Þjóðviljinn - 04.12.1982, Blaðsíða 21
Helgin 4. - 5. desember 1982 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 21
útvarp • sjónvarp
Björn lögga og Guðrún lcikin af
Jóhanni Sigurðssyni og Lilju
Guðrúnu Þorvaldsdóttur í þætt-
inum í kvöld.
Sjónvarp kl. 21.15.
Félagsheimilið:
Fé og
falskar
tennur
eftir Jón örn
Marínósson
Fé og falskar tennur heitir fra-
mlag Jóns Arnar Marinóssonar
til Félagsheimilisins sem Hrafn
Gunnlaugsson hefur unnið fyrir
sjónvarpið.
Pátturinn í kvöld sem hefst kl.
21.15 snýst um heilmikið samsæti
sem halda á fyrir mesta athafna-
mann staðarins, Sigursvein
Havstað, en hann er leikinn af
Gunnari Eyjólfssyni. Sigursveinn
hefur stofnað sjóð svo að upp
megi rísa elliheimili á staðnum.
Fyrir kvöldið fer ýmislegt að ger-
ast. Sjóðnum er stolið, og beinist
grunur að ýmsum. Hreppsnefnd-
in ákveður að taka málið í sínar
hendur og efnir til almennra sam-
skota meðal íbúanna og er sam-
sætið haldið þrátt fyrir allt.
Þegar að því kemur reynast;
maðkar vera í mysunni.
Sjónvarp kl. 22.35:
Skilnaður
á
Bandaríska
vísu
Skilnaður á bandaríska vísu,
heitir mynd sjónvarpsins í kvöld,
laugardag, og hefst hún kl. 22.35.
Hún er frá árinu 1967 og fara með
aðalhlutverk Dick Van Dyke,
Debbie Reynolds, Jean Simmons
og Jason Robards. Leikstjóri er
Bud Yorkin.
17 ára hjónaband Ríkharðar'
og Barböru er komið að leiðar-
lokum. Ríkharður er á þeim bux-
unum að láta Barböru fara vel út
úr skilnaðinum. Hún fær húsið,
strákana tvo sem komnir eru á
gelgjuskeiðið og obbann af
Iaunum Ríkharðar. Hvorki besta
vinkona Barböru, Fern Blands-
ford né frændinn David Grieff
skilja mikið í ólund Braböru yfir
málalokum.
Ríkharður fer á stúfana og hitt-
ir bráðfallega unga konu, Nancy.
Þau fella hugi saman, en Rík-
harður á ekki mikið af aurum.
aflögu eftir skilnaðinn, og til þess
að hann megi öðlast fjárhagslegt:
sjálfstæði reynir hann að fá fyrri
konu sína til að giftast og þá um
leið eignast fyrirvinnu. Honum
finnst bílsalinn A1 Yearling
heppilegt mannsefni. Snýst málið
um að koma þeim saman.
í kvikmyndahandbókinni fær
þessi mynd tvær stjörnur.
Sunnudag kl. 18:
Stundin
okkar
Ása Helga
Ragnarsdóttir og
Þorsteinn
Marelsson taka við
Umtalsverðar breytingar
verða nú á Stundinni okkar, því
Bryndís Schram hefur skilað af
sér síðsta þætti sínum sem um-
sjónarmaður. Arftakar hennar
eru Ása Helga Ragnarsdóttir og
Þorsteinn Marelsson. Þess skal þó
getið, að síðasti þáttur Bryndís-
ar, sem var á dagskrá sunnudag-
inn 28. nóvember, verður endur-
sýndur kl. 15.30. Eins og kunnugt
er gerði mikið óveður á meðan á
sýningu stóð, og urðu börn víða
um land af þættinum fyrir vikið.
í Stundinni okkar á sunnudag-
inn kemur margt nýtt til sögunnar
Hinir nýju umsjónarmenn Stundarinnar okkar, þau Asa Helga Ragnarsdóttir og Þorsteinn Marelsson.
sem eðlilegt hlýtur að teljast.
