Þjóðviljinn - 04.12.1982, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJ6ÐVILJINN Helgin 4. - 5. desember 1982
Verðlaun:
5000 króna
vöruúttekt
unclirritaftur/iift ósksi efliraíV gcrsi.st sískrifandi l>ióðivili- *
| nns:
Naln
Heimili..................... IVjslmínier
Pá er þuð fjórði og síðasti
hlutinn í áskrifendagetraun II
og komið ad því.að áskrifendur
sendi svör við getrauninni. Fyrri
hluturnir birtust í Sunndags-
blaðinu 13.-14. nóv., 20.-21.
nóv. og 27.-28. nóv. Hœgterað
fáþau blöð íafgreiðslu Þjóðvdj-
ans ef einhver er búinn að týna.
Dregið verður úr réttum lausn-
um 15. des. n.k. og eru verð-
launin 5000 króna vöruúttekt í
heimabyggð þess er þau hlýtur.
Allirsem eru áskrifendur, þegur
dregið verður, geta tekið þátt í
getrauninni. Jafnan er spurt úr
fréttum Þjóðviljans.
a.
I Bláfjöllum.
b.
í Tindfjöllum.
c.
Á Vaðlaheiði.
Ungur piltur gróf sig í fönn uppi á fjöllum.
Hvar?
a.
Norðurlandamótið í
handknatfleik
kvenna.
b.
Norræna lyftinga-
mótið.
c.
Norræn trimmkeppni
fyrir fatiaða.
Hvaða mót var það?
íslendingar unnu á norrænu íþróttamóti.
Hvaöa mót var þaö?
a.
Briet Héðinsdóttir.
b.
Guðmundur
Steínsson.
c.
Sveinn Einarsson.
Briet
Guðmundur
Svelnn
Leikhúsmaöur mótmælti leikdómi í PjóÖvilj-
anum. Hver var þaö?
Hjördís St 66.
b.
Hólmadrangur St 70.
c.
Steingrímur St 100.
Hvað heitir nýl togarinn frá Hólmavffc?
Hýjum togara var gefiö nafn í vikunni. Hvaö
heitir hann?
|Q l|c f*T§ Pk -25 JpL
Kftti £ j I i L
a.
Albert Guömunds-
son.
b.
Gelr Hallgrímsson.
c.
Friðrik Sóphusson.
Albert
Gelr
Friðrik
Óvænt úrslit uröu í prófkjöri Sjálfstæöis-
flokksins í Reykjavík. Hver varö efstur?
Hver verður
lygalaupur
mánaðarins?
Og þá kemur fyrst lygasagan í desembermánuði og er hún
frá Guom. Sá sem á bestu söguna í mánuðinum verður út-
nefndur lygalaupur mánaðarins. Vinsamlegast setjist niður og
hripið eina góða og sendið Þjóðviljanum, Síðumúla 6, c/o Guð-
jón Friðriksson, trúnaðarmál. Æskileg lengd er 1-2 blaðsíður.
Nálin sem
saumaði sjálf
Atburðurinn sem ég ætla að
segja frá, átti sér stað fyrir um
það bil 30 árum, en svei mér þá,
þegar ég nú rifja hann upp, finnst
mér að þetta hefði eins vel getað
gerst í gær, mesta lagi í fyrradag.
Eg stundaði saumaskap á þeim
tíma og verð að segja, að í því
starfi komu vinnuhrotur fyrir
hverja stórhátíð og fermingar,
sem ekki gáfu neitt eftir stór-
aflahrotum sjávarútvegsins, vinnu-
lega séð, en afraksturinn til
muna minni. Það var í sjálfu sér
mitt lán, hve margir áttu oft lítið
og stundum ekkert til þess að fara
í, enda varð raunin sú að ég
freistaðist til að leggja nótt við
dag og þegar hér er komið sögu,
þá hafði ég bara sofið eina
klukkustundásólarhring í margar
vikur. Jólin voru að koma, það
var Þorláksmessukvöld - eða
réttara sagt, vel liðið á aðfaranótt
aðfangadags og ég var að setja
kragann á síðasta kjólinn sem ég
þurfti að skila fyrir jól. Ég var
ákveðin í að ljúka við flíkina og
sofa svo út í fyrramálið, alla vega
til hádegis.
