Þjóðviljinn - 09.07.1983, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 09.07.1983, Blaðsíða 2
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 2. - 3. júlí 1983 skammtur Af lektorslaunum Ef þaö skyldi hafa fariö framhjá einhverjum, þá þykir rétt aö drepa lítillega á þaö hér, aö á dögunum fór forseti vor, Vigdís Finnbogadóttir, vestur á land og gerði stuttan stans á Rafnseyri viö Arnarfjörð.Rafns- eyri er fæðingarstaður Jóns Sigurðssonar, sóma ís- lands, sverðs og skjaldar, þess manns sem íslending- ar standa í meiri þakkarskuld viö en aðra menn. Jón var stundum kallaður Jón forseti af því hann var forseti Hins íslenska bókmenntafélags, en það er nú önnur saga. Nú þótti forseta vorum að minningu frelsishetju þjóðarinnar yrði verðugur sómi sýndur með því að stofna bókmenntasjóð, sem bæri nafn Jóns Sigurðs- sonar, og var hugmyndin sú, að einn íslenskur rithöf- undur fengi sem svaraði lektorslaunum á ári hverju, nánar tiltekið 17. júní og líklega frekar ef hann hefði sett saman frambærilegt bókmenntaverk. Allt fannst mér þetta nú gott og blessað, þegar ég heyrði það fyrst; virtist þetta svona öðru fremur sýna hlýhug forseta vors til þeirra, sem eru - af misveikum mætti - að reyna að setja saman Ijóð og laust mál á íslensku. „Alveg gráupplagt,“ einsog stundum var sagt á langabarnum í gamladaga. „Ekkert mál,“ eins og lyftingamenn segja í dag. Nú er hins vegar komið í Ijós, að þetta litla atvik vestur á Rafnseyri er líkast þúfunni, sem velti þunga hlassinu. Eftir að hafa lesið blöðin undanfarna daga er mér að verða Ijóst að hér hefur orðið stórslys, sem gæti valdið hörmungum á við fjárkláðann, eða það þegar Hannes Hafstein beitti sér fyrir því að sími kæmi til landsins. Leiðari Morgunblaðsins 30. júní endar á þessum orðum: „Enginn vafi er á því að stórhuga yfirlýsing forseta íslands um bókmenntaverðlaunin á eftir að skipta rithöfundum og bókaþjóðinni í fylkingar.“ Ég fæ ekki betur séð en íslenska intelígensían, stundum kölluð „vitmenn íslands", sé að sturlast útaf þessum lektorslaunum, sem enginn er þó enn búinn að fá. Ég segi nú bara drottinn minn dýri, hvað skeður, þegar og ef þeim verður einhvern tímann úthlutað. Islenskir rithöfundar skiptast þá tæplega í fylkingar, eins og segir í leiðara Morgunblaðsins, heldur verða allir á móti öllum og sami stílvopnagnýrinn, eins og jafnan þegar tilskipaðar nefndir eru að dreifa „gustuk- arpeningum" frá Alþingi, Launasjóði rithöfunda, Rit- höfundasjóði íslands, Starfslaunum listamanna, Rit- höfundasjóði Ríkisútvarpsins og sjálfum Listamanna- laununum. í hvert skipti sem veitt er úr þessum sjóðum, dettur mér Egill gamli Skallagrímsson í hug, þegar hann, blindur og örvasa, biður Grím á Mosfelli að ríða með sér til þings og Þórdís spyr hann, hvað sé í ráðagjörð hans. „Ek skal segja þér“, kvað Egill „hvat ek hefi hugsat. Ek ætla at hafa til þings með mér kistur þær tvær, er Aðalsteinn konungr gaf mér, er hvártveggja er full af ensku silfri. Ætla ek at láta bera kisturnar til Lög- bergs, þá er þar er fjölmennast; síðan ætla ek at sá silfrinu, og þykki mér undarligt, ef allir skipta vel sín í milli; ætla ek, at þar myndi vera þá hrundningar eða pústrar, eða bærisk at um síðir, at allr þingheimrinn berðisk". Þórdís segir: „Þetta þykki mér þjóðráð, ok mun uppi meðan landit er byggt“. Tæplega hefur forseta vorn grunað að draumur Egils ætti eftir að rætast, ef hún stuðlaði að því að rithöfundur fengi árslaun lektors fyrir að skrifa bók, en líklega er Agli skemmt, hvar sem hann nú annars er .