Þjóðviljinn - 09.07.1983, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 09.07.1983, Blaðsíða 11
helgin 9-10. júlí 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11 - Hvaða stefnu fylgdu þið eftir að gamla flokkakerfið lognaðist útaf? - Samvinnumenn, alltaf sam- vinnumenn. En ég er svo undrandi á þeim manneskjum, sem eru að skamma mig fyrir það, að vera samvinnumaður og vilja samhjálp mannfólksins á móti herdraslinu. Allt þetta íhaldspakk vill herinn og stóriðju. - Hvað gerði þig að sósíalista? - Sko! Þegar ég las greinar eftir Torfa í Ólafsdal, um pöntunarfé- lögin í gamla Andvara, þá varð ég sósíalisti og hef aldrei hvikað frá þeirri stefnu. Samvinnustefnan er sósíalísk, en hinsvegar er það eitt af þessu vonda abstrakti í tilverunni, að Framsóknaríhaldið skuli vera áhrifamest. - Þú talar um íhald og Fram- sóknaríhald. Hver er munurinn? - Enginn! Það er sami helvítis íhaldsrassinn undir þessu öllu saman, það er bara nafnið, sem skilur að. T.a.m. er það sama um: herdraslið, stóriðju, lækkun kaupsins og afnám hins frjálsa samningsréttar og svo hækkar allt í verði, sem fólk þarf tii þess að geta skrimt. Ég hef aldrei haft áhuga á peningum, en þeir eru þó nauðsyn- legir og hvað hefur þú nú í kaup kallurinn? - Mánaðarlaunin fyrir dagvinn- una eru 13.500,- kr. - t>að er nú nóg fyrir þig! - sagði Hallsteinn með stríðnissvip. Fegurdin og hetjuskapurinn - Þú segist vera mest fyrir ab- straktlist. Ertu þá alveg mótfallinn t.d. natúralisma? -Ne...i, svo slæmt er það nú ekki og vitaskuld er til vont ab- strakt, alltof mikið af bölvuðu rusli. En mér þykja þau forljót þessi smeðjulegu landslagsmál- verk. Ég kalla þau náttúrulaus og er sammmála Kjarval þegar hann sagði: að það væri merkilegt hvað margir af þessum mönnum væru heppnir með veður! Það er engin fegurð til, nema í ástoghetjuskap. Verk, sem ekki eru gerð af áhuga og baráttu og sýna hetjuskap, eru náttúrulaus og ljósmyndararnir eiga að taka sólarmyndir. Ég hef verið að segja við strák- inn hérna, hann Pál Guðmunds- son, sem er vinur minn, að hann eigi að mála götulífið og fólkið við vinnu sína. Stritandi mannfólk, en ekki þessar náttúrulausu sólar- og hríslumyndir. - En hefur þú ekki fengist við listsköpun? - Nei, andskotinn! Ég var að leika mér í gamla daga og fiktaði þá dálítið við höggmyndir, en mölvaði þær jafnóðum. En við Ágúst Pet- ersen fórum í nokkrar reisur hérna fyrrmeir og þá stalst ég stundum í vatnslitina hjá honum og setti eina í rarama, svona af bríaríi. Ég gerði hana hérna hjá Brennistöðum og kalla Rof. En við skulum litast um hérna innanhúss og síðan getum við athugað hvort hann Bjarni Bachmann er ekki úti á safni. Þið verðið endilega að sjá safnið, það eru bara svo fáar myndir, sem hanga uppi, það gerir plássleysið. En það verður gott pláss í nýja safnhúsinu. Fólkið er alltaf að detta Við gengum með Hallsteini um heimilið og í setustofum sátu menn að spilum, aðrir röbbuðu um lífið og tilveruna. - Þetta er bara höll, — sagði Hall- steinn, - alltof fínt fyrir okkur þessi gömlu hró. En fólkinu líður hér prýðilega, enda er allt gert fyrir mann og svo eru þeir alltaf að stækka, þá geta fleiri gamlingjar komist inn. Við' skulum heilsa uppá Ingi- björgu systur mína og manninn hennar, Jóhannes Jónsson. Hún er nú handleggsbrotin auminginn. Það er alltaf að detta fólkið og mölva sig, en sumt hefur nú prik, að styðja sig við. Ég hef ekki mölv- að mig ennþá, en gæti sem best sagt einsog ágætur karl, sem bjó í Döl- unum, Olafur gamli Þorsteinsson. Texti: Hjalti Jóhannsson. Myndir: Jóhann Hjaltason. „Svona krafsar maður í þetta. „Ef ég dett, þá er jörðin ekki langt undan! Á kommóðu inni hjá þeim hjón- um, er lítil gifsstytta eftir Ásmund, Smalastúlkan. Ingibjörg tjáði mér, að Ásmundur hefði gert hana áður en hann fór utan til náms. Við mættum einni starfsstúlkunni á ganginum og Hallsteinn pantaði kaffi fyrir okkur á eftir, sem var sjálfsagt. Svo röltum við útá safn, en þar var enginn og kvað Hall- steinn það heyra til undantekn- inga. Þegar við komum til baka, staðnæmdust við hjá skúlptúr, Fót- um forsetans eftir bróðurson Hall- steins og nafna, Hallstein Sigurðs- son, sem staðsett er fyrir framan Dvalarheimilið. Annað verk eftir hann, Hyrningar er handan göt- unnar og stendur á hæð á svonefn- du Gíslatúni. - Annars er þetta allt orðið nafnlaust, - sagði Hallsteinn. Það kom semsé í ljós, að Hall- steinn