Skal þar fyrst nefna málgefnu
brúðuna Hollu og Kalla, bróður
hennar og galdrakarlana Gussa
og Adda, sem gengur illa að
blekkja árvaka áhorfendur sína.,
Sigurður Sigurjónsson leikari
birtist í gervi Elíasar og leikur öll
hlutverkin í gamanþættinum
Hurðinni eftir Auði Haraldsdótt-
ur og Valdísi Óskarsdóttur.
Heimsótt er bakart í Breiðholtinu
og fylgst með snúðabakstri, og
Asa segir sögu sem áhorfendur
eiga að botna og myndskreyta.
amrp
laugardagur__________________________
7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Tón-
leikar. Fulur velur og kynnir.
7.25 Leikfimi.
8.30 Forustugr. dagbl. (útdr.).
8.50 Leikfimi.
9.CX) Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar.
9.30 Oskalög sjúklinga. Lóa Guðjóns-
dóttir kynnir. (10.00 Fréttir. lO.lOVeð-
urfregnir).
11.20 Hrímgrund - Útvarp barnanna.
Blandaður þáttur fyrir krakka. Stjórn-
andi: Sverrir Guðjónsson.
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar.
íþróttaþáttur Umsjónarmaður: Her-
mann Gunnarsson. Helgarvaktin Um-
sjónarmenn: Arnþrúður Karlsdóttir og
Hróbjartur Jónatansson.
15.10 í dægurlandi Svavar Gests rifjar upp
tónlist áranna 1930-60.
16.20 Lestur úr nýjum barna- og unglinga-
bókum Umsjónarmaður: Gunnvör
Braga. Kynnir: Ragnheiður Gyða Jóns-
dóttir.
16.40 íslenskt mál Jón Hilmar Jónsson
flytur þáttinn.
| 17.(X) Hljómspegill Stefán Jónsson bóndi á
Grænumýri í Skagafirði velur og kynnir
sígilda tónlist. (RÚVAK).
18.(X) Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins.
19.35 Á tali Umsjón: Helga Thorberg og
Edda Björgvinsdóttir.
20.00 Harmonikuþáttur Umsjón: Högni
Jónsson.
20.30 Kvöldvaka a. „Hættulegir staðir“
Tvær sögur úr ríki náttúrunnar. Helga
Ágústsdóttir les. b. „Skipsdraugar“ At
1 þjóðtrú meðal íslenskra sjómanna. Ág-
, úst Georgsson tekur saman og flytur. e.
Guðmundur Jónsson syngur lög eftir
Þórarin Jónsson og Árna Thorsteinson
Ólafur Vignir Albertsson leikur á píanó.
Karlaraddir úr Skagfirsku söngsveitinni
I syngja „Stjána bláa“ eftir Sigfús ll.ill-
dórsson. Stjórnandi: Snæbjörg Snæ-
björnsdóttir. Ólafur Vignir Álbertsson
leikur á píanó. d. „Kveiktu ljósið“ Úlfar
K. Þorsteinson les Ijóð eftir JakobThor-
arensen. e. „Einstæðingurinn“ Ágúst
Vigfússon flytur frásöguþátt.
21.30 Hljómplöturabb Porsteins Hannes-
sonar.
22.35 „Skáldið á Þröm“ eftir Gunnar M.
Magnúss Baldvin Halldórsson les (19).
23.(X) Laugardagssyrpa - Páll Porsteinsson
og Þorgeir Ástvaldsson.
sunnudagur___________________________
8.(K) Morgunandakt Séra Pórarinn Pór.
prófastur á Patreksfirði. flytur ritningar-
orð og bæn.
