Þjóðviljinn - 09.07.1983, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 09.07.1983, Blaðsíða 19
Helgin 9-10. júlí 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19 skak Helgi Ólafsson skrifar Úrslit Evrópukeppninnar í skák: Sovétmenn sigruðu (Nýja stefnan“ hjá sovéskum skákmönnum sem gengur út á það að beita óvenjulegum og óreglu- legum byrjunum. Byrjunin sem hér verður uppi á teningnum er þó ekki óvenjulegri en svo að hvítur teflir drottningarindverska vörn með skiptuin litum - og einu temp- ói meira.) strax. Svartur kemst þá ekki hjá liðstapi.) 15. ..g6 16. Dh3 h5 17. Hadl Um síðustu helgi lauk í borginni Plovid í Búlgaríu úrslitum Evrópukeppni landsliða í skák. Eins og kunnugt er þá tóku íslendingar þátt í undankeppni þessa móts og komust ótrúlega nálægt því að hreppa sæti í úrslitunum. Ótrúlega, ef miðað er við að keppinautar okkar um eitt sæti voru tvær af sterkustu skákþjóðum heims, Englendingarog Svíar. Það hefur víst verið rakið áður hvernig málum lyktaði. Englendingar með hreina og klára atvinnumenn mörðu sigur á harðskeyttri sveit íslands. Lokatölur urðu 81/2:71/2, en áður höfðu báðar þjóðir unnið Svía. Hér heimatöpuðu Svíar 7:9 og á heimavelli töpuðu þeir 6 1/2:9 1/2. í Plovid mættu 8 þjóðir til leiks. Sovétmenn stilltu upp geysisterku liði: Karpov, Polugajevskí, Petro- sjan, Beljavskí, Pshakis, Tukmak- ov, Geller, Romanishin, Yusupov og Vaganian. Kasparov var ekki með af eðlilegum ástæðum, að nú fer í hönd einvígi hans við Viktor Kortsnoj. Þá tefldi Mikhael Tal ekki í sovésku sveitinni. Um ástæð- ur veit sá sem þessar línur ritar ekki, en undanfarið hafa gengið sögur um lélega heilsu hans. So- véska sveitin gerði það ekki enda- sleppt og sigraði örugglega á mót- inu og var aldrei nein spurning hvernig færi. Nokkuð erfiðlega hefur gengið að afla frétta af mótinu, en þó er vitað að sovéska sveitin sigraði mjög örugglega. Staðan fyrir síð- ustu umferð var þannig að Sovét- menn voru með 33 1/2 vinning. í 2 sæti voru Júgóslavar með 29 1/2 vinning. Ungverjar voru með 26 1/2 vinning og biðskák í 3. sæti, og í fjórða sæti komu svo Englendingar með 25 1/2 vinning. Hollendingar voru í 5. sæti með 25 vinninga, Búlgarar í 6. sæti með 20 vinninga, Danir í 7. sæti með 16 1/2 vinning og V-Þjóðverjar ráku lestina með 14 1/2 vinning. í síðustu'umferð urðu úrslit þau að Sovétmenn sigruðu Ungverja með 4 1/2 vinning gegn 3 1/2. Úrslit í öðrum viðureignum eru ekki kunn nema að takmörkuðu leyti, en efstu fjórar sveitir urðu sem hér segir: 1. Sovétríkin 38 vinningar. 2. Júgóslavar 33 vinningar. 3. Ung- verjar 31 vinningur. 