Þjóðviljinn - 03.08.1983, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 03.08.1983, Blaðsíða 4
4 SÍÐA'— ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 3. ágúst 1983' DJÚDVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyf- ingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóóviljans. Framkvæmdastiori: Guðrún Guðmundsdóttir. Jtitstjórar: Árni Bqrgmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson. Umsjónarmaður Sunnudagsblaös: Guðjón Friðriksson. Auglýsingastjóri: Sigriður H. Sigurbjörnsdóttir. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Blaðamenn: Auður Styrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Helgi Ólafsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Gíslason, Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson. íþróttafréttaritari: Víðir Sigurðsson. f Utlit og hönnun: Helga Garðarsdóttir, Guðjón Sveinbjörnsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Leifur Rögnvaldsson. Handrita- dg prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar. Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Ólafur Þ. Jónsson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson. Simavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Margrét Guðmundsd. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bílstjóri: Ólöf Sigurðardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Pökkup; Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir Útkgyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síðumúla 6, Reykjavík, simi 81333. Umbrot og setning: Prent. Prentun: Blaðaprent h.f. Þrotabú Sverris Hermannssonar • „Við erum að fást við þrotabúsmálin“, sagði Sverrir Hermannsson fyrir helgina, þegar hann boðaði 31% hækkun á raforkuverði Landsvirkjunar. Með þessu reyndi hann að varpa ábyrgðinni á þessum gegndar- lausu hækkunum af sínum herðum yfir á síðustu ríkis- stjórn og þá vitanlega einkum á herðar Hjörleifs Gutt- ormssonar. • Kenning Sverris er sú, að fyrri ríkisstjórn hafði hald- ið svo aftur af hækkunum á raforkuverði Landsvirkjun- ar, að fyrirtækið rambi á barmi gjaldþrots og þurfi því nú sérstaka hækkun til að rétta sig af. • Skýrslur frá Landsvirkjun sjálfri segja þó allt aðra. sögu. Sú saga er á þá leið, að í tíð ríkisstjórnar Geirs Hallgrímssonar safnaði Landsvirkjun miklum skuldum. f»að stafaði ma. af því, að hækkanir á raforku- verði fylgdu ekki verðhækkunum. í ráðherratíð Hjör- leifs Guttormssonar fékk Landsvirkjun að hækka verð á raforku töluvert umfram almennm- verðhækkanir. Á þeim tíma var einnig reynt að ná fram hækkun á raf- orkuverði til Alusuisse, til þess ma. að létta á orku- reikningi heimilanna þegar fram í sækti. • Þegar ljóst var orðið að samningar við Alusuisse myndu ekki skila neinu sem heitið gæti lagði fyrrver- andi iðnaðarráðherra til, að raforkuverð til ísal yrði hækkað með einhliða aðgerðum, og jafnframt stöðvaði hann hækkanir Landsvirkjunar, á þeim forsendum, að vanda Landsvirkjunar mætti ekki leysa eingöngu á kostnað almennings, heldur yrði stórkaupandinn ísal að skila sínum hlut. • Það eru því fjarstæðukenndar fullyrðingar hjá Sverri Hermannssyni að vandi Landsvirkjunar stafi af stefnu síðustu ríkisstjórnar. Vandinn á sér tvær orsakir. Sú fyrri og mikilvægari er að ísal greiðir hlægilega lágt verð fyrir sína raforku, og því verða landsmenn að greiða þeim mun meira. Hin síðari er sú að Landsvirkjun safnaði skuldum miklum í stjórnartíð Geirs Hallgríms- sonar - og reyndar má tengja þá skuldasöfnun við hið lága raforkuverð til ísal. • Þessar staðreyndir ætti Sverrir að íhuga í því þrota- búi röksemda sem hann hefur erft frá pólitískum sam- herjum sínum. Orlofslengingin • Allt erpólitík, hefureinhversstaðarveriðsagt. Þetta má heimfæra upp á orlof launþega, en tími þeirra stend- ur sem hæst um þessar mundir. Flestir njóta nú lengra orlofs en þeir gerðu áður og munar töluverðu hjá flestum. • Saga orlofsmála er saga langrar baráttu við íhaldsöfl- in, saga samstöðu verkalýðshreyfingar og talsmanna hennar á Alþingi. • Það er ástæða til að minna á, að á síðasta þingi stóðu Sjálfstæðismenn eins og grenjandi Ijón gegn lengingu orlofs, en urðu að lokum að lúta í lægra haldi. • í tíð síðustu ríkisstjórnar tókst að ná fram með pólit- ískum hætti lengingu orlofs, sem verkalýðshreyfingin hafði lengi barist fyrir á hinum faglega vettvangi. Sá áfangi verður ekki aftur tekinn. Þar fengu launþegar varanlega lífskjarabót. klippt Bœkur taldar Félagsmál rithöfunda hafa jafnan verið nokkuð flókin. Flestir eru í Rithöfundasamband- inu, sem er hagsmunafélag og stofnað upp úr tveim félögum, Rithöfundafélagi íslands og Fé- lagi íslenskra rithöfunda. Það síðarnefnda er enn til og hefur verið mjög óánægt með Rithöf- undasambandið, mest vegna þess hvernig fé hefur verið úthlutað úr rithöfundasjóði. Sumir í FÍR hafa sagt sig úr Rithöfundasam- bandinu út af