Þjóðviljinn - 03.08.1983, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 03.08.1983, Blaðsíða 12
12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 3. ágúst 1983 APN — fréttastofan: Kasparov og Smyslov munu teua Þjóðviljanum hefur borist grein frá sovésku fréttastofunni APN þar sem nokkur atriði varðandi einvígi Kasparovs og Kortsnojs annars- vegar og Smyslovs og Riblis hins- vegar eru skýrð. í síðasta skák- þætti Þjv. í sunnudagsblaðinu frá 24. júlí voru mál varðandi einvígi þessi rædd að nokkru. Sjónarmið Sovétmanna hefur hinsvegar ekki fengið að koma fram í fjölmiðlum nema að takmörkuðu leyti og því þykir hlýða að birta þá kafla APN- greinarinnar sem lúta að einvígj- unum: „Undanfarna mánuöi hef ég ver- ið aö búa mig vel undir einvígið við Kortsnoj. Mér líður vel og ég hlakka til að komast í baráttuna", sagði Bakú-meistarinn í viðtali við blaðamann APN. „Mér virðist, að ég hafi vissa yfirburði í þessu ein- vígi“, bætti Kasparov við, en hann er kunnur fyrir að vera hreinn og beinn og lítt hrifinn af diplómatísk- um aðferðum í viðtölum. „Eitt af því er aldursmunurinn á okkur, ég er 32 árum yngri. Einvígi í skák er ekki bara sköpun, heldur einnig barátta, sem krefst töluverðs lík- amlegs styrks“. En einvígið, sem skákunnendur um heim allan vænta svo mikils af, hangir í lausu lofti. Vandamál hef- ur komið upp varðandi einvígis- staðinn. Þrátt fyrir að báðir kepp- endurnir höfðu sett Rotterdam efst á óskalistann og Kasparov merkt við Las Palmas til vara, tók forseti FIDE sjálfur ákvörðun og ákvaö, að mótið skyldi haldið í Los Ange- les, eða réttara sagt í útborginní Pasadena, sem var í þriðja sæti hjá keppendum sem einvígisstaður. Þar til nú hefur það ekki komið upp hjá FIDE að einvígisstaður væri valinn þvert ofan í óskir keppenda. A sama máta ákvað forseti FIDE, að einvígið milli Vasily Smyslov og Zoltan Ribli skyldi fara fram í Abu Dhabi og tók ekkert tillit til óska sovéska stórmeistarans í því máli. Nýlega kom Flores Campoman- es í stutta heimsókn til Moskvu, þar sem hann átti viðræður um málið við sovéska íþróttafrömuði og einnig þátttakendur í viður- eigninni um heimsmeistaratitilinn, þá Kasparov, Smyslov og Karpov. Forseti FIDE varð að játa, að hann hefði flýtt sér um of við ákvarðan- atökuna um einvígisstað, en neitaði jafnframt að fallast á rétt- látar kröfur sovésku stórmeistar- anna. Bæði Kasparov og Smyslov vilja tefla sín einvígi og munu gera það. Það kom fram á fundi með forseta FIDE, en þeir munu ekki samþykkja að tefla á stöðum, þeg- ar val þeirra skaðar hagsmuni þeirra. Þetta eru engir duttlungar eða þrái eða formleg fastheldni við reglur, þó að það sé ekkért nema gott eitt um fastheldni við reglur og virðingu fyrir þeim að segja. Það er mat sovéskra aðila, að í Pasadena séu ekki fyrir hendi eðlileg skilyrði fyrir einvígið, þó ekki nema vegna þess að þar er ekkert ríkistryggt öryggi og óhindraður aðgangur fyrir sovéska fulltrúa og sendiráðs- starfsmenn. Hvað hinu einvíginu líður, þá verður loftslagið í Abu Dhabi varla gott fyrir Vasily Smysl- ov, sem kominn er yfir sextugt, en það er 50 stiga hiti. Sem sagt það er enn um ágreining að ræða og ekki hefur tekist að ná samkomulagi. Þetta er sovéskum skákunnendum mikið áhyggjuefni og líklegt fyrir allan Kennarar óskast að Vopnafjarðarskóla Meöal æskilegra kennslugreina íþróttir. Upplýsingar veitir Magnús Jónasson sími 97-3146 og Asta Ólafs- dóttir sími 97-3164, vinnusími 97-3200. Umsóknir