Þjóðviljinn - 09.07.1983, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 09.07.1983, Blaðsíða 4
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 9-10. júlí 1983 st jornmál á sunnudegí Lýöræðisbarátta Atlaga gegn lýðræði er hafin á íslandi. Fjölmennustu samtökfólksinsílandinu | hafa verið svipt helgum lýðrétti. Forsætisráðherrann hótar lögreglunni, séu gerðir frjálsirsamningar. Þjóðþingiðertekið úr sambandi misserum saman. Yfirlýsturtilgangur ríkisstjórnarinnar er að meina stjórnarandstöðunni þátttöku í formlegum umræðum á opinberum vettvangi. Löggjafarvaldi og framkvæmdavaldi er hrært saman í gruggugan graut. Á fáeinum vikum er sá hornsteinn stjórnskipunarinnar sem felst í þrískiptingu ríkisvaldsins brotinn í mola. Forseti Alþingis er ráðherra í ríkisstjórninni. Utanríkismálanef nd er orðin afstyrmi. Þannigmætti lengi telja. Hátíða- ræður um valddreifingu rykfalla á hillum. f veruleikanum er lýðræðið tekið tröllataki. Miðstýring stjórn- kerfisins hlýtur risavaxna styrk- ingu. Bráðabirgðalög n'kisstjórnar- innar, meðferðin á Alþingi, úti- lokun stjórnarandstöðunnar á nær öllum sviðum og lögbann á lýðrétt- indi sýna hve veikum fótum vaxtar- broddur lýðræðis og valddreifingar hefur staðið í landinu. Á fáeinum vikum er þróuninni snúið aftur á bak um marga áratugi. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa sýnt að nú er þörf á nýrri lýðræðis- baráttu á íslandi. Það verður að skapa öfluga samfylkingu til varnar lýðréttindum. Stefna Alþýðubandalagsins Fyrir rösku ári efndi Alþýðu- bandalagið til landsráðstefnu um lýðræði og valddreifingu. Kjarninn í ályktun hennar fólst í þremur grundvaliaratriðum. Þau geyma meginstef þeirrar umræðu sem nú þarf að hefjast, burðarása þeirrar lýðræðisbaráttu sem framundan er. Fyrsta krafa landsráðstefnunnar var að öll stjórnskipun íslenska lýðveldisins ætti að þróast í átt til aukins lýðræðis og valddreifingar. Önnur grundvallarreglan var að markvisst skyldi stuðlað að þátt- töku allra íslendinga í ákvörðunum um stórt og smátt í þjóðfélaginu. Þriðja kjarnaatriðið var krafa um að ákvarðanir eigi að taka í nánum tengslum við alla þá einstaklinga er þær snerta. í ályktuninni var síðan útskýrt hvernig virkara lýðræði, upplýsinga- streymi frá fulltrúasamkomum til fólksins, ákvörðunarréttur al- mennings um nánasta umhverfi sitt, umræður á vinnustöðum og þátttaka launafólks í ákvörðunar- töku mynduðu fjölskrúðug verk- efni á næstu árum. Atburðarásin á undanförnum vikum og mánuðum hefur sýnt hve tímabær þessi stefnumótun Al- þýðubandalagsins var. Fáa hefur þó sjálfsagt órað fyrir því, að ein- ungis ári síðar myndi ný ríkisstjórn gera slíka atlögu að lýðræðinu í landinu, að brýn varnarbarátta fyrir lýðréttindum, sem unnist hafa á liðnum áratugum, yrði að tengj- ast umræðunni um valddreifingar- samfélag framtíðarinnar. Þrjár vígstöðvar Aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa á fáeinum vikum skapað afdrifarík- l ar vígstöðvar á þremur megin- sviðum. Þær týrstu, sem hlotið hafa í upphafi mesta athygli, felast í efnahagsaðgerðum á sviði kjara- skerðingar. Næst í röðinni er sú vígbúnaðarhollusta, sem felst í stórauknum framkvæmdum Bandaríkjanna á íslandi, gífurlegri styrkingu herstöðva í Iandinu og auknum tengslum íslands við kjarnorkuvopnanet risaveldisins. Þriðju vígstöðvarnar eru svo lýðræðisbaráttan sjálf. Sú barátta knýr til umræðu um grundvallar- réttindi almennings í landinu, sjálf- an kjamann í íslensku lýðræðis- skipulagi. Málsvarar ríkisstjórnarinnar verja kjaraskerðinguna, hern- aðarframkvæmdirnar og atlöguna að lýðræðinu með tilvísunum til margbreytilegrar auðhyggju. Ríkisstjórnin sé eingöngu að fram- kvæma hið óhjákvæmilega. Við höfum hins vegar rækilega áréttað aðra valkosti á sviðum efnahagsmála og friðarbaráttu. Á næstu vikum þurfum við einnig að hefja á loft fjölskrúðugt lýðræðis- merki. Árásum ríkisstjómarinnar á lýðræðið í landinu þarf að svara með því að árétta þá margvíslegu möguleika sem við blasa til að styrkja og efla lýðréttindi almenn- ings og valddreifinguna í stjórn- kerfinu. í framsækinni umræðu sem verð- ur grundvöllur lýðræðisbaráttunn- ar á næstu misseram ber hæst fjög- ur verkefnasvið: 1. Valddreifingu í stjórnkerfinu og endurreisn hornsteina lýðræðis- skipunarinnar. 