Þjóðviljinn - 03.08.1983, Blaðsíða 18
18 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 3. ágúst 1983
Þrátt fyrir söfnun „Nýrra sjónarmiða”!
_
ISAL tapaði
406 milljónum
Orkukaupin tæp 8% af útgjöldum
„Bati sá sem markaðssérfræð-
ingar hafa þráfaldlega spáð, kom
ekki fram“ segir í nýútkominni árs-
skýrslu ÍSAL. „Árið 1982 var hið
versta í sögu áiiðnaðarins.“ í
skýrslunni sem lögð var fyrir aðalf-
und félagsins í fyrradag kemur
fram að bókfært tap í fyrra var 406
og hálf milljón.
Álverið nýtti 88% af afkastagetu '
sinni árið 1982 og framleiddi
77.400 tonn af fljótandi áli, þar af
seldust 74.900 tonn. Um 57% af
útskipaðri framleiðslu var flutt til
Efnahagsbandalagslanda, 32% til
EFTA-landa, 11% annað. Starfs-
menn ÍSAL voru um síðustu ára-
mót 658. Laun og launatengd gjöld
nema 13,1% af heildarútgjöldum
fyrirtækisins árið 1982. Orkukaup
félagsins nema 7,96% af heildarút-
gjöldum þess.
Samkvæmt ársskýrslunni er tap
ÍSAL í fyrra 406.582.418 kr.
Stjórnendur félagsins hefðu hins-
vegar auðveldlega getað komið
tapinu niðrí 406.577.408,18 kr., ef
þeir hefðu sótt þær 5009,82 kr. sem
samtökin Ný sjónarmið söfnuðu
handa félaginu í vor. Vonandi
dregur þetta rausnarlega framlag
úr hallanum í næstu ársskýrslu.
- m
‘ÁTAK sjóðurinn tveggja
ára — 280 hafa fengið lán
Tvö ár eru liðin frá því að
ÁTAKS-hugsjónin varð að veru-
leika, með samstarfi við Útvegs-
banka íslands.
Átak er ekki formlegt félag með
séstökum félagslögum né heldur
fyrirtæki heldur félagskapur til
hjálpar þeim fjölmörgu einstak-
lingum, sem á sérstakri aðstoð
þurfa að halda vegna sjúkdóma
eða annarra erfiðleika og hafa
horfið frá eðlilegu lífi um lengri eða
skemmri tíma. Og oft veitist þessu
fólki erfitt .aðsnúa við m.a. vegna
fjárhagsörðugleika.
Megin tilgangur Átaks er:
Að lána fé til einstaklinga, sem
alkóhólismi og sjúkdómar hafa
leikið illa, í því skyni að hjálpa
þeim til sjálfsbjargar á ný.
Að veita námslán þeim, er
stunda nám og huga að störfum við
áfengisvandamálið.
Að veita lánafyrirgreiðslu í því
skyni að fjölga atvinnutækifærum
fyrir alkóhólista og aðra sjúklinga.
Frá því að Átak hóf starfsemi
sína, hafa innistæður í Átaks-deild
bankans þrefaldast og þannig hald-
ið vel í við verðbólguna. Innláns-
reikningar viðskiptavina Átaks-
deildarinnar þ.e.s. verðtryggðir
sparireikningar, sparisjóðsbækur
og ávísanareikningar, eru nú 320.
Utlán í þessum lánaflokki hafa ver-
ið nokkuð hærri en nemur inni-
stæðum. Samtals hafa 280 einstak-
lingar fengið lánafyrirgreiðslu á
vegum Átaks.
I stjórn Átaks eru nú: Ólafur
Friðfinnsson, form., Guðmundur
J. Guðmundson Aðalheiður
Bjarnfreðsdóttir, Edwald Bern-
dsen. Þorsteinn Guðlaugsson, He-
lena Albertsdóttir og Grétar Berg-
mann.
- mhg
Þjóðdansafélag Egilsstaða
Þjóðdansafélag Egilsstaða lagði
land undir fót um síðustu mánaða-
mót og sótti heim Eistlendinga. Alls
sýndi félagið átta sinnum í ferðinni
sem stóð frá 28. júní til 13. júlí og
tókst afbragðsvel.
Þjóðdansafélag Egilsstaða er hið
eina sinnar tegundar utan Reykja-
víkur, stofnað 1975. Félagið hefur
áður sótt mót í Noregi, 1977 og í
Búlgaríu 78. Þar hittu þau dansara
frá Tallin í Eistlandi og 1980 kom
sá flokkur til íslands og sýndi m.a.
á Egilstöðum.
í ferðina nú fór tuttugu manna
hópur frá Egilsstöðum, 16 dansar-
ar auk harmonikkuleikara frá
Borgarfirði eystra, Helga Eyjólfs-
sonar. Flogið var til Moskvu og
sýnd ein sýning þar, síðan var hald-
ið til Eistlands og sýnt í Ost-Narva
sem er 12 km. frá finnska flóa, í
kolanámubænum Kotla-Járve og
að lokum þrjár sýningar í Tallin.
