Þjóðviljinn - 14.05.1983, Qupperneq 11

Þjóðviljinn - 14.05.1983, Qupperneq 11
Helgin 14.-15. maí 1983 þjÓÐYILJINN - SÍÐA 11 Drakúla. Þýsk trékista frá því um 1500. Sagan um Drakúla- fursta af Múnteníu eftir Fedor Kurycin Flestir sem heyra nafnið Drak- úla setja það strax í samband við blóðsugur, Transylvaníu, óhugn- að og mystík. Ástæðan er sú að enskur rithöfundur að nafni Bram Stoker skrifaði vampýru- skáldsögu árið 1897 og frá henni eru ættaðar allar kvikmyndir og teiknisögur sem fjalla um Drak- úla. Transylvanía er landsvæði í NV-Rúmeníu. Þetta er hinn bók- menntalegi Drakúla. En Drakúla var í raun og veru til og hét í raun og veru Vlad og hafði viðurnafnið Tepes (merkir sá sem steglir). Hann ríkti í Val- akíu í S-Rúmeníu á þremur tíma- bilum: stuttan tíma árið 1448, ár- in 1456-1462 og að lokum um stutt skeið árið 1476. Sagn- fræðingar í Rúmeníu eru ekki í vafa um að hann var voldugur höfðingi og herforingi. Honum tókst með mikilli grimmd að halda aðalsmönnum í skefjum og notaði margs konar pyntingaraf- tökur í því skyni. Honum tókst einnig að halda Tyrkjum utan landamæranna með öflugum her sínum. Valakía var þá við landa- mæri Tyrkjaveldis. Hann varð þó að lokum að flýja inn í Transylv- aníu og þar tók Matthías Corvin- as Ungverjalandskonungur hann höndum og hélt honum föngnum í 14 ár. Þá var hann á ný settur fursti yfir Múnteníu sem er austasti hluti Valakíu, en var drepinn af Tyrkjum eftir skamma hríð. Nafnið Drakúla þýðir sonur Drakúls. Faðir hans var valakísk- ur fursti er kallaður var Vlad Drakúl vegna þess að þýsk- rómverski keisarinn Sigismund hafði sæmt hann drekaorðunni. Drakúl er rúmenska orðið fyrir dreka en getur einnig þýtt djöf- ullinn. Sögurnar sem hér eru birtar um Drakúla erum komnar frá rússneska sendiherranum Fedor Kurycin sem hann heyrði við ungversku hirðina á árunum 1482-1484 og flutti með sér til Rússlands þar sem þær voru skráðar. Þessar sögur urðu sér- staklega vinsælar þar á tímum Ivans grimma og voru sumar heimfærðar upp á hann. Það sem hér birtist í Þjóðviljanum er aðeins brot af frásögnunum. Eitt sinn átti heima í landi því er Múntenía heitir fursti sem hét Drakúla. Þannig er nafnið á rúm- ensku en á okkar tungu þýðir það Djöfull. Hann var grimmur maður og líf hans var svipað og nafnið gef- ur til kynna. Einu sinni komu sendimenn til hans frá tyrkneska soldáninum. Þeir gengu inn og heilsuðu eins og þeirra var vani án þess að taka of- an. Og hann spurði þá: „Þannig erum við vanir, herra, að gera í heimalandi okkar“. Þá sagði hann: „Þá ætla ég að staðfesta lög ykkar þannig að þið getið haldið fast við þau“. Að svo mæltu gaf hann skipun um að festa húfurnar við höfuð þeirra með járnnöglum. Síðan sleppti hann þeim og sagði: „Farið nú og segið herra ykkar að hann sé e.t.v. vanur að þola þessa skömm af ykkar hálfu en við séum það ekki; hann á ekki að þröngva venjum sínum upp á aðra höfð- ingja sem ekki æskja þeirra, en halda þeim fyrir sjálfan sig.“ Viðskipti soldánsins og Drakúia Soldáninn varð ævareiður þegar hann heyrði þetta og dró saman mikinn her sem hann fór með á hendur Drakúla í Múnteníu. Drak- úla dró einnig saman allt það lið er hann hafði og réðist á Tyrkina að næturþeli og drap marga þeirra. Síðan byrjaði hann að kanna lið sitt sem hafði verið í bardaganum og gerði þá að hetjum sem voru særðir að framan og sýndi þeim mikla virðingu en hinir sem voru særðir að aftan voru stungnir í gegnum endaþarminn á steglu. Við þá sagði hann: „Það er ekki nokkur manndómur í ykkur, þið eruð