4. Englending- ar 30 vinningar. Sovéska sveitin tapaði tveim skákum, gerði 32 jafntefli og vann 22 skákir. Sigurinn var aldrei í hættu, enda tókst aðeins júgóslav- nesku sveitinni að gera jafntefli við þá sovésku. Að öðru leyti unnu So- vétmenn Ungverja og Englendinga 4 1/2:31/2, Búlgara, Hollendinga og Dani með 6:2 og V-Þjóðverja 7:1. Það vakti nokkra athygli að jafnvel þó Kasparov tæki sér hvíld frá keppni voru Ungverjar með Zoltan Ribli á 2. borði í sinni sveit. Portisch var að venju á 1. borði, en hann þarf nú að fara að veita kepp- inaut sínum meiri eftirtekt en áður. Anatoly Karpov hafði sig lítið í frammi í fyrstu 5 umferðum móts- ins, gerði 4 jafntefli og vann Dan- ann Erling Mortensen. Rafael Vaganian var hinsvegar í miklu stuði og sópaði til sín vinningunum og sömu sögu má segja um Pshakis og Beljavskí, jafnvel þó svo Belj- avski tapaði einni skák fyrir Dan- anum unga Curt Hansen. Þeir voru drýgstir í sovéska liðinu á meðan gömlu jálkarnir Geller og Petro- sjan sáu um að ekkert alvarlegt færi úrskeiðis í skákum sínum. Nokkrar skákir hafa borist höf- undi þessa pistils og þar af birtist ein hér. Það er sovéski stórmeistar- inn Yusupov sem vinnur snaggara- legan sigur á andstæðingi sínum: Hvítt: Arthur Yusupov (Sovét- rfldn) Svart: Paul Van der Sterren (Hol- land) Drottningarpeðsleikur 3. ..c5 4. Bd5 d5 5. b3 Rbd7 6. Bb2 b6 7. 0-0 Bb7 8. Re5 a6 9. Rd2 b5 10. Rxd7! Dxd7 11. dxc5 Bxc5 12. Df3 (Hvítur stendur grár fyrir járnum og bíður eftir hentugu tækifæri til að Iáta kné fylgja kviði. Hann þarf ekki lengi að bíða.) 17. ..Rh7? (í vondum stöðum er oft stutt í slæma leiki.) 1. d4 Rf6 2. Rf3 e6 3. e3 (Svartur hefur prýðilega stöðu eftir 12. Bxf6 gxf6 þar sem hvítur hefur misst sinn hættulegasta sóknar- mann. Peðaveikleikinn skiptir litlu máli í slíkri stöðu og g-línan opnast svörtum í hag.) 12. .. Be7 14. Rf3 13. Dg3 0-0 (Merkileg staða. Eftir aðeins 14 leiki er svartur kominn í mikil vandræði. Allir léttu menn hvíts að viðbættri drottningunni stefna á kóngsstöðuna.) 14. ,.Hac8? (Afar „eðlilegur" leikur sem sýnir fyrst og fremst að svartur gerir sér litla sem enga grein fyrir hættunni sem að honum steðjar. Hann varð að reyna 14. - Re8 með hugmynd- inni 15. - Bf6. Hvítur hefur mikil sóknarfæri með t.d. 15. Dh3 h6 16. Re5Dd6 17. Rg4o.s.frv., en svart- ur ætti að geta haldið eitthvað í horfinu með 17. - f6.) 15. Rg5! (Eitraður leikur sem þvingar at- burðarásina. Ef nú 15. - h6 þá leikur hvítur ekki 16. Bxf6 Bxf617. Rh7 vegna 17. - Bxal og svartur má vel við una, heldur 16. Rh7 mxm i m ■íai! i i i mjL i m m m b c d e f g h 18. Dxh5!? (Fórn í anda gömlu meistaranna. Svartur getur að sjálfsögðu ekki tekið drottninguna vegna 19. Bxh7 mát! En einfaldara var 18. Rxh7 Kxh7 19. Dxh5+ Kg8 20. Dh8 mát.) 18. ..Bxg5 (Ekki 18. - Rxg5 19. Dh8 mát.) 19. Bxg6! f6 (Eini leikurinn. 19. - fxg6 standaði á 20. Dxg6+ og hvítur mátar í næsta leik.) 20. f4 Dg7 23. Bxe4 dxe4 21. fxg5 Rxg5 24. Hf4! 22. Bd3 Re4 — svartur á enga haldgóða vörn gegn hótuninni 25. Hg4 og gafst því upp. 18. helgarskákmótið á Reykhólum: Hart barist um efsta sætiö 18. helgarskákmót tímaritsins Skákar og Skáksambands íslands sem haldið var að Reykhólum um síðustu helgi heppnaðist í alla staði vel. Keppnin var bæði hörð og spennandi, þátttakendur með fleira móti og allar aðstæður með þeim hætti að til fyrirmyndar var. Skákfélag Austur- Barðstrendinga stóð fyrir mótinu og naut til þess aðstoðar nærliggj- andi