Þjóðviljinn - 09.07.1983, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 09.07.1983, Blaðsíða 3
* ‘Helgin 9-ÍÖ. júíí WSajÞJÓÖVtájINÍ^-'SÍÐA 3 Nýr bíll frá DAIHATSU - Nýr bíll frá DAIHATSU Daihatsu 850 háþekjusendibíll Nýr og frábær valkostur fyrir þá sem þurfa lítinn, sparneytinn en rúmgóðan sendibíl vegna eigin atvinnureksturs eða ann- arra nota. Þetta er DAIHATSU 850 3 hleðsludyr 3 strokka 850cc 41 hö din vél (hin frábæra DAIHATSU CHARADE vél í nýrri útfærslu) Eigin þyngd 740 kg Burðarþol 680 kg 12” hjólbarðar Snúningsradíus 4,0 m Lengd 3,20 m Breidd 1,40 m Hæð 1,90 m Hæð undir lægsta þunkt 17,5 cm Sýningarbíll á staðnum. Til afgreiðslu strax. Viðurkennd gæði, viðurkennd þjónusta. DAIH ATSU-umboðið, Ármúla 23, 85870 - 81733. Tengsl fjölskyldu og skóla Ný nefnd skipuö Menntamálaráðherra hefur skipað nýja nefnd, vinnuhóp sem á að athuga „tengsl fjöl- skyldu og skóla“ og gera til- lögur um úrbætur. f frétt frá menntamálaráðherra í gær segir m.a.: „Hópurinn athugi sérstaklega eftirfarandi: 1. Hvernig má samræma betur vinnutíma foreldra og skólabarna? 2. Hvað er unnt að gera í skóla- starfi til að styrkja samband barna og foreldra og þar með stuðla að samheldni fjölskyldna? a) Hvaða ráðstafanir í ofan- greindu skyni væri hægt að gera án tilkostnaðar? b) Með litlum tilkostnaði? c) Aðrar ráðstafanir? d) Inn í hvaða námsgreinar er eðli- legast að flétta efni, sem tengist verkefninu?" Þá segir einnig að sérstaka áherslu þurfi að leggja á athugun á samfelldum skóladegi, skynsam- legu fyrirkomulagi nestimála og fl. Formaður vinnuhópsins verður Salome Þorkelsdóttir alþingismað- ur. -óg Norrænu hótelsamtökin:_ Orelt lög hefta framþróunina - Áfengisneysla á veitingastöðum er undir opinberu eftirliti og veitingar í höndum reynds starfs- fólks, sem kann vel til verka. Þar er umhverfi, sem laðar til mannlegra samskipta og viðkynningar. Það er því allra hagur að sem mestur hluti áfengisnotkunar fari fram innan veggja veitingahúsa. Gegn þeirri þróun beinast hinsvcgar núgildandi lög og rcglugerðir einkum í Noregi, Svíþjóð og á íslandi. Þannig líta Norrænu hótelsam- tökin á, en ársfundur þeirra var ný- lega haídinn í Stokkhólmi. Var þar fjallað um rekstursskilyrði veitinga- og gistihúsa á Norður- löndum, rædd ferðamál, bókunar- kerfi, tölvuvæðing, samstarf við yfirvöld og aðrar stofnanir. Samtökin telja, að þjóðfélags- legt og fjárhagslegt gildi greinar- innar fari vaxandi með auknum ferðalögum og breyttum lífsháttum almennings. Hinsvegar skorti skilning á þessu hjá stjórnmála- mönnum, opinberum stofnunum og löggjafarvaldinu, sem ekki hafi „fyllilega gert sér grein fyrir hlut greinarinnar í verðmætamyndun, gjaldeyrisöflun og atvinnusköpun þjóðarbúsins. Kemur þetta fram í úreltum og tilgangslausum lögum og reglum, sem hefta framþróun og möguleika til þess að veita almenn- ingi þá þjónustu, sem hann þarfn- ast og krefst“, segja norrænir hótelmenn. -mhg Steinn Stefánsson 75 ára Sjötíu og fímm ára er á mánu- daginn kemur Steinn Stefánsson, fyrrum skólastjóri á Seyðisfírði. Steinn var um 45 ára skeið kenn- tri og skólastjóri á Seyðisfirði. lann var í tólf ár bæjarfulltrúi sósí- alista þar. Einnig kom hann mjög við sögu tónlistarmála í bænum, stjórnaði kór og var organisti kirkj- unnar. Steinn er nú búsettur í Reykja- vík. Hann hefur fyrr og síðar lagt þessu blaði lið með ágætum grein- um og árnar blaðið honum allra heilla á afmælinu. Starfsmenn SVR hafa nú komið upp fimm nýjum strætisvagnaskýlum við Bústaðaveg sömu gerðar og það sem staðið hefur við Landspítalann á Miklu- braut. Þessi nýju skýli eru örlítið breytt, uppiýst, en ekki upphituð, en upphitun skýlanna þykir ekki svara kostnaði. Fyrsta skýlið var reist árið 1981 og er Birna Björnsdóttir innanhússarkitekt höfundur skýlanna. Setja á upp fimm skýli í viðbót, gagnstéttarskýli, smærri í sniðum og er nú verið að finna þeim stað. Skýlin eru smíðuð hjá Stáltækni í Reykjavík. Ljósm. Leifur. Mesti kuldi í fyrrinótt náðist lægsti hiti sem mælst hefur hérlendis tii þessa eða - 270,7 gráður á Celcius í Eðlis- fræðistofu Raunvísindastofnunar Háskólans. Kaldasti staður lands- ins á sögulegum tímum hefur ár- eiðanlega verið innan veggja þess- arrar stofnunar síðustu viku þar- sem eðlisfræðingarnir dr. Hans Kr. Guðmundsson og dr. Þorsteinn I. Sigfússon hafa unnið að mæl- ingum á málmsýnum á víðu hitabili og notað til þess fljótandi Helíum. Helíum er léttast gastegunda og sýður við lægst hitastig allra efna eða við 269 stiga frost. Með He- líumkælingu má ná hitastigi niður undir alkul, sem er 273 stiga frost. Einsog áður sagði náðist svo lægst- ur hiti sem hér á landi hefur mælst í fyrrinótt eða 270,7 stiga frost, eða tveimur og hálfri gráðu frá alkuli. Við rannsóknirnar hefur verið notast við afar flókinn kæliútbún- að. Við rannsóknir þessar eru málmsýni kæld í Helíumvökva og eðliseiginleikar þeirra mældir. Sýnin eru málmblöndur sem til- heyra efnaflokkum sem hafa rutt sér til rúms á margvíslegum tækni- sviðum, svosem í málmiðnaði, raf- iðnaði og fleiru. -óg ANGLO-CONTINENTAL EDUCATIONAL GROUP ENSKUNAM í ENGLANDI Vikulega - næst 24. júlí. Lágmarksdvöl 3 vikur. 20 - 26 - 32 tímar á viku fyrir fólk á öllum aldri. Sérherbergi á einka- heimilum - fæöi innifaliö. Verð frá 25.000 kr. Örfá sæti laus. Bæklingar sendir. FERÐASKRIFSTOFA KJARTANS Gnoöarvogur 44 sími 91-86255

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.