þessa dagana. Stundum hefur verið sagt að aðeins séu til tvenns- konar bækur: góðar bækur og vondar bækur. Ég held að þetta sé nú ekki allskostar rétt, því satt að segja er svo afskaplega lítill vandi að skrifa góðar bækur. Til þess þarf ekki annað en hæfileika, getu, kunnáttu og svo að vera í svona sæmilegu stuði af og til. Þess vegna hljóta vondar bækur að vera afar fáséðar. Fræðilegur möguleiki er auðvitað að rithöfundur hafi ekki til að bera hæfileika, getu eða kunnáttu og sé jafnvel aldrei í stuði. Fyrir slíkum rithöfundi getur að sjálfsögðu vafist að skrifa góðar bækur, sem seljast. En nú er framundan betri tíð með blóm í haga, eins og þessi vísa ber með sér: Eiginlega er það raun að ætla á þessu að lifa. En ef að ég fæ lektors laun læri ég kannski að skrifa. Alþýöubandalagið í Austurlandskjördœmi: Ráðstefna á Hallormsstað Um síðustu helgi gekkst Al- þýðubandalagið á Austurlandi fyrir ráðstefnu á Hallormsstað. Hófst hún kl. 9 á laugardags- morgun og lauk kl. 16 á sunnu- dag. Laugardagurinn fór að mestu í flutning framsöguerinda og um- ræður um þau. Var þeim síðan vís- að til umræðuhópa, sem störfuðu til hádegis á sunnudag. Hófust þá umræður um álit hópanna og málin afgreidd. Ráðstefnuna sátu um 50 manns, þar á meðal þingmenn Al- þýðubandalagsins í Austfjarða- kjördæmi þeir Hjörleifur Gutt- ormsson og Helgi Seljan og for- maður Ab., Svavar Gestsson. Eftirtaldir menn fluttu framsögu- erindi á ráðstefnunni: Svavar Gestsson ræddi stjórnmálaviðhorf- ið í ljósi þeirrar stefnu, sem ríkis- stjórnin hefur boðað og hlutverk Alþýðubandalagsins í baráttunni við þau íhaldsöfl, sem nú ríða hús- um í voru landi. Gísli B. Björnsson fjallaði um nýafstaðnar alþing- iskosningar og kosningastarf Al- þýðubandalagsins. Birgir Stefáns- son talaði um og skýrði tillögur þær sem fram hafa komið um breyting- ar á lögum og skipulagi Alþýðu- bandalagsins. Sveinn Jónsson ræddi stöðu kvenna í Alþýðu- bandalaginu. Sigurjón Bjarnason kynnti drög að reglum um forval til undirbúnings kosningum. Smári Geirsson ræddi um sveitastjórnar- mál. Þorbjörg Arnórsdóttir talaði um skóla, uppeldi og jafnréttismál. Hermann Níelsson talaði um æskulýðsmál og íþróttir. Árni Kjartansson ræddi um umhverfis- Það væsti ekki um ráðstefnufólkið í Eddu-hótelinu á Hallormsstað. - Mynd: MM. og skipulagsmál og sýndi skugga- myndir máli sínu til skýringar. Má með sanni segja, að ekki hafi lítið verið í fang færst að taka öll þessi mál til umfjöllunar á einni ráðstefnu en það er líka ljóst, að austfirskir Alþýubandalagsmenn kunna vel til verka. Og undirrit- uðum sýndist, að öll bæri ráðstefn- an þess augljósan vott að ekki mundi skuturinn eftir liggja hjá þeim ef vel væri róið fram í. Á laugardagskvöldið veltu ráðstefnumenn af sér reiðingnum og efndu til kvöldvöku í Höllinni í Húsmæðraskólanum á Hallorms- stað. Hjörleifur Guttormsson reið á vaðið og minntist þeirra hjóna, Benedikts og Sigrúnar Blöndal og var það vel við hæfi á þessum stað. Síðan kom fram hver frásagna- meistarinn af öðrum. Sögðu þeir skemmtilegar sögur úr mannlífinu, sem ýmist höfðu gerst utan lands eða innan og svo hin furðulegustu ævintýri úr kosningabaráttunni í vor. Þess á milli var „þreyttur" söngur við undirleik og stjórn Magnúsar Magnússonar, tónlistar- skólastjóra í Egilsstaðakauptúni. Á mánudagskvöldið efndi svo Alþýðubandalagið á Héraði til al- menns stjórnmálafundar í félags- heimilinu Valaskjálf í Egilsstaða- kauptúni og mættu þeir þar Svavar Gestsson, formaður Ab.'og Helgi Seljan alþm. Þar flutti Svavar Gestsson ýtarlega ræðu um aðdraganda og myndun ríkis- stjórnarinnar og stjórnmálavið- horfið almennt. Taldi Svavar að það væri nú höfuðhlutverk Al- þýðubandalagsins að fylkja félags- hyggjufólki í landinu til sameigin- legrar baráttu gegn þeim íhaldsöfl- um, sem nú hefðu náð að byggja eina sæng, færu efnahagslegum eldi um alþýðuheimilin og tefldu auk þess, fjárhagslegu, menningar- legu og stjórnarfarslegu sjálfstæði þjóðarinnar í fullkomna tvísýnu. Að ræðu Svavars lokinni hófust hinar fjörugustu umræður undir stjórn Sveins Jónssonar og stóð fundurinn í fullar þrjár klukku- stundir. _ mhg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.