Þjóðviljinn - 09.07.1983, Blaðsíða 8
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 9-10. júlí 198J
Martin Berkofsky, píanóleikari
s
, Jslendingar
eru ótrúlega
tónelskir”
„Þaö er eiginlega kraftaverk aö
ég skuli vera farinn að spila
aftur. Ég brotnaði á einum átta
stöðum á hægri handlegg í
umferðarslysi í fyrra og lá á
sjúkrahúsi í 4 mánuði. Ég get
fyrst og fremst þakkað það
frábærri endurhæfingu og
góðum læknum hér að ég er
farinn að kenna og spila aftur á
tónleikum" sagði
píanóleikarinn Martin
Berkofsky, sem hefur nú verið
búsettur hér á íslandi í eitt ár.
Berkofsky er nýkominn norðan
frá Akureyri, þarsem hann hélt
píanónámskeið í fimmta sinn,
og voru þátttakendurfrá öllu
landinu.
„Þessi námskeið eru mjög
þýðingarmikil. Þetta er í fyrsta sinn
sem við höldum slíkt námskeið að
sumarlagi og getum fengið fólk víð-
ar að en frá Akureyri og nágrenni.
Við höfum unnið mjög einbeitt
bæði í hóptímum og einkatímum
og enduðum síðan á tónleikum,“
sagði Berkofsky.
Við spurðum hann um uppruna
hans. Hann kvaðst vera fæddur í
Washington og vera af rússneskum
ættum.Hannlauk námi við tónlista-
háskólann í Baltimore og fór síð-
an í framhaldsnám til Vínar. Hann
hefur hlotið fjöldamörg alþjóðleg
verðlaun í píanóleik og haldið tón-
leika um allan heim. Ifyrra settist
hann að á íslandi eins og fyrr segir:
„Ég kynntist konunni minni,
Önnu Málfríði Sigurðardóttur á
Akureyri og ákvað að setjast hér
að. Mér hefur alltaf þótt sérlega
gaman að vera hér. ísland er
miðsvæðis alheimslega séð- héðan
get ég flogið bæði austur og vestur í
tónleikaferðir. í vetur hef ég kennt
við Tónlistaskólann í Garðabæ og
ég kann mjög vel við mig hér.
Eftir slysið var óvíst hvort ég
gæti leikið framar, en eftir að búið
var að setja járnfleyg í handlegginn
á mér gat ég farið að æfa mig á ný.
Ég var svo feginn að sleppa lifandi
úr slysinu að ég hugsaði aldrei um
hvort ég yrði að hætta að spila. Ég
hélt svo fyrstu opinberu tónleikana
eftir slysið í Þjóðleikhúsinu í vor og
þeir tókust mjög vel. Ég verð að
vísu að beita handleggnum öðru
vísi en áður, en það kemur ekki að
sök.“
„Hvernig er að kenna íslending-
um tónlist?"
„Það er mjög skemmtilegt. ís-
lendingar eru ótrúlega tónelskir og
hafa mikla hæfileika. Áhuginn er
líka á heimsmælikvarða, - hvar í
veröldinni heldurðu að maður finni
annan eins fjölda af tónlistar-
skólum - miðað við fólksfjölda? ís-
lendingar slá öll met. Einmitt þess
vegna finnst mér ástæðulaust fyrir
þá að sækja allt til útlanda, lista-
„Kraftaverk að ég skuli vera farinn að spiia á tónleikum eflir að hafa margbrotnað á hægri hendi“ segir
Berkofsky. Við hlið hans situr Soffía Guðmundsdóttir, tónlistarkennari á Akureyri. - Ljósm.: - eik -
menn sem annað. Þeir eiga að vera
stoltir af sínu eigin fólki og hafa
sannarlega ástæðu til þess. „Velj-
um íslenskt" ætti að vera mottóið í
listinni eins og iðnaðinum. íslend-
,ingar hafa mikið að gefa öðrum
þjóðum á listasviðinu og ættu að fara
miklu meira utan að kynna list
sína,“ sagði Martin Berkofsky.
Þess má geta að margir aðilar
studdu námskeiðið á Akureyri og
sagði Soffía Guðmundsdóttir, sem
hefur haft með höndum skipulagn-
ingu á þessum námskeiðum, að
Flugleiðir hefðu veitt mjög góðan
afslátt fyrir þátttakendur. Berkof-
sky heftir sto&iað styrktarsjóð nem-
enda við Tónlistaskólann á Akur-
eyri og hefur hann ásamt Önnu
Málfríði haldið tónleika á Akur-
eyri til ágóða fyrir sjóðinn.
