Þjóðviljinn - 03.08.1983, Blaðsíða 7
Fiskrækt á Suðurnesjum:
Aðstaða er
yiða álitleg
- Jú, ég var þátttakandi í þcssari
ferð um Suðurnes, sem Náttúru-
verndarfélag Suðvesturlands efndi
nýlega til, undir leiðsögn Eyjólfs
Friðgeirssonar, fiskifræðings. Til-
gangur ferðarinnar var m.a. og
ekki hvað síst að kynnast fiskeldis-
starfsemi þeirri, sem þarna fer
fram og þeim möguieikum, sem þar
eru fyrir hendi á þessu sviði.
Pannig mæltist Grími Nordahl,
bónda á Úlfarsfelli, er hann leit hér
inn á blaðið einn morguninn.
- Og hvað er svo að segja um
aðstöðu til fiskeldis á Suðurnesj-
um, Grímur?
Víða mikill
jarðvarmi
- Það er nú svo með Reykjanesið
að þar finnst hvergi rennandi vatn á
yfirborði jarðar. Samt sem áður er
Grímur Nordahl
ljóst, að þetta svæði býr yfir ýmsu
því, sem vekur eftirtekt þeirra, sem
áhuga hafa á fiskeldi. Víðast hvar
finnst þarna ferskt jarðvatn, sem
rætur sínar rekur til mikillar úrk-
omu, einkum á Reykjanesfjall-
garðinum. Á utanverðu Reykjan-
esi er ferskvatnið í ferskvatnslinsu,
sem flýtur ofan á jarðsjó. Er linsan
þykkust fjarst sjó en þynnist út að
ströndinni. Víða rennur mikið
jarðvatn til sjávar undir yfirborði
jarðar, t.d. á Straumsvíkur-
svæðinu, í Vogum, við Húsatóftir
og Grindavík en síðan er það
minna og dreifðara annarsstaðar.
Enn kemur svo til að sumsstaðar
er mikill jarðhiti, t.d. í Svartsengi,
á Höskuldarvöllum og yst á
Reykjanesinu. Hitaveita Suður-
nesja hefur með lögnum sínum
víða aukið möguleika á fiskeldi svo
sem í Vogum. Vonir manna á
Straumsvíkursvæðinu hafa staðið
til þess að fá heitt vatn frá Hita-
veitu Reykjavíkur í Hafnarfirði, en
hún hefur enn ekki reynst aflögu-
fær. Pólarlaxstöðin hefur notið
varmaorku frá Álverinu við starf-
semi sína.
Við Reykjanesið sunnanvert er
hlýr sjór árið um kring. Og svo vill
til, að jarðsjórinn undir Reykja-
nesinu er innilokaður og blandast
því lítið sjónum við ströndina.
Efnasamsetning jarðsjávarins er á
margan hátt ólík efnasamsetningu
sjávar.
Erfitt um hafbeitar-
aðstöðu
- Þessi hlið málsins lítur nú
nokkuð vel út en eru engir ann-
markar?
- Áður en ég svara því beinlínis
vil ég benda á, að undanfarin ár
hefur það verulega háð eðlilegri
þróun fiskeldis að skort hefur skýra
stefnumörkun Alþingis og stjórn-
valda í fiskræktarmálum. Þar að
auki hefur fyrirtækjum og einstak-
lingum gengið erfiðlega að semja
um aðstöðu, einkum til hafbeitar.
Þetta hefur leitt til þess, að menn
hafa leitað fyrir sér um aðstöðu þar
sem veiðihagsmunir eru ekki fyrir
en skilyrði þó álitleg. Nokkra slíka
staði er að finna á Reykjanesi svo
sem í Vogum og við Straumsvík.
Fleiri staðir eru álitlegir til haf-
beitar t.d. við Grindavík, Kúa-
gerði, Húsatóftir og í Ósabotnum.
Hætta á kælingu
Þar sem um það er að ræða að ala
lax og silung upp í fulla stærð hefur
það einkum valdið erfiðleikum, að
þar sem skjól er að fá við strönd-
ina, er mikil hætta á kælingu að
vetrinum, og getur hún drepið
eldisfiskinn. Af þeim sökum hafa
menn reynt að þróa eldi á fiski í
kerjum og lónum á landi. Víða á
Reykjanesi er kjörin aðstaða fyrir
slíkt eldi og byggist hún á notkun
jarðsjávar eða hlýsjávar við nesið
sunnan- og vestanvert.