8.00 Fréttir.
8.35 Morguntónleikar a. Sinfónía nr. 3 í
D-dúr eftir Franz Schubert. Ríkishljóm-
sveitin í Dresden leikur; Wolfgang Saw-
allisch stj. b. Konsert í F-dúr fyrir þrjú
píanó og hljómsvcit K.242 cftir Woif-
gang Amadeus Mozart. Christoph Esc-
henback. Justus Frantz og ilclmut
Schmidt leika með Fílharmoníusveit
Lundúna; Christoph Eschenbach stj. c.
Edita Gruberova svngur aríur úr óper-
um eftir Thomas og Donizetti með Sin-
fóníuhljómsveit útvarpsins í Múnchen;
Ciustav Kuhn stj.
10.25 Út og suður Páttur Friðriks Páls
Jónssonar.
11.00 Messa í Haligrímskirkju Prestur:
Séra Karl Sigurbjörnsson. Organ-
leikari: Hörður Áskelsson Hádegistón-
leikar
12.10 Dagskrá. .Tónleikar.
13.20 Berlínarfílharmonían 100 ára 6. og
síðasti þáttur: „Hljóðritunin eykur
frægðina“ kynnir: Guðmundur
Ciilsson.
14.00 Leikrit: „Áhrif Ciammageisla á Mán-
afífil og Morgunfrúr“ eftir Paul /indel
Pvðandi: Torfey Steinsdottir. Leik-
stjóri: Pórhallur Sigurðsson. Leikend-
ur: Hanna María Karlsdóttir. Margrét
Helga Jóhannsdóttir. Tinna Gunn-
laugsdóttir. Auður Guðmundsdóttir.
Lilja Guðrún Porvaldsdóttir og Pórhall-
ur Sigurðsson.
15.15 Á bókamarkaðinum Andrés Björns-
son sér um lestur úr nýjum bókum.
Kynnir: Dóra Ingvadóttir.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veöurfrcgn-
ir.
16.20 Mótsögn og miðlun Kristján Árna-
son flytur fvrra sunnudagserindi sitt um
heimspeki Hegels.
17.00 Frá Haydntónleikum íslensku hljóm-
sveitarinnar í Gamla bíói 27. f.m.; fyrri
hl. Stjórnandi: Guðmundur Emilsson.
Einleikari: Kristján Þ. Stephensen a.
„Tilbrigöi um stef eftir Haydn“ eftir
Herbert H. Ágústsson, John Speight,
Leif Pórarinsson, Hauk Tómasson,
Porkel Sigurbjörnsson og Atla Heimi
Sveinsson. b. Ávarp: Jón Pórarinsson
tónskáld minnist Haydns. c. Óbókons-
ert í C-dúr. - Kynnir: Dóra Stefáns-
dóttir.
18.00 Það var og... Umsjón: Práinn Bert-
elsson.
18.20 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar.
19.25 Veistu svarið? - Spurningaþáttur út-
varpsins á sunnudagskvöldi Stjórnandi:
Guömundur Heiðar Frímannsson á Ak-
ureyri. Dómari: Ólafur P. Harðarson,
lektor. Til aðstoðar: Pórey Aðal-
steinsdóttir (RÚVAK).
20.00 Sunnudagsstúdíóið - Útvarp unga
fólksins Guðrún Birgisdóttir stjórnar.
20.35 Evrópukcppni bikarhafa í hand-
knattleik: Kk-Zeljeseikar Nis Hermann
Gunnarsson lýsir síöari hálfleik í
Laugardalshöllinni.
21.20 Mannlíf undir jökli fyrr og nú Priðji
þáttur. TJmsjónarmaöur: Eðvarð Ing-
iiltsson. Viðmælendur: Sigurðut" Krist-
jónsson og Grétar Kristjónsson. Jóhann
Hjálmarsson les úr Ijóöabók sinni
„Myndin af langafa".
22.05 í ónleikar
22.35 „Skáldið á Þröm“ eftir C»unnar M.
Magnúss Baldvin Haljdórsson les (20).