sendist fyrir 12. ágúst til skólanefndar. Skólanefnd Vopnafjarðar. Ágústa Þorkelsdóttir SÍNE-félagar! Aríðandi fundur um stöðuna í lánamálunum í Félagsstofnun stúdenta í kvöld miðvikudag 3. ágúst kl. 20.30. Stjórn SÍNE. Ollum þeim sem heiðruðu mig með heimsóknum, skeytum og gjöfum á 80 ára afmæli mínu, 28.7.1983 sendi ég mínar bestu þakkir og bið þeim guðsblessunar. Ingimundur Bjarnason Veist þú hverju það getur forðað /r llXF IFERÐAR Smyslov: Kominn yfir sextugt og þarf að tefla á stað þar sem hitinn er venjulega 40-50 gráður. skákheiminn. Það má í þessu sam- bandi nefna grein eftir Mikhail Bo- tvinnik, sem birtist í Moskvu- blaðinu Izvestija, en hann var heimsmeistari um margra ára skeið og virkur í FIDE hér áður fyrri. Hinn frægi stórmeistari leggur áherslu á, að forseti FIDE hafi rangt fyrir sér og allar tilraunir til að koma í veg fyrir að næsta heimsmeistarakeppni fari eðlilega fram, skuli fordæmdar. Afstaða sovéska Skáksambands- ins og þeirra, sem taka þátt í ein- vígjunum um réttinn til að skora á heimsmeistarann er ljós, en samt hefur þokunni ekki verið létt af einvígjunum. Við getum aðeins vonað, eins og Botvinnik, að Cam- pomanes, sem eitt sinn var góður skákmaður, ákveði að leika góðan leik og að allt fari vel bæði fyrir FIDE og í baráttunni um heims- meistaratitilinn. A meðan mikil óvissa hvílir yfir áformum sovésku þátttakendanna í Askorendakeppninni þeim Vasily Smyslov og Harry Kasparov hafa fremstu skákmenn Sovétríkjanna að Kasparov og Karpov heimsmeistara undanskildum setið að tafli i hinni miklu íþróttakeppni Sovétríkjanna „Spartakíöðu- leikunum". Þar hafa úrvalsiið hinna ýmsu lýðvelda og borga So- vétríkjanna teflt innbyrðis í geysi- harðri keppni og fjölmargar hreint frábærar skákir séð dagsins Ijós. Karpov sem teflir fyrir Moskvu hefur náð ágætum árangri með ró- iyndislegri taflmennsku sinni og Kasparov sem teflir fyrir Aserbak- istan hefur heillað áhorfendur með kraftmikilli og skemmtilegri taíl- mennsku. Skák hans við undra- manninn frá Riga, Mikhael Tal, er sennilega einhver kynngimagn- aðasta jafnteflisskák sem komið hefur fyrir sjónir undirritaðs. Hvítt: Harry Kasparov Svart: Mikhael Tal Slavnesk vörn 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 (í skák sinni við Beljavskí í þessari sömu keppni hafði Kasparov annan háttinn á og lék 3. Rc3. Eftir 3. - Bb4 brá hann fyrir sig Sámisch- afbrigðinu í Nimzeo - indversku vörninni, 4. a3. Kasparov fór langt með að vinna þessa skák en Beljav- skí hékk þó á jafnteflinu eftir mikl- ar þrautir.) 3. .. d5 4. Rc3 c6 5. Bg5 dxc4 6. e4 b5 7. e5 h6 8. Bh4 g5 9. Rxg5 hxg5 10. Bxg5 Rbd7 11. exf6 Bb7 12. g3 c5 13. d5 Db6 14. Bg2 0-0-0 Kasparov: Kraftmikil taflmennska hans í Spartakíöðu-leikunum bend- ir til þess að honum muni reynast auðvelt að sigra Kortsnoj. 15. 0-0 b4 16. Ra4 Db5 17. a3 Rb8 18. axb4 cxb4 19. Be3 Bxd5 20. Bxd5 Hxd5 21. De2 Rc6 22. Hfcl abcdefgh (Gremarhöfundur hefur farið hratt yfir sögu, jafnvel þó svo skákin virðist vera afar flókin og óljós. Um byrjunarleikina hér að framan hefði mátt skrifa langt mál. Það merkilega við þetta allt saman er auðvitað að Kasparov hefur haft nákvæmlega þessa stöðu fyrir framan sig tvisvar! Á Skákþingi So- vétríkjanna 1981—’82 vann hann bæði Dorfman og Timoschenko út frá þessari stöðu. Þessar skákir tefldust eins fram að 30. leik, en þá breytti Dorfman út af taflmennsku Timoschenko sem hafði tapað nokkrum umferðum áður. Skák- irnar tefldust þannig: 22. - Ra5 23. b3! c3 24. Rxc3 bxc3 25. Hxc3 - Kd7 26. Dc2 Bd6 27. Hcl Rb7 28. b4! Dxb4 29. Hbl Dg4 30. Bxa7! Hér lék Timoschenko 30. - e5 og tapaði í 43. leik. Dorfman reyndi að endurbæta taflmennsku hans með 30. - Be5 en niðurstaðan varð sú sama: Kasparov vann. Tal hefur áreiðanlega skoðað þessar skákir vel og vandlega og hristir nú fram úr erminni nýjan og óvæntan leik sem gefur þessari skák fræðilegt inntak.) 