Þjóðviljinn - 03.08.1983, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 3. ágúst 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13
Leiðsögu-
bók um
Lundúnir
Eg hcf verið að safna saman í
þessa bók í 28 ár segir Jónas Krist-
jánsson ritstjóri DV um leiðsögu-
bók um London sem hann hefur
tekið saman fyrir Fjölvaútgáfuna.
Jónas skrifar textann en kona
hans, Kristín Halldórsdóttir, hefur
tekið litmyndir margar í bókina,
sem er í vasabroti, 96 síður og kost-
ar 371 krónu. Þar eru allskonar
upplýsingar um hótel, matsölu-
staði, bamagæslu, búðaferðir,
þjórfé og fleira sem ferðamenn
varðar. Þau hjón söfnuðu á þann
veg í bókina að þau hafa prófað alla
staði á sjálfum sér og létu ekki upp
að þau væru að semja leiðsögu-
kver.
Jónas hefur áður samið bók um
Kaupmannahöfn með svipuðu
sniði og hefur í smíðum bók um
Amsterdam. Má vera að þarnæst
komi bók um New York. Bókaút-
gáfan Fjölvi er líka að velta því
fyrir sér hvort hún efnir til Lundúna-
ferðar með ritstjóranum í haust.
Bókin heitir Heimsborgin
London.
Nýtt timarit
Sérrit um
rafeindaiðnað
Nýtt tímarit, Kafeindin, sem er
sérfræðitímarit um rafeindaiðnað
er komið út. Er það fyrsta tímarit
sinnar tcgundar á íslensku og er því
ætlað að vera til upplýsingar, fróð-
leiks og skemmtunar. Helstu
áherslur verða lagðar á hljóm-
tækni, útvarpstækni og tölvutækni
og verða í ritinu hagnýtar upplýs-
ingar um tölvunotkun, bæði fyrir
einstaklinga og fyrirtæki, svo og ís-
lenskan rafeindaiðnað.
Fyrsta tölublað eru 40 síður og
inniheldur ma. greinar um: digital
plötuspilara eftir Bjarna Ágústs-
son tæknifræðing, hlustunarher-
bergið og staðsetningu hátalara
eftir Ólaf Á. Guðmundsson og
grein um ritvinnslu með tölvum
eftir Pál Theódórsson eðlis-
fræðing. Einnig er í blaðinu skýr-
ingar á línuritum fyrir hljómtæki,
fjallað um VHS, Beta og V 2000
myndsegulbandstæki og birtur er
úrdráttur úr sögu Bang og Olufsen
raftækja. Þá er þar að finna myndir
af gömlum viðtækjum svo og
hljómplötugagnrýni, jafnt um sí-
gilda tónlist sem poppmúsík.
Blaðið fæst í lausasölu og áskrift
og verður dreift um allt land. Út-
gefandi er útgáfufélagið Rafeind
hf. og ritstjóri er Steinþór
Oddsson.
-áþj
Gjaldmiðilsþjónusta Kaupþings hf.
Ráðgjöf á sviði erlendra viðskipta
Kaupþing hf. hefur nú hafið
þjónustu sem hefur ekki verið fyrir
hendi hér á landi, en það er gjald-
miðilsþjónusta, ráðgjöf á sviði er-
lendra viðskipta. Jafnframt hefur
Kaupþing hf. hafið útgáfu vikurits
um erlend viðskipti og cfnahagsmál
sem hefur hlotið nafnið Vísbend-
ing. Markmiðið er að gera fyrir-
tækjum kleift að minnka áhættu í
erlendum viðskiptum og auka arð-
semi.
Á undanförnum árum hefur það
færst mjög í vöxt að ýmis atvinnu-
starfsemi á íslandi njóti erlendra
lána til fjárfestingar og reksturs.
Hin erlendu lán hafa orðið mörg-
um fyrirtækjum þung í skauti og
stafar það af hluta af óhagstæðri
gengisþróun þeirra gjaldmiðia sem
lánin voru upphaflega miðuð við.
