Þjóðviljinn - 09.07.1983, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 09.07.1983, Blaðsíða 12
12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 9-10. júlí 1983 Friðarbarátta kvenna í Greenham Common | Það byrjaði semfriðarganga 40 kvenna \ tœplega 200 km leið frá Cardiff, Wales j (sem eryfirlýst kjarnorkuvopnalaust \ svœði) til bandarísku herstöðvarinnar í 1 Greenham Common. Þar áaðkoma fyrir 96 nýjum stýriflaugum í desember áþessu ári. Ég varsvo lánsöm að geta i tekið þátt í umrœðuhópi semfjallaði um friðarstarf kvenna, sérstaklega í Greenham Common, á evrópskri friðarráðstefnu sem haldin var í maís. I. Hér á eftir verður brugðið upp nokkrum svipmyndum úrsögu aðgerðanna þar, að mestu leyti með orðum kvennanna sjálfra. 40 byrjuðu Við vorum u.þ.b. 40 sem lögðum af stað frá Cardiff 26. ágúst 1981, og við tókum strax eftir því hvað við vorum mislitur hóp- ur. Og því meira sem við uppgötvuðum hver um aðra, því dýpri áhrif hafði það á okkur, t.d. hve mikið margar konur höfðu þurft að leggja á sig til að geta tekið þátt í göngunni, koma börnunum fyrir, semja við atvinnurekandann og/eða makann, eða Við erum ekkert á förum” eyða sumarfríinu í gönguna. Bara það, að uppgötva, að þessi virðulega amma, þessi hressi barnalæknir, þessi áhyggjufulli nemi, þessi einstæða fimm barna móðir, allar höfðu þær slíkar áhyggjur af ógnuninni við framtíð okkar, að þær svöruðu boði, sem þó kom ekki frá neinum samtökum en aðeins frá óþekktum einstaklingi í afskekk- tri sveit hér á landi. Þetta veitti okkur alveg ótrúlegan styrk. Þessi styrkur er mjög mikilvægur, því möguleikar okkar til að takast á við þessa margræddu „stærstu ógn- un í sögu mannkyns“ verða þó ekki meiri en möguleikar okkar þessara aumu einstak- linga, sem hingað til höfðu þurft að hugsa um kvöldmatinn og höfðu þegar allt of mik- ið á könnunni, og enga trú á sjálfum sér né öðrum konum. (Ann) Að lifa Þegar komið var til Greenham Common, vildu konurnar fá að ræða opinberlega við fulltrúa varnarmálaráðuneytisins um eld- flaugarnar. Þegar þessu var neitað, var ák- veðið að setjast að í tjaldbúðum. Þetta er eina málefnið sem skiptir máli. Það skiptir engu hvort börnin þín bursta tennurnar sín- ar, eða hvort þau borða hollan mat, eða þú og makinn þinn hafa gott samband ef við fáum einfaldlega ekki að lifa. (Dr. Helen Caldicott). „Mamma mér er kalt“ Karlmenn ásaka konur um að verða of tilfinningasamar um kjarnorkuógnunina. Ég kom hingað vegna litlu stúlkunnar sem var níu klukkustundir að deyja í örmum móður sinnar eftir sprengjuna á Nagasaki, á meðan húðin flagnaði af henni, og hún endurtók „mamma, mér er kalt“. Og vegna litla drengsins sem hljóp eftir veginum í Víetnam á meðan napalmi rigndi yfir hann. Ég þarf engar ástæður aðrar, en mér finnst þessar nægilega rökréttar. (Amma, Green- ham Common, nóv. 1982). Bara kona Ég er enginn feministi og heldur enginn róttæklingur. Ég er bara kona sem er að berjast fyrir tilveru sinni. Það er svo einfalt. Ég hef engu að tapa en allt að vinna. (Simone). Færum út kvíarnar Ákvörðunin að leyfa eingöngu konum að búa á tjaldstæðinu var tekin fyrst og fremst af taktískum ástæðum, því yfirvöldin bregðast yfirleitt öðruvísi við þegar ein- göngu er við konur að stríða. Að hafa hér eingöngu konur þýðir ekki að við viljum halda körlum fyrir utan, en það er til þess, að konur fái einu sinni að hafa frumkvæðið. Ævilangt er konum sagt að þeirra athafnasvæði afmarkist af fæðingu, börnum og ýmiskonar umönnum. Við viljum færa þetta svæði út, láta konur „ Við verðum hér svo lengi sem þörf krefur” hafa áhrif víðar, í ákvarðanatöku, í stjórn- málum, í því að breyta heiminum. (Katrina). Engir speglar Konur hafa of lengi verið speglar, þar sem karlmenn gátu séð eigin árásargirnd sem hetjuskap og sjálfa sig sem stórkost- legar hetjur. (Nottingham WONT). Sprengja á mömmu Þeir vörpuðu sprengju á mömmu um hádegi. Þegar hún sótti eggaldin á akrinum, stutt, rautt, skorpið stóð hárið hennar út í loftið. Aum og