Þjóðviljinn - 14.05.1983, Side 3
Helgin 14.-15. maí 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3
Örstutt úttekt á friðarhugmyndum á 4000 ára tímabili
Frá Abraham
til Ölvu Myrdal
Miðvikudaginn 20. apríl
síðastliðinn hlýddi undirrituð á
stórskemmtilegan fyrirlestur í
Norræna húsinu. Fyrirlesturinn
bar heitið: „Frá Abraham til
Ölvu Myrdal“ og fjallaði um
hvorki meira né minna en
fjögurþúsund áratímabil
sögunnar í Ijósi baráttunnar
fyrirfriði. HELGASTENE hét
gestgjafinn, sem miðlaði af
visku sinni, 78 árgömul kona
sem mikið hefur unnið að
jafnréttis- og friðarmálum í
heimalandi sínu, Noregi.
HELGE STENE kom reyndar
hingað til lands í sambandi við sýn-
inguna „Den illegale presse“, sem
var í Norræna húsinu á þeim tíma,
en Helga vann í þjónustu norsku
útlagastjórnarinnar í Lundúnum
1944-45 og er í stjórn „Den illegale
presseforening". Helga er mál-
fræðingur að menntun og uppeldis-
fræðingur og er fyrrverandi lektor
við uppeldisfræðistofnun Oslóar-
háskóla.
Víkjum nú að fyrirlestrinum.
Vart þarf að taka fram, að hér
verður að stikla á stóru - fjögurþ-
úsund ára tímabil kemst ekki fyrir í
stuttum fyrirlestri - hvað þá heldur
lítilli blaðagrein.
Friðarsögur
í Biblíunni
Helga hóf mál sitt með sjálfum
Abraham, sem Gamla testamentið
greinir frá. Abraham kallaði hún
„vandamálaleysarann mikla“ -
hann var höfðingi í sínu héraði og
gat skipað svo sem hann vildi. En
hann valdi friðsamlegar lausnir,
t.d. er hann sagði við Lot:
„Heyrðu, engin misklíð sé milli þín
og mín, og milli minna og þinna
fjárhirða, því að við erum bræð-
ur... Viljir þú fara til vinstri hand-
ar, þá fer ég til hægri..“ (I. Móse-
bók, 13:8-10).
Annað dæmi er veglyndi Davíðs
við Sál í hellinum, þegar Davíð var
í lófa lagið að vinna á Sál, en gerði
ekki þrátt fyrir áeggjan manna
sinna (I. Samúelsbók, 24).
Þekkt er eftirfarandi úr Jesaja,
2:
„Og hann mun dæma meðal
heiðingjanna og skera úr málum
margra þjóða. Og þær munu smíða
plógjárn úr sverðum sínum og
sniðla úr spjótum sínum. Engin
þjóð skal sverð reiða að annarri
þjóð og ekki skulu þær temja sér
hernað framar.“
HELGA STENE minnti á, að
fyrir framan aðalstöðvar Sam-
einuðu þjóðanna í New York er
stór stytta, sem leggur út af þessum
texta. Hún sýnir mann beygja
sverð í plóg. Og hverjir gáfu þessa
styttu? Sovétmenn. „Þetta vekur
hjá manni vonir“, sagði HELGA
brosandi.
Konur boðberar
friðarins
HELGA sagði, að sér hefði
löngum fundist einkennileg sú
kristindómsfræðsla, sem fram fer í
skólum. Þar er hlaupið yfir ótal
dæmi, þar sem boðberar friðarins
tala sterku máli. Þegar kennt er, áð
samviskuna beri að taka fram yfir
hlýðnina, er bent á Pétur og Jó-
hannes. Eftirfarandi dæmi eru þó
engu veikari.
„En Egiptalands konugur mælti
til hinna hebresku ljósmæðra...
Þegar þiö sitjið yfir hebreskum
konum, mælti hann, þá lítið á
burðarsetið; sé barnið sveinbarn,
þá deyðið það, en sé það meybarn,
þá má það lifa. En lósmæðurnar
óttuðust Guð og gjörðu eigi það,
sem Egiptalands konungur bauð
þeim, heldur létu sveinbörnin lifa.
Þá lét Egiptalands konungur kalla
ljósmæðurnar og sagði við þær:
Hví hafið þér svo gjört, að láta
sveinbörnin lifa? Ljósmæðurnar
svöruðu Faraó: Hebreskar konur
eru ólíkar egipzkum, því að þær
eru hraustar; áður en lósmóðirin
kemur til þeirra, eru þær búnar að
fæða.“ (II. Mósebók, 1:15-22).