kjaramálum þess- um - það eru þeir sem telja að allir rithöfundapeningar fari til komma. Á dögunum gerðist það svo, að Hilmar Jónsson, bókavörður og rithöfundur í Keflavík birti niður- stöður talningar sem fram fór í safni hans á útlánum. Þar kom í ljós, að þótt Halldór Laxness ætti sýnu flestar bækur á safninu voru bækur hans minna lánaðar út í tilteknum mánuði í Keflavík en bækur Snjólaugar Bragadóttur. Önnur dæmi gengu í sömu átt - alþýðlegar ástarsögur voru vin- sælli til útlána en meiriháttar skáldskapur. Nú hafa margir ekki áttað sig á því, að á bak við fréttina felast deilur um það hvernig skipta eigi peningum sem rithöfundar fá fyrir afnot bóka þeirra í söfnum. Nú er greitt eftir fjölda bóka sem þeir eiga, en til eru þeir sem vilja að greitt sé fyrir hvert útlán. Óg það út af slíku máli sem þeir, sem eru að sigla úr Rithöfundasam- bandinu eða þegar farnir, hafa klofnað í tvennt, eins og eftir- farandi fréttatilkynning frá tveim stjórnarmönnum í Félagi ís- lenskra rithöfunda gefur til kynna. Undir ófögnuði „Við undirritaðir viljum að gefnu tilefni lýsa yfir því, að fréttatilkynning um talningu út- lána í bæjarbókasafni Keflavíkur var ekki send fjölmiðlum að til- hlutan Félags íslenskra rithö- funda. Hið rétta er að félagsmenn hafa ólíkar skoðanir á því, hvern- ig greiðslu fyrir útlán bóka í söfn- um skuli hagað, hvort greiða skuli samkvæmt útlánum eða ein- takafjölda. Til þess að auðvelda mönnum að gera upp hug sinn var kosin fjögra manna nefnd sem skyldi kanna á marktækan hátt, breiðum grundvelli, hver væri gangur þessara mála í al- menningsbókasöfnum. Nefndin kom ekki saman, skilaði engri sameiginlegri skýrslu á aðalfundi F.Í.R. snem- ma í vor. Hins vegar flutti einn nefndarmanna skýrslu um taln- ingu útlána í bæjarbókasafni Keflavíkur, mánaðartíma á þessu ári. Tekið var fram á fundinum, ekki að ástæðulausu, að þessa takmörkuðu skýrslu mætti ekki birta í nafni félagsins. Birting hennar er því einkaframtak og verður ekki bendluð við FÍR. Þetta mega undirritaðir gjörst vita, þar sem þeir sitja í stjórn félagsins, en vilja ekki sitja undir ófögnuði. 27.7.1983 Baldur Óskarsson Ingimar Erlendur Sigurðsson“ Um þetta er ekki rétt að hafa mörg orð nema hvað vitna má til ágætrar vísu sem byrjar svona: Fræknir voru FÍR-ar og fullgild atkvæði.... ÁB og skoriö 1987 Kjamorkusprengja lendir í Reykjavík! Stór hluti íbúa Suðurnesja og höfuðborgarsvæðisins ferst og slasast. Landið sem lamað. Engar fréttir frá útlöndum. Mikil örvænting gripur um sig. Eftirlilandi leita noröur I land on mæta mótspyrnu vegna ótta' víð geislavijkni. Bardagar milli norðan- og sunnanmanna. „Kjarnorkusprengja lendir í Reykjavík“ heitir smásaga, sem birtist í nýjasta hefti SAMÚELS. Sagan er sett upp í fréttastíl og látin gerast árið 1987 og atburðir daganna 13. 14. og 15. september raktir í stuttu máli. Birting sög- unnar í SAMÚEL sýnir glöggt hversu margir hafa vaknað til vit- undar um þær skelfingar sem vofa yfir mannkyninu öllu. Við grípum niður í sögunni. Sprakk milli Reykjavíkur og Keflavíkur „Kjarnorkusprengja sprakk í suðvesturátt frá Reykjavík um níuleytið þriðjudagsmorguninn 13. september. Sprengjan sprakk í nokkur hundruð metra hæð að mati sjónarvotta sem af lifðu, miðja vegu milli Reykjavíkur og Keflavíkur. Talsverð umferð var á höfuð- borgarsvæðinu og veður ágætt, kyrrt en svalt. Stór hluti íbúanna á suðvesturhorni landsins er tal- inn hafa látið lífið samstundis er sprengjan sprakk. Gífurleg þrýstibylgja fylgdi sprengingunni ásamt eldstormi." Helbrunnið fólk á götum „Enginn mun hafa haldið lífi vestan og sunnan megin við línu sem dregin er frá Laugarnes- hverfi í suður að Breiðholti og þaðan beint í austur. Fólk sem statt var á mörkum línunnar milli lífs og dauða slas- aðist yfirleitt mikið. Flestir brunnu vegna eldstormsins og hinnar miklu geislunar sem fylgdi sprengingunni. Sjónarvottar skýrðu frá því að helbrunnið fólk hefði ráfað öskrandi um götur á milli bíla sem höfðu stöðvast eða oltið. Víða lágu lík af fólki sem hafði komist út úr húsum, en varð geislavirkninni að bráð á skömmum tíma.... Um nóttina höfðu hundruðir manna látist af völdum geislunar. Einkenni hennar voru rauðleit húð sem nær grotnaði í sundur á nokkrum klukkustundum. Sjón- arvottar sögðu frá fjölmörgum dæmum þar sem ættingjar eða nágrannar höfðu stytt hinum sjúku dauðastríðið, aðeins til að þurfa á samskonar aðstoð að halda síðar.“ Og Almanna- varnir hrundu „Suðvesturhornið var gjör- samlega sambandslaust við aðra Iandshluta. Rafmagn fór af öllum húsum nema nokkrum hluta Mosfellssveitar. Allir spítalar Reykjavíkur hrundu og brunnu til grunna og komst enginn lífs af. Höfuðstöðvar Almannavarna við Hverfisgötu hrundu einnig, og er ekki vitað til þess að nokkur hafi verið þar staddur þegar sprengj- an sprakk.“ ast eng.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.