er enn að gefa. Þessi verk bróðursonar síns keypti hann og greiddi einnig að stærstum hluta vinnu við gerð myndar Ásmundar bróður síns, Sonatorrek, sem steypt var í epoxyefni og sett upp á Borg 1980. Hallsteinn lætur lítið yfir þessu, en sagði mér að Mjólk- ursamlagið hefði keypt verk Ás- mundar, Hcybandið og yrði steypt í brons í Englandi. - En við skulum fá okkur kaffisopa. Krókurinn og keldan í einni setustofunni beið okkar kaffi og hrokaðir diskar af bakkelsi og Hallsteinn kveikti sér í pípu og sagði: - Ég hef alltaf valið auðveldustu leiðina út úr lífinu. Þegar ég þurfti að taka stóra ákvörðun og kom að keldunni, þá gafst ég upp og sneri við. Ég hef aldrei fest ráð mitt, gafst alltaf upp. Sumir krækja fyrir kelduna, en þeir sem hafa magnið og kraftinn, sigrast á henni. Asklokið Að veitingum loknum, var farið niður í kjallara, þar sem Hallsteinn hefur rúmgóða vinnustofu. En fyrst litum við inn í önnur vinnu- herbergi, sem þar eru og fengist er við ýmiss konar föndur, bókband ofl. Einn vistmaðurinn, Jóhannes G. Jóhannesson, landsþekktur harmóníkuleikari, fæst við hljóðfæraviðgerðir. Þetta er fín vinnustofa, - mælti Hallsteinn, - miklu betri heldur en ég hafði fyrir sunnan. En ég er orð- inn linur til vinnu, er svona fjóra tíma á dag og dunda mest við aska- smíðar. Þetta fer bara allt jafn- óðum. - Hallsteinn tók asklok, sem hann var nýbyrjaður að vinna við og hélt áfram. - Skurðlistin er auðvitað jafngömul þjóðinni og landnámsmennirnir hafa flutt með sér útskorna muni. Maður getur sagt svona í gamni, að asklokið sé eiginlega höttur menningarinnar! - Hallsteinn skellihló og settist á stól við hefilbekkinn og tók sér skurðarjárn í hönd. - Svona krafs- ar maður í þetta. Annars þyrfti ég að verða mér úti um lurka frá Hall- ormsstað. Ég fékk nokkra búta uppá Húsafelli, en þeir eru svo andskoti gráir og fúnir, það er svo ljóst og fallegt birkið á Hallorms- stað. Frammi á kjallaraganginum hanga myndir úr safni Hallsteins, sem hann gaf, þá er hann fluttist í Borgarnes. Myndirnar eru raunar á flestum veggjum ganganna og setustofum, en Hallsteinn kvað eiga að safna þeim saman og setja upp sýningu í kringum afmælið. Eftir viðstöðu okkar í vinnuher- bergi hans, rákum við augun í stóra kistu hjá stigauppganginum og Hallsteinn tók svo til orða. - Jahá. Ég smíðaði þesa kistu fyrir all- löngu fyrir mann, en hann virðist ekki ætla að sækja gripinn. Það er svosem ágætt að láta grafa sig í henni þessari - og Hallsteinn kímdi við. - En það var smellið hjá séra Matthíasi, þegar hann orti: „Bráðum kveð ég fólk og frón og fer í mína kislu - rétt að segja sama flón sem ég var í fyrstu. “ JL-HÚSIÐ, RAFDEILD, AUGLÝSIR V Eigum gott úrval af lampasnúrum, marga liti, einnig kapla og ídráttarvír frá 0,75q til 16q. Eigum ýmiss konar efni til raflagna, innfellt og utanáliggjandi, jardbundid og ójardbundið, svo sem klaer, hulsur, fatn- ingar, fjöliengi, tengla og rofa, öryggi, dimmera, tengidósir, bjöllur, spenna, einnig veggdósir, loftdósir, lekaliða og margt fleira, m.a. klukkustýrða tengla með rofa. 12, 24 og 32 volta perur. EIGUM 100 MÖGULEIKA í PERUM Venjulegar perur, kertaperur, kúluperur, ópalperur, Ýmsar gerðir af spegilperum, línestraperur, flúrperur, m.a. gróðurperur. Jli I Jón Loftsson hf. iBMwiriiiisaaiiawii'i Verslunarstjóri - Byggingavörur Verslunarstjóri óskast aö Byggingavöru- verslun Sambandsins að Suðurlandsbraut 32. Við leitum að dugmiklum og áræðnum manni með góða starfsreynslu. Hann þarf að hafa þekkingu á byggingarvörum og handverkfærum svo og reynslu í stjórnunar- störfum. Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf sendist starfsmannastjóra, er veitir nán- ari upplýsingar. Umsóknarfrestur er til 15. þ.m. Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál. SAMBAND ÍSL.SAMVINNUFÉIAGA STARFSMANNAHALD IStarfsmaöur - náms- ___flokkar Staða starfsmanns á Fræðsluskrifstofu Hafnarfjarðar, er jafnframt annist forstöðu Námsflokka Hafnarfjarðar er laus til umsókn- ar. Umsóknarfrestur er til 29. júlí n.k. Starfstími hefst 1. sept. n.k. Laun skv. kjar- amningi við Starfsmannafélag Hafnarfjarðar. Umsóknir er tilgreini m.a. aldur umsækj- anda, menntun og fyrri störf sendist Fræðsluskrifstofunni. Kennaramenntun er æskileg. Nánari upplýsingar eru gefnar á bæjarskrifstofunni í síma 53444. Fræðsluskrifstofa Hafnarfjarðar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.