Þjóðviljinn - 09.07.1983, Blaðsíða 6
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 9-10. júlí 1983
DJuÐVIlJINN
Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyf-
ingar og þjóðfrelsis
i Útgefandi: Útgáfufélag Pjóöviljans.
• Framkvæmdastióri: Guörún Guömundsdóttir.
Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Olafssen,
Umsjónarmaður Sunnudagsblaös: Guðjón Friðriksson.
Auglýsingastjóri: Sigríöur H. Sigurbjörnsdóttir.
Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson.
Afgreiðsla: Bára Siguröardóttir, Kristín Pétursdóttir.
Blaðamenn: Auöur Styrkársdóttir, Álfheiður ingadóttir, Helgi Ólafsson,
Lúövík Geirsson, Magnús H, Gíslason, Ólafur Gíslason,
Óskar Guömundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlööversson.
íþróttafréttaritari: Víöir Sigurðsson.
Útlit og hönnun: Helga Garðarsdóttir, Guöjón Sveinbjörnsson.
Ljósmyndir: Einar Karlsson, Atli Arason.
Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar.
Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Ólafur Þ. Jónsson.
Skrifstofa: Guörún Guðvarðardóttir, Jóhannes Haröarson.
Símavarsla: Sigríöur Kristjánsdóttir, Sæunn Óladóttir.
Húsmóðir: Bergljót Guöjónsdóttir.
Bílstjóri: Sigrún Bárðardóttir.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmundsson.
Ólafur Björnsson.
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir
Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar:
Síðumúla 6, Reykjavik, sími 81333.
Umbrot og setning: Prent.
Prentun: Blaðaprent h.f.
r itst jor nargrci n
ur aimanakinu
Aronskustjóm
• Um það bil sem ísland var dregið inn í Nató og þrí-
flokkarnir opnuðu fyrir bandaríska herstöð var það ljóst
af ýmsu, að forystumenn þessara flokka gengu með hálf-
um huga í leikinn. Þeir höfðu oft orð á því, að erlendur
her á Islandi mætti aldrei verða sjálfsagður hlutur, þetta
væri neyðarástand, íslendingar ættu að grípa fyrsta tæki-
færi til að hverfa aftur til vopnleysis og þar fram eftir
götum. Foringi Framsóknarmanna um langt skeið, Her-
mann Jónasson, komst svo að orði að betra væri að vanta
brauð en hafa her í landi.
• Þeir sem þá og lengi síðan hafa andmælt herstöðva-
stefnunni hafa ekki aðeins bent á sjálfan kjamorkuhásk-
ann og þar með náttúrulega þörf íslendinga fyrir að leggja
afvopnunarmálum lið. Þeir byrjuðu snemma að vara við
hernámi hugarfarsins sem svo var nefnt - þeirri þróun, að
umsvif hersins yrðu veigamikill þáttur í íslensku efna-
hagslífi og að eftir þeim leiðum ánetjuðust menn fram-
búðardvöl hersins, reiknuðu hann sér til tekna, til eins-
konar aukaloðnustofns sem grípa mætti til þegar þjóðar-
búskapur yrði fyrir skakkaföllum. Þeir vömðu við því að
erlendur her yrði einskonar aukabúgrein, heldur þægileg
og fyrirhafnarlítil - og þar með mjög virkur áhrifaþáttur í
þá vem að draga úr metnaði sjálfstæðrar þjóðar, nauðsyn
þess að standa á eigin fótum.
• Af hermangi em síðan til margar sögur ófagrar, sem
flestar rúmast innan öflugs samtryggingakerfis núverandi
stjórnarflokka í íslenskum aðalverktökum. Og það er á
þessum vettvangi sem best gróðrarstía verður fyrir hug-
myndir sem kenndar eru við aronsku: en þar er átt við
þann boðskap sem nafnkenndur verðbréfasali bar fram
fyrstur manna: að það ætti að taka gjald af Bandaríkja-
mönnum „fyrir afnot af Keflavíkurflugvelli og aðra
aðstöðu hér“ - eins og segir í leiðara DV í fyrradag.
• Eins og segir í þessum sama leiðara, þá hafa stjóm-
málamenn, einnig þeir sem em í forystu Sjálfstæðisflokks
og Framsóknarflokks, í lengstu lög reynt að sverja af sér
aronskuna. En eins og gefið er til kynna í fyrrgreindum
leiðara D V þá er allur vindur farinn úr þeim yfirlýsingum
- og sést það best á atburðum síðustu daga, þegar núver-
andi forsætisráðherra og Geir Hallgrímsson utanríkisráð-
herra, taka við stórfé til framkvæmda á Keflavíkurflug-
velh og miklu meira af því tagi er á næstu grösum. Það er
ekki nema von, að leiðarahöfundur DV grípi tækifærið til
að fagna, hann segir sigri hrósandi að „aronskan er rök-
rétt“. Honum finnst, að þeir Steingrímur og Geir séu loks
komnir á rétta braut - bæði í orði og á borði. Og hann
brýnir sína menn til enn vasklegri framgöngu í dollara-
slætti: „rétt væri að halda lengra á braut aronsku“!