HELGA STENE segir þetta
vera fyrstu mótþróahreyfingu
kvenna, sem ieidd hafi verið af
konum. Og efnið var ekkert smá-
legt - hinn æðsti réttur mannsins.
Annað dæmi má taka, sem sýnir
traust kvenna í millum, þótt þær
tilheyri ólíku kyni, en það er hvern-
ig Móse hélt lífi þrátt fyrir skipun
Faraós um deyðingu sveinbarna.
Móðirin bar það nrikið traust til
annarra kvenna, að hún lét barn
sitt út á síkið í þeirri bjargföstu trú,
að konur myndu aumka sig yfir
það. Og svo varð.
Grísku skáldin
og Rómverjasaga
HELGA STENE segir þennan
þátt í fari kvenna, þ.e. að geta horft
út fyrir landamæri ef svo má segja,
koma ríkulega fram í skáldverkum
Qg leikritum Grikkja.Má þar nefna
leikritið LÝSISTRÖTU, sem fjall-
ar urn baráttu kvenna fyrir því að
karlar þeirra leggi niður vopna-
glamur. „Þarna kemur í ljós það
sama og í Egyptalandi“, sagði
HELGA. „Konur eiga eitthvað
sameiginlegt sem nær yfir allt
annað.“
Kristnir menn lögðu ríkulega
áherslu á frið fyrst framan af. A-
gústínus kirkjufaðir (um 400 e.
Kr.) lagði guðfræðilegan grundvöll
að því að kristnir menn gætu farið
með hernaði - og ættu raunar rétt
til þessa. Og saga kristinna manna
heíur óneitanlega verið blóði drifin
á stundum síðan.
Þá vitnaði HELGA til Rómverj-
asögu. Rómúlus og Remus hétu
sveinarnir sem úlfynjan fóstraði og
stofnuðu ríki Rómverja. Sabínar hét
þjóðflokkur einn sem var næsti
nágranni Rómverja og í þann þjóð-
flokk vantaði tilfinnanlega karl-
menn. Konur voru of margar og
Sabínukarlar felldu sig ekki við
fjölkvæni. Romúlus fékk þá hug-
mynd að bjóða Sabínufólki til
veislu og þar gerðist það að Róm-
verjar rændu konunum. Sabínar
komu síðar með hervaldi að krefj-
ast kvenna sinna, en þær gengu þá
á milli feðra, bræðra og eigin-
manna. Þær bundust báðum ætt-
flokkum tryggðaböndum og sáu
þarna yfir landamærin.
Fornsögur
íslendinga
HELGA STENE kvaðst hafa
mikið dálæti á fornsögum okkar.
Þegar hún var viðnám í háskóla
birtust sögurnar sem endalausar
vígasögur og hernaðar. Það var
ekki fyrr en síðar, er hún fór að lesa
sjálfstætt, að henni skildist að ým-
islegt fleira mætti finna í sögunum
en blóðið. Til dæmis friðarboð-
skap.
Sagan um kristnitökuna á Al-
þingi er ein allsherjar friðar- og
viskusaga, sagði HELGA, og eru
það víst orð að sönnu. Vandfundin
munu a.m.k. dæmi þess að svo erf-
ið deila, sem trúarbragðadeilur
eru, hafi verið leyst á jafn friðsam-
an hátt og gert var hér á landi.
HELGA bendir einnig á Víga-
Glúms sögu. Þar segir af Halldóru
sem safnar til sín konum og þær
fara og binda um sár allra karla -
ekki aðeins sinna. „Hér birtist öll
hugsjón Rauðakrossins í einni
höfðingjafrú á íslandi‘% sagði
HELGA.
HELGA STENE er kunn í sínu
heimalandi fyrir störf í þágu
jafnréttis- og friðarmála.
- (Ljósm. - ast).
Friðarhreyfingar
kvenna
HELGA STENE gat þess að árið
1854 hafi Friðrikka Bremer,
þekktur rithöfundur, skrifað bréf í
London Times, þar sem hún hvatti
konur til að koma á einhvers konar
heimssambandi til að hinda frekari
styrjaldir. Bæði Bretar og Svíar
reiddust þessari hvatningu og
spottuðu Friðrikku mjög fyrir.
Þetta var um svipað leyti og Flor-
ence Nightingale starfaði, en hún
var mjög hafin til skýjanna fyrir
hugsjónir sínar. Hennar starf var
annað en það sem Friðrikka lagði
til - sem sé að bind aum sárin eftir
á. Og það var í lagi.
