Þjóðviljinn - 09.07.1983, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 09.07.1983, Blaðsíða 14
Helgin 9-10. júlí 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 9-10. júlí 1983 Ljótur leikur Óperan Madama Butterfly var samin upp úr síðustu aldamótum og frumflutt hér á Italíu árið 1904. Hún gerist í Japan og segir frá ástarævintýri japanskrar geishu og bandarísks sjóliða. í uppfærslu Kens Russ- ells er Cio-Cio-San (Madama Butterfly) hins vegar gleðikona sem starfar í skugga- hverfi Nagasaki skömmu fyrir árás Japana á Pearl Harbour í byrjun síðari heimsstyrj- aldarinnar. Hóruhúsið sem hún starfar í er rekið af melludólgnum og eiturlyfjasalan- um Goro, sem kynnir hana fyrir bandaríska sjóliðanum Pinkerton, sem gengst inn á þann ljóta leik, eftir stutt en ljúfsár kynni, að ganga í heilagt hjónaband með þessari japönsku gleðikonu. Sem fulltrúi hins hrokafulla heimsveldis sér hann sér leik á borði að snúa á hina einföldu austurlanda- búa, kollegum sínum í hernum til skemmt- unar, en án þess að gera sér grein fyrir þeim mikla harmleik sem leikurinn átti eftir að hafa í för með sér. Pinkerton sjóliði er þó ekki sneyddur allri tilfinningu, því í hita leiksins verður hann sjálfur snortinn af þeirri einlægni og alvöru, sem Madama Butterfly leggur í þessa giftingarathöfn þar sem hún meðal annars setur gullkross um háls sér sem tákn um þá nýju trú sem hún hafði tekið með því að ganga inn í hið fyrir- heitna hlutverk sem trygg, fórnfús og elsk- andi eiginkona. Undirmorgun, þegar Pink- erton kveður nývígða eiginkonu sína, lofar hann henni að koma aftur „þegar rauðbrystingarnir gera hreiður sín“, hve- nær svo sem það kann að verða. Hinn ameríski draumur Og í öðrum þætti hefur þessi ljóti leikur, um hljóð í salnum. Sýningin hefur fengið nokkuð harða dóma fyrir Ieikstjórn hjá sumum gagnrýnendum, en ég verð að segja að almenningur hefur tekið henni mjög vel. Bókanir til 1986 Hvað tekur við hjá þér eftir þessa hátíð hér í Spoleto? Ég ætla að reyna að slappa af í tvær vikur, en svo fer ég að vinna að plötu, sem tekin verður upp í London. Síðan fer ég að syngja í Belgíu í haust og þá til Frakklands. Eftir jól verð ég mest í Bretlandi og þar ætla ég að syngja í Tosca og Requiem-messunni eftir Verdi. Annars er ég þegar kominn með bókanir fram til 1986, og það er mér sérstök ánægja að næsta ár verð ég hér á Ítalíu, því hér er ég eins og heima hjá mér. Ég mun koma heim í haust þegar platan verður tilbúin og ég mun þá halda tónleika með íslensku sinfóníuhljómsveitinni til að kynna plötuna. Ég get ekki tekið London Symphony Orchestra með mér heim til ís- lands eins og þú skilur. Annars er þetta það eina sem ég hef á dagskrá heima. Hvernig reynsla er það að standa á sviði í helstu ópcruhúsum heims og hafa allan sal- inn á valdi sínu með röddinni einni saman. Ég get bara sagt þér að það kemur við hjartað í manni að finna andardrátt fólksins í salnum og spennuna í loftinu. Þetta er illlýsanleg reynsla, en ég er bæði þakklátur og stoltur yfir að hafa fengið þessi tækifæri. Það er mér einnig ánægjuefni að finna að það er fylgst með mér heima, - jafnvel þótt ég sé hér úti. Því miður tókst ekki að koma því í kring í tæka tíð að skipuleggja ferðir Islendinga hingað á hátíðina, því ég veit að margir hefðu viljað vera hér og það hefði orðið mér sönn ánægja, en vonandi tekst betur til næst. Ég set markið hátt í mínu starfi, og það væri mér ánægjuefni ef ísland eignaðist heimssöngvara, sagði Kristján Jóhannsson að lokum er við kvöddum hann og dóttur hans Barböru undir brennandi hádegissól á Torgi frelsisins í Spoleto, og