Þjóðviljinn - 03.08.1983, Blaðsíða 1
UÚÐVIUINN
Atvinna hefur dreg-
ist saman á Akra-
nesi undanfarið, í
lokjúlí voru rúm-
lega 60 á atvinnu-
leysisskrá. Skaga-
menn eru uggandi
um framtíðina.
Sjá 9
ágúst 1983
miðvikudagur
170. tölublað
48. árgangur
Fresturinn útrunninn
A.m.k. 80
félög hafa
sagt upp
samningum
Samkvæmt upplýsingum frá
Vinnuveitendasambandinu í gær
hafa þangað borist um 80 bréf um
samningsuppsagnir. Félögin gætu
þó hæglega verið fleiri þarsem sum
félög senda inn sameiginlegar upp-
sagnir.
Frestur til aö segja upp samning-
um um mánaðamót ágúst og sept-
ember rann út nú um helgina.
Skrifstofumönnum hjá VSÍ hafði í
gær ekki unnist tími til að taka
saman lista yfir félögin en slíkur
listi ætti að vera tilbúinn í dag.
- m.
/
Akæra geiin út
á hendur kynferðis-
afbrotamanninum
Gefin hefur verið út ákæra á
hendur manni þeim, sem á undan-
förnum 10 árum hefur tælt á þriðja
tug ungra telpna til kynmaka við
sig. Við sögðum frá máli þessu í maí
sl., en þá hafði það verið að velkj-
ast hjá ríkissaksóknara í fimin
mánuði. Málið verður dómtekið
hjá Sakadómi Reykjavíkur innan
tíðar.
Frásagnir af kynferðisafbrotum
gegn telpum eru alltaf öðru hvoru á
kreiki á síðum dagblaðanna. Þann-
ig var síðast í gær sagt frá því í einu
blaðanna, að maður nokkur hefði
gefið níu ára gamalli telpu róandi
lyf til að geta „frekar átt við hana“
eins og það heitir á dulmáli blaðs-
ins. Sá maður hefur verið úr-
skurðaður í gæsluvarðhald til 14.
september að sögn blaðsins. Af því
tilefni má rifja upp, að í maí sl. var
haft eftir Fórði Björnssyni, ríkis-
saksóknara, í Þjóðviljanum, að
gæsluvarðhald heyrði til undan-
tekninga hér á landi - því væri ekki
beitt nema í morðmálum.
ast.
Fjölmennasta úti-
hátíðin um verslun-
armannahelgina
varí Atlavík. Frá
hátíðinni er greint
bæði í máli og
myndum í blaðinu í
dag.
Ber aðra röngum sökum
Landsvirkjun og Hitaveita Reykjavíkur fengu hækkanir umfram
verðlagshækkanir í tíð fyrri ríkisstjórnar
í yfirlýsingu frá Gunnari Thor- f niðurlagi yfirlýsingarinnar er kynna sér málin „svo að honum bægja frá sér því böli að bera aðra
oddsen fyrrum forsætisráðherra er Sverrir Hermannsson hvattur til að auðnist með sinni góðu greind að röngunt sakargiftum."
áskorun til Sverris Hermannssonar
um að hætta að bera aðra röngum
sakargiftum. Þessi yfirlýsing er gef-
in í tilefni af þeim ummælum Sverr-
is að þær orkuhækkanir, sem nú
hafa verið ákveðnar séu arfleifð frá
þrotabúi fyrrverandi ríkisstjórnar.
í yfirlýsingunni segir Gunnar að
Landsvirkjun og Hitaveita Reykja-
víkur hafi fengið hækkun á orku-
verði sínu langt umfram almennar
verðhækkanir í landinu á þeim
tíma.
í yfirlýsingunni segir m.a.:
„I tíð fyrrverandi ríkisstjórnar,
febrúar 1980 til maí 1983, hafa
þessi fyrirtæki sjö til áttfaldað
taxta, meðan allar vísitölur, fram-
færslu, bygginga og lánskjara,
hækkuðu miklu minna. Fyrirtækin
hafa því fengið hækkanir langt um-
fram allar aðrar viðmiðanir í
þjóðfélaginu. Mætti fremur saka
stjórnina um að hafa leyft of mikið
en of lítið.
Iðnaðarráðherra hefur nú með
því að samþykkja gífurlegar gjald-
skrárhækkanir til viðbótar opnað
flóðgáttir, sem duga drjúgum
nteira en til rakvatnsins. Ef Lands-
virkjun og Hitaveita Reykjavíkur
eiga í fjárhagsörðugleikunt, er or-
sakanna að leita annarsstaðar en í
tregðu fyrrverandi stjórnar."