Mér líkaði ekki hvernig krag-
inn fór. Líklega væri best að taka
hann alveg af og pinna svo niður
með títuprjónum, þá kæmi hann
réttur. Ég stakk nálinni, sem var
með löngum spotta, milli tann-
anna og losáði kragann. Þetta
gekk ekki nógu vel og áður en ég
vissi af, var ég farin að velta nál-
inni milli tannanna og eftir tung-
unni, tyggja spottann og vefja
honum saman. Síðast var hann
orðinn að dágóðri kúlu, sem ég
tuggði eins og tyggigúmí. Nú fyrst
skildi ég fullkomlega naglasúpu-
söguna þegar ég smjattaði á járn-
bragðinu af nálinni. Þetta var
öndvegis nál, mér var gefin hún
þegar ég varh'til. Ef ég rnan rétt,
þá var þetta fyrsta nálin sem ég
eignaðist. Hana hafði ég geymt,
árum saman, undir koddanum
mínum, vendilega stungna í þar
til hafðan lepp. Þá var líka sagt að
margt sem ég saumaði væri svo
vel gert, að ekki léki nokkur vafi
á, að nálin saumaði fyrir mig.
Nóg um það, fjári hafði kraginn
verið snúinn, en nú sat hann líka
loksins eins og til var ætlast - og
þá renndi ég nálinni niður ásamt
spottakúlunni.
Það væri ekki satt, ef ég viður-
kenndi ekki að mér snarbrá. Nei,
það er nær að segja, að ég varð
felmtri slegin og þó ég ætti ein-
hversstaðar aðra nál, þá fékk ég
mig ekki til að Ijúka verkinu,
heldur lagði mig útaf eins og ég
stóð og steinsofnaði.
Morguninn eftir rak ég augun í
ókláraðan kjólinn og mundi þá
allt. Það greip mig hálfgerður
ónoti rétt sem snöggvast, svo
gerði ég mér ljóst að ég var ekk-
ert öruvísi en vanalega, kannske
dálítið hressari eftir góðan
svefn, ef nokkuð var. Adam var
samt ekki lengi í Paradís og vel-
líðan mtn átti svo sannarlega eftir
að breytast. Næstu daga fór ég að
finna fyrir sérkennilegum inn-
vortis herpingi. Fyrst datt mér í
hug að ég hefði einfaldlega
borðað yfir mig af jólamatnum,
en svo lánsöm var ég ekki. Þetta
ágerðist ört og áður en ég vissi af,
gat ég ekki staðið upprétt. Það
fannst mér skuggalegt og ég
kornung enn. Ég lét samt bíða að
leita læknis, þetta gæti batnað
bráðum og hvaða læknir myndi
trúa, þó ég segðist ekki geta rétt
úr mér. Nú, svo fannst mér það
yrði heldur óskemmtilegt að
ganga gegnum bæinn í keng, því
þannig var ég orðin. Eins lengi og
kostur var, þráaðist ég við, en
þegar ég varð að líta á ská upp á
venjulega borðbrún, þá var mér
allri lokið og ég dreif mig til dokt-
orsins. Hann sá samstundis, að
það var eitthvað bogið við það,
hvað ég var bogin á ákvað að
skera mig upp á stundinni. Ég hef
aldrei orðið eins fegin.
Þegar ég fór svo að átta mig
eftir aðgerðina, sagði læknirinn
mér að hann hefði fundið nálina
og að sig hefði ekki aldeilis und-
rað á hlutunum, því hún hefði
bókstaflega verið búin að rimpa
allt saman innan í mér. Um leið
og hann skákaði nálarskömminni
að mér, með smáspotta á, sagði
hann rétt sí svona: Notarðu alltaf
letikonuþráð? Svona spurningu
var ég síst viðbúin og því lítið um
svör, en hann hélt áfram og
sagðist hafa notað drjúgan hluta
af þræðinum til að sauma saman
skurðinn. Mestan partinn hefði
orðið að klippa niður, því óger-
legt hefði reynst að rekja nokkuð
UPP- . . .
Þetta lá mér nú í léttu rumi.
Blessaður doktorinn var í óðaönn
að tína saman dótið sitt og brátt
gæti ég gleymt þessu öllu. Ég
horfði á hann raða hlutunum
vandlega saman og skyndilega
varð mér Ijóst að hann var að leita
að einhverju.Ég fann ónotalegan
innvortiskulda fara um mig og
marg spurði sjálfa mig, hvað það
væri sem hann vantaði. Svarið
kom von bráðar þegar ég heyrði
hann tauta í hálfum hljóðum:
Hvar ía.... geta skærin verið? Nú
tók ég á öllu mínu sálarþreki og
spurði, svona eins og mig skipti
það engu, hvernig þau væru. Það
stóð ekki á svarinu: Stutt snubb-
ótt fyrir endann. Þau fundust
aldrei. Ég ákvað að þegja, það
var enginn kominn til að segja, að
þau ynnu líka sjálfstætt.
Gutom