hann bað fyrir bestu kveðjur heim á Frón. hinna tveggja heima - vegna þess að hún er kostuð af bæði bandarískum og ítölskum aðilum. Hér er því um alþjóðlegan listvið- burð að ræða, og þótt við Una hefðum ekki tækifæri til að staldra við í Spoleto nema 2 daga af þeim 20 sem hátíðin stendur yfir, þá var það okkur sannkallað ævintýri. Mynd- listarsýningar eru þarna ótalmargar, tón- Ieikar og leiksýningar margar á dag, og fyrir utan Madama Butterfly er einnig sýnd óp- eran Antony og Kleopatra eftir Samuel Listviðburöur í Spoleto Ólafur Gíslason. skrifar frá Ítalíu Ástardúettinn: Kristján Jóhannsson og bandaríska sópransöngkonan Catherine Lamy í hlutverkum Pinkertons og Madama Butterfly. Rimini 3. júlí. Það var með mikilli eftirvæntingu sem við Una biðum þess í gærkvöldi að leiktjaldið lyftist í hinu glæsilega leikhúsi Teatro Nuovo í Spoleto og fyrstu tónarnir úr óperu Puccinis, Madama Butterfly, bárust út í salinn. Við höfðum komið til Spoleto nóttina áðurog náðum fundi Kristjáns Jóhannssonar söngvara nokkrum klukkustundumfyrirsýningu. Hann gerði það ómögulega og útvegaði okkurplássístúku sjónvarpsupptökumanna frá Eurovision, sem voru mættir á staðinn til þess að taka upp þessa umdeildu uppfærslu breska leikstjórans Ken Russells á óperu Puccinis. Og þarna vorum við semsagt mætt á bak við sjónvarpstökuvélarnar þegar óperan hófst með stuttum forleik áður en hin tæraog kraftmiklatenórrödd Kristjáns Jóhannssonarfyllti þennan íburðarmikla leikhússal að því er virtist átakalaust. Og innan tíðar höfðum við gleymt okkur í þessu áhrifamikla drama, sem í uppfærslu Ken Russells hefur fengið óvænta og beinskeytta skírskotun til okkar tíma, þannig að sýningin hefur fengið hárin til að rísa á mörgum þeim gagnrýnendum, sem ekki þola að hróflað sé við hefðbundinni uppfærslu þessa meistaraverks. ÚLFAÞYTUR i óperuheiminum sem melludólgurinn Goro hafði sett á svið í ábataskyni, snúist gegn honum sjálfum, því nú er Madama Butterfly orðin fráhverf öll- um hórdómi, en biður þess í stað trygg og staðföst í trúnni á að hinn ameríski draumur hennar muni rætast með endurkomu hins heittelskaða eiginmanns, sem auðvitað átti aðra eiginkonu í annarri heimsálfu. Nokkur ár eru þegar liðin frá hinni eftir- minnilegu brúðkaupsnótt, en Madama Butterfly lifir enn í hinum ameríska draumi sínum sem magnast í daglegri ópíumneyslu og tekur sér greinilega mynd á sviðinu í ýmsum táknrænum hlutum sem skreyta vistarveru hennar í þessu húsi syndarinnar. Þar er fyrirferðarmestur ónýtur ísskápur sem stendur á miðju sviðinu, en á dyr hans er málaður logandi kross og þyrnikóróna, en uppi á honum stendur kókflaska með bandaríska fánanum í. Fleiri slíkir fánar prýða herbergið auk fagurlitaðra fána þar sem meðal annars er útsaumuð mynd af bandarískum sjóliðaforingjum og áletrunin „In God We Trust“. Þá er áberandi andlits- mynd af Mikka mús og nokkrar veggauglýs- ingar frá bandarískum fjölþjóðafyrirtækj- um sem minna á neysludýrðina í hinu fyrir- heitna landi. Annar þátturinn lýsir með áhrifaríkum hætti eftirvæntingunni sem hinn ameríski draumur vekur með Madama Butterfly og stallsystrum hennar í hóruhúsinu, og ekki einu sinni bandaríska konsúlnum Sharpless. tekst að brjóta niður, en hann var tíður gestur í þessu húsi mikilla vona og mikillar niðurlægingar. Þegar hann reynir að gera Butterfly skiljanlegt að Pinkerton muni aldrei snúa aftur, segir hún honum, að hann muni koma um leið og hann frétti af barni þeirra kornungu, sem hún ól með sér í þessu húsi. Eftir að stallsysturnar í hóru- húsinu höfðu gert uppreisn gegn bölvaldi sínum, melludólgnum