Þjóðviljinn - 03.08.1983, Blaðsíða 2
„ i SÍÐA '-1 ÞJÓÐVÍLJINNÍMigvikudágur 3. ágúst 1983
„Hljóð-
góðar
og
skœraC'
Á afmælisdegi konungs, 6. okt.
1849, var mikil og vegleg afmælis-
veisla haldin í Latínuskólanum
„að forlagi skólasveina,“ segir í
Landstíðindum. Og ennfremur
stendur þar: „Var skólahúsið fag-
urlega uppljómað um kvöldið
með mörgum kertaljósum í
gluggum þeim megin, sem að
bænum snéri, og skemmtu skóla-
sveinar sér og gestum sínum með
sönglist, er þeir kunna forkunnar
vel, og er það indælt að heyra
slíkan samsöng, þegar svo margar
ungmennaraddir, hljóðgóðar og
skærar, koma saman og sungið er
eftir réttum söngreglum. - Voru
þá drukkin minni... en ekki var
drykkurinn áfengur, því að flestir
skólasveinar voru í bindindi“.
En þó að „flestir skólasveinar
væru í bindindi“ og hefðu því
ekki vín um hönd þegar þeir
sungu til dýrðar sínuin konungi,
þá er samt svo að sjá, að sæmilega
hafi íslendingum verið séð fyrir
vínföngum. Árið 1849 fluttust
nefnilega til Reykjavíkur 39,350
pottar af brennivíni, 3.307 pottar
af öðrum vínum eða 46.169 pott-
ar alls. Ekki hafa því allir þurft að
vera þurrbrjósta það árið.
- mhg
11 atriði sem
karlmenn halda
að konur
laðist að:
(Raðað í forgangsröð):
1. Brjóstkassi og vöðvamiklar
axlir.
2. Vöðvastæltir handleggir.
3. Kynfæri (penis).
4. Hæð (líkamshæð).
5. Flatur magi.
6. Granr.ur vöxtur.
7. Hárvöxtur.
8. Rass.
9. Augu.
10. Langir fótleggir.
11. Háls.
11 utriði sem
konur laðast
raunverulega að:
(Raðað í forgangsröð)
1. Rass (þ.e. þéttur og
grannur).
2. Gannur vöxtur.
3. Flatur magi.
4. Augu.
5. Langir fætur.
6. Hæð (líkamshæð).
7. Hárvöxtur.
8. Háls.
9. Kynfæri.
10. Brjóstkassi og vöðvamiklar
axlir.
11. Vöðvastæltir handleggir.
(Byggt á Sunday Times).
Gætum
tungunnar
Sagt var: Þingið hefst á morgun
og lýkur á laugardag.
Betra þætti: Þingið hefst á morg-
un og því lýkur á laugardag.
Útflutningur
á Holtakexi
Innllutningsdeild SÍS hefur
eðlilega fremur verið við annað
orðuð en útflutning. Þó er nú svo
komið, að hún er farin að gefa sig
við honum. Bæði Færeyingar og
Svíar hafa fengið sendingar af
Holtakexi.
Að sögn Snorra Egilssonar að-
stoðarframkvæmdastjóra, hófst
útflutningur til Færeyja á sl. ári.
Kaupendur erp tveir og hafa þeir
nú að undanförnu fengið reglu-
legar sendingar í hverjum mán-
uði. Það sem af er árinu hafa þeir
fengið 1000 kassa af Holtakexi
og horfur á framhaldi, þótt sam-
keppnin við aðrar þjóðir sé hörð.
Nú í júní fór reynslusending til
Svíþjóðar. í kjölfar hennar kom
pöntun á 1500 kössum og fóru
þeir með Hvassafelli nú um
miðjan júlí. Kaupandinn er A/B
Juvel, samvinnufyrirtæki, sem
dreifir kexinu til smásöluversl-
ana.
Snorri gat þess og að nú eftir
áramótin hefði Innflutnings-
deildin selt um 30 tonn af fóðri til
Færeyja, eftir að gin- og klaufa-
veikin kom upp í Danmörku. Var
fóðrið frá fóðurblöndunarstöð
SÍS í Reykjavík. -mhg
Skák
Svitabað
Á meðan við skjálfum hér úr
kulda er hitinn úti í henni Evrópu
alveg skelfilegur. Meira að segja
Diana prinsessa er farin að ganga
sokkalaus, sem til þessa hefur
ekki þótt prinsessum sæmandi. í
garðveislu hjá þeim Di og Karli
um daginn, þegar hitinn varð sá
mesti á árinu, leið yfir 12 gesti.
Hvarvetna í borgum eru gos-
brunnar fullir af fólki að busla og
reyna að kæla sig. Myndirnar hér
sýna fólk á förnum vegi í Frakk-
landi, Ítalíu og Þýskalandi og
hvernig það reynir að lifa af hit-
ann á heitasta sumri í áraraðir.
Karpov að tafli - 177
Interpolisskákmótið í Tilborg í
Hollandi hefur á undanförnum árum
unnið sér sess sem sterkasta skákmót
alþjóðlegt sem haldið er á ári hverju.
Fyrsta fnterpolismótið var haldið
1977 og þar var Karpov vitaskuld
meðal þátttakenda. íslendingar fylgd-
ust einnig grannt með mótinu, því
Friðrik Olafsson var þar í eldlínunni
auk frábærra stórmeistara eins og
Anderson, Hort, Miles, Gligoric,
Smyslov, Timman og Hiibncr.