• í grein í Þjóðviljanum í gær lýsti formaður Alþýðu-
bandalagsins því með dæmum frá síðustu dögum að „nú-
verandi ríkisstjóm gengur lengra í þjónslund sinni við
Bandaríkjastjóm en nokkur önnur stjórn hér á landi fyrr
og síðar“. Því miður sýnast þetta orð að sönnu. Fyrirvarar
lýðveldiskynslóðar um það, að erlendar herstöðvar sam-
rýmdust ekki hugmyndum þeirra um sjálfstætt ísland
hafa dofnað svo rækilega, að í herbúðum núverandi
stjómarflokka er ekki einu sinni á þá minnst til hátíða-
brigða. Þess í stað er tekið við eitthvert allsherjar meðvit-
undarleysi sem virðist tii dæmis leyfa Framsóknar-
mönnum að smíða sér þá undarlegu trú, að þeir séu alltaf
að fylgja sömu stefnu - hvort sem þeir em í ríkisstjóm
sem ætlar að láta herinn fara, stjóm sem ætlar að frysta
umsvif hans eða stjóm sem ætlar að stórauka þau.
• Svarið við þessari þróun er víðtæk samfylking um ís-
lenskt þjóðfrelsi, sem Svavar Gestsson gat um í ádrepu
sinni hér í blaðinu í gær. Ekkert verkefni er nú mikilvæg-
ara.
- ÁB
Eftirlits-
Um þessar mundir er verið að
minnast aldarafmælis Kafka.
Tímarit Máls og Menningar gerir
skáldinu vegleg skil í síðasta hefti
svosem efni standa til. Flestir eru
enda á þeirri skoðun að Kafka,
sem lést 1924, sé meiri nútíma-
höfundur en flestir aðrir. Þeir
sem komast í kynni við verk hans
eru iðulegar bergnumdir; svona
er lífið - réttarhöld og afplánun í
refsinýlendunni. Kaldur hrollur
hríslast niður bak lesandans, til-
finningar hafa verið afmáðar úr
mannskepnunni. Hann gengur
eftir fyrirfram ákveðnum braut-
um allt til enda. Samfélag hans er
ópersónuleg vél og sjálfur er
herra K. og aðrar aðalpersónur
firrtar manneskjulegu sambandi
við annað fólk.
Margir túlkenda segja sem svo
að í sögum Kafkas, séu lýsingar á
þjóðfélagi sem kallað er fasismi,
skrifræði, síðkapítaliskt og þar
fram eftir götum. Þetta er forræð-
isþjóðfélagið harðúðga sem allir
óttast.
„Kerfið" er alltumlykjandi og
veit meira um hvern og einn, en
hann órar fyrir. Og þá er komin
brúin frá Kafka til Islands í vik-
unni sem leið. í nútíma skrif-
ræðisþjóðfélögum, sérstaklega í
þeim óhugnanlegu stórveldum
Sovétríkjunum og Bandaríkjun-
um, eru nokkur atriði býsna
keimlík. í ríkisstjórnum beggja
stórvelda eru til dæmis í hvoru-
tveggja kerfinu valdamiklir karl-
ar úr herjum landanna. Og í þess-
um stórveldum er einna mikil-
vægasta hlutverkið eftirlit með
persónum og pólitík. „Kontroll“,
eftirlit með fólki er líka lykilatriði
í skáldsögum einsog hjá Kafka.
Það er algengt að yfirmenn
lögreglu og leynilögreglu verði
valdamiklir í þessum eftir-
litsþjóðfélögum. Þess vegna er
líka vert að hafa í huga að Andro-
pov hinn sovéski er fyrrum yfir-
maður KGB-leyniþjónustu
Sovétríkjanna og George Bush
varaforseti Bandaríkjanna sem
íslenskir ráðamenn flöðruðu upp
um hér í vikunni sem leið, er fyrr-
um yfirmaður CIA-leyniþjón-
ustu Bandaríkjanna.
Með auknu eftirliti, tækni sem
gerir kleift að safna ítarlegri upp-
lýsingum og um fleiri en nokkru
sinni áður nálgast mannkynið
óðum það andrúmsloft sem við
þekkjum í sögum Kafka.