Goro, heyra þær f all- byssuskot, sem gefa til kynna að hið fyrir- heitna hvíta skip sé að sigla í höfn, og Butt- erfly og vinkona hennar Suzuki skreyta húsið með blómum til að taka á móti hinum heittelskaða. Síðan líður Madama Butter- fly útaf inn í sinn ameríska ópíumdraum og á senunni birtast ýmsar táknmyndir hans, risastór Kellogs kornflakespakki og annað sem tilheyrir morgunverðarborði sjón- varpsauglýsinganna og skyndilega situr hin hamingjusama fjölskylda við morgun- verðarborðið og barnið fær á sig Mikka- mús-grímu, Pinkerton dagblað í hönd á meðan Butterfly stráir risakornflögum yfir þennan fjölskyldudraum með bandarískum risahamborgara í baksýn, rétt eins og hún hafði stráð blómum yfir sviðið skömmu áður. Uppgjör f þriðja þættinum hefst miskunnarlaust uppgjör á milli draums og veruleika með því að melludólgurinn Goro birtist og rífur niður allt skrautið og táknmerki draumsins í hefndarskyni fyrir þá uppreisn sem hór- konurnar höfðu gert gegn honum daginn áður. Síðan birtast þeir Pinkerton og kon- súll hans, Sharpless, en með þeim er einnig ókunnug kona, sem reynist vera hin banda- ríska eiginkona Pinkertons, mætt í þetta bæli til að ættleiða það barn, sem maður hennar hafði átt með hórkonunni Butter- fly. Áhrifamikilli lokaaríu Pinkertons lýkur með því að hann hleypur af hólmi en Ma- dama Butterfly sér nú draum sinn endan- lega hruninn og ákveður að gefa barn sitt í átakanlegustu senu óperunnar þar sem hún velur þá einu leið sem sjálfsvirðingu hennar var samboðin: eftir að hafa kvatt barn sitt með hughreystingarorðum setur hún búdd- alíkneskjuna upp á fallinn ísskápinn á miðju sviðinu, tekur út úr honum sveðjuna og fremur harakiri. Ljósblossar myndast á sviðinu sem leiða hugann að kjarnorku- sprengjusveppnum yfir Nagasaki, og þegar söngvarar og leikarar koma fram í leiksloks er baksvið leikmyndarinnar upplýst með táknmyndum hins nýja Japans: Honda, Mizubisi, Fuji, Toyota, Sanzui og hvað þau nú öll heita, stórveldin sem hafa flutt hinn ameríska draum til Austurlanda. Ógleymanleg stund Þrátt fýrir óvægna gagnrýni sem þessi áleitna uppfærsla á Madama Butterfly hef- ur hlotið í flestum fjölmiðlum, ætlaði fagn- aðarlátunum aldrei að linna að lokinni sýn- ingu, og við Una vorum sammála um að við hefðum lifað ógleymanlega stund. Sýningin á Madama Butterfly er greinilega sá listvið- burður sem mesta athygli hefur vakið á þessari listahátíð í Spoleto, og þótt sumir gagnrýnendurnir lýsi reynslu sinni af frum- sýningarkvöldinu sem sálrænu áfalli („trauma") og þótt þeir hafi rifið hljóm- sveitarstjórann John Matheson í sig fyrir óblíða meðferð á fínum blæbrigðum í tón- list Puccinis, þá hafa þeir flestir verið sam- dóma um að söngvararnir hafi farið með sigur af hólmi, og gildir það bæði um Krist- ján Jóhannsson og ekki síður mótleikara hans, bandarísku sópransöngkonuna Cat- herine Lamy og japönsku söngkonuna Kumiko Yoshii, sem söng hlutverk Suzuki, stallsystur Butterfly í hóruhúsinu. En það sem gagnrýnendum hefur engu að síður orðið tíðræddast um, er sú áhersla sem lögð hefur verið á leikræna túlkun í þessari sýn- ingu, þar sem hið hefðbundna mjúka og rómantíska andrúmsloft hefur verið látið víkja fyrir hrollkaldri raunsæismynd sem myndar á stundum óvægna andstæðu við hina blíðu tónlist Puccinis... Þetta er í 26. skiptið sem listahátíð er haldin í Spoleto. Hún hefur öðlast sess hér á Ítalíu sem einn merkasti listaviðburðurinn sem hér á sér stað á hverju sumri, og hún er sótt af listafólki og áhugamönnum hvaðan- æva úr heiminum. Það var ítalska tón- skáldið Gian Carlo Menotti sem átti frum- kvæðið að því