2. Barátta fyrir virku byggða- lýðræði. 3. Lýðræði á vinnustað sem festir í sessi félagslega stjórn á fram- leiðslunni. 4. Viðurkenningu á frelsi fólksins til sjálfsstjórnar í daglegu lífi. Fjölþættur lífsstfll fái skilyrði til að auðga mannlíf okkar og menningu. Valddreifing í stjórnkerfinu - Endurreisn hornsteina Á fyrsta meginsviði lýðræðisbar- áttunnar blasa við fjölmörg verk- efni. Hvert þeirra er efni í langar ræður. Hér verða þau einungis tal- in upp í einfaldri röð. Fáeinar setn- ingar sem vísa veginn að víðtækri baráttu. Hvert þessara atriða myndar á sjálfstæðan hátt burðarás í lýðræðislegri stjórnskipan. Fyrsta verkefnið er að endur- reisa sjálfstæði Alþingis. Þing- ræðið verði í reynd sú grundvallar- regla í samskiptum stjórnvalda sem kveðið er á um í stjórnarskrá lýðveldisins. Annað verkefnið þessu skylt er að setja formlegar skorður við þeirri drottnun framkvæmdavalds- ins sem orðið hefur yfirþyrmandi við valdatöku nýrrar ríkisstjórnar. Þriðja baráttusviðið er að verja frelsi félagasamtaka í landinu til að fjalla um málefni fólksins og gera frjálsa samninga um skipan mála á hinum ýmsu sviðum. Án frjálsra félagasamtaka verður lýðræðið aðeins innantómt form. Afstaðan til verkalýðsfélaganna hefur víðast hvar orðið sá prófsteinn á lýðræðið sem marktækastur er í reynd. Fjórða breytingasviðið beinist að því að tryggja opna, víðtæka og frjálsa umræðu í fjölmiðlum lands- ins um öll helstu ágreiningsefni sem á dagskrá eru hverju sinni. Veldi Morgunblaðsins, hægri til- hneiging á DV eftir sameiningu Dagblaðsins og Vísis og sífelldar hótanir í garð starfsmanna ríkis- fjölmiðlanna era hættuboðar í þessum efnum. Án algerra þáttaskila á þessum sviðum öllum verður aldrei hægt að tryggja valddreifíngu í stjómkerf- inu né heldur endurreisa horn- steina lýðræðisskipunarinnar. Bar- áttusviðin fjögur eru kjarninn í hinni nýju lýðræðisbaráttu sem nú þarf að hefja. Byggðalýðræði Þegar lítil þjóð býr dreift í stóru landi er nauðsynlegt að veita íbú- um ólíkra héraða möguleika til að ráða sjálfir gangi sem flestra mála. Miðstýring ríkisvaldsins verður að víkja fyrir aukinni sjálfsstjórn sveitarfélaganna og viðurkenndum rétti héraðanna til að móta stefn- una í þeim málum sem brenna hvað mest á heimafólki. f þessum efnum verður að styrkja fjárhagsiegt sjálf- stæði sveitarstjórna og efla þann umræðuvettvang í heimabyggðum sem virkjað getur sem flesta til þátttöku í ákvörðunum um eigin hag. Kosningar á nokkurra ára fresti til Alþingis og sveitarstjórna era aðeins lítill angi þess lýðræðis- skipulags sem við viljum festa í sessi. Bein áhrif íbúanna þurfa að koma til sögunnar á fjölmörgum sviðum. Milli kosninga koma á dagskrá margvísleg viðfangsefni, sem engan óraði fvrir dagana á undan kosningum. Ákvarðanir um slík verkefni mega ekki verða einkaréttur kjörinna fulltrúa. Veita verður fólkinu sjálfu beinan aðgang að slíkri umfjöllun. Setja þarf lög um skyldur stjórnvalda til að leita milliliðalaust álits íbúanna í meiri háttar ákvörðunum og tryggja rétt minnihluta til að knýja á um almennar umræður og víð- tæka ákvarðanatöku. í þessu skyni ber á höfuðborgar- svæðinu og í stærri kaupstöðum að veita hverfasamt.