Önnur kona, sem HELGA
minntisf í fyrirlestri sínum, var
Berta von Suttner, fyrsta konan
sem hlaut friðarverðlaun Nóbels.
Hún .var um tíma einkaritari Nó-
bels og mun hafa veriðhvatakona
að því að stofnað var til þessara
verðlauna. Hér gefst ekki rúm til
að rekja æviferil þessarar merku
konu. Aðeins skal á það bent, að-
lítil grein birtist um hana hér í
blaðinu hinn 9. mars árið 1960 og
geta forvitnir flett henni upp. Einn-
ig gaf Berta út bók, sem varð víð-
fræg á sínum tíma, og á enn erindi
við okkur öll. Hún heitir NIÐUR
MEÐ VOPNIN og hana má nálg-
ast á Landsbókasafninu undir
danska titlinum: Ned med^
vápnene.
Berta von Suttner stofnaði
austurrísku friðarsamtökin árið
1891 og tók virkan þátt í Alþjóð-
legu friðarsamtökunum. Árið 1914
átti að halda 21. alþjóðlega friðar-
þingið í Vín en vegna ófriðarins var
það þó ekki haldið. Berta von
Suttner lést þetta ár og gat því ekki
setið friðarþing, sem konur úr ýms-
um löndum skipulögðu árið 1915.
Þetta voru konur frá Norður-
löndunum, Bandaríkjunum, Belg-
íu, Frakklandi, Austurríki og Ung-
verjalandi og samtök þeirra nefnd-
ust Alþjóðasamtök kvenna fyrir
friði og frelsi, og starfa þau enn í
dag. Á þessari fyrstu ráðstefnu
samtakanna var rætt um friðinn og
hvernig skipuleggja skyldi heiminn
eftir styrjöldina. Uppeldi í sal-
heimsanda var konunum hugleikið
og einnig kom frant hugmynd um
alþjóðlega stofnun, sem jafna
skyldi deilumál milli þjóða og gæta
friðarins.
Eftir ráðstefnuna fór hópur
kvenna á fund áhrifamanna í hin-
urn ýmsu löndum og kýnnti þessar
hugmyndir. Wilson, forseti Banda-
ríkjanna, sagði þetta athyglisverð-
ustu hugmynd, sem hann hefði
heyrt urn ævina. Þjóðabandalagið
var stofnað eftir heimsstyrjöldina
fyrri og vafalaust hafa konurnar átt
nokkurn þátt í þeirri stofnun.
HELGA benti á athyglisverðan
hlut, sem gerðist í þessari styrjöld.
Rússar urðu að semja um sérfrið og
Þjóðverjar settu þeim afar ströng
skilyrði. Þýsku konurnar, sem sótt
höfðu friðarráðstefnu kvenna,
mótmæltu þessum skilmálum harð-
lega og töldu ekki rétt staðið að
málum í þessu efni ef friður ætti að
haldast í millum þessara þjóða.
Enn eitt dæmið um það, hvernig
konur sjá út fyrir landamærin,
sagði HELGA. '
HELGA ræddi einnig nokkuð
um þær þrjár konur aðrar, sem
hlotið hafa friðarverðlaun Nóbels,
en þær eru: Jane Adams árið 1936,
Emelyn Green Bakk árið 1949 og
Alva Myrdal árið 1982. En hér
verðum við að láta staðar numið.
Ég vil í lokin benda á grein um
friðarhreyfingar kvenna, sem Mar-
ía Þorsteinsdóttir ritaði í Dagblað-
ið þann 5.8. 1981. Þar eru dregin
saman í stuttu máli helstu atriðin í
þessari sögu, sem er orðin löng og
ærið merkileg. - ast
DRAUMAFERÐ
FJÖLSKYLDUNNAR
TIL MALLORKA
27. maí
BÖRNIN FÁ 50% AFSLÁTT
SANTA PONSA: Ein allra vinsælasta bað-
strönd á Mallorka. Jardin del sol — Nýtt og glæsi-
legt íbúðahótel alveg við sjóinn.
PUERTO DE ANDRAITX: Mini folies lúxusvillur í
fjölsky lduparadís.
Á skrifstofu okkar erum við með
myndband frá gististöðum okkar.
FERÐASKRIFSTOFAN
Veriö velkomin og fáiö nánari
upplýsingar um hagstætt verö og kjör.
LAUGAVEGI 66 SIMI 28633