Áður en heim var haldið var farið
til Leningrad og dvalið í fjóra daga
í Kaupmannahöfn. Formaður
Þjóðdansafélags Egilsstaða er Þrá-
inn Skarphéðinsson.
EÞ
Blikkiðjan
Asgarðí 7, Garðabæ
onnumst þakrennusmiði og
uppsetningu — ennfremur
hverskonar blikksmíöi.
Gerum föst verðtilboð
SÍMI53468
leikhus > kvikmyndahús
SÍMI: 2 21 40
Starfsbræöur
Spennandi og óvenjuleg leynilög-
reglumynd. Benson (Ryan O'Neal)
og Kerwin (John Hurt) erfalin rann-
sókn morðs á ungum manni, sem
hafði verið hommi. Þeim er skipað
að búa saman, og eiga að láta sem
ástarsamband sé á milli þeirra.
Leikstjóri Jamea Burrows.
Aðalhlutverk: Ryan O'Neil, John
Hurt, Kenneth Mc Milland.
Sýnd kl. 7, 9 og 11
Allra siðasti sýningardagur
Bönnuð innan 14 ára.
SIMI: 1 15 44
Karate-
meistarinn
Islenskur texti.
Æsispennandi ný karate-mynd
með meistaranum James Ryan
(sá er lék í myndinni „Að duga eða
drepast"), en hann hefur unnið til
fjölda verðlauna á Karatemótum
víða um heim. Spenna frá upphafi
til enda. Hér eru ekki neinir viðvan-
ingar á ferð, allt atvinnumenn og
verðlaunahafar í aðalhlutverkun-
um svo sem: James Ryan, Stan
Smlth, Norman Robson ásamt
Anneline Kreil og fl.
Sýnd kl. 7 og 9
Hryllingsóperan
Þessi ódrepandi „Rocky Horror"
mynd, sem ennþá er sýnd fyrir fullu
húsi á miðnætursýningum víða um
heim.
Sýnd kl. 11.
Útlaginn
Sýnd í nokkra daga kl. 5.
íslenskt tal - Enskir textar.
tÓNABÍÓ
SIMI: 3 11 82
Rocky III
„Besta „Rocky" myndin af
þeim öllum."
, B.D. Gannet Newspaper.
„Hröð og hrikaleg
skemmtun."
B.K. Toronto-Sun.
„Stallone varpar Rocky III í
flokk þeirra bestu."
US Magazine
„Stórkostleg mynd."
E.P. Boston Herald Amer-
Forsíðufrétt vikuritsins Time
hyllir: „Rocky III" sigurvegari
og ennþá heimsmeistari."
Titillag Rocky III „Eye of the
Tiger" var tilnefnt til Óskars-
verðlauna í ár.
Leikstjóri: Silvester Stal-
lone.
Aðalhlutverk: Sylvester Stal-
lone, Talia Shire, Burt Yo-
ung, Mr. T.
Sýnd kl. 5 og 9.10.
Tekin upp í Dóiby Stereo.
Sýnd í 4ra rása Starescope
Stereo.
Rocky II
Endursýnd kl. 7.
SIMI: 1 89 36
Salur A
Frumsýnir
Hanky Panky
Bráðskemmtileg og spennandi ný
bandarísk gamanmynd i litum með
hinum óborganlega Gene Wilder í
aðalhlutverki.
Leikstjóri: Sidney Poiter
Aðalhlutverk: Gene Wilder, Gilda
Radner, Richard Widmar.
Islenskur texti.
Sýnd kl. 2.50, 5, 7.10, 9.10 oq
11.15.
Salur B
Tootsie
Bráðskemmtileg ný amerísk úr-
valsgamanmynd í litum. Leikstjóri:
Sidney Pollack. Aðalhlutverk:
Dustin Hoffman, Jessica Lange,
Bill Murray.
Sýnd kl. 7.05 og 9.05.
Leikfangið
(The Toy)
Afarskemmtileg ný bandarísk
gamanmynd með tveimur fremstu
grínleikurum Bandaríkjanna, þeim
Richard Pryor og Jackie Gleason I
aðalhlutverkum. Mynd sem kemur
öllum í gott skap. Leikstjóri: Ric-
hard Donner.
fslenskur texti.
■Sýndkl. 3, 5, og 11.15.
Slmi11384
Engill
hefndarinnar
Ótrúlega spennandi og mjög við-
burðarík, ný, bandarísk kvikmynd í
litum,- Ráðist er á unga stúlku -
hefnd hennar verður miskunnar-
laus.
Aðalhlutverk:
Zoe Tamerlis,
Steve Singer
ísl. texti.
Bönnuð innan 16 ára.
Sýnd kl. 9 og 11.
LAUGARÁÍ
BHBT a VKSuQbQ
JHÆJKnliS
Dauðadalurinn
Ný mjög spennandi bandarísk
mynd, sem segirfrá ferðalagi ungs
fólks og drengs um gamalt gull-
námusvæði, Gerast þar margir
undarlegir hlutir og spennan eykst
fram á siðustu augnablik myndar-
innar.