að til hennar var stofnað, og hann er ennþá listrænn stjórnandi og jafn- framt forstöðumaður þeirrar stofnunar sem um hátíðina hefur verið mynduð. Hátíðin kallast „Festival dei due rnondi" - hátíð Hjónavígslan: Melludólgurinn Goro (Steven Cole) stendur fyrir aftan brúðgumann. Hægra megin við súluna Galbraith), en japanska stúlkan undir fánanum er stallsystir Butterfly, Suzuki, leikin af Kumiko Yoshii. Uppfærsla Kens Russels á óperunni Madama Butterfly með Kristjáni Jóhannssyni í aðalhlutverki þykir brjóta í bága við allt velsæmi er bandaríski konsúllinn Sharpless (Robert (Foto De Furia). Barber gerð við leikrit Shakespeares undir leikstjórn Gian Carlos Menotti. Það eina sem olli okkur vonbrigðum var að geta ekki orðið við óskum fjölmargra farþega okkar og Samvinnuferða-Landsýnar hér á Rimini um að fara í hópferð til Spoleto að hlusta á Kristján Jóhannsson - það þurfti krafta- verk til að koma okkur í laumusæti á bak við sjónvarpstökuvélarnar, en vonandi verður þessi upptaka Eurovision sýnd í ís- lenska sjónvarpinu innan tíðar. Rætt við Kristján Jóhannsson söngvara um uppfœrslu óperunnar Madama Butterfly á listahátíðinni í Spoleto. Þaö var í Spoleto eins og í Betlehem foröum þegar manntalið miklafórfram, aö þar var enga gistingu að fá í venjulegu gistihúsi, og þótt við Una heföum aö vísu skilið dóttur okkar kornunga eftir heima í góðum höndum, þá máttum við leita lengi nóttina sem við komum á staðinn, áður en við fengum gistingu. Hún fékkst þó að lokum með góðra manna hjálp í fornaldarlegum húshjalli frá miðöldum, þarsem gömul ekkja réð húsum og veitti okkur góðan beina í útjaðri borgarinnar. En eftir að við höfðum fyrir milligöngu blaðafulltrúa hátíðarinnar náðfundi Kristjáns Jóhannssonar virtust okkur allir vegir færir. Það var ekki bara að hann gerði það kraftaverk að koma okkur inn í troðfullt óperuhúsið, þar sem fyrir löngu var uppselt á allar sýningar og margir á biðlista, heldur bauð hann okkur einnig gistingu í íbúð sinni, þar sem hann býr með börnum sínum yndislegum, þeim Barböru og Ingþóri. Og við fengum ekki bara að kynnast frábærum söng hans þetta eftirminnilega kvöld, heldur fengum við einnig að kynnast því að matargerðarlistin er honum ekki síður í blóð borin en sönglistin. Og honum er heldurekki orðs vantyfirgóðum mat og drykk að lokinni kvöldstund á óperusviðinu. En eftirgóða næturhvíld fórum við út á Frelsistorgið í Spoleto og ég lagði fyrir hann nokkrar spurningar yfir bolla af capuccino og volgum brauðsnúð. Fimmtán tenórar Hvernig vildi það til að þú varst valinn í eitt aðalhlutverkið í Madama Butterfly .. þessari alþjóðlegu listahátíð hér í Spoleto? Það vildi þannig til að Raffaello de Banfi- eld barón, sem er listrænn stjórnandi þess- Það kemur við hjartað í manni... arar hátíðar, hafði heyrt í mérí Bretlandi og hann bað mig um að koma til sín til Trieste, þar sem hann stjórnar Teatro Verdi, og syngja þar til prufu. Ég fór til Trieste, og þar voru 15 tenórar fyrir sem einnig áttu að prufusyngja fyrir þetta hlutverk. En ég þurfti ekki að syngja fyrir hann nema eina arfu og var svo ráðinn. Þar var einnig umtal- að að ég færi til Charleston í Bandaríkjun- um, þar sem þessi uppfærsla var frumflutt - þetta er bandarísk/ítölsk uppfærsla, - en vegna anna gat ég ekki komið því við, og það var annar söngvari sem söng Pinkerton þar. En uppfærslan hér skiptir mestu máli, því Spoleto-hátíðin er heimsviðburður á listasviðinu og hingað koma forráðamenn stærstu leikhúsa heimsins, umboðsmenn og aðrir sem máli skipta í þessum bransa, og hér hafa margir stórsöngvarar hlotið sína fyrstu