Hjörleifur Guttormsson um orkuhækkanirnar:
Bein viðbót við
ki arasker ðinguna
„Þessar gífurlcgu gjaldskrár-
hækkanir sem nú dynja yfir, ekki
síst til orkufyrirtækja, eru bein
viðbót við þá kjaraskerðingu sem
ríkisstjórnin hafði áður tekið á-
kvarðanir um. Alveg sérstaklega
stingur í auga uin 56% hækkun á
heildsöluverði rafmagns frá
Landsvirkjun frá því um stjórn-
arskiptin í maílok“, sagði Hjör-
leifur Guttormsson fyrrv.
iðnaðarráðherra í samtali við
Þjóðviljann.
„Ég fékk því framgengt í ríkis-
stjórninni í apríl sl. að öll orku-
fyrirtæki, þám. Landsvirkjun
þyrftu heimild iðnaðarráðu-
neytisins til gjaldskrárbreytinga.
Þessi bráðabirgðalög voru sett
ekki síst til að korna í veg fyrir að
áframhaldandi nieðgjöf á raforku
í þágu álversins yrði velt yfir á
almenning með einhliða á -
kvörðunum stjórnar Landsvirkj-
unar.
í krafti þessarúr lagaheimildar
var hækkun Landsvirkjunar tak-
ntörkuð við 10% í maíbyrjun.
Öllum sem horfa vilja hlutlægt á
þróun raforkuverðs síðustu ár má
vera ljóst, að Landsvirkjun hefur
fengið og tekið sér hækkanir
langt umfram almenna verðlags-
þróun í landinu.
Að mínu mati var útilokað að
lengra yrði gengið í þá átt að
skattleggja almenning í þágu
Alusuisse, eins og gert er nú í
vaxandi mæli.
Ríkisstjórnin og ekki síst nú-
verandi iðnaðarráðherra höfðu
um það stór orð við stjórnar-
skipti, að nú skyldi lækka húshit-
unarkostnað í landinu til muna,
eins og mikil nauðsyn er á, ekki
síst hjá þeim sem þyngstar bera
byrðarnar. J. þessu skyni skyldi
varið 150'miljónum króna urn-
fram fjárlög í niðurgreiðslur á
húshitunarkostnaði. Eg fæ ekki
betur séð en þessi upphæð sé að
mestu uppurin til að mæta hækk-
unum Landsvirkjunar og raf-
veitna og þannig hefur i reynd
stefnt í öfuga átt þrátt fyrir allar
yfirlýsingar og stór orð, m.a. í
kosningabaráttu.“
eng.
Yfirlýsing frá Gunnari Thoroddsen um ummæli Sverris Hermannssonar:
ísland tapaði 1-0 fyrir Noregi í Evrópukeppni kvennalandsliða í knattspyrnu á Kópavogsvelli á laugardag-
inn. Á mynd -eik- berst Ásta B. Gunnlaugsdóttir um knöttinn við þrjár norskar. Augljós vítaspyrna var
höfð af Astu og íslenska liðinu í leiknum.
Spegilsmálið:
Bókmennta-
iræðingur
og guð-
fræðingur
meðdómarar
„Ég mótmæli öllum ákærum en
kannast við að vera ábyrgur fyrir
birtingu viðkomandi efnis", sagði
Úlfar Þormóðsson í yfirheyrslum í
Sakadómi Reykjavíkur í gær en þá
var tekið fyrir mál ákæruvaldsins
gegn Úlfari vegna 2. tbl. Spegilsins
og 1. tbl. Samvisku þjóðarinnar cn
hann er ákærður fyrir guðlast og
klám og fyrir brot á prentlögum.
Ekki var ákveðið hvenær mál-
flutningur fer fram í málinu en Jón
Abrahant Ólafsson sakadómari
lýsti því yfir að hann ntundi skipa
sér tvo meðdómendur, annan bók-
menntafræðing en hinn guðfræð-
ing. Verjandi Úlfars er Sigurmar
K. Albertsson en fyrir hönd ríkis-
saksóknara mætti Pétur Guðgeirs-
son. Auk Úlfars voru tvö vitni yfir-
heyrð. í málinu, þeir Hjörleifur
Sveinbjörnsson starfsmaður Speg-
ilsins og Hjörtur Cyrusson dreif-
ingarstjóri. Ekkertnýttkomfram.
- GFr.