Þjóðviljinn - 09.07.1983, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 09.07.1983, Qupperneq 10
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 9-10. júlí 1983 „Helst vildi ég fá hingað digra og káta kerlingu." í þeim tveim fyrri hlutum, sem birst hafa af spjalli okkar Hallsteins Sveinssonar, snikkarafrá Kolstöðum í Miðdölum, ítilefni áttræðisafmælis hans, var brugðið upp myndum úr veraldarvafstrinu. Við lokum svo albúminu með myndbrotum frá heimsókn í Borgarnes. Maður má ekkert Það var blýgrámi í lofti og milt veður, en vætulaust þegar við Jó- hann sonur minn komum í hlað Dvalarheimilis aldraðra í Borg- arnesi. - Þið eruð bara komnir, - sagði Afmælis- spjall við Hallstein Sveinsson Þriðji og síðasti hluti Hallsteinn og reis upp við dogg, þegar við gægðumst inn í herbergið og sviptum hann hádegislúrnum. Hallsteinn teygði sig í pípuna og stundi: - Æjá, það er svosem Iítið púður í því, að verða gamall, en maður verður víst að sætta sig við þennan fjanda! og tyllið ykkur á beddann. - Er þetta tveggjamanna her- bergi? - Jahá. Frá því, að ég kom hing- að 1971, hef ég deilt þessu verelsi með þrem körlum. Tveir þeirra hvíla nú í gröf sinni, en sá þriðji er svo fótfúinn, að hann flutti sig á neðri hæðina og nú er ég bara einn. Annars vildi ég helst fá hingað digra og káta kerlingu, þeir eru svo leiðinlegir þessir karlaskrattar. En það þykir. víst ekki tilhlýðilegt, maður má ekkert. Ekki einu sinni- hafa hjá sér rassmikla kerlingu! Trúi á sólina - Hvað segirðu um trúna? - Trúna! Biblíustagl hef ég ekki stundað, en maður var auðvitað alinn upp í guðsótta og góðum siðum og trúði þá öllu. Einhvern- veginn held ég að allir menn séu trúaðír, þó svo að þeir harðneiti því. Ég hef nú reynt að kasta þessu frá mér, en þá myndast eitthvert tómarúm og ég trúi á sólina, það er abstrakt að trúa á hana. Án sólar- innar væri að sjálfsögðu ekkert líf, en magnið er það abstrakta, þessi kraftur, sprengigosin og svo beisluðu mennirnir þennan kraft, til þess að framleiða stríðstól, í því augnamiði að útfjanda lífinu á jörðinni. Svona eru nú andstæð- urnar í veröldinni. En Þorkell máni var vitur maður og siðaður. Hann lét bera sig út í sólargeislann þegar dauðastundin nálgaðist. Svoleiðis brambolt verður nú ekki viðhaft þegar ég hrekk uppaf, enda viðbú- ið að það hellirigni! Kirkjan er alltof íhaldssöm og heldur hlífiskildi yfir svindlurun- um. En þessar svokölluðu frelsuðu manneskjur gera bara illt. Ég jag- aðist oft við þetta hyski þegar ég bjó á Upplandi. Biblíustaglið í því verkaði á mig einsog ryðgað hnífs- blað í alvíddinni og svo vafrar það bara í illgresi mannlífsins og styður íhaldið! Sósíaiisminn og samhjáipin - Voruð þið pólitísk á Kol- stöðum? - Jahá. Við fylgdum Bjarna frá Vogi, sem var átrúnaðargoð Dala- manna. í kosningavafstrinu kom hann alltaf heim karlgreyið. i

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.