Þjóðviljinn - 04.12.1982, Blaðsíða 3
Helgin 4. - 5. desember 1982 þjóÐVILJINN — StÐA 3
skráargatrid
Prófkjörin
hafa margar hliðar og sigur í þeim
er ekki bara sigur frambjóðenda
heldur einnig auglýsingastofa.
Þannig voru þeir þrír sem efstir
urðu í prófkjöri Sjálfstæðisflokks-
ins í Reykjavík, Albert Guð-
mundsson, Friðrik Sóphusson og
Birgir ísl. Gunnarsson allir á snær-
um einnar og sömu auglýsingastof-
unnar.
Útvarpsumrœðurnar
síðustu, sem reyndar voru sendar
út í sjónvarpi líka, vöktu mikla at-
hygli á Agli Jónssyni þingmanni
Sjálfstæðisflokksins í Austfirðing-
afjórðungi og sömuleiðis Alexand-
er Stefánssyni framsóknarhetju úr
Ólafsvík. Hagyrðingi nokkrum af
Norðurlandi varð að orði:
Orðsins hvössum brugðið brand' er
svo blikna andans tröllin
þá Agli bæði og Alexander
att er fram á völlinn.
Kristinn
V. Jóhannsson er forseti bæjar-
stjórnar í Neskaupstað. Hann var
meðal fundarstjóra á flokksráðs-
fundi Alþýðubandalagsins sem ný-
lega var haldinn. Það vakti athygli
fundarmanna að þegar atkvæða-
greiðslur voru gleymdi Kristinn
iðulega að leita mótatkvæða. Varð
nokkur kurr út af þessu en Kristinn
baðst forláts á þessu og sagði að í
bæjarstjórninni í Neskaupstað
þyrfti aldrei að leita mótatkvæða.
Málefni
Helgarpóstsins hafa verið mjög í
deiglunni að undanförnu og nú á
fimmtudag setti Blaðaprent
blaðinu úrslitakosti. Annaðhvort
yrðu skuldir blaðsins við prent-
smiðjuna greiddar eða prentun
þess stöðvuð. Helgarpóstsmenn
fengu þó prentunina í gegn á þeirri
forsendu að um helgina yrði fundur
hjá Alþýðuflokknum þar sem m.a.
yrði fjallað um málefni Alþýðu-
blaðsins og Helgarpóstsins. Að
undanförnu hafa verið bundnar
nokkrar vonir við Emanúel
Morthens, kraftaverkamann Al-
þýðuflokksins í fjármálum, að
hann mundi koma blaðaútgáfunni
á réttan kjöl en slök útkoma hans í
prófkjöri Alþýðuflokksins nýverið
mun hafa sett nokkurt strik í
reikninginn.
Nú
mun vera legið í Ólafi Jóhanness-
yni nær dag og nótt að hann gefi
kost á sér á ný til framboðs fyrir
Framsóknarflokkinn í Reykjavík.
Það eru herstöðvasinnar innan
Framsóknarflokksins sem standa
fyrir þessu en þeir óttast ella að
einhver herstöðvaandstæðingur
muni ná langt í prófkjörinu í
Reykjavík. Ólafur Jóhannesson
verður sjötugur í mars n.k. og er nú
nýkominn af heilsuhælinu í Hvera-
gerði, hinn sprækasti og vís til alls.
„Vondir
menn með vélaþras" hafa nú kom-
ið því svo fyrir að Geir Hallgríms-
son, formaður Sjálfstæðisflokks-
ins, er kominn út í kuldann hjá
flokknum, a.m.k. hvað varðar sæti
á næsta þingi. Sumir segja líka að
Gunnar Thoroddsen sé úti í kuld-
anum því að nú eigi hann ekki svo
gott með að fara fram með eigið
framboð, DD-listann, þar sem
hans armur hafi unnið sigur í próf-
kjörinu. Ágætur maður benti á leið
fyrir þá fjandvini út úr ógöngun-
um. Þeir ættu að fara fram saman
með DD-lista í Reykjavík. Þannig
væru þeir öruggir inn á þing sjálfir
og tækju sennilega 2 til 3 menn með
sér. Annar möguleiki hefur verið
nefndur fyrir Gunnar en hann er sá
að hann bjóði fram með Sjálf-
stæðiskvennafélaginu Hvöt en
konurnar þar munu afar óhressar
með slakan hlut kvenna á listanum.
Okkur
hér á skráargatinu langar til að
andmæla því sem félagi Kjartan
Ólafsson ritstjóri sagði í leiðara
Þjóðviljans s.I. miðvikudag um
úrslit í prófkjöri Sjálfstæðisflokks-
ins í Reykjavík, „að kjölfestan væii
ekki lengur fyrir hendi í flokkn-
um.“ Þetta teljum við rangt, vegna
þess að ekki ber að hafa kjölfe-
stuna í siglutoppi, heldur á botni
skipsins. Þess vegna er kjölfesta
flokksins, Geir Hallgrímsson á
réttum stað á listanum.
