókina og hóf umsvifalaust að leika
lagið við Friðarins guð... - en gætti
þess ekki, að blaðið var rifið og
vantaði góðan spotta aftan af
laginu. Utsetning lagsins var að
vísu einföld en ég kunni hana þó
ekki utan að - og eitthvað mun
undirleikurinn hafa verið smá-
skrýtinn er á leið, og næsta frum-
legur. En þetta kom eigi að sök.
Stefán söng eins og engill, ekki síð-
ur en Jón helgi forðum. Og auðvit-
að varð Stebbi að endurtaka lagið.
En ekki er ég viss um að undir-
leikurinn hafi verið að öllu eins þá
og í hið fyrra sinnið“.
Þannig gekk það nú til í Lækjar-
húsinu í gamla daga.
Nokkru seinna hvarf Stefán til
Reykjavíkur, hóf þar söngnám og
svo síðar á Ítalíu. Þarf ekki að rekja
þá sögu. En freistandi væri að
minnast á söngskemmtun hans í
Varmahlíð, sumarið 1937 - muni
ég rétt, - en þá sá Páll ísólfsson um
undirleikinn. En til þess er ekki
rúm hér nú. Því verður við það að
sitja, að þakka bara fyrir sönginn í
Norðurstofunni.
, - mhg.