Þjóðviljinn - 14.05.1983, Qupperneq 18

Þjóðviljinn - 14.05.1983, Qupperneq 18
18 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 14.-15. maí 1983 dægurmál (sígiid?) inn. Hann heitir Helgi og er í Haugnum, en ekki veit ég hvort hann er genginn til liðs við „Þeysara", þó að heyrt hafi ég slíkar „Gróusögur". Hljóm- sveitin lék fjögur lög og gerði það af stakri prýði og náði að byggja upp ágætis stemmningu. Þá er komið að Fall. Fyrir þá sem ekki þekkja neitt til hljóm- sveitarinnar eða „fíla“ hana illa hafa þetta vafalaust verið hund- leiðinlegir hljómleikar. Fall er mjög, mónótónísk, þung og tor- melt hljómsveit. Hljómlist þeirra heillar ekki fyrr en eftir töluverða hlustun, ef hún heillar þá fólk á annað borð. A.m.k. er það mín reynsla. Ekki verður sagt um hljóm- sveitina að hún sé lífleg á sviði. Þetta eru eins og fimm jarðfastir drumbar. Mark E. Smith söngv- ari og aðalmaður hljómsveitar- innar er ekki sú manngerð sem hreyfir sig mikið á sviði. Sviðs- framkoma hans, þegar hann gengur um sviðið með hendur í vösum, minnir mig á ráðsettan heimilisföður, sem er að spássera í stofunni heima hjá sér. Þeir eru meira fyrir eyrað en augað. Uppákoma Fall þetta kvöld gladdi mig og get ég ekki neitað því að mér þótti gaman að þeim. { samanburði við tónleikana 1981, sem haldnir voru í Austurbæjar- bíói og Hótel Borg, fundust mér þeir betri núna. Það kom ágæt- lega út að hafa tvo trommu- leikara og var samvinna þeirra ágæt. Mark E. Smith er aðal „sjarmör" hljómsveitarinnar og gefur henni þennan Fall blæ sem engin önnur hljómsveit hefur neitt í líkingu við. Þetta voru ágætis tónleikar þótt skipulagið gæti hafa verið betra. Ég er nokkuð viss um að vel flestir hinna 600 sem létu sjá sig hafi fengið eitthvað til að tala um, hvort sem það var til að hrósa eða bölva Fall. Ég vil í lok- in þakka aðstandendum þessara hljómleika fyrir gott kvöld og vona að tapið hafi ekki verið allt- of mikið. JVS. „Safnplötur“ Safnplötur kallast hljómplötur þær þar sem gefið er sýnishorn af mörgum hljómlistarmönnum, yfirleitt eitt lag með hverri sveit eða flytjanda. Hitt er svo annað mál hvort fólki finnst slíkt saman- safn eiga heima í plötusafni sínu. Finniitt... heitir það nýjasta sem ég hef heyrt af slíkum plötum og eruá 14sýnishorn. Þaðþekktasta er líklegast Twisting by the pool með Dire Straits (sem mér finnst með hundleiðinlegustu lögum) en aðrir flytjendur eru Grace Jones, Dexy’s midnight runners, Undertones, U2, Golden earring, Eddie Rabbitt & Crystal Gayle, Robert Palmer, Björgvin Hall- dórsson og hljómsveit, Kajagoog- oo með hittlagið sitt Too shy, dú- ettinn Tears for fears, Scarlet party, Nancy einhver Nova og john nokkur Watts (sem syngur alveg eins og Peter Townsend). Eins og af þessari upptalningu sést kennir hér ýmissa hljóm- listargrasa, en flest laganna eru sómalög þannig að Einmitt... er miðað við aðrar safnplötur sem ég hef heyrt ágætlega valið laga- safn. A hinn bóginn verð ég að játa að ég kaupi aldréi þessar svo- kölluðu safnplötur og reynsla mín af þeim sem biandast hafa í plötukraðakið mitt er lítil þar eð þær lenda sárasjaldan á fóninum í mínum húsum. Hljómplötur með lögum úr kvikmyndum eru þekkt fyrir- brigði, hvort sem um er að ræðg algjörarmúsikmyndireöurei. Ég krækti mér í vikunni í eina af síðarnefndu sortinni, en á henni eru lög úr nýrri franskri kvik- mynd, „Ils appllent ca un acci- dcnt“sem franska leikkonan Nat- alie Delon (fyrrum eiginkona Alains Delon) er skrifuö fyrir. Er skemmst frá því að segja að hún hefur varla farið af fóninum hjá mér síðan. Aðalþemað er eftir og flutt af Steve Winwood, bæði í „instrumental“ og sunginni út- gáfu. Alveg gífurlega faliegt lag, með öllum bestu Winwood- einkennunum. Auk þess flytur hann „instrumental" útgáfu af lagi sínu Night train, sent er sung- ið á plötu hans Arc of' a diver (1980). Þá eru tvær útgáfur af laginu October með írsku hljóm- sveitinni U2, en í annarri er þeirn til aðstoðar hljómborðsleikarinn Wally Badarou. Hann á auk þess 2 lög á þessari plötu, La premier fleur (Fyrsta blómið) og La reve de Gabriel (Draumur Gabríels). Wally Badarou er einn af stúdíó- hljómsveitarmeðlimum þeim sem ganga undir nafninu Com- pass Point All Stars, en