Þjóðviljinn - 03.08.1983, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 03.08.1983, Blaðsíða 16
16 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 3. ágúst,1983 ALÞYÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið í Hveragerði SUMARFERÐALAG Alþýðubandalagsfélag Hveragerðis fer sína árlegu sumarferð 12. -14. ágúst n.k. í samstarfi við nágrannafólög sín á Suðurlandi. Að þessu sinni verðurfarið um Húnavatnssýslu. Gist verður tvær nætur á Hvammstanga í svefnpoka- plássi ásamt góðum samkomusal. Laugardaginn 13. ágúst verður ekið fyrir Vatnsnes og síðan hringveginn um Vatnsdal. Á þessum leiðum eru margir áhugaverðir staðir, hvort heldur sem um er að ræða að ganga á fjörur í fyrirfram pöntuðu sólskini, eða þá að skoða Hvítserk eða telja Vatnsdalshóla svo eitthvað sé nefnt. Farið verður frá Hveragerði föstudaginn 12. ágúst klukkan 3 e.h. Fararstjóri verður Halldór Höskuldsson. Þátttaka tilkynnist sem allra fyrst til eftirtalinna: Hveragerði: Ingibjörg sími 4259 Selfoss: Kolbrún sími 1714 Guðrún sími 4518 Vestmannaeyjar: Ragnar sími 1177 Sigurður sími 4332 Þetta fólk gefur allar frekari upplýsingar. Þægileg og ódýr ferð fyrir fólk á öllum aldri. Alllr velkomnlr. Alþýðubandalagsfélag Hveragerðis Friðarganga 6. ágúst 1983 Aldrei aftur Hiroshima Ragna St. Eyjólfsdóttir, Reykhólasveit. 93-4755 Hópferðir í friðargönguna 6. ágúst. Eftirtaldir aðilar taka á móti skráningu í Friðargönguna ’83. Hópferðir verða farnar frá þess- um stöðum ef næg þátttaka fæst. Látið skrá ykkur sem allra fyrst. Fjölmennum og sýnum sam- stöðu með friðarsinnum um allan heim. Vesturland. Bjarnfríður Leósdóttir, Akranesi. 93-1538 Halldór Brynjólfsson, Borgarnesi. 93-7355 Jóhannes Ragnarsson, Ólafsvík. 93-6438 Skúli Alexandersson, Hellissandi. 93- 6619 Vestfirðir. Ragnheiður Gunnarsdóttir, ísafirði. 94- 4294 Rut Bjarnadóttir, Hólmavík. 95- 3123 Norðurland-vestra. Örn Guðjónsson, Hvammstanga. 95- 1467 Norðurland-eystra. Erlingur Sigurðarson, Akureyri. 96- 25520 Sveinn Rúnar Hauksson, Húsavík. 96- 41479 Austurland. Sigrún Benediktsdóttir, Egilsstöðum. 97- 1228 h. 1283 v. Valur Þórarinsson, Neskaupstað. 97-7690 Magnús Stefánsson, Fáskrúðsfirði. 97-5211 Heimir Þór Gíslason, Höfn. 97-8426 Suðurland. Ármann Ægir Magnússon, Hveragerði. 99-4260 Kolbrún Guðnadóttir, Selfossi. 99-1714 Sjávarafurðadeild SÍS: Heildarframleiðslan vex um 12% Heildarframleiðsla allra frystra afurða hjá Sambandsfrystihúsun- um frá áramótum og fram til 9. júlí nam 20.430 tonnum á móti 18.180 tonnum á sama tíma í fyrra. Er það aukning um rúm 12%. Samkvæmt upplýsingum Sig- urðar Markússonar, framkvæmda- stjóra, jókst botnfiskafli um rúm 12% eða úr 17.340 tonnum í 19.490 tonn. Af botnfiskafurðum námu þorskafurðir nú 8.040 tonnum, í fyrra 7.110 tonnum, aukning um 13%. Nú er þorskurinn 41,3% af botnfiskinum á móti 41.0% í fyrra. Karfi jókst úr 3.330 tonnum í 3.900 tonn, eða um 17%, Fram- leiðsla á karfa til Sovétríkjanna minnkaði um 13% en tvöfaldaðist á öðrum mörkuðum. Ýsa jókst úr 2.570 tonnum í 2.660 tonn, 3,5%. Ufsi jókst um 18%, úr 1.350 tonn- um í 1.590 tonn. Grálúðuafli varð lítilsháttar minni, 2.170 tonn í stað 2.190 tonn. Þó að framleiðsla á frystum afurðum ykist um 12% aukast birgðirnar aðeins um 5%. Fyrstu 6 mánuði þessa árs flutti Sj ávarafurðadeildin úr 23.510 tonn á móti 19.380 tonnum á sama tíma í fyrra. Aukning21%. Cif-verðmæti þessara afurða er nú 1.109 milj. kr. á móti 475 milj. árið áður. Aukningin í íslenskum krónum er því 133%. Mestur hluti útflutningsins eru frystar botnfisksafurðir. Voru þær 19.540 tonn á móti 16.300 