kvenfólk". Þegar soldáninn frétti þetta lagði hann á flótta og hafði mikla skömm af. Hann hafði misst ógrynni liðs og lagði ekki í frekari bardaga. Soldáninn sendi nú sendimann til hans og krafðist þess að hann borgaði skatta. Drakúla vottaði sendimanninum mikla virðingu og sýndi honum öll auðæfi sín og sagði: „Eg mun ekki aðeins gjalda sold- áninum skatt heldur fara til hans með allan her minn og alla peninga mína og vera honum til þjónustu. Ég mun vera honum til reiðu með hvað það er hann óskar. Berðu soldáninum þau skilaboð að hann skuli gefa þá tilskipun út um land sitt að enginn megi skerða hár á Drakúla og liðsmönnum hans held- ur þvert á móti heiðra þá í hví- vetna. Ég mun leggja af stað rétt eftir að þið eruð farnir og færa sold- áninum sjálfur skattinn...“ Þegar soldáninn heyrði þessar fréttir af vörum sendimannsins, að Drakúla kæmi og yrði honum til þjónustu, launaði hann honum vel förina. Þetta gladdi hann mjög því urn þessar mundir átti hann í ófriði við granna sína í austri. Hann lét þau boð út ganga um allt ríki sitt að enginn mætti gera Drakúla mein heldur þvert á móti heiðra hann í hvívetna. Drakúla lagði nú af stað með all- an her sinn og menn soldánsins fylgdu honum eftir og sýndu hon- urn fulla virðingu. Hann gekk í fimm daga um ríki soldánsins en þá skyndilega sneri hann við og byrj- aði að herja á bæi og borgir, tók fjölda Tyrkja höndum og drap þá síðan. Suma lét hann stegla, aðra hjó hann í spað og brenndi síðan, jafnvel smábörn. Hann eirði engu og skildi landið eftir í auðn. Þá kristnu herleiddi hann og lét þá setjast að í Múnteníu. Þá tók hann miicið herfang. Síðan sendi hann sendiboða til soldánsins á ný með mikilli virðingu og sagði við þá: „Farið nú og segið herra ykkar hvað þið hafið séð. Ég hef þjónað honum eins vel og ég gat. Og ef þjónusta mín hentar honum er ég fús til þjónustu á sama hátt á nýjan leik eftir því sem kraftar mínir leyfa". Og soldánin var gjörsamlega varnarlaus gegn þessu og yfirbug- aðist af skömm. Réttlæti Drakúla Drakúla hataði svo hið illa í ríki sínu að ef einhver gerði sig sekan um þjófnað, rán, lygi eða annan órétt hafði hann skilyrðislaust mis- gert lífi sínum. Skipti þá engu máli hvort viðkomandi var voldugur aðalsmaður, prestur, munkur eða bara venjulegur almúgamaður. Enginn gat kvittað sig frá dauðan- um, jafnvel þótt hann væri stór- auðugur. Svo grimmur var ’Drakúla. Á krossgötum í ríkinu var lind og brunnur og þangað kom fólk hvaðanæva að til að bergja á vatn- inu því að það var kalt og ljúffengt. Við brunn þennan lét Drakúla setja stóran gullbikar og skyldi hver sá sem vildi bergja á vatninu drekka af bikarnum og setja hann svo á sinn stað á ný. Og meðan bikarinn var þar þorði enginn að fjarlægja hann. Eitt sinn lét hann þau boð út ganga um gjörvallt ríkið að allir sem væru sjúkir, fatlaðir eða gaml- ir kæmu til hans. Og til hans safn- aðist skari af fátæklingum og krypplingum sem bjóst við stórum gjöfum af hans hálfu. Hann bauð þeim öllum að ganga í stórt hús sem hann hafði látið reisa í þessu augnamiði og bauð þeim að borða og drekka. Og þeir snæddu og drukku og höfðu það reglulega skemmtilegt. Þá gekk Drakúla sjálfur í húsið og sagði: „Hvers meira óskið þiö ykkur?“ Og þeir svöruðu: „Það ákveður Guð og yðar há- tign, herra. Gerið það sem Guð býður yðar að gera“! „Viljið þið að ég geri ykkur áhyggjulausa svo að ykkur þurfi ekki að skorta neitt framar?“ Þeir bjuggust við einhverju stór- kostlegu og sögðu allir í einu hljóði: „Já, það viljunr við, herra!