sveitarfélga, fyrirtækja og Qölmargra einstaklinga. For- maður skákfélajgs Barðstrend- inga er Indíana Olafsdóttir, og er hún eina konan sem er formaður í skákfélagi hér á landi og þótt víð- ár væri leitað. Undir hennar stjórn var unnið mikið og óeigm- gjarnt starf til að koma þessu móti af stað og lét árangurinn ekki á sér standa: 47 skákmenn hófu keppni. Auk Indiönu unnu við skipulagningu Hugo Rasmus, Guðjón B. Gunnarsson og Egill Grímsson. Mótið hófst á föstudegi og lauk seint á sunnudag. Tefldar voru 7 umferðir eftir svissneska kerfinu. Fyrstu tvær umferðirnar voru tefldar í miklu snarhasti þar sem umhugsunartími var aðeins 1/2 klst. á hvorn keppanda. Frá og með þriðju umferð var umhugs- unartíminn 11/2 klst. á 30 leiki og síðan 30 mínútur á hvorn skák- mann til að ljúka skákinni. Hver skák gat því staðið mest í 4 klst. Þrátt fyrir fjarveru nokkurra af okkar bestu skákmönnum var mótið vel skipað. Titilhafar voru tveir. Auk undirritaðs mætti Friðrik Ólafsson galvaskur til leiks stútfullur af lagabókstaf síð- ustu ára, en hann gegnir um þess- ar mundir stöðu ritstjóra laga- safns íslands. Þess utan tóku þátt í mótinu íslandsmeistarinn Hilm- ar Karlsson, Ásgeir Þ. Árnason, Sævar Bjarnason og fleiri þekktir skákmenn. Aldursforseti var Þráinn Sigurðsson sem var með í sínu fyrsta helgarmóti. Hann stendur nú á sjötugu. Rétt eins og í öðrum helgar- mótum voru það lokaumferðirn- ar sem öllu skiptu. Eftir 4 um- ferðir höfðu 4 skákmenn hlotið fullt hús vinninga. Það voru auk undirritaðs Friðrik Ólafsson, Bjarni Einarsson og Sævar Bjarn- ason. Frá og með 5. umferð urðu úrslit á efstu borðum þessi: 5. umferð: Sævar Bjarnason - Friðrik Ólafsson 0:1 Bjarni Einarsson - Helgi Ólafsson 0:1 Guðmundur Halldórsson - Hilmar Karlsson 1/2:1/2 Róbert Harðarson - JóhannesG. Jónsson 1:0 6. umferð: Helgi Ólafsson - Friðrik Ólafsson 1/2:1/2 Jörundur Þórðarson - Sævar Bjarnason 1:0 Ásgeir Þ. Árnason - RóbertHarðarson 1:0 Guðmundur Árnason - BjarniEinarsson 1:0 7. umferð: Friðrik Ólafsson - ÁsgeirÞ. Árnason 1:0 Jörundur Þórðarson - Helgi Ólafsson 0:1 Guðmundur Halldórsson - Guðmundur Árnason 1:0 Róbert Harðarson - Hilmar Karlsson 0:1 10 efstu menn urðu þessir: 1. 2. Helgi Ólafsson og Frið- rik Ólafsson 6 1/2 v. hvor. 3. - 4. Guðmundur Halldórs- son og Hilmar Karlsson 5 1/2 v. hvor. 5. - 10. Ásgeir Þ. Árnason, Bjarni Einarsson, Sævar Bjarna- son, Guðmundur Árnason, Jör- undur Þórðarson og Jóhannes G. Jónsson. Öldungaverðlaunin hlaut Þrá- inn Sigurðsson, en hann átti í þá Sturlu Pétursson og Óla Valdi- marsson. Unglingaverðlaunin komu í hlut ungs og efnilegs skák- manns, Guðmundar Árnasonar en kvennaverðlaun hlutu Indíana Ólafsdóttir, Sólveig Tryggvadótt- ir, Margrét Ágústsdóttir og Jó- hanna Guðjónsdóttir. Samkvæmt venju var gert upp á milli sæta með stigaútreikningi og telst undirritaður sigurvegari mótsis vegna betri stiga. Stigin eru reiknuð þannig að vinningar fimm (af sjö) hæstu andstæðing- anna voru lagðir saman. Reyndist undirritaður vera með 26 stig, en