Þjóðviljinn - 03.08.1983, Blaðsíða 20
OWDVIUINN
Miðvikudagur 3. ágúst 1983
Aðalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudags. Utan þess tima er hægt að ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins i þessum símum: Ritstjórn Aðalsími Kvöldsími Helgarsími
81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt að ná í afgreiðslu blaðsins í sima 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 81663
Ný fjarskiptastöð á Vellinum
Enn flæktari í Natónetið
Ný fjarskiptastöð í eigu Nató var
tekin í notkun sl. fimmtudag á
Keflavíkurflugvelli. Þessi stöð hef-
ur verið áratug í byggingu og leysir
af hólmi bráðabirgðastöð frá 1966.
Með fjarskiptastöðinni kemst her-
liðið á Keflavíkurflugvelli í beint og
milliliðalaust gervihnattarsam-
band við ámóta stöðvar í Nató-
Hluti nýju fjarskiptastöðvarinnar. Enn einn eldflaugasegullinn? Mynd Jg,
löndum og verður herstöðin því
enn mikilvægari liður í herkerfi
Nató og Bandaríkjanna en áður.
Fjarskiptastöðin nýja mun vera
ein fullkomnasta stöð af þessu
sauðahúsi nú á tímum. Hún kost-
aði 10 miljón dollara og var byggð
af íslenskum aðalverktökum,
helsta skattgreiðanda á íslandi.
Slíkar og þvílíkar stöðvar á að setja
upp í öllum Natólöndum, og geta
generálar og stjórnmálamenn nú
ræðst við á augabragði um gervi-
hnött með aðstoð þessara tölvu-
væddu stöðva. Að sögn yfirmanna
hersins á Keflavíkurvelli á blaða-
mannafundi við opnun stöðvarinn-
ar gefst nú meiri tími til að taka
ákvarðanir en áður var.
Ljóst er að hin nýja fjarskipta-
stöð flækir íslendinga enn frekar í
hernaðarnet Bandaríkjanna og
Nató og má telja víst að þessar
framkvæmdir og aðrar fyrirhugað-
ar á Vellinum verði ræddar í
friðargöngu herstöðvaandstæðinga
á laugardaginn kemur. Skráning í
símum 17966 og 29212.
jg/m
Friðarganga ’83
Kvennaframboðið
Hvetur konur til þátt-
töku
Kvennaframboðið í Reykjavík
hefur sent frá sér ávarp þar sem
konur um allt land eru hvattar til
að leggja friðarbaráttunni lið
með því að taka þátt í friðargöng-
unni 6. ágúst nk. og sýna þar með
í verki að þær taki afstöðu með
lífsstefnu gegn helstefnu, með
friði gegn vígbúnaði og hernaðar-
brölti.
í ávarpiu segir m.a. að nötur-
legt sé til þess að vita að um leið
og miljónir manna um allan heim
krefjist friðar og afvopnunar,
stígi íslenska ríkisstjórnin skref í
átt til aukins vígbúnaðar með
byggingu nýrrar flugstöðvar,
flota- og birgðastöð í Helguvík og
hugmyndum um nýjar ratsjár-
stöðvar.
Nauðsynlegt sé að friðarsinnar
þjappi sér saman og taki undir
kröfuna um kjarnorkuvopnalus
Norðurlönd, gegn vígbúnaði í
eigin landi gegn því að ísland
verði ein allsherjar atómstöð,
gegn hernaðarbandalögum, gegn
ferðum kjarnorkuknúinna kaf-
báta umhverfis landið og gegn því
að kjarnorkuúrgangi sé varpað í
hafið sunnan íslands.
Ávarpið verður birt í heild í
Þjóðviljanum síðar.
EÞ
6. ágúst minnst um allan
heim
Látið skrá ykkur í
síma 17966 eða 29212
„Það hafa margir skráð sig í
gönguna í dag, sagði Pétur Art-
úrsson á skrifstofu Samtaka her-
stöðvaandstæðinga, í samtali við
blaðið í gær. „Merki Friðargöng-
unnar eru til sölu á skrifstofunni,
að Frakkastíg 14. Fólk ætti að
bera þau á sér fram að göngu til
að vekja athygli á henni. Bolirnir
seljast líka mjög vel. Það eru lang-
erma bolir með friðarmerkjum á,
þeir eru líka til söiu hjá okkur.
Merkin verða innifalin í rútugj-
aldinu ásamt súpu og brauði sem
framreidd verða í Kúagerði. Ég
vil eindregið hvetja fólk að skrá
sig sem fyrst og fá sér merki hérna
á skrifstofunni, sagði Pétur.
Verið er að safna undirskrift-
um meðal ýmissa starfsstétta. Þar
sem hvatt er til þátttöku í göng-
unni, Hafþór Guðjónsson, kenn-
ari sem sá um að safna undir-
skriftum meðal framhaldsskóla-
kennara sagði að mjög vel hefði
gengið hjá sér og sömu sögu væri
að segja hjá öðrum. Áhugi fólks
fyrir göngunni virðist mjög al-
mennur. Eins og flestir vita eru
aðgerðir í undirbúningi víða um
heim í kringum 6. ágúst.