tonnum árið áður og jukust þannig um 20%. - mhg Rauði krossinn Skyndi- hjálpar- púðar Rauði Krossinn hefur látið útbúa skyndihjálparpúða sem innihalda allra nauðsynlegustu gögn til skyndihjálpar s.s. sáraböggla, teygjubindi, grisjur, skæri, plástra ofl. Alls eru í púðunum 17 mikil- vægir hlutir til skyndihjálpar. Þá er og í púðunum bæklingurinn SKYNDIHJÁLP sem notaður er á skyndihjálparnámskeiðum um land allt. Nú þegar mestu ferðahelgar landsmanna eru framundan er það að sjálfsögðu skylda hvers einasta bifreiðaeiganda að bæta svo sem kostur er búnað og öryggistæki bíla sinna og sýna varkárni í akstri. Rauði Kross íslands minnir á að ekki er síður mikilvægt að í bifreið- unum séu brýnustu skyndihjálp- argögn sem grípa má til ef eitthvað fer úrskeiðis. Skyndihjálpargögn ættu að vera sjálfsögð í hverjum einasta bíl, hverjum bústað og hverjum bakpoka. Deildir Rauða Krossins geta út- vegað púðana með stuttum fyrir- vara en auk þess fást þeir í Olís- búðunum. Slysalaust ár, slysalaust sumar 1983. Skreið til Nígeríu Arnarfellið er nú í Nigeríu og los- ar þar 22 þús. pakka af skreið frá Sambandinu. Til baka cr það með fullfermi af kornvörum til Irlands. Leiguskip á vegum Skipadeildar er nú að lesta skreið og hausa fyrir Sambandið og Samlag skreiðar- framleiðenda, 30 þús. pakka, og siglir með þá til Nígeríu. - mhg Nauðsynlegustu hlutir til skyndihjálpar ættu að fínnast í hverri bifreið, hverjum bústað og hverjum bakpoka, því slysin gera aldrei boð á undan sér. Hagvangur kannar Afstöðu til nötk- unar bílbelta Fyrir nokkru gerði Hagvangur könnun á viðhorfi fólks til notkun- ar bílbelta. Meðal spurninga Hag- vangs var þessi: Telur þú notkun bílbelta auki ör- yggi fólkss? Af 1300, sem spurðir voru, svör- uðu 1034 og voru svör þeirra þannig: Já, alltaf 756 eða 73%. Já, innanbæjar eingöngu 59 eða 5,7%. Já, úti á vegum eingöngu, 83,eða 8.0%. Nei, 60 eða 5,8%. Yeit ekki, 76 eða 7,4%, Önnur spurning Hagvangs hljóðaði þannig: Telur þú að beita eigi sektará- kvæðum varðandi notkun á bíl- beltum? 1038 svör bárust qg voru þannig: Já, 376 eða 36,2%. Nei, 568 eða 54,7%. Tek ekki afstöðu, 94 eða 9,1%. - mhg „Blandaðir ávextir* frá Bókavörðunni Út er komin 22. bóksöluskrá Bókavörðunnar og er í henni að finna rúmlega 1400 titla bóka og tímarita sem fást í versluninni. Meirihluti bókanna er á verðbilinu 35-200 krónur en einnig eru nokkr- ar sjaldgæfar dýrar bækur. Af sjaldgæfum bókum, sem í skránni eru, má t.d. nefna: Svartar fjaðrir, frumútgáfa fyrstu ljóða- bókar Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi, Reykjavík 1919, bundin í alskinn, heildarútgáfa af ljóðmælum Bólu-Hjálmars, Rvík Drögum vel úr ferð við blindhæðir og brýr. GÓÐA FERÐ! 1915-1919, óbundin með öllum kápum og auk þess fylgja þær arkir með eintakinu, sem rangt voru prentaðar, Barn náttúrunnar, fyrsta bók Halldórs Laxness, sem þá kallaði sig Halldór frá Laxnesi, prentuð í Reykjavík 1919, blaðið Árvakur, ungmennatímarit, spritt- fjölritað í Öndverðarnesi árið 1934, út komu 3 tölublöð, en vitað er, að ekkert þekkt eintak er í Landsbókasafni, Háskólabókas- afni né í bókhlöðu Seðlabanka ís- lands. Að síðustu má geta eintaks af Vefaranum mikla frá Kasmír. Hér er um að ræða tölusetta útgáfu frumprentsins, svokallaða „Bóka- vinaútgáfu" prentaða á vandaðri pappír en venjulega útgáfan og styrktarmenn útgáfunnar létu gera sérstaklega. Bókaskrá þessi er send ókeypis öllum, sem þess óska utan Stór- Reykjavíkursvæðisins og afhent í verzlun Bókavörðunnar að Hverf- isgötu 52 í Reykjavík.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.