Þjóðviljinn - 14.05.1983, Side 4

Þjóðviljinn - 14.05.1983, Side 4
4 SIÐA - ÞJOÐVILJINN Helgin 14.-15. maí 1983 st jórnmál á sunnudegí Kjartan Hvaö fólst í tillögum Sjálfstœðisflokksins og Framsóknar? Ólafsson skrifar Leiftursókn gegn lífskjörunum 21-25% kiaraskerðfng frál982 Þegar þetta er skrifað eru nær tveir sólarhringar liðnir síðan Geir Hallgrímsson gafst upp við tilraunir sínartilstjórnarmyndunarog skilaði umboðinu til forseta Islands. Hingað til hefur samt harla lítið sést eða heyrst ífjölmiðlum um innihald þeirra tillagna sem Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn lögöu fram í viðræöum þessara tveggja flokka. Það dulmál, sem þeir Geir Hallgrímsson og Steingrímur Hermannsson hafa notað við fréttamenn segir fátt um innihald til- lagnanna og áhrif þeirra á lífskjör allrar alþýðu ef framkvæmdar yrðu. Þeir kasta til fólks orðum eins og „lögbindingu" og ,;frjálsum kjarasamningum", en forðast eins og heitan eld að gera fólki nokkra grein fyrir því sem á bak við felst. Sannleikurinn er sá, að atriði númer eitt, tvö og þrjú bæði í tillögum Sjálfstæðis- flokksins og Framsóknarflokksins er stór- kostleg skerðing á kaupmætti almennra launa og þeirra tekna, sem alþýðuheimilin í landinu hafa til ráðstöfunar. Það sem liggur fyrir er þetta; Kaupmáttur launa átti aö lækka um 21-25% meðan þjóðartekjur féllu um 10% Samkvæmt tillögum Framsóknarflokks- ins á kaupmáttur launa að verða um næstu áramót um 21% lakari en hann var að jafn- aði á árinu 1982. Og samkvæmt tillögum Sjálfstæðis- flokksins á kaupmáttur launa um næstu áramót að verða 24-25% lakari en hann var á árinu 1982. Þcta er hinn harði veruleiki á bak við allt málskrúðið um „lögbindingu“ og „frjálsa kjarasamninga“. Engum dettur í hug, að hægt sé að auka kaupmátt launa á sarna tíma og þjóðartekjur fara minnkandi, en það er krafa Alþýðubandalagsins og verka- lýðshreyfingarinnar að kjör fólks með meðallaun og lægri verði a.m.k. varin að því marki að þau lækki ekki meir en svarar falli þjóðartekna. Þaðeröllum kunnugt, sem eitthvaðfylgj- ast með málum, að samkvæmt mati Þjóð- hagsstofnunar, þá eru horfur á að á milli áranna 1981 og 1983 dragist þjóðartekjur á mann saman um nálægt 10%. Það er líka vottað af Þjóðhagsstofnun að kaupmáttur launa hafi nú þegar fallið nær alveg sem þessu svarar, eða í kringum 10% frá árinu 1981. En Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn- arflokkurinn vilja báðir skerða kjörin langtum meira en svarar falli þjóðartekn- anna. Þegar þjóðartekjur á mann lækka um 10% þá telja þessir flokkar óhjákvæmilegt að skerða lífskjör almennings um 20 til 25%, eða a.m.k. heimingi meira en svarar falli þjóðarteknanna. Það er þetta sem allir þurfa að skílja og dæma síðan. Það sem felst í nýjustu til- lögom bæði Sjálfstæðisflokksins og Fram- sóknarflokksins er ekkert annað en harðvít- ug leiftursókn gegn lífskjörunum, hvort sem menn kjósa að kalla það „niðurtalningu“, „frjálsa kjarasamninga“ eða „lögbind- ingu“. Og munurinn á tillögum Sjálfstæðis- llokksins og Framsóknarflokksins er nánast enginn, og því var það ekki málefnaág- reiningur, sem í raun kom í veg fyrir að þeir næðu saman umríkisstjórn að sinni. í stjórnarmyndúharviðræðum Sjálfstæðis- flokksins og Framsóknarflokksins nú á dög- unum var svo sem ekkert fjallað uni önnur éfni en þetta eina, hvérnig ætti að korria fram þeirri leiftursokrt gegrf lífííkj.