Berkofsky sagðist vonast til að
geta haldið áfram að kenna íslend-
ingum á píanó, en jafnframt mun
hann halda fjölda tónleika víða
um heim á næstunni, m.a. í Sýr-
landi, Kaíró og Túnis, svo eitthvað
sé nefnt.
þs
ritstjórnargrem
Hefðbundnarblekkingar
Það er þegar orðin söguleg
staðreynd að Bandaríkjastjórn
var þegar f miðri heimsstyrjöld-
inni staðráðin í því að koma sér
upp varanlegum herstöðvum á ís-
landi. Þetta var staðfest í endan-
legri áætlun bandaríska herfor-
ingjaráðsins 1946, þar sem lögð
voru drög að herstöðvaneti
Bandaríkjanna um allan heim.
Þar voru 30 staðir taldir upp sem
nauðsynlegir hlekkir í keðjunni.
Af þessum 30 stöðum voru 6 tald-
ir ómissandi, og af þessum sex
voru þrír taldir „yfirmáta mikil-
vægir“, það er að segja Græn-
land, ísland og Asóreyjarnar. ís-
lendingar höfnuðu beiðni Banda-
ríkjastjórnar um herstöðvar á ís-
landi til 99 ára 1946, en her-
stöðvasinnar völdu þess í stað að
tryggja markmiðið með því að
standa í stöðugum blekkingarleik
við þjóðina í þágu bandarískra
hernaðarhagsmuna. Kóreustyrj-
öldin varð kærkomið yfirvarp til
endurkomu hersins, og síðan hef-
ur hver blekkingin rekið aðra til
þess að viðhalda hersetunni.
Blekkingarleikur enn
Og enn er haldið áfram í sama
dúr. Framsóknarmenn í valda-
stólum eru notaðir til þess að
halda því að þjóðinni að ný olíu-
birgðastöð og olíuhöfn fyrir her-
inn sé aðeins vegna mengunar-
varna, en svo kemur upp úr dúrn-
um að bæta á úr skorti á birgða-
rými og „miða stærð geymanna
við þær kröfur sem eru gerðar nú
á tímum“, svo vitnað sé í Morg-
unblaðið. Fjórföldun birgðarým-
is til þess að svara auknum hern-
aðarumsvifum verður orðin að
veruleika innan fárra ára. Það er
ömurlegt hlutverk sem forystu-
menn Framsóknarflokksins hafa
tekið að sér í Helgurvíkurmálinu,
og fá engar þakkir fyrir nema
aðhlátur Bandaríkjamanna og
Sjálfstæðismanna, sem alltaf hafa
ætlað sér að koma upp þjónustu-
miðstöð fyrir aukin umsvif flota
og flughers í Helguvík.
Kallað á viðbrögð
í síðustu viku birti Þjóðviljinn
grein eftir mann í opinberri þjón-
ustu sem stöðu sinnar vegna vildi
ekki láta nafns síns getið. Leiddi
hann þar rök að því að ætlunin
væri að koma upp hér „al-
heimsratsjá" á vegum Bandaríkj-
ahers. í bréfi sem fylgdi kvaðst
umræddur maður allsekki viss í
sinni sök. Hinsvegar gæti full-
yrðing af þessu tagi kallað fram
viðbrögð hjá Morgunblaðinu
sem gæfu vísbendingar um hvað
fælist í óskum Bandaríkjastjórn-
ar, sem utanríkisráðherra hefur
upplýst að orðið verði við, um
nýjar ratsjárstöðvar á ísiandi. Og
það stóð ekki á viöbrögðum
Morgunblaðsins: „Athyglin
beinist að fullkomnum ratsjám
með hæfni til venjulegs eftirlits í
lofti og á yfirborði sjávar, sem
þjóna aðeins vörnum Islands og
öryggi þjóðarinnar“, segir blaðið
í forystugrein daginn eftir að
Þjóðviljinn birti greinina.
Norðurljósin sem enn blika
óbeisluð yfir norðurhveli bjarga
okkur víst frá OTH-ratsjá.