23.00 Kvöldstrengir Umsjón: HildaTorfa-
dottir. Laugum í Reykjadal (RÚVAK).
mánudagur____________________________
7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Séra
Sigurður Sigurðarson á Selfossi flytur
(a.v.d.v.) Cfull í mund - Stefán Jón Haf-
stcin - Sigríður Árnadóttir - Hildur
Eiríksdóttir. 7.25 Leikfimi. Umsjón:
Jónína Benediktsdóttir.
8.00 Fréttir. 8.15 Veöurfregnir.
9.00 Fréttir.: 9.05 Morgunstund barn-
anna: „Kommóðan hennar langömmu“
eftir Birgit Bergkvist Helga Harðardótt-
ir les þýðingu sína (10).
9.20 Leikfimi. Tilkynningar, Tónleikar.
9.45 Landbúnaðarmál Umsjónarmaður:
Óttar Geirsson.
10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir.
10.30 Forustugr. landsmálablaða (útdr.).
11.00 Létt tónlist Oscar Peterson, Dianne
Warwick og Björn Thoroddsen og fé-
lagar leika og syngja.
11.30 Lystauki Páttur um lífið og tilveruna
í umsjá Hermanns Arasonar
(RÚVAK).
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar. -
Mánudagssyrpa - ólafur Pórðarson.
14.30 Á bókamarkaðinum Andrés Björns-
son sér um lestur úr nýjum bókum.
Kynnir: Dóra Ingvadóttir.
15.ÍX) Miðdegistónleikar Maurizio Pollini
og hljómsveitin Fílharmonía leika Pían-
ókonsert nr. 1 í e-moll op. 11 eftir Fré-
déric Chopin; Paul Kletzki stj.
15.40 Tilkynningar. Tónleikar.
16.20 Gagn og gaman. (Áður útv. ’81).
Umsjónarmaður: Gunnvör Braga.
17.00 Við - Þáttur um fjölskyldumál Um-
sjónarmaður: Helga Ágústsdóttir.
17.40 Skákþáttur Umsjón: Jón P. Pór
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar
19.35 Daglegt mál Árni Böðvarsson flytur
þáttinn.
19.40 Um daginn og veginn Valgerður
Bjarnadóttir forseti bæjarstjórnar Ak-
ureyrar talar.
20.(K) Lög unga fólksins. Pórður Magnús-
son kynnir.
20.40 „ítlska ljóðabókin“ eftir Hugo Wolf;
fyrri hluti Lucia Popp og Hermann Prey
syngja. Irwin Gage og Helmut Deutsch
leika á píanó. (Hljóðritað á Tónlistar-
hátíðinni í Vínarborg s.l. sumar). -
Kynnir: Porsteinn Gylfason.
21.45 Útvarpssagan: „Norðan við stríð“
. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá
morgundagsins. Orð kvöldsins
22.35. Um leikhús í París Sveinn Einarsson
þjóðleikhússtjóri flytur erindi.
23.CX) Frá tónleikum Sinfóniuhljómsveitar
íslands í Háskólabíói 2.þ.m. Stjórnandi:
Leif Segerstam Sinfónía nr. 4 í a-moll
op. 63 eftir Jean Sibelius - Kynnir: Jón
Múli Árnason.
sjónvarp
laugardagur
16.30 Iþróttir Umsjónarmaður Bjarni Fel-
ixson.
18.30 Riddarinn sjónumhryggi Spænskur
teiknimyndaflokkur. Pýðandi Sonja
Diego.
18.55 Enska knattspyrnan
19.45 Fréttaágrip á táknmáli
20.00 Fréttir og veður
20.25 Auglýsingar og dagskrá
20.40 Löður Bandrískur gamanmynda-
flokkur. Pýðandi Prándur Thoroddsen.