Nú færist það hins vegar í vöxt að í
samningi um erlend lán sé svigrúm
til breytinga á meðan á lánstíman-
um stendur t.d. hvað varðar gjald-
miðla sem lánið er skráð í og lengd
vaxtatímabils. Til þess að fyrirtæki
geti hagað erlendum lánsvið-
skiptum sínum á hagstæðan hátt, er
nauðsynlegt að stjórnendur fyrir-
tækjanna hafi greiðan aðgang að
upplýsingum um gengisþróun og
vaxtakjör og aðgang að spám um
hvernig þessi mál muni þróast yfir
næsta lánstímabil. Þessar og fleiri
upplýsingar verður hægt að fá hjá
gjaldmiðilsþjónustu Kaupþings hf.
Eins og að framan greinir hefur
Kaupþing hf. jafnframt hafið út-
gáfu vikurits um erlend viðskipti og
efnahagsmál. I ritinu verða birtar
nýjustu upplýsingar og spár um
gengi, verðbólgu og fleiri mikil-
vægar hagstærðir á íslandi og í
helstu viðskiptalöndum ásamt
greinum og öðrum fróðleik. Þegar
hafa komið út tvö tölublöð af Vís-
bendingu og meðal efnis eru grein-
ar um gengi dollarans, sterlings-
pundsins og fleiri gjaldmiðla, grein
um verðbólguna á íslandi, stefn-
una í gengismálum og spá urn vísi-
tölu framfærslu, byggingar og láns-
kjara fram til ársloka. Ritið verður
einungis selt í áskrift.
Fyrir hönd Kaupþings hf. mun
Sigurður B. Stefánsson, hagfræð-
ingur annast gjaldfniðilsráðgjöf og
útgáfu vikuritsins. Sigurður hefur
starfað sem hagfræðingur hjá Þjóð-
hagsstofnun undanfarin ár og einn-
ig kennt stærðfræði, tölfræði og
tölvunotkun við viðskiptadeild Há-
skóla íslands. Sigurður hefur lokið
doktorsprófi í hagfræði en er auk
þess verkfræðingur og hefur lokið
prófi í stjórnunarfræði.
Sigurður B. Stefánsson hagfræðingur, ritstjóri Vísbendingar, vikurits um gjaldmiðilsviðskipti og Baldur
Guðlaugsson stjórnarformaður Kaupþings hf. Mynd: Atli
Sigurður Guðbrandsson sextugur
Sextugsafmæli á í dag, ungling-
urinn Sigurður Guðbrandsson í
Borgarnesi.
Sigurður hefur um langan aldur
verið einn ötulasti talsmaður Al-
þýðubandalagsins á Vesturlandi og
í Borgarnesi, þar sem hann hefur
starfað á vettvangi samvinnuhreyf-
ingar, verkalýðsfélags og að
sveitarstjórnarmálum. Hann hefur
auk þess verið „guðfaðir" fjöl-
margra gæfuspora í starfi Alþýðu-
bandalagsins á Vesturlandi. Og
ekki má gleyma því, að Sigurður
hefur nú um sinn verið um-
boðsmaður Þjóðviljans í Borg-
arnesi.
Sigurður er sérstaklega
skemmtilegur á að hlýða og segir
vel og lipurlega frá. Þess vegna
sleppum við afmælisgreinum, en
birtum á næstunni viðtal við Sigurð
um það sem á daga hans hefur
drifið.
Við undirritaðir nutum þeirrar
ánægju um þessa verslunarmanna-
helgi að vera á ferð með Sigurði, og
var hún ógleymanleg, líkt og allar
ferðir sem hann á hlut í. Hafðu
kæra þökk fyrir, Siggi.
Fyrir hönd sósíalista á Vestur-
landi eru honum færðar þakkir
fyrir allt sem hann hefur verið
hreyfingunni, og verður án vafa um
áratugi enn. Þjóðviljinn þakkar
sínum góða umboðsmanni og vel-
unnara um langan aldur kærlega
fyrir samstarfið.
Magnús H. Gíslason
Engilbert Guðmundsson.