viðurkenningu, þannig að ég er að vona að þetta komi mér að gagni líka. Varst þú þá ekki með þegar sýningin var í æflngu? Nei, minn hluti af þessu var æfður hér í Spoleto, ég hafði sungið þetta hlutverk margoft áður, og hér átti ég fyrst og fremst sviðsæfingar með Ken Russell. Ég hafði að vísu hitt hljómsveitarstjórann, John Matheson, og farið með honum í gegnum tónlistarlegu hliðina áður. Athygli og gagnrýni Nú þykir þessi uppfærsla á Madama Butterfly nokkuð sérstæð? Já, þetta hefur verið sannkölluð bomba - sýningin hefur vakið gífurlega athygli og einnig feikiharða gagnrýni. Engu að síður hefur söng- og tónlistarhliðin hlotið viður- kenningu og það hefur verið óskað eftir ótal aukasýningum vítt og breitt, en þó sérstak- lega hér í Spoleto. Listafólkið við þessa sýningu er hins vegar bundið af öðrum verkefnum, þannig að helst hefur komið til lals að sýningin verði endurflutt á næstu hátíð hér í Spoleto. Listahátíðin í Spoleto hefur ávallt haft það á stefnuskrá sinni að koma fram með nýjungar og endurnýjun, og þessi uppfærsla á því vel heima hér, en það er ekki eins víst að henni yrði jafn vel tekið í hinum hefðbundnu óperuhúsum úti í heimi, þar sem óperuhefðin er heilög. Væri hugsanlegt að fá þessa sýningu hcim til íslands? Já, Ken Russell hefur sagt við mig að hann væri fús til að koma með mér heim til íslands, og vissulega væri gaman að setja þessa sýningu upp á listahátíð heima. En það er víst allt of snemmt að ræða um slíkt á þessu stigi. Hvað hefur þú starfað lengi scm atvinnu- söngvari, Kristján? — Frá 1979. Þetta er 4. leikárið mitt. Ég er búinn að syngja 9,10, - hann hugsar sig um, - nei 11 óperuhlutverk á þessum tíma. Ég hef sungið í Ástardrykknum eftir Doniz- etti, La Traviata eftir Verdi, Tosca og Butt- erfly eftir Puccini, Rigoletto, Orfeo eftir Offenbach og Orfeo eftir Monteverdi, Luc- ia di Lammermoor eftir Donizetti og ein- þáttungunum Tabarro og Giannaischicchi eftir Puccini. Sum hlutverkin hef ég sungið í mörgum uppfærslum, sérstaklega Pinkert- on í Madama Butterfly. Meö dömuna í fanginu En er þessi uppfærsla ekki nokkuð frá- brugðin þeim sem þú hefur áður tekið þátt í? Jú, sannarlega. í þessari uppfærslu er meiri leikur og hreyfing á sviðinu en áður hefur tíðkast. Það er athyglisvert, að einn gagnrýnandinn bar þessa sýningu saman við nýlega uppfærslu á La Scala, þar sem hann sagði að nánast hefði verið um kon- sertuppfærslu að ræða, því söngvararnir hafi alltaf verið kyrrir á sviðinu og tónlistin hafi verið algjörlega dómínerandi. Hér er þetta gjörólíkt. Til dæmis syngjum við ást- ardúettinn liggjandi, og það er nokkuð ný reynsla fyrir mig. Þá þarf ég að syngja eina aríuna með dömuna í fanginu eins þú sást, og það er ekki svo lítil þrekraun, því hún vegur um 60 kfló, get ég sagt þér. Ég stræk- aði á þetta í fyrstu, en Russell stóð fastur á sínu, og það tók mig nokkra daga að finna út hvernig þetta var hægt. Þá gerir það sýn- inguna einnig erfiða að við eigum að vera í stöðugri opíumrús alla sýninguna, og það lýsir sér meðal annars í því að við eigum að gera allar hreyfingar hægt og það er mun erfiðara því það er manni ekki eðlilegt. Hvernig finnst þér móttökurnar hafa verið? Ja, ég get sagt þér að á frumsýningunni stóðu nokkrir áhorfendur upp og öskruðu í mótmælaskyni „fa ridere gli asili!“ - látið asnana hlæja að þessu! Þetta gerðist í draumsenunni þegar Madama Butterfly lét kornfleiksinu rigna yfir morgunverðar- borðið. En aðrir hrópuðu á móti og báðu Kristján Jóhannsson og Barbara dóttir hans fyrir framan Teatro Nuovo í Spoleto.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.