örunum, sém flokkarnir virðast telja nauðsynlega. Þetta felst í „frjálsum kjarasamningum“ Lítuni hér'nánar á tillögur hyors flokks- ins um sig. Sjálfstæðisflokkurinn lagði til algert bann við öllum verðbótagreiðslum á laun nú þann 1. júní n.k., svo og út þetta ár og fram eftir næsta. Samkvæmt tillögum Sjálf- stæðisflokksins átti svo að heita að þegar gildandi kjarasamningum hefði þannig ver- ið algerlega rift, þá yrði gefinn kostur á „frjálsum kjarasamningum"! - Hér fylgdi þó sá böggull skammrili, að öll tillögugerð Sjálfstæðisflokksins var við það miðuð, að á næstu 12 mánuðum kæmi aðeins tvisvar til launahækkunar, það er um í mesta lagi 5% þann 1. júlí n.k. og um 4% um áramót. Þetta voru þær cinu launahækkanir, sem tillögur Sjálfstæðisflokksins gerðu ráð fyrir á næstu 12 mánuðum, og það þótt verðbólg- an sé nú í kringum 80% og yrði um 30% að það er að segja hvernig leiftursókninni gegn lífskjörunum skyldi hagað. Fordæmið frá árunum 1975 og 1976 Og í þessum efnum er málefnalegur á- greiningur milli flokkanna nánast enginn. Báðir lögðu þeir til að kaupmáttur al- mennra launa yrði um næstu áramót 20- 25% lakari en á síðasta ári, og kjörin þannig skert ríflega helmingi meira en fall þjóðar- tekna gefur nokkurt tilefni til. Það átti að endurtaka leikinn frá árunum 1975 og 1976, þegar kaupmáttur launa var skorinn niður urn 19% frá 1974 til 1976, þótt þjóðartekjur á mann væru aðeins 2% lægri 1976 heldur en 1974. Skyldi ekki vera nær að sækja eitthvað af þeirri fúlgu, áður en stjórnvöld fara að kafa dýpra ofan í hálftómar pyngjur venjulegs launafólks. Og það eru víða til peningar í okkar þjóðfélagi, - gleymum því ekki. Hér skortir aðeins pólitískan vilja til þess að færa þessa fjármuni til með stjórnvalds- ráðstöfunum og verja þannig lífskör lág- launafólksins og undirstöðuþætti atvinnu- lífsins. Þeir sem trúa því að besta leiðin og jafnvel eina leiðin til þess að sigrast á verð- bólgunni sé sú að gefa allt verðlag frjálst en binda kaupið eru hins vegar svo illa heila- þvegnir að erfitt reynist að finna með þeim nokkurn þann umræðugrundvöll, sem þeir utan safnaðarins standa geti átt hlut að. Samt er sjálfsagt að reyna, því þjóðar- hagsmunir og hagsmunir allra alþýðuheim- ila í landinu eru í húfi. Hvers vegna slitnaði samt upp úr í bili? En hver skyldi hafa verið ástæðan fyrir því, að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn- arflokkurinn náðu ekki saman um stjórnar- myndun nú þegar, fyrst málefnalega bar svo sáralítið á milli. Forystumenn þessara tveggja flokka hafa ekki gert þjóðinni nokkra grein fyrir því. Skýringar þeirra Steingríms Hermannssonar og Geirs Hall- grímssonar á ástæðum þess að upp úr slitn- aði eru ekki frambærilegar. Lögbinding launa í 12 mánuði, eðaþá