Þjóðviljinn - 15.04.1983, Síða 6

Þjóðviljinn - 15.04.1983, Síða 6
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 15. apríl 1983 kvikmyndir Einar Ólafsson skrifar Á hverfanda hveli Handrit: Svarthöfði Tónlist: Big Band Verslunarráðsins Leikstjórn: Geir Bilderberg Það var mikil hátíð hjá kvik- myndahúsgestum þegar banda- ríska stórmyndin Á hverfanda hveli var frumsýnd hér í Reykja- vík um daginn. Mikil leynd hvíldi yfir gerð þessarar myndar, en eftir að það okkur vesturlandabúum. Al- menningur í Vestur-Evrópu krefst þess að þessum vígbúnaði verði svarað og fleiri kjarnorku- vopnum verði komið upp í Vestur-Evrópu. En ljóst er að engin hefðbundin kjarnorku- vopn duga gegn þessum nýja víg- búnaði Sovétmanna. Stjórnvöld NATO-ríkjanna standa ráðþrota gagnvart þessari ógn að austan. Þá leita þau á náðir hugvitsmann- sins Ronnie og gefa honum frjáls- ar hendur um lausn þessa vanda. Ronnie veit að hann verður að byggja svar vesturveldanna á tvennu, annars vegar afli fólksins sjálfs, en hins vegar fullkomnustu tækni. Hann leggur nú nótt við dag og á nokkrum vikum skipu- leggur hann nýja stefnu í varnar- málum, hann lætur færa varnirn- ar út í geiminn og beinir þannig Þessi mynd er mikil tækniund- ur. Stórkostlegir eru þeir kaflar myndarinnar sem sýna byggingu varnarkerfisins úti í geimnum. Vísindamenn og tæknimenn hafa bækistöðvar í geimstöðvum þar sem þeir dveljast fjarri ættingjum sínum á jörðu niðri, svífandi í geimbúningum vinna þeir störf sín af nákvæmni og einbeitingu og vita að þeir hafa ákaflega skamman tíma og starf þeirra mun skipta sköpum. Kringum þá grúfir kolsvartur himingeimur- inn, fullkomlega ómennskt um- hverfi og í því umhverfi eru þeir að vinna að björgun mannkyns- ins. Og milli þess sem Ronnie grúfir sig yfir teikniborð vísind- amannanna á jörðu niðri eða heldur ræður á fjöldafundum víða um heim kemur hann í heim- Kvikmynd um •1 •1 •• 1 •• mikil orlog fór að kvisast út að hún væri væntanleg var hennar beðið með eftirvæntingu. Og hún hefur sannarlega ekki valdiö vonbrigö- um. Myndin fjallar um efni sem er öllum mjöghugstætt núna, það er ógn kjarnorkustríðsins og þarátt- an gegn því. Rússar hafa fundið upp geysilega öflug kjarnorku- vopn og þrátt fyrir gífurlega öflug mótmæli um alla Evrópu hafa þeir komið upp skotpöllum fyrir þessi morðtól um alla Austur- Evrópu, jafnvel rétt við vestur- landamærin fyrir framan nefið á hugsanlegum átökum frá jörðinni. Jafnframt ferðast hann um og talar til fólksins og skapar geysiöfluga fjöldahreyfingu. Það er hrífandi að sjá hvernig þessi einbeitti og viðfelldni hugvits- maður hrífur fjöldann og virkjar það afl sem í honum býr. Við hlið tækniundursins út í geimnum sem hann skipuleggur af hugviti sínu gefur hið opna þjóðfélag vestur- landa honum tækifæri til að skapa með sannfæringarkrafti sínum og alþýðlegu viðmóti vopn sem hið lokaða kerfi Sovétríkjanna á ekk- ert svar við. sókn til geimstöðvanna og fylgist með vinnunni þar. En þessi mynd er meira en saga tækniundra og fjöldafunda, hún fjallar líka um tiífinningar og ör- lög einstaklinga, eins og öll mikil listaverk hljóta að gera. Ronnie til aðstoðar kemur stúlka frá Bretlandi, Maggie. Hún verður hægri hönd Ronnies, hún hvetur hann og veitir honum uppörvun þegar hann mætir andstreymi í hinu mikla ætlunarverki sínu, og að lokum kviknar hjá þeim djúp ást og á örlagastundinni fylgir hún honum ótrauð. FÖSTUDAGSKVÖLD IJIIHUSINU11 JliHUSINU OPIÐ í ÖLLUM DEILDUM TIL KL. 10 i KVÖLD G/æsilegt úrvai húsgagna á 2. og 3. hæð. MATVÖRUR FATNAÐUR HÚSGÖGN RAFTÆKI