rauð var húðin hennar allsstaðar. (Michio Ogino, 10 ára, Hiroshima). Maður er bara dauður Við erum að tala um líf og dauða, ekki um skoðanir. Ég meina, það skiptir engu máli þegar maður er dauður hvort maður var góður íhaldsdrengur eða rauðsokka - maður er bara dauður. (Dorothy). Heimsendir Ég hélt að það hefði ekkert með stríðið að gera, heldur einhverskonar endalok jarðarinnar, sem alltaf var spáð, og sem ég hafði lesið um sem barn. (Yoko Ota, Hiros- hima). Vélrœn hugsun Þegar lögreglumaður þarf að slíta í sund- ur keðju sem konur hafa myndað með því að krækja örmum saman neyðist hann til að takast á við eigin tilfinningar. Konur, sem slíkt gera eru ekki kyntákn, heldur viti bornar verur. Karlmenn eru vanir að fást við hluti og vinna vélrænt. Slíkir eiginleikar koma sér vel ef höggva þarf á stálkeðju sem er hindrun. Vélræn hugsun og einfölduð sannindi eru Uka karlmannlegir eiginleikar sem gera þeim mögulegt að þrýsta á hnapp og skeyta engu um örlög og þjáningar mill- jóna. (Lynne). 70 milljónir á 35 mínútum Þegar verið var að byggja eldflauga- geyma í Wales tóku þrjátíu konur sig til og settust á byrgi sem var í byggingu. Þar sátu þær og sögðu, „við ætlum ekki að Ieyfa ykkur að gera þetta.“ Þegar steypt hefði verið rækilega yfir þær um tíma, neituðu verkamennirnir að halda áfram, þeir vildu ekki skaða konurnar. Þeir fóru fyrir sveitar- stjórn sem kallaði saman skyndifund og afturkallaði ákvörðunina um geymana. Dá- lítið seinna rís þar verksmiðja sem hefur veitt fólkinu í héraðinu vinnu. Þetta kalla ég að vera sannfæringu sinni trúr. Ef fimm þúsund manns sem taka þátt í Keflavíkur- göngu þyrðu að leggja líkama sína að veði á einhverjum bandarískum herstöðum þá gætu þeir einfaldlega ekki haldið áætlunum sínum áfram. Eftir að Richard Nixon gerðist forseti Bandaríkjanna lét hann þessi orð falla, „ég get farið inn á skrifstofu mína, tekið upp símann, og innan 35 mínútna verða yfir 70 milljónir manna dauðir". Amma í Greenham Common neitar því að ganga í gegnum þriðju heimsstyrjöldina. VÍdeósýninS 1 'J***.* ;Tr*naVsinu.t £%£* ggfess*— ræður Höfum reynt allt annað Ástæðan fyrir því, að við höfum farið út í það sem virðist vera harkalegar aðgerðir er einfaldlega sú, að við höfum reynt að skrifa, að ræða við valdhafana og að nota venju- legar leiðir stjórnkerfisins. Og ekki bara án árangurs, heldur erum við nídd, sögð ganga erinda Rússa. Okkur er sagt að við þurfum kjarnorkuvopn til að verja okkur frá Rúss- unum, en orkuveitan okkar selur Rússun- um úraníum og Bandaríkjamenn selja þeim örtölvutæknina fyrir vopn þeirra. Auðvitað eru það þeir sem græða á vígbúnaðarkapp- hlaupinu sem vilja sjá til þess að það haldi áfram. (Rebecca). Þögul bið Ég hitti japanska konu einu sinni í London þegar ég var ófrísk að dóttur minni. Hún sagði mér að þegar kona yrði ólétt í Hiroshíma óskaði enginn henni til haming- ju. Þess í stað biðu þau þögul í 9 mánuði þangað til barnið fæddist, til að sjá hvort það væri í lagi. (Yoko Ota, Hiroshima). Hollráð Tvær „litlar“ kjamorkusprengjur drápu yfir þrjú hundruð þúsund manns í Hiros- hima og Nagasaki. Margir dóu undireins, aðrir þjáðust tímum, dögum, eða vikum saman. 32 árum seinna eru ennþá 366.523 á sjúkraskrá vegna sjúkdóma sem þeir fengu þá. Varnarmálaráðuneytið áætlar að árás á Bretland yrði a.m.k. 22 megatonn, þ.e.a.s. nokkurn veginn 13.000 Hiroshímur. Ef nauðsyn krefst að farið verði úr loftvarna- skýlinu áður en úrfellið hefur lægt nægilega, er ráðlegast að klæðast yfirfötum og helst stígvélum. (Almannavarnabæklingur, 1980). Við staðsetningu fjöldagreftrunar er mikilvægt að menga ekki vatnsból. (Sama heimild). Friðarkrafan Einhver spurði mig hvort ég væri ekki að vanrækja börn mín þegar ég skildi þau eftir til að koma hingað, en það er einmitt þeirra vegna að ég kom. Áður fyrr fóru karlmenn að heiman til að berjast í stríði. Nú fara konur að heiman til að krefjast friðar. (Sarah). Keneva Kunz.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.