lögbindinglaunaí 6 mánuði og síðan fast þak á launahækkanir næstu 6 mánuði eru tvær mjög áþekkar aðferðir til að ná sama marki - því að koma lífskjörunum niður úr öllu valdi. Deila urn það hvor aðferðin af þessum tveimur skuli valin til þess að koma kaupmættinum niður getur ekki staðið í vegi fyrir stjórnarsam- vinnu, nema fleira komi til. Það sér hvert barn. Ástæðan fyrir því að stjórnarmyndun Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokks- ins tókst ekki í fyrstu lotu var því ekki þessi, heldur miklu frekar hitt, að innan þing- flokka beggja var enn ekki fyrir hendi nægi- leg samstilling til þess að láta tii skarar skríða. Margir í þingflokki Sjálfstæðis- flokksins vildu cinfaldlega ekki sjáGeir setj- ast í stól forsætisráðherra og margt var óuppgert m.a. varðandi skipan annarra ráðherrasæta. Innan þingflokks Sjálfstæð- isflokksins pössuðu menn sig þess vegna á því að samþykkja ekki þá málamiðlun. sem Geir og Steingrímur buðu upp á fyrr en þeir vissu að hún hafði verið felld í þingflokki Framsóknar. lnnan þingflokks Framsóknar var líka hrollur í ýmsum að ráðast á skútu Geirs Hallgrímssonar upp á þau býti sem í boði voru, og sitthvað óuppgert varðandi væntanlcga skipan ráðherrasæta og fleira. Þess vegna hrukku menn frá á síðustu stundu án þess að geta þó gert neina fram- bærilega grein fyrir málefnaágreiningi. Og nú er Steingrímur Hermannsson kominn með umboðið. Hann segist ætla að verða fljótur og væntanlega stendur hann við það. - Val milli tveggja kosta Fyrir Framsóknarflokkinn og Sjálf- stæðisflokkinn er aðeins um tvo kosli að velja. Annar er sá að leita í alvöru samstarfs við Alþýðubandalagið og falla þá m.a. frá öllum hugmyndum um stórkostlega kjara- skerðingu almenns launafólks uinfram það sem fall þjóðartekna gefur tilefni til og sýna auk þess lit á að ganga uppréttir gagnvart erlendu hervaldi og auðvaldi. Hinn kosturinn, sem þessir flokkar eiga, er að skríða saman með svipuðum hætti og þeir gerðu 1974, þcgar Ó|afur Jóhannesson myndaði ríkisstjórn fyrir Geir og leggja í hcrnað gegn verkálýðshreyfingunni í sam- ræmi við innihald þeirra tillagna, sem þeir hafa verið að pukrast mcð undanfarna daga og Þjóðviljinn hefur nú kynnt. Ákvörðun sína ættu þeir að taka sem fyrst. k. Kaupmáttur verkamanna Töluröðin sýnir þróun kaupmáttar greidds dagvinnutímakaups verka- manna síðustu 12 ár. Kaupmáttur árs- ins 1971 kallaður 100 stig. Tölurnar varðandi árin 1971 til 1981 eru teknar úr Fréttabréfi Kjararannsókn- arnefndar. Þar er einnig aö finna upp- lýsingar, um kaupmátt verkamanna- launa fyrstu þrjá ársfjórðunga síðasta árs, en hér er tekið tillit til þess, að kaupmátturinn féll allnokkuð á síðasta fjc^rðungi ársins. Kaupmáttur um næstu áramót er sýndur eins og hann yrði, ef tillögur Sjálfstæðisflokksins næðu fram að ganga. Tillögur Framsóknar ganga ör- litlu skemmra. 1971 1972 1973 119,6 1974 1975 1976 1977 1978 1979 1980 1981 1982 Og viö árslok: 1983.................... 