Þjóðviljinn - 09.07.1983, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 09.07.1983, Blaðsíða 9
Helgin 9-10. júlí 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9 Fersk fœða er best fœða: C-vítamín vinna gegn krabbameinsvöldum Talsmenn alþjóðlegu krabbameinsrannsóknastöðv- arinnar IARC í Lyon í Frakklandi telja að c-vítamín geti verndað fólk fyrir krabbameini í maga og reyndar í öllum meltingarfærum. Nýlegar rannsóknir sýna að c- vítamíngjöf getur stöðvað myndun þeirra krabbameinshvetjandi efna sem líkaminn sjálfur framleiðir. í Lyon hefur verið fundin upp ný aðferð sem gerir mönnum kleift að skoða hvernig nítrósamín myndast í líkama mannsins. Nítrósamín eru einmitt í flokki þeirra krabba- meinshvetjandi efna sem líkaminn getur myndað sjálfur. Nítrit, sem er m.a. að finna í venjulegu salti, getur breyst í nítrosamín þegar það kemst niður í þarmana. Tilraunir á dýrum hafa sýnt, að nítrosamín geta valdið krabba- meini allhratt með því að brjótast inn í frumurnar og breyta erfðaefni þeirra, DNA. En til þessa vissu Veistu: að fyrir 20 árum mátti telja íbúa Breiðholts á fingrum annarrar handar en nú búa þar 10% þjóðarinnar að algengasta karlmannsnafnið á íslandi nú er Þór. Það var ekki til um síðustu aldamót að Einar Benediktsson skáld var upphafsmaður að því að skíra börn fuglanöfnum. Börn hans hétu Valur, Svala, Örn, Erla, Már og Hrefna að Erlendur Patursson þingmaður og fv. ráðherra í Færeyjum er íslenskur í móðurætt að núverandi handhafar forseta- valds eru Steingrímur Her- mannsson forsætisráðherra, Jón Helgason dóms- og land- búnaðarráðherra og Þór Vil- hjálmsson, eiginmaður Ragn- hildar Helgadóttur mennta- málaráðherra. að ráðherrum á íslandi fer sífellt fjölgandi. Árin 1904-1917 var 1 ráðherra, 1917-1939 voru 3 ráðherrar, 1939-1942 5 ráð- herrar, 1944—19586ráðherrar, 1959-1974 7 ráðherrar, 1974-1978 8 ráðherrar, 1978- 1979 9 ráðherrar og frá 1980 hafa verið 10 ráðherrar að kvenmannsnöfnin Helga og Olga eru í raun og veru sömu nöfnin. Helga barst til Rúss- lands á víkingaöld og varð Olga en hefur síðan komið til baka í fiví formi inn í norræn mál safjarðarkaupstaður stendur ekki við ísafjörð heldur við Skutulsfjörð að Keflavíkurkaupstaður stendur við Stakksfjörð að viðÖnundarfjörðerufjórirbæ- ir sem allir heita Kirkjuból að Bakkabræður voru frá Bakka í Svarfaðardal að eitt sinn var prentsmiðja Þjóð- viljans á Bessastöðum menn ekki nákvæmlega hvernig nítrosamín valda æxlum í fólki. Dregið hefur úr magakrabba á Vesturlöndum á undanförnum árum og er það rakið tii þess, að menn neyti nú meira af ferskum mat og minna af söltuðum og niðursoðnum en áður. En í löndum þar sem menn enn borða mikið af söltuðum og niðurlögðum mat eins og í Kína og Japan er magakrabbi enn algengur. Á svæðum í Norður-Kína, sem IARC hefur rannsakað, er þar að auki óvenjulega lítið um c-vítamín. Og þar er magakrabbi útbreiddur og einnig krabbamein í ristli og barka. Einföld aöferö Þau efnið sem nítrit þarf til að verða hættulgt (ýmis köfnunarefn- issambönd) eru að sjálfsögðu til staðar í margskonar fæðu. En í Lyon tókst vísindamönnum að finna einfalda og praktíska aðferð til að fylgjast með því hvernig nítrit verður að nítrosamínum í líkam- anum. Það tókst að einangra efnið prol- ín, sem finnst m.a. í grænmeti. Þetta efni er notað sem „merki- efni“ sem hægt er að fylgjast með út í þvagið - og er óskaðlegt með öllu. Þetta kemur að góðu haldi því áður var erfitt að fylgjast með því nítriti sem menn fengu ofan í sig - það breyttist í