EÞ
Augu fólks
loks að opnast
sagði Starri í Garði.
„Mér líst vel á að ganga eigi fri
Keflavík“ sagði Starri í Garði,
Mývatnssveit þegar Þjóðviljinr
hafði samband við hann í gær
„Ég held að nú séu augu fólkí
loks að opnast fyrir því að það ei
ekki spurning um austur og vest-
ur heldur er um líf og dauða af
tefla þegar kjarnorkuvæðingin ei
orðin eins mikil og raunin er.“
- Ætlarðu að koma í gönguna?
- Því miður er þetta versti tím-
inn hjá okkur bændum. Við get-
um ekki hlaupið frá í þrjá daga
þegar heyskapur stendur sem
hæst en ég hefði svo sannarlega
viljað vera með og vona að fjöl-
menni verði. Það hefur komið ti)
tals að rúta fari héðan og suður og
taki fólk víðar af Norðurlandi.
Það verður gaman að sjá hvort
fólkið sem segist vera friðarsinn-
ar slæst í hópinn með okkur og
kemur út á götuna. Það er nefni-
lega ekki nóg að vera með yfirlýs-
ingar um friðarvilja. Við verðum
að einbeita okkur að því að
hreinsa til hjá okkur og losna við
Atómstöðina á Keflavíkurflug-
velli.
Jakobína Sigurðardóttir,
skáldkona, eiginkona Starra,
sendi sínar bestu kveðjur til vænt-
anlegs göngufólks og sagðist
vona að hægt væri að ná til sem
flestra því mikið væri í húfi.
EÞ
Frá Eiðsvelli
til Þrándheims:
Friðarganga
norskra kvenna
Um helgina lauk mikilli
friðargöngu norskra kvenna sem
staðið hefur í þrjár vikur. Hún
hófst frá hinu forna þingsetri
Norðmanna, Eiðsvelli, og lauk
henni í Þrandheimi. Þátttaka var
mjög mikil, þúsundir manna
gengu, þrátt fyrir mikla hita í
landinu að undanförnu.
Friðargangan fór fram undir
vígorðum gegn hervæðingu, fyrir
stöðvun vígbúnaðarkapphlaups
og í nafni annarra þeirra mála
sem efst hafa verið á baugi hjá
friðarhreyfingum að undan-
förnu.
Nánar verður sagt frá göng-
unni hér í blaðinu síðar.
r
Oskar
Garibaldason
75 ára
Óskar Garibaldason á Siglufirði
varð 75 ára í fyrradag.
Óskar þekkja allir sem fylgst
hafa með málefnum íslenskrar
verkalýðshreyfingar og hreyfingar
sósíalista. Á þeim vettvangi hefur
hann skilað stærra dagsverki en
flestir.
Hann var um langt skeið for-
maður verkalýðsfélagsins Vöku á
Siglufirði og gegndi auk þess ýms-
um trúnaðarstöðuni fyrir verka-
lýðshreyfinguna.
Þjóðviljinn óskar honum heilla á
þessum merku tímamótum, með
þökk fyrir langa samfylgd og von
um að löng samleið sé eftir enn.
Lóðardeilan við
Sogaveg________________
T ekin f y rir
í ágúst
segir Vilhjálmur Vil-
hjálmsson formaður
skipulagsnefndar
„Það er rétt að á aðalskipulagi
frá 1962 er þetta grænt svæði en
hins vegar komu fram tillögur í
kringum 1970-71 að setja niður
byggingar þarna“, sagði Vil-
hjálmur Vilhjálmsson formaður
skipulagsnefndar Reykjavíkur-
borgar er hann var spurður að
því hvort umdeilt svæði neðan
Sogavegar væri ekki skipulagt
sem útivistarsvæði, en núna hefur
verslunin Burstafell sótt um bygg-
ingarleyfi á þessum stað.
„Það sem hefur gerst í þessu
máli“, sagði Vilhjálmur, „er að
Kristinn Breiðfjörð eigandi
Burstafells sendi borgarráði bréf
þar sem hann fór fram á að fá að
reisa verslunarhúsnæði á um-
ræddri lóð. Borgarráð sendi síð-
an þetta bréf til umsagnar skipul-
agsnefndar og kynnti málið á
fundi foreldrafélagsins við
Breiðagerðisskóla. Þessi mála-
leitan hefur fengið misjafnar
undirtektir íbúa, sumir eru mjög
á móti því að versluni fái lóð á
þessum stað en aðrir hafa hafið
undirskriftarsöfnun til að hvetja
borgarráð til að úthluta Bursta-
felli lóðinni. Hvað okkar afstöðu
varðar, þá hefur ekki verið fjall-
að formíega um umsókn Kristins
í skipulagsnefnd og hún verður
ekki tekin fyrir fyrr en í lok ágúst.
Við munum að sjálfsögðu athuga
alla þætti málsins og sendum
borgarráði umsögn okkar um
málið en ég vil undirstrika að
skipulagsnefnd úthlutar ekki
lóðum. Það er verk borgarráðs og
það er undir því komið hvort far-
ið er eftir ummsögn okkar í skip-
ulagsnefndinni,“ sagði Vilhjálm-
ur að lokum.
-áþj-