Flœði
íslenskra bókmennta til útlanda er
töluvert og af og til berast fréttir af
nýjum þýðingum sem gefnar eru
út. Þannig er nú ungur, þýskur
norrænufræðingur, sem reyndar er
kvæntur íslenskri konu, búinn að
þýða ljóð Stefáns Harðar Gríms-
sonar á þýsku og er væntanleg bók
þar sem ljóðin verða bæði gefin út á
frummálinu og í þýðingunni. Ekki
er þó bók þessi gefin út í Þýska-
landi eins og vænta mætti, heldur á
ítalíu. Þýðandinn heitir Hubert
Selow.
Og
nýlega er Pelastikk eftir Guðlaug
Arason komið út á dönsku í þýð-
ingu Peters Rasmussen hjá bóka-
forlaginu Höst & Sön. í franthjá-
hlaupi má þess svo geta að Mál og
menning er farin að gefa út bók-
menntakver handa skólum og al-
menningi þar sem veittar eru upp-
lýsingar sem aukið geta skilning á
einstökum bókmenntaverkum og
gefin verkefni. Fyrsta kverið í þess-
um flokki fjallar einmitt um Pela-
stikk Guðlaugs.
Eins
og kom fram í fréttum nýlega var
dr. Björn Sigurbjörnsson, forstjóri
Rannsóknarstofnunar landbúnað-
arins, ráðinn til þriggja ára í háa
stöðu hjá FAO, Alþjóða matvæla
og landbúnaðarstofnunar SÞ.
Staða Björns hér heima hefur því
verið auglýst til umsóknar og
stendur nokkur styrr um stöðu-
veitinguna. Aðstoðarforstjórinn er
Gunnar Ólafsson og hafa nær allir
starfsmenn Rannsóknastofnunar
landbúnaðarins skrifað undir bréf
til landbúnaðarráðherra og lýst yfir
stuðningi við hann í stöðuna. Dr.
Sturla Friðriksson hefur líka mik-
inn áhuga á þessari stöðu og þrýstir
nú fast á ráðamenn að hann verði
ráðinn. Hætt er við að pólitík
blandist eitthvað inn í málið því að
Gunnar mun vera vinstri sinnaður
en Sturla er íhaldssamur. Óþarfi er
að minna á að landbúnaðarráð-
herra er Pálmi Jónsson.
Margir
gæðingar vilja nú á spenann eftir að
íhaldið fékk meiri hluta í borgar-.
stjórn Reykjavíkur. Þannig fékk
Magnús Jensson, fulltrúi íhaldsins í
bygginganefnd, nýlega úthlutað
sjoppuleyfi í borginni og Anders
Hansen blaðamaður, rithöfundur
og bókaútgefandi hefur ennfremur
sótt um sjoppuleyfi.
Eyjólfur
Konráð Jónsson alþingismaður
hafði mikið við meðan prófkjör
Sjálfstæðisflokksins í Norðurlands-
kjördæmi vestra stóð yfir á dögun-
urn og raunar lengi fyrr. Hann
biðlaði sterkt til fólks um stuðning
og bauð fólki í staðinn bók eftir sig,
sem nýkomin er út og meira að
segja með áritun höfundar. Efni
bókarinnar mun ekki vera með því
skemmtilegasta sem menn lesa og
segja gárungar að rnargir hafi hafn-
að stuðnini við Eykon til að losna
við bókargjöfina.
Jélolilboö
sem hlustandi er á...
SONY HIGH-TECK 200 samstæðan er ekki bara stórglæsileg heldur
býöur hún líka upp á margt þaö nýjasta og besta frá SONY.
Beindrifinn, hálfsjálfvirkur plötuspilari.
2x30 sinus vatta magnari meö tónjafnara og innstungu fyrir Digital Audio Disc.
2ja mótora kassettutæki meö rafeindastýröum
snertitökkum, Dolby, lagaleitara o.s.frv.
3ja bylgju útvarpi FM steríó, MB, LB.
2-60 vatta hátalarar.
Skápur á hjólum meö glerhurð og glerloki.
Ævintýralegt jólaverö,
aöeins 18.950.00 Stgr.
Sendum gegn póstkröfu.
P.s. Nú slær fjölskyldan saman í veglegan jólaglaöning.
KAUPFELAG
HAFNFIRÐINGA
STRANDGÖTU 28
#JAPIS hf.
Brautarholt 2
Sími 27133 Reykjavik