RAFLJÓS REIÐHJÓL Munið okkar hagstæðu greiðslu- skilmála Jli Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 Sími 10600 OPIÐ LAUGARDAG FRÁ KL. 9-12 Hautl kkIí NAID 5HHK ■ HAXU Vj«iU»aAJ<A«'S*S Mesti ástarekiur alira ftma MILTON fRIEOMAN gr OG PENTAGON-GENGIÐ SÝNA: 1 VW WBWISBÍ aMI SHjASTA Þetta er mynd mikilla and- stæðna: Ronnie er hvorttveggja í senn einbeittur vísindamaður og mælskur alþýðuforingi, í hinni ómensku tækniveröld úti í geimnum er unnið að björgun mannkynsins, andspænis þessum miklu atburðum er sýnd hugljúf ástarsaga. Og í hinni miklu tog- streitu stórveldanna verður hlut- verk smáríkis afgerandi. Og þetta smáríki er ísland. Þar þarf að koma upp mikilvægum fjarskipt- astöðvum sem eiga að fylgjast með sérhverri hreyfingu frá So- vétríkjunum og þaðan á síðan að senda boð til varnarkerfisins í geimnum sem eiga að eyðileggja kjarnorkueldflaugarnar áður en þær ná til Bandaríkjanna. En þessurn stöðvum verður að korna upp með mikilli leynd og aðeins tveir menn á íslandi vita um hvað málið snýst. Það er hinn einbeitti Óli og hinn trygglyndi Geiri, en hann hefur þegar myndin hefst beðið mikinn ósigur heima fyrir og við fylgjumst með því hvernig hann fær uppreisn æru, hvernig hann með trygglyndi og óbilandi trú rís aftur upp. Það verður hlutverk Geira að fara til Bandaríkjanna og standa þar við hlið Ronnies og Maggie og stjórna þaðan starfinu á Is- landi sem Óli hefur umsjón með gagnvart samlöndum sínum. Fórnarlund þessara tveggja manna er stórkostleg, en þeim er báðum ljóst að íslandi verður að fórna í þessum leik þar sem ólík- legt er að takist að eyða kjarnork- uflaugum Rússa áður en þær ná til íslands. En fyrir þeim vakir heill mannkynsins í heild og þeir hvika ekki þótt einhverju þurfi að fórna. Því miður leynist svikari á ís- landi sem tekst að vinna skemmd- arverk á viðvörunarkerfinu. Ekki verður komið í veg fyrir að sprengjur falli á Bandaríkin en hins vegar er komið í veg fyrir að gjöreyðingu þar meðan heims- hluti kommúnismans er lagður í rúst. Ógleymanlegt er lokaatriði myndarinnar. Ronnie, Maggie og Geiri eru stödd fyrir utan glæsilegt hús Ronnies þegar kjarnorkusprengjan springur. Þau er í skjóli fyrir verstu áhrifum sprengjunnar, en Maggie slasast svo að hún verður ófær um gang. Ronnie tekur hana þá í fang sér og hleypur að loftvarnabyrginu. Geiri lítur við og út úr andlitinu skín sorg yfir örlögum landa hans, Ronnie horfir á hann alvar- legur og veit að þarna á hann traustan vin og Maggie liggur lömuð í örmum Ronnies og horfir í sterklegt andlit hans full trún- aðartrausts. Við göngum út úr bí- óinu fullviss þess að mannkynið muni aftur rísa upp úr loftvarna- byrginu og skapa sér aftur frjálst samfélag. V.S.t-MYNÖ Hún lofaði að fSigja honuni á heiitisenda llann lotaði að vísa veginn! UIFTUH- fHM HF „Það verður hlutverk Geira að fara til Bandaríkjanna og standa þar við hlið Ronnies og Maggie og stjórna þaðan starfinu á íslandi sem Óli hefur umsjón með gagnvart samlöndum sínum“ Laus staða Við Menntaskólann við Hamrahlíð er laus til umsóknar staða íslenskukennara. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt ýtarlegum upplýsingum um námsferil og störf skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6,101 Reykjavík, fyrir 13. maí n.k. - Umsóknareyðublöð fást í ráðuneytinu. Nlenntamálaráðuneytið, 12. apríl 1983. U! Viðskiptaráðuneytið óskar aö ráöa ritara til sumarstarfa frá 15. maí nk.. Umsóknir óskast sendar viöskiptaráðuneyt- inu fyrir 30. apríl nk..

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.