Þjóðviljinn - 03.08.1983, Blaðsíða 5
Miðvik'udagut- 3. ágúst '1983 ÞJÓÐVÍlÍiNN SÍÐA'5
,,Ætli hann dugi ekki vel í næstu mótmælaaðgerðum", sagði Runólfur
Agústsson sem fékk fánann sinn aftur úr vörslu lögreglunnar fyrir helgi.
(Ljósm - eik).
„Óvirðing” við Bandaríkjafána
Fánanum skilað
Málið fellt niður
- Ég fékk fánann minn til baka,
sagði Runólfur Ágústsson sem lék
„manninn með ljáinn" í mótmæla-
aðgerðunum gegn utanríkisstefnu
Bandaríkjanna 6. júlí, þegar Bush
varaforseti kom hingað í heimsókn.
Lögreglan tók af Rúnólfi banda-
rískan fána afþví aðþeir töldu að
þjóðfána þessum hefði verið sýnd
óvirðing. Runólfi var-gert að mæta
á lögreglustöðina sl. föstudag. Peg-
ar þangað kom var honum umyrða-
laust afhentur fáninn sem er í per-
sónulegri eigu hans.
- Ég bað um afrit af lögreglu-
skýrslu, en ég fékk það ekki. En
mér sýnist málið vera niður fallið.
Ar í Bandaríkjunum
- Jú ég hef búið í Bandaríkjun-
um. Ég var þar sem skiptinemi í eitt
ár í útborg Chicago. Mér leið alveg
ágætlega þar. Þar er yndislegt fólk
þarna eins og annars staðar í
Bandaríkjunum. Og það er alveg
eins og við hérna að því leyti að
mjög margir eru gagnrýnir á kerfið
og utanríkisstefnu Bandaríkjanna.
- Nei, ég er ekkert hræddur um
að missa vegabréfið vegna þessa
máls. Ég trúi ekki öðru en það
frjálslyndi sem einkennir almenn-
ing í Bandaríkjunum hafi haft þau
áhrif á skrifstofuveldið að pólitísk
viðhorf manna skerði ferðafrelsi
þeirra. Amk. þegar um svona mál
er að ræða.
-óg
Verslunarmenn á Suðurnesjum:
Segja upp samningum
Á almennum fundi hjá V.S. þann
25. júlí 1983, var cinróma sam-
þykkt að segja upp núgildandi
samningi við vinnuveitendur.
Einnig var samþykkt á fundinum
ályktun, þar sem bráðabirgðalög-
um ríkisstjórnarinnar frá 27. maí
s.l. er harðlega mótmælt og þeirri
kjaraskerðingu, sem í þeim felst.
Þá beinir fundurinn einnig þeim
tilmælum til utanríkisráðherra að
hann hlutist til um það að erlendir
þegnar í þjónustustörfum hjá
Varnarliðinu og fyrirtækjum á þess
vegum, verði að hafa atvinnuleyfi
samkvæmt íslenskum lögum um
atvinnuréttindi útlendinga hér á
landi.
Fundurinn mótmælti afnámi
frjáls samningsréttar verkalýðs-
hreyfingarinnar og skorar á stjórn-
völd að nema bráðabirgðalögin úr
gildi.
Þá var og samþykkt að beina því
til utanríkisráðherra að taka til
endurskoðunar ráðningarmál hjá
Varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli
og færa þau í hendur íslenskra aðila
eins og varnarsamningurinn
kveður á um.
Islendingar sigursælir á
Norrænu kvikmyndahátíðinni
Norðurlandameistarar í unglingaflokki
Fimmtudaginn 28. júlí lauk nor-
rænu kvikmyndahátíðinni sem
staðið hefur yfir síðan 22. júlí. Þar
voru sýndar 38 myndir frá öllum
Norðurlöndum. í unglingaflokki
17-24 ára, hlaut íslenska myndin
„Áfallið" gullverðlaun og um leið
titilinn „Norðurlandameistari í
unglingaflokki." Höfundar mynd-
arinnar eru Sveinn Andri Sveins-
son, Gunnar Sigurðsson, Smári
Ríkharðsson, Guðmar Þorleifsson
og Pálmi Sigurhjartarsson. Allir
eru þeir undir tvítugu. í sama
aldursflokki fékk önnur íslensk
mynd bronsverðlaun en það var
„Morgundagurinrt4- eftir Svavar
Þorsteinsson og Hjört Sverrisson.
í flokki 16 ára Qg yngri hlaut ís-
lensk myndin „Divina Tragedia"
annað sæti og bronsverðlaun (í
þeim flokki voru ekki veitt gull-
verðlaun). Sú mynd er eftir Jóhann
Ásmundsson og Snorra Gunn-
arsson.
í elsta flokknum, 25 ára og eldri,
vann finnska myndin „Komprom-
issi“ og Finnland vann einnig stiga-
keppni milli landanna.
- gat
TVÆR MEÐ ÖLLU
EINNAR VIKU FERÐ
BROTTFÖR 17. ÁGÚST
DONINGTON PARK
Laugardag 20.ágúst
• WHITESNAKE
• MEAT LOAF
• ZZ TOP
• DIAMOND HEAD
O.FL.
TJALDFERÐ
TJALDAÐ TIL TVEGGJA NÁTTA
Kr. 5.040
Farir þú sem dekkfarþegi með skipinu.
Verð, sé búið í klefa í skipinu:
kr. 8.800.-
Annar valkostur:
Hótelgisting í 2 nætur:
Dekkfarþegar: kr. 6.900.-
Klefafarþegar: kr.10.760.-
Fararstjórar:
Pétur Kristjánsson
Sigurður Sverrisson
EINNAR VIKU FERÐ
BROTTFÖR 24. ÁGÚST
THE READING FESTIVAL
26.- 28.ágúst
• BLACK SABBATH
• SUZI QUATRO
• STEVE HARLEY
• THIN LIZZIE
O.FL.
TJALDEERÐ
TJALDAÐ TIL TVEGGJA NÁTTA
Kr. 5.040
Farir þú sem dekkfarþegi með skipinu.
Verð, sé búið í klefa í skipinu:
kr. 8.800.-
Þátttakendur geta dvalið
á tjaldstæðum ytra milli
hátíðanna og sótt þær báðar.
Verð fyrir dekkfarþega kr. 6.900.-
Verð fyrir klefafarþega kr.10.760.-
VERÐIN GILDA FYRIR ALLT, NEMA MAT OG DRYKK, þ.e.:
Allar ferðir, fararstjórn, tjaldstæðagjöld og aðgangseyri að hátíðunum.
Áfbragðsgóð greiðslukjör
FARSKIP
Gengi 26.7’83
AÐALSTRÆTI 7 REYKJAVÍK SÍMI 2 5166