íslenskir valdsmenn og ríkj-
andi stétt eru því miður engin
undantekning í þessu efni. Ný-
lega hefur verið frá því skýrt að
sérstök „úrvalssveit“, Víkinga-
sveit hafi verið sett á laggirnar
innan lögreglunnar. Geir Hall-
grfmsson formaður Sjálfstæðis-
flokksins og utanríkisráðherra
landsins sagði í ræðu sinni í
Varðarferð á dögunum að þörf
væri á aukinni löggæslu, íslend-
ingar ættu að fara til starfa hjá
bandaríska hernum, og það væri
sérstakt „þjóðlegt metnaðarmál"
að taka meiri þátt í öryggis-
málum.
Stórkapítalið sem fer með völd
í ríkisstjórn íslands vill verja
Óskar
Guðmundsson
skrifar
hagsmuni sína. Meðal þess sem
þessir hagsmunir krefjast er
aukin löggæsla, meiri hernaðar-
umsvif í landinu, meira eftirlit
með einstaklingum. Og er þá orð-
ið styttra yfir í KGB og CIA
þankaganginn svosem áður er
getið.
Stórkapítalið þurrkar einnig út
gömlu burgeisana í þeirri mynd
sem við þekkjum þá í sögunni. í
stað þeirra koma menn sem eru í
stjórnum ýmissa fyrirtækja og
samsteypna, framkvæmdastjórar
og menn sem bera jafnvel enga
titla ráða mestu um fjármagns-
streymi og efnahagspólitík. Þetta
eru ekki lengur nafnkenndir
menn - heldur einhverjir ópers-
ónulegir á toppnum. Enda stend-
ur slagurinn ekki lengur um það
hvort kaupmaðurinn komi upp
verslun á horninu eða ekki.
Valdsmennirnir og ríkjandi stétt
er vísast á móti honum - og að
öllum líkindum á kaupmaðurinn
á horninu meiri samleið með sósí-
alistum og umhverfisverndar-
sinnum heldur en ríkjandi stétt. í
stað þess er baráttan núna um
það hvort og í hve ríkum mæli
erlendum auðhringum eigi að
hleypa inní þetta land. í fram-
haldi af því hvort og í hve ríkum
mæli lítil þjóð í Ballarhafi vill
hafa erlendan her og hernaðarleg
afskipti.
í þessu ljósi er viss eftirsjá af
gamalli íhaldssemi borgara og
embættismanna hér á landi sem
áttu hugmyndalega samleið með
Sjálfstæðisflokknum - gildismat
á þá leið að gagnkvæm virðing
manns og náttúru væri forsenda
fyrir lífi, sem og andstaða við
ómannúðlega tækni og vélar. En
Sjálfstæðisflokkurinn í dag fer
við slíka gildisíhaldssemi einsog
Bobby við Pamelu Ewing; hann
vanrækir hana. Þess í stað er þessi
flokkur á bólakafi í því hermangi
sem er jafn niðurlægjandi fyrir
smáþjóð og frekast má verða-og
hann stendur vörð um hagsmuni
sem eru frelsi einstaklinga hvað
skaðvænlegastir, nefnilega hags-
munir stórkapítalsins. Það gerir
Framsóknarflokkurinn einnig á
sína vísu.
I vikunni sem Ieið höfum við
upplifað hvernig smáþjóðin fær-
ist á örskömmum tíma einsog
hendi væri veifað margar pólit-
ískar breiddargráður nær stór- ■
veldinu Bandaríkjunum. Forsæt-
isráðherrann og utanríkisráð-
herrann spöruðu hvergi væmna
hollustueiða við Bush varafor-
! seta. Boðuð var nánari hernaðar-
leg og efnahagsleg samvinna.
Þessi örlagaríku skref eru stig-
in á sama tíma - og full ástæða er
til að efast um hvort þingræðið
sé haft í heiðri af ríkisstjórninni.
Nýir þingmenn - og heilir þing-
flokkar hafa ekki svo mikið sem
umfjöllunarrétt á fulltrúasam-
komunni um þessi afdrifaríku
skref. Verkalýðshreyfingin hefur
verið svipt samningsrétti einsog í
einræðisríkjum - og ríkisstjórnin,
sem ekki hefur kallað saman al-
þingi, hótar að siga lögreglu á
almenning.
Skuggabaldrar ýlfra í heiðinni.
Ráðherrarnir brosa. Eftirlitið
eykst. Og glæpurinn er ristur í
holund fósturjarðarinnar. í refsi-
nýlendunni ráfar enginn um eftir-
litslaust.
Sjálfsagt finnst einhverjum að
hér sé seilst langt til líkinga, og
Kafka komi stjórnarháttum á ís-
landi ekkert við. En ég er annarr-
ar skoðunar.
Á Kafka sannast eftirminni-
lega að næmur höfundur er
merkileg loftvog sem finnur ekki
einungis á sér það sem er, heldur
og það sem verður eða gæti orðið
á hans öld, - hvort heldur er í
Prag, fæðingarborg Kafka ellegar
í öðrum höfuðborgum - nær og
fjær.
-óg.