- Ég ætla svo ekki að fara um
þetta fleiri orðum, sagði Grímur
Nordahl, - en vil þakka Náttúru-
verndarfélaginu fyrir forgöngu
þess um ferðina og Eyjólfi fyrir
leiðsögnina.
-mhg
Af bókaútgáfu í ár:
Fjölvi gerir út á
fiskana og rokkið
Bókaútgáfan Fjölvi verður
með um 25 titla í ár og hefur
m.a. í bígerð þrjár bækur um
físka. Ein þeirra heitir Stóra
fískabókin, sem er tékknesk að
uppruna og verður með þúsund
myndum.
Þessi bók er í sama flokki og
Stóra blómábókin og Stóra fugla-
bókin, sem komu út hjá forlaginu
fyrir nokkrum árum og hafa nú ver-
ið endurútgefnar.
En þar að auki kemur út sérstök
bók um íslenska fiska eftir Gunnar
Jónsson fiskifræðing. Þar verður
um 230 tegundum fiska lýst ýtar-
lega og nytjum af þeim. Þar á eftir
kemur bók, upphaflega ítölsk, en
löguð að íslenskum aðstæðum, sem
fjallar um vistfræði og líffræði
fiska.
„Mér finnst íslendingar hugsi
um fisk sem hráefni fyrst og síðast
en geri sér ekki nógsamlega far um
að skilja líf þeirra'1, sagði Þorsteinn
Thorarensen á blaðamannafundi á
dögunum.
Fjölvi ætlar líka að gefa út Rokk-
bók, sem segir frá mörgum frægum
hljómsveitum frá því eftir Bítla-
tíma. Þetta er fjölþjóðaprent með
mörgum myndum. Þá kemur út
Líkamsrækt með Jane Fonda.
Ennfremur hefur Fjölvi hug á að
fara með íslenskar barnabækur inn
á fjölprentsmarkað og eru fjórar
slíkar tilbúnar eftir mæðginin
Hjalta Bjarnason og Guðrúnu
Kristínu Magnúsdóttur.
-áb.
Miðvikudagur 3. ágúst 1983 ÞJÓÐVILJINN,— SÍÐA 7
Frá fiskeldisstöðinni í Húsatóftum,
Sambandið:
Sölu-
aukning
á sjávar-
afurðum
Fyrstu sex mánuði þessa árs var
söiuaukning Iceland Seafood Corp-
oration í Bandaríkjunum rúmlega
31% í dollurum, borið saman við
fyrra helming sl. árs. Varð salan
61,2 milj. dollara á móti rúmlega 46
milj. í fyrra. Miðað við sömu tíma-
bil jókst selt magn um tæp 30%.
Hjá Iceland Seafood Limited í
Bretlandi varð söluaukningin milli
árshelminganna 87%. Fyrstu 6
mánuði þessa árs var salan tæpar 4
milj. sterlp. á móti 2,1 milj. á fyrra
helmingi sl. árs. Að magni til var
salan rúmlega 4 þús. tonn eða rúm-
lega helmingi meiri en á sama tíma
sl. ár. -mhg
Á mölinni mætumst með
bros á vör — ef bensíngjöfin
rtiig^
Thoro-efnin eru samsett
fínmöluðum kvartzstein-
efnum, sementi og akryl-
efnum.
Thoro-efnin eru m.a.
notuð til frágangs á
steyptum flötum utan-
húss, þau fást í mismun
andi litum og grófleika.
Thoro-efnin koma í stað
pússningar og málningar.
Þau hindra ekki nauðsynlega
útöndun flatarins.
úr
Thoro-efnin fylla í holur og
sprungur, þau þekja mann-
virkin og verja gegn veðrum.
Samkvæmt útreikningum
Hagvangs er kostnaður vlð.
frágang með Thoro-efnum:
Thoroseal: Sprautað og pússað.
Quickseal: Kústað.
Thoroglaze: Akrylvökvi, úðað.
Kostnaður, efni og vinna 133 kr. á hvern m2. Undi’rbúningsvinna, vírhögg og
viðgerðir áætlað 55 kr. á hvern m2.
Hefðbundin pússning og málning um 360 kr. á hvern m2.
Thoro-frágangur er einfaldur, ódýr og endingargóður.
Leitið nánari upplýsinga og tilboða. Sérþjálfaðir fagmenn til þjónustu.
THORO
UTANHUSSFRAGANGUR
40%
SPARNAÐUR..!