“ Þá skipaði hann svo fyrir að hús- inu yrði lokað og borinn eldur að því, og allir brunnu þar inni. Drak- úla sagði við hirðmenn sína: „Vitið þið af hverju ég gerði þetta? í fyrsta lagi vegna þess að ég vil ekki að þetta fólk verði öðrum til byrði og enginn skal vera fá- tækur í mínu landi - allir eiga að vera ríkir. í öðru lagi hef ég frelsað þetta fólk. Hér eftir mun það ekki þurfa að líða neyð eða sjúkdóma í þessurn heimi." Hvað kom fyrir konurnar? Ef kona sveik mann sinn lét hann skera blygðun hennar af henni og síðan var konan bundin nakin við stólpa á aðaltorg bæjarins og blygðun hennar hengd á stólpann. Sama henti stúlkur sem gættu ekki jómfrúrdóms síns og léttúðugar ekkjur. Af sumum voru brjóstin skorin og af öðrum var blygðunin skorin og glóandi járntein stungið þar inn og gegnum allan kroppinn upp að munni. Og þannig þurftu þær að standa, hlekkjaðar naktar við staur þar til holdið skildist frá beinunum eða þær urðu fuglafæða. Eitt sinn er Drakula var á ferða- lagi kom hann auga á fátækan mann í lúinni og slitinni skyrtu og spurði hann: „Átt þú konu?“ Og hann svaraði: „Já, herra!“ Og Drakúla sagði: „Leiddu mig inn í hús þitt svo að ég geti séð hana!“ Og hann sá að konan var ung og heilbrigð og spurði mann hennar: „Hefur þú ekki sáð líni?“ Og maðurinn svaraði: „Ég á fullar geymslur af líni, herra!" Og hann sýndi honum allt línið. En Drakúla sagði við konuna: „Hvers vegna ertu svona löt? Maðurinn þinn á að plægja og sá og skaffa þér mat og það er þín skylda að sjá til þess að hann gangi í hreinum ogfögrum klæðum. En þú sníður ekki einu sinni skyrtu á hann þó að þú sért ung og heilbrigð. Þú ert sú seka en ekki maðurinn þinn. Ef hann hefði vanrækt línekruna væri hann sekur.“ Og Drakúia fyrirskipaði að höggva hendurnar af konunni og stegla hana. Eitt sinn sat hann að snæðingi en allt í krinum matborðið voru staurar sem fólk var fest upp á. Hann sat þarna með líkin allt í kring og hafði rnikla ánægju af. En þjónninn sem færði honum matinn á boðið gat ekki þolað nályktina og setti höndina fyrir nefið og sneri sér undan. Drakúla spurði hann: „Hvers vegna gerirðu þetta?“ Og þjónninn svaraði: „Herra, ég get ekki haldið þessa fýlu út!“ Drakúla lét þá umsvifa- laust festa hann upp og sagði: „Nú geturðu setiö þarna lengst uppi svo að fýlan nái ekki til þín“. Bjó sig undir eilífa pínu Eitt sinn fór ungverski konung- urinn ineð her á hendur Drakúla og er herjunum laust saman var Drak- úla tekinn höndum Vegna þess að hans eigið fólk sveik hann. Hann var færður til konungsins sem skipaði að setja hann í dýflissu. Og hann sat sem fangi í Visegrad við Dóná, rétt fyrir norðan Búda í 12 ár. Og annar fursti var settur yfir Múnteníu. Þegar sá fursti dó lét konungur senda skilaboð í fangelsið um að Drakúla gæti endurheimt fursta- dæmið ef hann tæki rómversk- kaþólska trú. Ef hann gengi ekki að þeim skilmálum yrði hann að enda líf sitt í fangelsi. En Drakúla mat meira lystisemdir þessa heims heldur en sælu Himnaríkis, hann gaf hina réttu trú upp á bátinn, yfir- gáf sannleikann og ljósið og lét sig falla niður í myrkrið. Hann gat ekki þolað stundlegar kvalir dýflissunnar en bjó sig nú undir ei- iífa pínu. Hann afneitaði okkar ort- ódoksku trú og tók við villutrú ka- þólskunnar. Konungur gerði hann ekki aðeins að fursta í Múnteníu á ný heldur gaf honurn systur sína fyrir konu og með henni eignaðist hann tvo syni. Hann lifði enn í 10 ár og dó í villutrú. (GFr þýddi úr Information)

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.