líkamanum. Kínverjarnir sem voru til rann- sóknar drukku grænmetissafa til að fá í sig nítrit og síðan drukku þeir prolín. Sólarhring síðar var þvagið úr þeim rannsakað. Mikill munur Einn hópurinn fékk 100 milli- grömm af c-vítamíni í formi appel- sínusafa þrisvar á dag með mál- tíðum. Munurinn var geysimikill. Þessir menn mynduðu mjög lítið af nitrosamínum, eða rétt eins og þeir byggju á svæði þar sem hætta á magakrabba var tiltöluleg.a lítil. Og einn af þeim sem stýra rann- sóknunum, Helmut Barsch, kemst svo að orði, að þegar menn hafi fundið aðferð til að kortleggja hvernig manneskjan myndar krabbameinshvata í líkama sínum, þá sé og opnuð leið til að bregðast við. Þessar rannsóknir tengjast og rannsóknum á magasafa á maga- sjúklingum sem fara fram í Frakk- landi, Finnlandi, á Ítalíu og ís- landi. (Byggt á DN). UTBOÐ Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í gerð Norðausturvegar frá Jökulkinn að vega- mótum Austurlandsvegar. Útboðið nefnist Norðausturvegur á Vopnafjarðarheiði. Helstu magntölur eru eftirfarandi: Lengd 5,8 km Fylling 70000 rúmmetrar Skering 7000 rúmmetrar Burðarlag 3000 rúmmetrar Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 30. sept. 1983. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Vega- gerðar ríkisins, Reyðarfirði frá og með mánu- deginum 11. júlí n.k. gegn 1000 kr. skila- tryggingu. Fyrirspurnir ásamt óskum um upplýsingar og/eða breytingar skulu berast Vegagerð ríkisins skriflega eigi síðar en 18. júlí. Gera skal tilboð í samræmi við útboðsgögn og skila í lokuðu umslagi merktu nafni útboðs til Vegagerðar ríkisins, Reyðarfirði, fyrir kl. 14.00 hinn 20. júlí 1983 og kl. 14.15 sama dag verða tilboðin opnuð þar að viðstöddum þeim bjóðendum, sem þess óska. Reykjavík, í júlí 1983. Vegamálastjóri. Happdrætti heyrnarlausra ’83 Dregið var í happdrættinu þ. 1. júlí s.l. Vinningsnúmer eru þessi: 1. 30.024 9. 23.056 2. 18.334 10. 27.896 3. 32.176 11. 15.394 4. 23.741 12. 11.189 5. 33.364 13. 15.385 6. 13.312 14. 21.870 7. 17.250 15. 15.756 8. 23.809 FÉLAG HEYRNARLAUSRA, KLAPPARSTÍG 28, SÍMI13560. FELAGI HEYRNARLAUSRA Utboð BSF - Vinnan og BSF - Starfsmanna SÍS óska eftir tilboðum í uppsteypu á undirstöð- um og kjallara fjölbýlishúsa við Laxakvísl og Fiskakvísl á Ártúnsholti. Útboðsgögn verða afhent frá og með þriðjudeginum 12. júlí 1983, á Verkfræðistofu Guðmundar Magn- ússonar Hamraborg 7, Kópavogi gegn 3000 kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 21. júlí 1983 kl. 11 að viðstöddum þeim bjóðendum er þess óska. Lausar stöður: Við leikskólann Lönguhóla, Höfn Hornafirði eru lausar 2 fóstrustöður og ein staða starfs- manns. Æskilegt er að umsækendur geti hafið störf 22. ágúst. Umsónarfrestur til 18. 07. 83. Nánari upplýsingar gefur forstöðu- kona í síma 97-8315. VELJUM ÍSLENSKT! VELJUM ÍSLENSKT! VELJUM ISLENSKT! Maður eyðir 'A af nvinni í svefn og hvíld. For- senda þess aö vakna hress og endurnæröur aö morgni er að sofa á góöri og hæfilega stífri dýnu. Vaknir þú þreyttur og lerkaður skaltu að- gæta dýnuna þína. Ef hún er orðin slakleg hringir þú í okkur og viö munum sækja hana aö morgni. Sama kvöld færðu hana sem nýja og næsta morgun vaknar þú sem nýr og hressari maöurl Ef dýnan er lúin og áklæðið Ijótt þá lát okkur vita í síma. Listavel skulum við lag’ana og fljótt, — þú lagast á örskömmum tímal Framleiöum einnig nýjar dýnur eftir máli. DÝNU-0G BÓLSTURGERÐIN Smiðjuvegi 28, 202 Kópavogi, sími 79233. Póstsending

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.