22. .. Re5 (Virkari leikur en 22. - Ra5. At- burðarásin verður þó um margt lík.) 23. b3 c3 24. Rxc3! bxc3 25. Hxc3+ Kb8 26. Dc2! Bd6 27. Bxa7+ Kb7 28. b4! (Þetta sakleysislega peð leikur stórt hlutverk í leikfléttitáætlunum Kasparovs.) 28. .. Rc6 29. Be3 Be5 (Tal lék þessum leik eftir langa um- hugsun. Þegar skákinni var lokið var Kasparov spurður að því hverju hann hefði svarað 28. - Hc8, leik sem lítur vel út fyrir svartan. Slíkum spurningum verður aldrei svarað í orðum, heldur afbrigðum og afbrigðin sem snillingurinn sýndi þrumu lostnum áhorfendum voru þessi: 30. Hbl! Hc7 (gefur kóngnum griðastað á c8). 31. Hc5! Dd3 32. b5!l Bxc5 (ekki 32. - Dxc2 33. bxc6 - og hvítur vinnur.) 33. bxc6+ Kxc6 34. Da4+ Kd6 35. Bxc5 + ! Kxc5 (ekki 35. - Hdxc5 36. Hdl Hcl 37. Da6+!l ogvinnureða 35. - Hcxc5 36. Hb6+ Kc7 37. Da7+ Kd8 38. Hb8+ Hc8 39. De7 mát.) 36. Db4+ Kc637. Hcl+ Kd7 38. De7+ Kc8 39. Dxc7 mát! Fall- egustu afbrigðin koma sjaldnast upp á yfirborðið þegar slíkir mei- starar eigast við.) 30. Hxc6! Bxal (Að sjálfsögðu ekki 30. - Dxc6 31. Ha7+ og hvítur vinnur. Nú gengur ekki fyrir hvítan að leika 31. Hb6+ þar sem staðan sem kemur upp eftir31. -Dxb6 32. Bxb6Kxb6er til muna betri á svart.) 31. Hc7+ Kb8 32. Ba7+ Ka8 33. Be3 (Hótar 34. Da2+. Tal á ekki nema eina vörn.) 33. .. Kb8 34. Ba7+ Ka8 (Einhver gæti haldið að Kasparov væri á höttunum eftir jafntefli með hrók undir, en því er ekki að heilsa. Skýringin á því að hann endurtaki leiki á þennan hátt er einfaldlega sú, að hann var orðinn tímanaumur og vildi vinna tíma með því að endurtaka leiki.) 35. Bc5! (Hvergi smeykur. Kasparov teflir ótrauður til vinnings.) 35. .. Kb8 36. Hxf7 Be5 37. Ba7+ Ka8 38. Be3 Hd7 39. Da2+ Kb8 40. Ba7+ Kc8 41. Dxd6 Dd5 42. Da6+ Kb7 43. Dc4+ Dc7 - Hvítur hefur nú leikið 44. De6 Dxa7 45. Hxd7 Dxd7 46. Dxe5 og hefur þá fimm peð fyrir hrókinn. Hinsvegar eru peðin á f6 og b4 lík- leg til að falla þannig að hvítur hef- ur enga teljandi vinningsmögu- leika og gæti jafnvel átt það á hættu að tapa skákinni. Kasparov sá því ekki ástæðu til að tefla frekar og sættist á jafntefli enda á hann gang- andi þráskák. í þessari stórfenglegu baráttu- skák geta menn séð hlið á Mikhael Tal sem borið hefur heldur lítið á; hann þarf að viðhafa ótrúlega ná- kvæmni í afar erfiðri vörn. Kaspar- ov var sjálfum sér líkur; tafl- mennska hans í þessari skák var allt að því brjálæðisleg. Útboð Tilboð óskast í frágang að hluta af lóð Mjólk- ursamsölunnar við Bitruháls Reykjavík. Verkið er tvískipt: Á árinu 1983 skal jafna lóð og þekja með grasi, undirbúa gróðurbeð, hfaða veggi, gera tröppur og hellulagðan stíg. Snemma sumars 1984 skal gróðursetja trjágróður og sá grasi. Útboðsgögn verða afhent á Teiknistofu Reynis Vilhjálmssonar að Vitastíg 13 Reykjavík gegn 500 kr. skila- tryggingu. Tilboðin verða opnuð á aðalskrif- stofu Mjólkursamsölunnar að Laugavegi 162, fimmtudaginn 11. ágúst nk. kl. 15.00 að viðstöddum þeim bjóðendum sem óska að vera til staðar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.