þeir eru auk hans gítarleikararnir Barry Reynolds og Mickey Chung og takttríóið Sly Dunbar, Sticky Thompson og Robbie Shakespe- are, sem mjög svo hafa komið við sögu á plötum Marianne Faithful og Grace Jones. Hér flytja þeir lag eftir Sting, sem Grace liefur sungið inn á plötu, Demolition man, en nú án hennarogauk þess ósungið í þessari útgáfu. Mari- anne Faithful er hér með lagið Guilt í dálítið öðruvísi útsetningu en á Broken English plötunni, en Maríönnudellan í mér varð ein- mitt til þess að ég tekk áhuga á þessari plötu (Accident). Þá eru ótaldir 2 af öllu þessu sómafólki sem kvatt var til að gera músik við kvikmynd þessa, Jess Roden og Peter Wood. Þeir flytja lögin Some vision og Future soon, sem er uppáhaldslag mitt um þessar mundir (mað'ur er allur á ljúfu, mjúku línunni þegar fer að bóla á sumri og sól). Jess Roden er Breti, var einn stofnandi The Alan Bown Set, stofnaði því næst hljómsveitina Bronco og fyrrum meðlimir í Doors fengu hann til liðs við sig sem söngvara eftir lát Jim Morri- son og var hann með þeim smá- tíma í hljómsveit sem nefndist The Butts Band, síðan stofnaði hann The Jess Roden Band. Pet- er Wood er hljómborðsleikari og hefurt.d. verið í Sutherland brot- hers / Quiver og Natural gass. Accident má kannski kalla safnplötu, og hiklaust ef sú merk- ing er lögð í orðið að hún sómi sér vel í plötusöfnum. Hér er á ferð vönduð tónlist og þar að auki fal- leg og hrífandi. Plata þessi er gef- in út af Island Records, en á því merki hafa t.d. komið út plötur með músik úr kvikmyndunum The harder they come (Jimmy Cliff), Rockers (reggei), Coun- tryman (reggei),Excalibur (Kon- ungssverðið í Austurbæjarbíói) og An Officer and a Gentleman (m.a. Joe Cocker og Jennifer Warnes). Svona í lokin má kannski geta þess í tilefni af því að kappinn Steve Winwood á stóran hlut og góðan að músikgerð á Accident, aö hann varð 35 ára á uppstign- ingardag. Hann hóf ferii sinn í rokkmúsik mjög ungur og var aðeins 16 ára þegar hann byrjaði í sinni fyrstu meiriháttar hljóm- sveit, The Spencer Davis Group. Síðan urðu til Traffic og Blind Faith áður en hann hóf sólóferil sinn. A. Hljómsveitin Fa.ll á sviðinu í Austurbæjarbíói 6. maí s.l. Ljósm. Atli. Fyrir eyrað en ekki augað Ekki er vitað um gæði kvikmyndarinnar „Ils appellant ca un accident", en plötuumslagið er firnagott og gefur vel til kynna um hvað myndin fjallar. A íslensku er heiti myndarinnar „Þcir kalla það slys“ og mun hér vera á ferðinni ádeila á „læknamafiuna". Hljómleikar þeir, sem haldnir voru í Austurbæjarbíói þann 6. þessa mánaðar voru hálf mis- lukkaðir. Ekki svo að skilja að hljómsveitirnar hafi verið verri eða betri en við var að búast. Að- allega var það skipulagsleysið sem fór í taugarnar á mér. Það er eins og ekki sé hægt að halda hljómleika hér án þess að allt fari úr böndunum. Hljómleikarnir áttu að byrja kl. 21.00 en að „góðum íslensk- um sið“ hóf fyrsta hljómsveitin ekki leik fyrr en klukkan var langt gengin í tíu. Fyrir þá sem mættu stundvíslega stóðu tón- leikarnir í 3Vi tíma og voru þeir orðnir ansi þreyttir þegar upp var staðið í lokin. Jæja, þá er best að hætta þessu röfli og snúa sér þess í stað að leik hljómsveitanna og tónleikunum sjálfum: Mórall, uppákoma Bubba Morthens og félaga, byrjaði leikana. Auk Bubba voru í hljómsveitinni Mikki Pollock (Utangarðsmenn, Bodies), Kor- mákur (Q4U), Beggi Morthens (Egó) og Þorleifur (Egó). Allir eiga þeir félagar það sameiginlegt að sögn Bubba að hafa einhvern tíma á ævinni verið reknir úr koma neinum á óvart. Þrátt fyrir lítinn undirbúning komust þeir skammlaust frá sínu og gerðu töluverða lukku. Iss! kom næst fram og mér til mikilla vonbrigða er hljómlist sveitarinnar farin að sverja sig óþarflega mikið í ætt við tónlist Purrks Pillnikks. Þetta eru góðir strákar en ég er ekki nógu hress með hvaða stefnu hljómlist þeirra hefur tekið. „Þcysarar“ voru með nýjan mann í stað Steina sem er hættur. Ekki reyndu þeir að finna annan gítarleikara til að fylla skarð hans enda er slíkur maður vandfund- hljómsveit. Tónlist þeirra var nokkuð í stíl við tónlist Utan- garðsmanna og þarf það ekki að UIII9JUII Sif Jón Viðar Andrea

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.