21.15 Þættir úr félagsheimili. Fé og falskar
tennur eftir Jón Orn Marinósson. Leik-
stjóri Hrafn Gunnlaugsson. Stjórnandi
upptöku Andrés Indriðason. Halda á
helsta athafnamanni staðarins, Sigur-
sveini Havstað (Gunnar Eyjólfsson),
heiðurssamsæti vegna þess að hann hef-
ur stofnað sjóð til að reisa elliheimili. Er
sjóðnum stolið kvöldið fyrir samsætið
og í því kemur í Ijós maðkur í mysunni.
21.55 Blágrashátíð Söngvarinn Del McCo-
ury og The Dixie Pals flytja bandaríska
sveitatónlist. Pýðandi Halldór Hall-
dórsson.
22.35 Skilnaður á handaríska vísu (Di-
vorce American Style). Bandarísk gam-
anmynd fra 1967. Leikstjóri Bud York-
in. Aðalhlutverk: Dick Van Dyke,
Debbie Reynolds, Jean Simmonsog Ja-
son Robards. Pegar Richardog Barbara
skilja fær Barbara húsið, börnin og
bróðurpartinn af launum Richards
næstu árin. Richard rekur sig á það að
hann hefur ekki ráð á að fá sér aðra
konu nema hann finni aöra fyrirvinnu
handa Barböru fyrst. Pýðandi Dóra
I lafsteinsdóttir.
00.25 Dagskrárlok.
sunnudagur_______________________
16.«) Sunnudagshugvekja Séra Hjálmar
Jónsson flytur.
16.1(1 llúsið á sléttunni Kálfurinn. Þýðandi
Óskar Ingimarsson.
17.05 Líf og heilsa Lndursýning. Fyrsti
þattur. Um krabhamein. Umsjónar-
nraöur Snorri Ingimarsson, la-knir
Stjórnandi upptöku Sigurður Gríms-
son. (Aður á dagskrá Sjónvarpsins 27
oktober s.l.)
18.00 Stundin okkar Umsjónarmenn: Ása
Helga Ragnarsdóttir og Þorsteinn Mar-
elsson. Stjórnandi upptöku Valdimar
Leifsson.
18.55 Hlé
10.45 Frcttaágrip á táknmáli
20.00 Fréttir og veður
20.25 Auglýsingar og dagskrá
20.40 Sjónvarp næstu viku
21.05 Giugginn Páttur um listir, menning-
armál og fleira. Dagskrárgerð: Áslaug
Ragnars, Sveinbjörn 1. Baldvinsson, El-
ín Póra Friðfinnsdóttir og Kristín Páls-
dóttir.
21.55 Stúlkurnar við ströndina Annar
þáttur. Vegir ástarinnar. Franskur
framhaldsflokkur eftir Nina Compane-
ez, sem lýsir lífi og örlögum þriggja kyn-
slóða í húsi fyrirfólks í Norður-
Frakklandi á árunum 1910-1925. Pýð-
andi Ragna Ragnars.
mánudagur___________________________
19.45 Fréttaágrip á táknmáli og auglýs-
ingar.
20.00 Fréttir og veður.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.40 Tommi og Jenni.
20.50 íþróttir. Umsjónarmaður Bjarni
Felixson.
21.35 Tilhugalíf. Fjórði þáttur. Breskur
gamanmyndaflokkur. Pýðandi Guðni
Kolbeinsson.
22.10 Engill veldur fjaðrafoki (Range tes
ailes, mon ange) Ný frönsk sjónvarps-
mynd. Aðalhlutverk: Julien Kaloutian
og Fanny Bastien. Ástfanginn drengur
tekur að sér hlutverk engils í jólaleikriti
til að geta verið í návist draumadísar
sinnar sem leikur Maríu mey. Pýðandi
Ólöf Pétursdóttir.
22.40 Maður er nefndur Júrí Andrópof.
Ný bresk fréttamynd um hinn nýja
flokksleiðtoga í Sovétríkjunum. Pýð-
andi og þulur Bogi Arnar Finnbogason.
23.15 Dagskrárlok.