Þjóðviljinn - 03.08.1983, Blaðsíða 10
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Migvikudagur 3. ágúst 1983
í ársbyrjun 1945 voru
Japanir greiniiega í
varnarstöðu bæði á
Kyrrahafi gagnvart sókn
Bandaríkjamanna og á
meginlandi Asíu vegna
aukins styrks
andjapanskra
skæruliðahreyfinga sem
gerðust stöðugt djarfari í
árásum sínum. Kínverskir
kommúnistar höfðu
900.000 hermanna undir
vopnum í Frelsisher sínum
auk rúmlega tveggja
miljóna léttvopnaðra
skæruliða. Yfirráð Japana í
stórum hlutum Kína voru á
engan hátt mjög trygg og
þeir urðu að beita 1,2 miljón
manna herafla búnum
fullkomnustu vopnum til að
halda völdum sínum sem
voru að mestu bundin við
borgir og bæi á meðan
skæruliðar kommúnista
bjuggu um sig í sveitum
landsins.
Ragnar
Bald-
ursson
skrifar
Hiroshima og
Nagasaki
sprengju. Þótt áhrif þessa nýja
vopns væru enn tiltölulega lítið
rannsökuð vildu bandarískir
hershöfðingjar og nokkrir af
mikilvægustu forystumönnum
Bandaríkjanna óðfúsir fá að nota
kjarnorkusprengjur til að þvinga
Japani til uppgjafar á sem styst-
um tíma. Þeir myndu þá hugsan-
lega sleppa við kostnaðarsama og
mannfreka innrás.
Það varð úr að Bandaríkja-
Meira en 200.000 manns lést við sprengingarnar sjálfar en margir fleiri
dóu síðar vegna brunasára og geislunar.
Eftir að hafa unnið sigur á vest-
urvígstöðvum sínum beindu So-
vétmenn athygli sinni að stríðinu
í Asíu. Þeim var ljóst að sókn
Bandaríkjamanna gegn Japönum
á Kyrrahafi og yfirvofandi innrás
þeirra í Japan myndi endanlega
leiða til ósigurs Japana. Við það
myndu öll valdahlutföll í Asíu
breytast. Sovétmenn vildu fyrir
alla muni tryggja að slík breyting
yrði ekki á þeirra kostnað. Þeir
töldu sig eiga mikilla hagsmuna
að gæta í Kína og vildu koma í veg
fyrir að Bandaríkjamenn afvopn-
uðu hermenn Japana þar. Sterk
andkommúnísk stjórn í Kína sem
væri hliðholl Bandaríkja-
mönnum gat orðið ógnun við ör-
yggi Sovétríkjanna. Þess vegna
riftu Sovétmenn griðasamning-
um sínum við Japani frá árinu
1941 og lýstu yfir stríði á hendur
þeim þann 5. apríl 1945. Þannig
breyttist stríðið að vissu leyti í
það að vera kapphlaup á milli So-
vétmanna og Bandaríkjanna um
að brjóta niður veldi Japana og
efla eigin áhrif.
Þegar Bandaríkjamenn höfðu
gersigrað japanska flotann á
Kyrrahafi bjuggust þeir til innrás-
ar í Japan. Japanir efldu varnir
sínar eins og þeir gátu á japönsku
eyjunum og kölluðu heim hluta
af herafla sínum til að verja
móðurlandið. Við það minnkaði
styrkur þeirra á meginlandi Asíu
enn fekar þannig að þegar Sovét-
menn réðust inn í Norðvestur-
Kína í Mansjúríu gátu Japanir
ekki sent liðsauka. Sovétmenn
voru líka sjálfir farnir að undir-
búa innrás inn í Norður-Japan.
í fyrsta skipti í stríðinu höfðu
Bandaríkjamenn orðið fyrir um-
talsverðu mannfalli þegar þeir
hertóku eyjar Japana á Kyrra-
hafi. Japanska setuliðið barðist
alls staðar til þrautar enda töldu
Japaniryfirráðarétt sinn áýmsum
Kyrrahafseyjum óvefengjan-
legan. Bandaríkjamenn vildu
ógjarnan verða fyrir jafnmiklu
mannfalli aftur. Það efaðist samt
enginn um að við innrás inn í Jap-
an yrði mannfall þeirra margfalt
meira. En færustu vísindamenn
Bandaríkjamanna höfðu undan-
farin ár einmitt verið að vinna að
smíði og fullkomnun nýs ger-
eyðingarvopns, kjarnorku-
Enginn er óhultur í kjarnorkuárás. Þessir drengir voru brenndir á öllum
líkamanum.