Venja er til um, þegar sterkir skák-
menn heyja keppni, þá er talsvert um
jafntefli og svo varð einnig nú. Karp-
ov bjargaði sér úr tapstöðu í 1. um-
ferð í skák sinni við Timman, vann
Miles í 2. umferð, gerði svo jafntefli
við Sosonko (úr tapstöðu), Smyslov
(þar sem Karpov missti niður vinn-
ingstafl), og Gligoric. í 6. umferð
komst hann í gang með því að sigra
landa sinn Balashov þá Húbner og
loks Friðrik Ólafsson. Við skulum at-
huga hvernig það atvikaðist:
abcdefgh
Friðrik - Karpov
Staðan geysilega tvísýn en Frið
orðinn naumur á tíma: þrátt fyrir 1
peð á d-línunni eru möguleikar sva
síst lakari).
29. Hd3
(Til greina kom 29. De2 til að stöc
29. - a4). 30. d6 Dc5
29. ... a4! 31. Hxc3?
(Þessi skiptamunsfórn stenst ekki. ]
hvítur átti ekki hægt með að fin
gott plan).
31. ... bxc3 36. Re7 e4
32. Dxc3 axb3 37. Hd4 De6
33. Hxb3 Hb8 38. Df4 Hb6
34. De3? Dxc4 39. Rf5 g5!
35. Hd3 Hfd8 40. Dcl Dxf5
- og Friðrik gafst upp.
„Langar
að rannsaka
afbrot á íslandi“
segir Will C. van Den Hoonaard
ekki á dagskrá. Hjónabönd Ba-
háía eru ekki viðurkennd í Iran,
konurnar eru skilgreindar sem
vændiskonur og börn óskilgetin.
Hinar hörmulegu aftökur nú í
júní hafa opnað augu manna fyrir
grimmdinni sem Baháíar eru
beittir í íran og fjöldamörg ríki
hafa mótmælt þeim, m.a. Ástral-
ía, Kanada, Holland og England.
- Fer Baháíum fjölgandi?
„Já, einkum í vanþróuðum
Iöndum og meðal minnihluta-
hópa. Sem dæmi má nefna að í
Kanada eru 1/4 allra Baháía indí-
ánar. Við réynum ekki að gera
lítið úr upprunalegum trúar-
brögðum þessa fólks heldur
viðurkennum þau sem bakgrunn
að Baháítrúnni. Baháítrúin fer
vaxandi, en við troðum henni
ekki upp á neinn.“
- Ef við víkjum að dvöl þinni
hér á landi. Um hvað snerust
rannsóknir þínar á sínum tíma?
„Þær fjölluðu einkum um
fiskimenn og þeirra líf, en einnig
um samband sveitarstjórna og
yfirvalda. Þessar rannsóknir hafa
reynst mér ómetanlegar við
kennslu mína, þar sem komið er
inn á m.a. menningu, efnahag,
atvinnuástand og félagsmál íbúa
á Norður-Atlantshafssvæðinu.
Ég hef mikinn áhuga á að koma
hingað aftur og dveljast hér um
tíma við frekari rannsóknir. Það
sem ég hef mestan áhuga á að
rannsaka þá eru afbrot á Islandi,"
sagði Will að lokum.
þs.
„Ég bjó hér á íslandi samtals í
tvö ár. Lengst af var ég á ísafirði
þar sem ég kenndi í eitt ár við
menntaskólann og gerði tvær fél-
agsfræðirannsóknir. Vera mín
hér á íslandi var ómetanleg fyrir
mig og mín störf sem kennari í
þjóðfélagsfræði í samfélögum á
Norður-Atlantshafssvæðinu við
háskólann í New Brunswick í
Kanada,“ sagði Will C. van Den
Hoonaard féiagsfræðingur og
einn af svæðisráðsmönnum Ba-
háía, sem nú er staddur hér á
landi. Will átti sæti í fjögur ár á
þingi Sameinuðu þjóðanna sem
fulltrúi alþjóðasamtaka Baháía
og hefur reynt að kynna málstað
þeirra á alþjóðavettvangi, ekki
síst eftir að ofsóknir á hendur Ba-
háíum í Iran náðu hámarki með
grimmdarlegum aftökum á sak-
lausu fólki. Eins og fram hefur
komið í fréttum voru nú í júní
teknar af lífi í Iran nokkrar konur
sém höfðu unnið það eitt til saka
að vera Baháíar. Við byrjuðum á
því að spyrja Will hvað það væri
við Baháía sem gerði þá svo
hættulega í -augum æðstuprest-
anna í Iran:
„Það eru auðvitað trúar-
brögðin sjálf, jafnvel þótt Baháí-
ar viðurkenni öll trúarbrögð
heimsins og líti á trú sína sem
sameiningu og framlengingu trú-
arbragða mannkyns, þá eru í mú-
hameðstrúnni þættir sem stang-
ast mjög á við okkar trú. Þar á ég
fyrst og . fremst við afstöðu
kvenna. Við berjumst fyrir jafn- _______________
rétti kynjanna en í íran er staða „Við Baháíar berjumst fyrir jafnrétti“, segir Will C. van Den Hoona-
kvenna mjög slæm og jafnrétti ard. Ljósm. Leifur.