97,2 ári liðnu samkvæmt þeim útreikningum, sem Sjálfstæðisflokkurinn lagði til grund- vallar við sína tillögugerð. Þannig hugðist Sjálfstæðisflokkurinn koma kaupmætti almennra launa niður í 75% þess sem hann var á síðasta ári, og tryggja 25% kjaraskerðingu út á 10% fall þjóðartckna. Og þetta er innihald lögbundinnar „niðurtalningar“ En hverjar voru þá tillögur Framsóknar- flokksins í þesum efnum? Hvað fólst á bak við lykilorðin „niðurtalning" og „lögbind- ing"? Því er fljótsvarað. Samkvæmt tillögum Framsóknar átti að lögfesta hámark verð- bóta á laun þannig að nú þann 1. júní yrðu greidd 8%, þann 1. sept. n.k. 6%, þann 1. des. 4% og síðan 4% þann 1. mars 1984 og 2% þann 1. júní 1984. I tillögum Framsóknar var hins vegar ekki gert ráð fyrir neinum sérstökum höml- um á verðlagið, og beinlínis með þvf reiknað, að þótt greiddar verðbætur á laun yrðu aðeins 4-5% að jafnaði á þriggja mán- aða fresti fram á mitt næsta ár, þá yrði vcrðbólgu hraðinn samt sem áður á milíi 40 og 45% að ári liðnu, Samkvænit tillögum Framsóknar er því gert ráð fýrir að verð- lagið hækki helmingi örar en kaupið á næstu 12 mánuðum, og að kaupmáttur launa skerðist því svo mjög að hann verði strax um næstu áramót orðinn 21% lakari en almenningur bjó við á síðastá ári. Þetta er „niðurtalningin“, þetta er „lög- bindingin", sem Steingríi&r Hermannssön og aðrir- í förystusveit Frafljsciknar eru stöð7 ugt að væla um. Á Eins'pg áður sagði þá var í stjómanpynd- únarviðræðum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokk.sin.s sáralúið rætt um önn- urátrjðí, én þáu sem hér liafa ýerið kynnt. Og nú átti enn að bæta um betur og hafa kjaraskerðinguna 21-25%! Verkalýðshreyfingin og Alþýðubanda- lagið brutu þessa kjarastefnu á bak aftur í verkföllunum' 1977 og alþingiskosningun- um 1978. Síðan hefur ríkt hér sæmilegur friður á vinnumarkaði. Nái tillögur Sjálf- stæðisflokksins og Framsóknarllokksins hins vegar fram að ganga við myndun nýrr- ar ríkisstjórnar, þá er verið að efna hér til stéttastríðs með ófyrirsjáanlegum afleiðing- um og án nokkurs frambærilegs tilcfnis. Skyldi ekki vera nær áð slíðra sverðin og leita í samciningu lausna, sem byggjast á þeirri meginforsendu, að kjör venjulegs launafólks skerðist ekki hlutfallslega meira en svarar falli þjóðartekna, og öflugar ráðstafanir gerðar til verndar þeim sem við lökust kjör búa. Almenn laun ekki undirrót verðbólgu Verði Alþýðubandalagið kvatt til stjórn- armyndunarviðræðna þá mun það leggja fram sínar tillögur og kynna þær öllum aí- menningi. Við teljum að undirrót verðbólgunnar sé ekki að finna í laununt fólks, sent hefur 10.000,- til 15.000,- krónur í mánaðarkaup, og jafnvel innan við 10.000,- þeir sein lægst hafa launin. Við teljum að forsenda árangr urs í-glttnunni við verðbólguna sé sú að gripið verði inní hringrás verðlags og launa á réttum stöðum, að menn snúi sér að or- sökunum en séu ekki alltaf að glíma við afleiðingarnar. Á Seðlabankinn að halda sínu? : / Það er itiargt hægt að gera í baráttunni gegn veröbólgunni fyrir þær 900 miljónir króna, sem „eigið fé“ Seðlabankans jókst um á síðasta ári samkvæmt reikningum bankans.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.