Framleiðandi Elliot Kastner fyrir
Universal.
Aðalhlutverk: Paul le Mat (America
Graffiti), Cathrine Hicks og Peter
Billingsley.
Sýnd kl: 5, 7, 9 og 11.
Bönnuð innan 16 ára.
= Viðvörun
Q19 OOO
Flóttin frá
Alcatraz
Hörkuspennandi og fræg litmynd
sem byggð er á sönnum atburðum
með Clint Eastwood, Patrick
McGoohan.
Framleiðandi og leikstjóri Donald
Stiegel.
Endursýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11.15.
Loftsteinninn
Spennandi bandarísk Panavision
litmynd. Risaloftsteinn ógnar jarð-
lífi, hvað er til ráða?
Aðalhlutverk: Sean Connery -
Natalie Wood - Karl Malden -
Henry Fonda.
Endursýnd kl. 3.05, 5.05, 7.05,
9.05 og 11.05
Maöur til taks
Bráðfjörug og skemmtileg ensk
gamanmynd, eins og þær gerast
bestar, með Richard O Sullivan -
Paula Wilcox o.fl.
Endursýnd kl. 3.10, 5.10 og 7.10
Blóðskömm
Geysispennandi litmynd enda
gerð af snillingnum Ciaude Cha-
brols
Aðalhlutverk: Donald Suther-
land, Stephane Audra, David
Hemmings.
Endursýnd kl. 9.10 og 11.10.
Sæúlfurinn
Afar spennandi og viðburðarík lit-
mynd, byggð á samnefndri sjóara-
sögu eftír Jack London með
Chuck Connors - Barbara Rack
Islenskur texti - Bönnuð innan 14
ára.
Endurýnd kl. 3.15,5.15,7.15,9.15
og 11.15.
Reykjavíkurblús
blandað efni tengt Reykjavík í leik-
stjórn Péturs Einarssonar.
fimmtudag 4.ágúst kl. 20.30
föstudag 5. ágúst kl. 20.30
laugardag 6. ágúst kl. 20.30
Síðustu sýningar.
Elskendurnir í
Metró
I leikstjórn Andrésar Sigun/ins-
sonar.
Frumsýning sunnudag 14.ágúst kl.
20.30.
Félagsstofnun Stúdenta v/
Hringbraut
sími 19455
Veitingasala.
Sími 78900
Salur 1
Utangarös-
drengir
(The Outsiders)
Heimsfræg og splunkuný stór-
mynd gerð af kappanum Francis
Ford Coppola. Hann vildi gera
mynd um ungdóniinn og líkir The
Outsiders við hina margverð-
launuðu fyrri mynd sína The God-
father sem einnig fjallar um fjöl-
skyldu. The Outsiders saga S.E.
Hinton kom mér fyrir sjónir á réttu
augnabliki segir Coppola.
Aðalhlutverk: C.Thomas Howell,
Matt Dillon, Ralph Macchino,
Patrick Swayze.
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Bönnuð börnum innan 14 ára.
Hækkað verð.
Myndin er tekin upp i Dolby sterio
og sýnd í 4 rása Starscope sterio.
Salur 2
CUNAofWf
Ný og jafnframt mjög spennandi
mynd um skólalífið í fjölbrautar-
skólanum Abraham Lincoln. Við
erum framtíðin og ekkert getur
stöðvað okkur segja forsprakkar
klíkunnar þar. Hvað á til bragðs að
taka eða er þetta sem koma skal? '
Aðalhlutverk: Perry King, Merrie
Lynn Ross, Roddy McDowall.
Leikstjóri: Mark Lester.
Sýnd kl. 5 - 7 - 9 og 11.
Bönnuð innan 16 ára.
Salur 3
Merry Christmas
Mr. Lawrence
Heimsfraeg og jafnframt
splunkur.ý stórmynd sem ger-
ist í fangabúðum Japana í síð-
ari heimsstyrjöld. Myndin er
gerð eftir sögu Laurens Post,
The seed and Sower og
leikstýrð af Nagisa Oshima en
það tók hann fimm ár að full-
gera þessa mynd.
Aðalhlv: David Bowie, Tom
Conti, Ryuichi Sakamoto,
Jack Thompson.
Sýnd kl. 5, 9 og 11.15.
Salur 4
Svartskeggur
Sýndkl. 5' '
Maðurinn með
barnsandlitið
Hörkuspennandi vestri með hinum
vinsælu Trinitybræðrum. Aðal-
hlutv. Terence Hill og Bud
Spencer.
Sýnd kl. 7, 9 og 11.
Salur 5
Atlantic City
Frábær úrvalsmynd, útnefnd til 5
Óskara 1982.
Aðalhlutverk: Burt Lancaster,
Susan Sarandon. Leikstjóri: Lou-
is Malle.
Sýnd kl. 9.