Þjóðviljinn - 03.08.1983, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 03.08.1983, Blaðsíða 8
8 SÍÐÁ - ÞJÓÐVILJINN MRfvikudagur 3. águst' 1983 ■ rtr-^r^y- TVJ* ,: w „ . iPffi ||||^| : . .- ■■ . j t .:■ ■ timkSWi 11118 Fortölum beitt. „Ef þú hallar þér núna verðuru orðinn hress þegar Grýlurnar byrja.“ Unglingamir í skóginum - Mikill mannfjöldi sótti há- tíðarhöldin í Atlavík nú um verslunarmannahelgina. Þegar flest var á laugardaginn er talið að í Hallormsstaðarskógi hafi verið um 5000 manns. Veðurg- uðirnir gáfu sitt lítið af hverju. Á föstudag og fram eftir laugar- deginum var góöviðri bjart og hlýtt. Um sexleytið á laugar- daginn dró ský fyrir sólu og var eftir það heldur leiðinlegt tíðarf- ar, - dumbungur og kalsa- rigning. Þegar komiö var í Atlavík síð- degis á laugardaginn var neysla á- fengra drykkja mikil. Það gler sem var greinilega vinsælast var græna flaskan hálslanga með svarta miðanum. Nokkuð áberandi voru ósjálfbjarga ungmenni. Undir fal- legu birkitré hefur ung kona brugð- ið sér í sælan draum. „Látið mig vera“, muldrar hún annað slagið. I runna sefur sveinn með stráhatt. Hann er ekki frá Mexíkó. Sér til Mótstjórinn Aðalstcinn Steindórs- son. halds og trausts hefur hann þrjár flöskur brennivíns. „Ef hann skyldi þynnast upp“, útskýrir félagi hans. Oneitanlega vakna spurningar þegar maður sér þessa friðsælu sof- endur í trjám og runnum útum alla skóga. Hvað t.d. ef að maginn gerir uppreisn og krakkarnir liggja á bakinu? Hvað ef byrjar að rigna og þau halda áfram að sofa? Gæti ekki hæglega orðið úr því eilífðarsvefn? Dauði? Skelfing? Slíkar áhyggjur eru eðlilegar en að verulegu leyti ástæðulausar. í fyrsta lagi, hættir fólki til að van- meta skynsemd og dómgreind fólks eftir að það hættir að hugsa með heilanum og við taka hin ósjálfráðu viðbrögð. Þau leiða oft til tiltölulega farsælla lausna. í öðru lagi og það varðar Atlavík ’83 sérstaklega, ef aðstandendur mannamóta sem þessa gera sér grein fyrir hættunni og hafa mögu- leika á því.að takast á við vandann þá bjargar það miklu. Þannig hafði mótsstjórnin í Atlavík á sínum snæ- rum 40 manna sveit sem hafði ein- ungis það hlutverk að grípa inní þar sem talið var að blót Bakkusar nálgaðist hættumörk. Fyrir utan skóg var rekið sérstakt hressingar- hæli fyrir þá sem höfðu hætt sér of langt. Þar var boðið uppá svefn- aðstöðu, súpu og kaffi. Þessi þjón- usta gafst vel og var mikið notuð. Ekki leikur á því vafi að tugir eða jafnvel hundruð ungmenna hafa farið flatt á brennivíni í Atlavík nú um helgina. Þrátt fyrir það megum við ekki gleyma þúsundunum sem ekki fóru flatt, sungu, rokkuðu og urðu skotin. Ölvuð af víni? Kanri- ski. En fyrst og fremst ölvuð af áfengi lífsins. Texti: Björn Vigfússon. Myndir: Haraldur Ingi Haraldsson. Þegar flest var er talið að um 5000 manns hafi verið á svæðinu. Stór hópur hélt sig jafnan við hljómsveitar- pallinn. Þursaflokkurinn á sviðinu. Einhver heyrðist tala um „hot cargo“. Væntanlegir dvalargestir á hressingarhælinu hafa komið sér fyrir í bílnum. Ferðirnar urðu nokkuð margar áður en yfír lauk.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.