Friðrik með 24 stig. Menn gætu freistast til að álykta að Friðrik hefði teflt við lakari andstæðinga, en því var alls ekki til að dreifa. E10 - stigatala ands- tæðinga hans var áreiðanlega hærri, en E10- stigin haldast ekki alltaf í hendur við áætlaðan ár- angur (sem betur fer) og hinir óþ- ekktari áttu margir hverjir gott mót. A undanförnum helgarmótum hafa mörg ný andlit sést og látið verulega að sér kveða. Akurnes- ingurinn Bjarni Einarson er einn þeirra en hann náði 5 vinningum í þessu móti og virðist alltaf bæta sig. Annar ungur skákmaður sem vakti athygli mína var Guðmund- ur Árnason, en hann er 14 ára gamall og hefur dvalið í Svíþjóð undanfarin ár og sigrað þar í sín- um aldursflokki á meistaramóti Stokkhólms. Þessir tveir Bjarni og Guðmundur Árnason tefldu magnaða skák í 6. umferð. Guð- mundur sýndi mikla útsjónar- semi í flókinni stöðu og úr varð merkileg baráttuskák sem hér fylgir á eftir: m, *■ íl m Wífo WM WM K WW// wrn Wm wé, J* w§, a HJy i m& m m '£sa& abcdefgh Þátttaka Friðriks Ólafssonar á helgarskákmótinu að Reykholti gaf mótinu aukið gildi. Friðrik tefldi léttilega og átti ekki í mikl- um erfiðleikum með að yfirbuga andstæðinga sína. Hvítt: Guðmundur Arnason Svart: Bjarni Einarsson Nimzoindversk-vörn 1. d4 Rf6 11. 0-0 g5 2. Rf3 e6 12. Bg3 h5 3. c4 Bb4+ 13. h3 De7 4. Rc3 b6 14. Bxe4 Bxe4 5. a3 Bxc3+ 15. Da4 h4 6. bxc3 Re4 16. Bh2 Dg7 7. Dc2 Bb7 17. Rd2 Bd3 8. Bf4d6 18. Helg4 9. e3 Rd7 19. Dc6 Hc8 10. Bd3f5 20. Khl Ke7 (Skákfræðingar myndu varla gefa keppendum háa einkunn fyrir ná- kvæmni í byrjunartaflmennsku enda hefur athugasemdum verið sleppt við upphaf skákarinnar. Það sem gefur viðureigninni fyrst og fremst gildi er hin kynngi- magnaða barátta sem nú fer í hönd. Svörtum hefur tekist að ná betri stöðu út úr byrjuninni, eink- um vegna linkulegrar tafl- mennslu hvíts (5. a3,8. Bf4,13 h3 og 14 Bxe4) sem er þó engan veg- inn úr leik í baráttunni þar sem svartur hefur hjálpað honum mikið með sínum síðasta leik, 20. - Ke7. Það er eins og kóngurinn hálfpartinn stingi hausnum í gin ljónsins enda hefst hvítur þegar handa við sóknaraðgerðir.) 21. e4! Rb8 22‘ Db7 hf8 23. c5! f4? (Hér verður svörtum illilega á í messunni. Hann varð að leika 23. - g3 og má þá vel við una.) 24. Bxf4! (Auðvitað) 24. ..Ba6 26. Bxf8 Hxf8 25. Bxd6+ Kd7 27. c6+! (Hinn ungi skákmaður teflir sóknina af mikilli útsjónarsemi. Hér rekur hann kónginn fram á borðið þar 27. - Kd8 strandar á 28. Dxb8+ og 27. - Rxc6 á 28. Dxa6 o.s.frv.) 27. ..Kd6 30. c4+! Kxd4 28. e5+ Kd5 31. He4+ Kd3 29. Dxa7 Hxf2 32. Hxg4 (Hvítur hefur fundið laglega leið til þess að tryggja varnir kóngsins jafnframt því að halda áfram sóknaraðgerðum. Nú þarf drottningin aðeins að komast í spilið og þá er björninn unninn.) 32. ..DxeS 33. Rb3 Bxc4 34. Da4 b5 35. Db4 Rxc6 36. Rc5+ Kc2 8 7 6 5 4 3 2 1 ■ * „ m. m, m m ww mm. wumm ■ mkm>m m m Am ip ■v/W/ Wm. m m ■& abcdefgh 37. Hxc4+! bxc4 38. Dxc4+ - og svartur lagði niður vopnin enda stutt í mátið.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.