Fimm spurningar
Af orðum Morgunblaðsins að
dæma virðist vera um að ræða
ratsjár er tengjast flugvélaum-
ferð, en ekki kafbátaþjónustu
eða gerfihnattasambandi. Meiri
upplýsingar er ekki að fá úr þeirri
áttinni í bili þó látið sé í það skína
að á ritstjórn Morgunblaðsins viti
menn allt um málið. Þar sem
utanríkisráðuneytið eða forsætis-
ráðherra hafa ekki séð ástæðu til
þess að upplýsa málið fyrir al-
þjóð, þó að það sé komið á „rek-
spöl í viðræðum íslenskra og
bandarískra stjórnvalda“, er rétt
að beina eftirtöldum spurningum
til ritstjóra blaðsins:
1. Hvenær komu fram óskir frá
Bandaríkjastjórn um nýjar rat-
sjárstöðvar á íslandi?
2. Hvers eðlis eru þessar ratsjár-
stöðvar, og hvernig tengjast þær
öðrum viðvörunarkerfum banda-
ríska hersins á Islandi? Hvert er
hlutverk þeirra og hvert skila þær
upplýsingum er þær safna?
3. Hefur Bandaríkjastjórn lagt
fram óskir um staðsetningu þess-
arra stöðva á tilteknum stöðum á
íslandi?
4. Geta hinar nýju ratsjárstöðvar
nýst jafnvel til árásarferða frá ís-
landi sem til varnar- og viðvör-
unar?
5. Hefur untanríkismálanefnd
Alþingis verið gerð grein fyrir
óskum Bandaríkjastjórnar um
nýjar ratsjárstöðvar og hefur hún
fengið aðgang að þeim skjölum
sem farið hafa á milli íslensku og
bandarísku stjórnarinnar í þessu
máli?
Þjóðviljinn telur réttast að
snúa sér beint til Morgunblaðsins
með þessar spurningar, því það
virðist eiga innangengt í banda-
ríska sendiráðinu og utanríkis-
ráðuneytinu. Þar sem almenning-
ur á ekki greiðan aðgang að upp-
lýsingum.
Fjölgun herstöðva
Það virðist vaka fyrir banda-
ríska hernum og Geir Hallgríms-
syni að fjölga herstöðvum á ís-
landi. Samkvæmt niðurstöðum
utanríkismálaráðstefnu Sjálf-
stæðisflokksins fyrir ári og sicrif-
um Morgunblaðsins gæti verið
um að ræða herstöðvar, mann-
Einar Karl
Haraldsson
skrifar
aðar eða ómannaðar, við Aðalvík
og á Langanesi, og herflugvöll
með loftvarnariiði á Sauðár-
króki. Aðmírállinn á Keflavíkur-
flugvelli segir að þetta með rat-
sjárstöðvarnar sé spurningin um
að „sjá“ nógu langt inn á óvina-
svæðið, og er sjónsvið hans þó
ærið fyrir með DEW-línunni,
Green Pine og AWACS. Og sá
sem sér óvini koma langt að hann
hefur einnig ratljós til þess að
sækja langt fram. Og það er ein-
mitt í því ljósi sem verður að líta á
óskirnar um ratsjárstöðvar. Al-
veg eins og Helguvíkuráformin
eru liður í því að undirbúa aukin
flotaumsvif á Norður-Atlantshafi
í samræmi við áætlanir Reagan-
stjórnarinnar, þá eru ratsjármál-
in tengd áformum um stórfellda
stýriflaugaframleiðslu sem notast
á í skipum og sprengjuflugvélum
á Norður-Atlantshafinu. Engin
ástæða er til þess að draga fjöður
yfir „vaxandi hernaðarumsvif So-
vétmanna í lofti, ofansjávar og
neðansjávar í nágrenni íslands"
en það er hrein blekking að geta
þess ekki um leið að þau eru
andsvar við markvissri uppbygg-
ingu gagnkafbátahernaðar
Bandaríkjamanna á þessum
slóðum áratugum saman og si-
vaxandi sóknargetu bandaríska
flughersins. Norður-Atlantshafið
er bandarískt haf í hernaðarlegu
tilliti og varnargetan þar er ekki
dregin í efa. Hinsvegar er það
stöðugt verkefni að auka sókn-
argetuna á norðurslóðum. Rat-
sjárkerfin gegna þar miklu hlut-
verki ekki síður í sókninni heldur
en vörninni.
-ekh