ökum formlegan rétt til ákvörðunar og umfjöllunar. í miðstýrðu borgarstjórakerfí íhaldsins hefur réttur fólksins til sjálfsstjórnar týnst. Krafan um um- fjöllun í hverfunum og samráðsrétt íbúanna er höfuðatriði í baráttunni gegn miðstýringarglöðum borgar- stjórnarmeirihluta. íslenskt lýðræði mun þá fyrst bera nafn með réttu þegar íbúar allra landsins byggða taka á lifandi hátt þátt í mótun eigin mála og í hverfum borgarinnar verður íbú- unum fært vald til að móta stefnu í málefnum nánasta umhverfis. Lýðræði á vinnustað - Félagsleg stjórn á framleiðslu Þrátt fyrir margvíslega umræðu á undanfömum árum hefur lítið mið- að í þá átt að festa í sessi aukið lýðræði á vinnustað. Starfsfólkið hefur ekki hlotið viðurkenningu á rétti sínum til að fjalla um skipan vinnunnar né heldur þróun fjárfestinga og reksturs. Og nú hafa samtök launafólksins einnig verið svipt réttinum til að semja um kaup og kjör. Verkalýðsfélögin verða samkvæmt þrælalögum rikis- stjórnarinnar einungis máttlaust form, sem ríkisstjórnin ætlar að banna allar bjargir sem tryggt geta kjör fóiksins í landinu. Ólaffur Ragnar Grímsson Þessari atlögu ríkisvaldsins að grundvallarréttindum samtaka verkafólks verður að svara með öflugum kröfum um aukið lýðræði á vinnustað og félagslega stjórn á framleiðslunni. Lýsa þarf margvís- legri reynslu launafólks í öðrum löndum af þátttöku í stjórn fyrir- tækjanna og meta þær tilraunir sem gerðar hafa verið hér á landi. Forstjórasveitin hefur reynst tryggur bándamaður ríkisvaldsins í aðförinni að lýðréttindum launa- fólks. Fjandmenn lýðræðisins sitja ekki aðeins í stjórnarráðinu. Þeir eru einnig á stjórnarskrifstofum fyrirtækjanna. Þess vegna verður að efla skilning á hinum fjölmörgu félagslegu rekstrarformum, sem komið geta í stað forstjóraræðis og hagkvæm eru í okkar framleiðslu- kerfi. Almenningseign, samvinnufélög um framleiðslu og samstarfsform almannasamtaka af ýmsu tagi era allt nýskipanir í framleiðslukerfinu sem tryggt geta fólkinu aukinn rétt til að ráða eigin málum. Ef lýðræðið verður ekki rótfest á vinn- ustöðunum getur ríkisvaldið hve- nær sem er rifið það upp með rót- um. Það sýnir reynsla síðustu vikna. Frelsi til sjálfsstjórnar - Fjölþættur lífsstíll Sú bylting sem orðið hefur á sviðum menntunar og fjölmiðlunar á undanförnum tveimur áratugum hefur leitt í ljós nýjar víddir í lýðræðisþróun. Formleg lýsing á stjórnskipun er aðeins hluti þess lýðræðissamfélags sem nýjar kyn- slóðir vilja þróa í framtíðinni. Margvíslegir hópar og samtök fólks gera kröfur til sjálfsstjórnar á fjölmörgum sviðum. Fjölþættur lífsstíll getur aukið menninguna og glætt samfélagið fjölbreytileika fái hann frið til að eflast og styrkjast. Margvíslegir minnihlutar hafa birst á undanförnum árum í kjölfar þeirrar miklu menningarapp- reisnar, sem tengd er lýðræðis- baráttu námsmanna. Árið 1968 hefur löngum verið merkimiði þessarar nýju öldu. Rætur breytinganna og umfang byltingar- innar eru þó margslungnari en svo að þau rúmist í atburðarás eins árs. I mörgum löndum hefur verið reynt að drepa hinn nýja lífsstíl í dróma og setja frelsi fólksins til sjálfsstjórnar fjölmargar skorður. Harðstjórn og miskunnarleysi hef- ur verið andsvar afturhalds- aflanna. Umburðarlyndinu hefur verið ýtt til hliðar og drottnunar- hlýðni verið sett í staðinn. Hættan á slíku hér á landi hefur magnast í kjölfar gerræðisverka hæeri stjórnar. Baráttan er hafin Atburðarásin frá kosningunum hefur á ótrúlega skömmum tíma knúið okkur til nýrrar lýðræðisbar- áttu. Kröfurnar um valddreif i ngu í stjórnkerfinu og endurreisn horn- steina sjálfs lýðræðisins hafa á fá- einum vikum orðið brýn umræðu- efni. Tillögur um raunverulegt byggðalýðræði, sjálfsstjórn fólks- ins, lýðræði á vinnustað, félagslega stjórn á framleiðslunni og örugg vaxtarskilyrði hins fjölþætta lífs- stfls verða á næstu mánuðum og misserum jafn brýn dagskrárefni og baráttan gegn kjaraskerðingu og aukinni hervæðingu á íslandi. Vígstöðvarnar ná nú einnig til lýðræðisins sjálfs. Þar hefur verið blásið til örlagaríkrar baráttu. Hollvinir lýðræðisins og stuðnings- fólk aukinnar valddreifingar þurfa að taka höndum saman í sókn og vörn. Baráttan krefst víðtækrar samfylkingar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.